Morgunblaðið - 12.05.1998, Síða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÁGÚST V.
ODDSSON
+ Ágúst Vilhelm
^ Oddsson fæddist
í Ársól á Akranesi
3. apríl 1945. Hann
lést á heimili sínu,
Sjávargrund 9b,
Garðabæ, 30. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Friðmey
Jónsdóttir, f. 1923,
ættuð frá Ársól á
Akranesi, og Oddur
_ Ólafsson, klæðskeri,
f. 1918, ættaður frá
Hrísum í Helgafells-
sveit á Snæfellsnesi.
Oddur lést í bflslysi 22. ágúst
1980.
Systkini Ágústs eru: Erla Eg-
gerts Oddsdóttir, hennar maður
er Sveinn H. Jónsson og eiga
þau Qögur börn búsett á Akur-
eyri. Olafur Eh'as Oddsson,
Olafur á fjögur börn, móðir
þeirra er Þórdís Njálsdóttir.
Hinn 24. september 1977
kvæntist Ágúst Eh'nu G. Magn-
úsdóttur og eignuðust þau einn
son, Ragnar Eggert, f. 1978.
Foreldrar Elínar eru Magnús
—<r I.S. Guðmundsson, matsveinn, f.
1909, d. 1996, og Anna M. Elías-
dóttir, f. 1913, húsmóðir. Systk-
ini Elínar eru Ragnar S. Magn-
ússon, hans kona er Guðlaug P.
Wium og eiga þau tvö börn.
Svanhít Magnúsdóttir, hennar
maður er Kristján E. Halldórs-
son og eiga þau tvo syni.
Ágúst lærði húsasmiði hjá
Guðmundi Magnússyni á Akra-
nesi og vanna alla
tíð við smíðar og
hin siðari ár nær
eingöngu við að
leggja parket á
gólf. Ágúst var
landskunnur hesta-
maður og tók virk-
an þátt í félagsmál-
um hestamanna.
Hann gekk í Félag
tamningamanna á
fyrsta aðalfundi
þess 1971, en mun
hafa verið 10 ára er
hann gekk í hesta-
mannafélagið
Dreyra á Akranesi ásamt æsku-
vini sínum Jóni Sigurðssyni er
var arinu yngri. Árið 1977 flyt-
ur Ágúst frá Akranesi og fljót-
lega mun hann hafa gerst félagi
í Sörla, félagi þeirra Hafnfirð-
inga. Ágúst keppti fyrir íslands
hönd á EM í Sviss 1973 á hestin-
um Landa.
Hann átti um skeið sæti í
sljórn Hestamannafélagsins
Dreyra á Akranesi og í stórn
Félags tamningamanna.
Ágúst var einn af þeim sem
unnu að því að Reiðhöllin í Víði-
dal risi af grunni og var í fyrstu
stjóm Reiðhallarinnar. Ágúst
átti um skeið sæti í varastjórn
Landssambands hestamanna og
i stjórn hestamannafélagsins
Sörla í Hafnarfirði sat hann er
kallið kom.
títför Ágústs verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Elsku fóðurbróðir, þá ertu búinn
fcð kveðja þennan heim, loka augun-
um í síðasta sinn og farinn yfir móð-
una miklu þar sem afi bíður og tekur
á móti þér. Þú varst búinn að berjast
hetjulega í rúmt ár við þann illvæga
sjúkdóm sem sigraði þig að lokum.
Eftir sitjum við með söknuð í hjarta.
Á svona stundu er erfitt að vera
langt í burtu frá sínum nánustu en
systur mínar hafa verið duglegar að
hringja og skrifa mér og þannig hef
ég fylgst með baráttu þinni úr
fjarska. Ég sendi þér tölvupóst
nokkrum mánuðum áður en þú
kvaddir þennan heim og þegar Fríða
systir fór með bréfið til þín upp á
spítala, þá baðstu hana að kyssa mig
á skjáinn frá þér. Svona varstu alltaf
~ klýr og elskulegur við okkur syst-
'umar, þú varst mikill fóðurbróðir.
Þótt samverustundir okkar væru
ekki margar á síðustu árum þá voru
þær alltaf Ijúfar, hlýjar og góðar. Þú
tókst alltaf á móti okkur með fallega
brosinu þínu og kossi. Það er mér
mjög minnisstætt þegar þú komst í
heimsókn til mín í Keflavík stuttu
áður en ég og fjölskylda mín flutt-
umst til Svíþjóðar í nám. Við fengum
okkur kaffisopa og auðvitað var tal-
að um hesta, sem var þitt áhugamál.
Fyrstu minningar mínar um þig
voru þegar þú, afí og pabbi voru að
eltast við hross og við systurnar sát-
um í bílnum og horfðum á, eða þegar
þú varst að keppa fyrir hestafélagið
Dreyra og fékkst bikar. Þá vorum
^við mjög stoltar af fóðurbróður okk-
ar, einnig vorum við mjög ánægðar
þegar þú giftist Ellu þinni og þið
eignuðust Ragnar. Þið voruð mjög
samhent fjölskylda og það sýndi sig i
veikindum þínum hvað það var gott
að þú áttir Ellu og Ragnar sem
gerðu það kleift að þú fékkst að
deyja heima. Elsku Ella og Ragnar,
þið eigið alla mína samúð í ykkar
miklu sorg. Kæri pabbi, amma, Erla
og aðrir ættingjar, megi minning um
góðan mann leiða okkur í gegnum
sorgina.
Kalliðerkomið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðarviðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefúr hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Kæri Gústi, ég vona og trúi að þú
sért kominn á vit ævintýranna og
laus við allar kvalir. Eins og það ger-
ist í bókinni Bróðir minn Ljóns-
hjarta eftir Astrid Lindgren og son-
ur minn vitnaði í þegar þú varst orð-
inn mikið veikur: „Mamma, ég vona
að Gústi frændi trúi á Nangijala, því
þá þarf hann ekki að vera hræddur
við að deyja og hann veit að ef hann
LEGSTEINAR
í rúmgóðum sýningarsölura okkar eigum
við ávallt íyrirliggjandi margar gerðir
legsteina og minnisvarða úr íslenslmm
og erlendum steintegundum.
Verið velkomin til okkar eða
hafið samband og fáið myndalista.
18 S.HELGASOIM HF
ISTEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410
vill hitta okkur þá breytist hann í
hvíta dúfu og kemur til okkar fljúg-
andi.“
Þín bróðurdóttir
Þórdís Helga.
Hvers vegna? Af hverju? Af
hverju hann? Hver er ástæðan? Það
er sama hvernig er spurt, hver er
spurður, það eru engin svör til. Þeg-
ar æskuvinur og félagi hverfur á
braut reikar hugurinn víða, minn-
ingarnar ná yfir hátt í fimm áratugi
og margs er að minnast. Það eru yfir
fjörutíu ár síðan tveir skrítnir guttar
röltu á milli hesthúsa á Skaganum
og ráku nefið niður í alit sem viðkom
hestum. Þetta þótti skrítið í þá daga,
hestamennska var bara fyrir nokkra
fullorðna sérvitringa og strákpjakk-
ar innan við 10 ára höfðu ekkert með
það að gera, en karlarnir á Skagan-
um voru góðir karlar og tóku strák-
pjökkunum vel og ekki leið langur
tími þar til þeir voru teknir fullgildir
í samfélagið. En fleira var brallað,
dúfurnar, páfagaukarnir og gull-
hamstrarnir voru nú ekki það vin-
sælasta á heimilunum, enda urðu bú-
in stór. Ekki man ég fjöldann á dúf-
unum en páfagaukarnir voru flestir
á milli 30 og 40 og gullhamstrarnir
vour ótrúlega duglegir við að fjölga
sér. Og hestamir komu strax, fjög-
urra hesta plássið sem við fengum
við fjárhúsið hjá Oddi varð fljótlega
allt of lítið og framkvæmdamenn um
og innan við fermingu voru ekki
lengi að taka ákvarðanir, nú skyldi
stækkað. Byggingarefnis var aflað
með ýmsu móti og ekki kostaði það
mikið. Þó að við gætum alltaf gengið
að Oddi vísum með hjálp og náð fór
hamarinn snemma vel í hendi yfir-
smiðsins Ágústar. Og upp fór húsið,
12 pláss, og veitti ekki af. Við urðum
snemma þeirrar gæfu aðnjótandi að
eignast hesta sem gáfu meðal-
mennskunni langt nef og alla ævina
hafa þeir fylgt okkur. Bara nöfnin er
of langt upp að telja, hvað þá kosti
hvers fyrir sig.
Nú þegar við félagarnir Dagbjart-
ur og ég sitjum með pennann í
annarri hendi og símtólið í hinni og
rifjum upp minningarnar erum við
sammála um eitt; ævilangri vináttu
er ekki hægt að gera skil í einhverju
greinarkomi.
Þótt við Dagbjartur verðum seint
kallaðir grátgjamir menn, þá elsku
Ella og Ragnar, nú grátum við með
ykkur, þið eigið hug okkar allan.
Lengi rainning lifir góð,
ljúfra æsku kynna.
Ura þann sem ekki þurfti slóð
né þræða fórin hinna.
Meðan lífsins götu geng
glaður eða hryggur,
um tryggan vin og traustan dreng
trega minning liggur.
Við sitjum öll við sama borð,
syrgja, - fæðast, deyja.
Hvemig geta örfá orð
eitthvað náð að segja.
(Dagbjartur Dagbjartsson.)
Dagbjartur Dagbjartsson
og Jón Sigurðsson.
Þegar kunningi eða vinur er kall-
aður burt áður en manni finnst hann
hafa lokið hlutverki sínu bregður
manni við. Hugurinn staðnæmist við
það sem liðið er. Hann staðnæmist
einnig við þar sem manni finnst að
ætti að vera ókomið. Það sem eftir
væri að gera. Hver tilgangurinn er
með svo skjótum umskiptum þegar
maður á besta aldri er kvaddur til
annarra verka með skömmum fyrir-
vara vitum við ekki en trúum að
hann sé einhver og einnig að hann sé
mikilvægur. Það hjálpar okkur að
sætta okkur við missinn og þær að-
stæður sem hann leiðir af sér.
Þannig kvaddi mágur minn Ágúst
Vilhelm Oddsson þennan heim. Eftir
nokkurra mánaða erfið veikindi var
hann kvaddur á braut. Fyrirvarinn
var ekki mikill en undir lokin var
ljóst að hverju stefndi.
Þrátt fyrir nánar tengdir urðu
samskipti okkar Ágústs minni en til-
efni voru til. Því réðu þær aðstæður
að við bjuggum alla tíð sinn á hvoru
landshorni. Ég á Akureyri ásamt
fjölskyldu minni en hann lengst af í
Garðabænum ásamt eiginkonu og
syni. Starfsvettvangur okkar var þó
af líkum toga. Hann tengdist bygg-
ingariðnaðinum en áhugamál Ágústs
Vilhelms var þó einkum hesta-
mennska og hrossarækt. Hann ólst
upp í nábýli við búskap þar sem faðir
hans á Akranesi átti alltaf nokkuð af
húsdýrum - einkum hrossum. Eftir
því sem árin liðu tók þetta stóra
áhugamál meira og meira af tíma
hans og hann gerði það einnig að at-
vinnu að einhverju leyti. Ég minnist
stunda með honum í hrossaréttum -
einkum Laufskálarétt í Skagafirði
þar sem hann valdi folöld á fæti í
tengslum við ræktunarstarf sitt. Þar
lagði hann sig allan fram eins og
reyndar að hverju því verki eða
áhugamáli sem hann vann að.
Þannig álít ég að fleiri muni minnast
hans. Áhugamannsins sem lagði sig
fram um að vinna því sem hann tók
sér fyrir hendur af áhuga og heilind-
um.
Ég vil þakka Ágústi Vilhelm mági
mínum fyrir ánægjuleg kynni og
samfylgd sem ég hefði kosið að orðið
hefði lengri. Annríki á öðrum stöð-
um hefur nú valdið því að af slíku
gat ekki orðið. Ég sendi eiginkonu
hans, syni, móður, systkinum og öðr-
um ættingjum samúðarkveðjur.
Sveinn Heiðar Jónsson.
Hinn 30. aprfl kvaddi vinur minn
Ágúst V. Oddsson þennan heim,
langt um aldur fram, eftir langvar-
andi baráttu við þennan skæða sjúk-
dóm sem krabbamein er. Gústa hef
ég þekkt til þó nokkuð margra ára,
en best kynntist ég honum síðustu
fimm árin og vorum við miklir mátar
og vinátta okkar mjög traust. Gústi
var hestamaður af lífi og sál og mik-
ill áhugamaður um hrossarækt, og
var með allnokkurt stóð sjálfur, sem
hann hafði miklar mætur á, enda
verið að rækta og byggja það upp
nánast allt sitt líf.
Gústi vann mikið í félagsmálum
hestamanna, mest sinnti hann þó
uppbyggingu barna- og unglinga-
starfs, ásamt eiginkonu sinni, hjá
Hestamannafélaginu Sörla í Hafnar-
firði til margra ára þannig að tekið
var eftir.
Við Gústi áttum margar ánægju-
legar stundir saman í umræðu um
hesta, hestarækt, sýningar og hesta-
menn og hafði Gústi þvílíkt
stálminni á allt það sem að hesta-
mennsku sneri, ættir hrossa, úrslit
móta og sýnendur marga áratugi
aftur í tímann, að það var aldrei vafi
í mínum huga hvert ég átti að leita,
ef mig vantaði einhverjar upplýsing-
ar í þeim efnum. Þetta er reyndar
lítið brot af ágæti Gústa.
Gústi var einstakur vinur, hann
var ákveðinn og beinskeyttur, hafði
sínar skoðanir á lífinu og tilverunni
og lá almennt ekkert á því, hver
hans skoðun væri. Það var alltaf
hægt að ganga beint að Gústa, mað-
ur vissi alltaf hvar maður hafði hann
og var hann einnig bæði bóngóður
og hjálpsamur, alltaf tilbúinn.
Þetta kalla ég góðan vin og vil
þakka fyrir þær stundir sem við átt-
um saman á lífsleiðinni.
Ellu eiginkonu Gústa og Ragga
syni þeirra, sem studdu hann af alúð
í veikindum hans, sendi ég innilegar
samúðarkveðjur og óska ykkur alls
hins besta á komandi árum.
Þér ég þakka vinur kær
veittar gleðistundir.
Vildi að þú mér værir nær
nú um þessar mundir.
Þinn vinur,
Ársæll Gunnarsson.
Kær vinur og félagi er horfinn frá
okkur langt fyrir aldur fram. Ágúst
Oddsson var bæði góður hestamaður
og mikill félagsmálamaður. Hann
ræktaði og tamdi hesta og keppti á
mótum en hann vissi líka vel að
sterkt félagskerfi er nauðsynlegur
rammi utan um alla þætti hesta-
mennskunnar og að gott samfélag
hestamanna er það sem setur ljúfan
svip á innihald rammans.
Ágúst sleit barnsskónum við ræt-
ur Akrafjalls. Hann hafði yndi af
hestum og gekk á unga aldri í
Hestamannafélagið Dreyra. Þar var
hann virkur félagi alla tíð meðan
hann bjó á Skaga. Og eftir að hann
flutti burt hélt hann alltaf sambandi
og sýndi gamla félaginu sínu áhuga
og ræktarsemi. Hann var í rauninni
„okkar maður fyrir sunnan“ og ég
held að flestum okkar hafi alltaf
fundist hann tilheyra Dreyra.
Það er ekki nema rúmt ár síðan
hann tók að sér verk í félagsheimil-
inu okkar. Við sem unnum með hon-
um þar fengum sannarlega kennslu í
því hvernig ná má miklum afköstum
með skynsamlegum vinnubrögðum
og notalegu andrúmslofti. Hann var
auðvitað verkstjórinn þar sem verið
var vinna við hans iðn. Það var eng-
inn asi á neinu, teknar góðar hvíldir
og mikið spjallað. Þegar verkinu
lauk, miklu fyrr en við áttum von á,
var enginn neitt sérlega þreyttur.
Það var svo mikil andans upplyfting
að fara með honum gegnum söguna
og hlusta á hann segja frá mönnum
og hestum hér á Skaga. Hestamir
voru rauði þráðurinn í endurminn-
ingum hans, svo að segja upphaf og
endir alls.
Við Dreyrafélagar minnumst hans
með þökk og virðingu og vottum eig-
inkonu hans og syni innilega samúð.
Ragnheiður Þorgrímsdóttir,
form. Dreyra.
Það var að morgni fimmtudagsins
30. aprfl að litla systir hringdi í bróð-
ur sinn og sagði: Hann Gústi er dá-
inn. Þessi frétt kom í sjálfu sér ekki
á óvart. Það hafði verið ljóst um
skeið að hverju stefndi. Þrátt fyrir
það er maðurinn aldrei viðbúinn og
harmafregn sem þessi fær tímann til
að standa kyrran nokkur augnablik.
En tíminn verður ekki stöðvaður.
Lífið heldur áfram hjá þeim sem eft-
ir lifa, en við vitum að fyrr eða síðar
mun kallið koma einnig hjá okkur.
Kynni okkar Gústa hófust 1977 er
hann gekk að eiga systur mína
Elínu. Það vakti fljótt athygli mína
hversu dagfarsprúður Gústi var. Og
þegar ég hugsa til baka þá rifjast
upp fyrir mér, að þegar ég hitti
Gústa var kveðjan alltaf eins: Já
sælir, hvað er að frétta?
Áhugamál okkar Gústa fóru ekki
að öllu leyti saman. Við vorum að
vísu báðir áhugamenn um knatt-
spyrnu, þar sem hann hélt að sjálf-
sögðu með sínum mönnum frá Akra-
nesi, en þegar kom að hestunum þá
skildi leiðir. Um þetta áhugamál
Gústa ætla ég ekki að fjölyrða þvi til
þess að gera því skil þarf menn sem
þekkja betur til en ég. En ég lít svo
á, að þetta hafi ekki verið bara
áhugamál hans, heldur miklu fremur
lífsstíll hans.
Af miklu æðruleysi glímdi Gústi
við þann vágest er hann greindist
með í júní á sl. ári. Gestur þessi er
sannarlega óvelkominn. Og sá fengi
mikla þökk sem útrýmdi honum af
jörðu hér. Ég hafði aðstöðu til þess í
veikindum Gústa að gauka að honum
lesefni. Eitt sinn undir það síðasta
kom ég með blaðið Skessuhorn til
hans og segi við hann er ég rétti
honum blaðið: Heyrðu, Helgi Dan er
blaðamaður á þessu blaði. Þá sagði
Gústi: Já, já, hann er hættur í lögg-
unni. - Þetta sagði mér það, að hugs-
unin var enn skýr og var það reynd-
ar allt til loka.
Og nú er kallið komið. Ég harma
það mjög, að stundirnar skyldu ekki
verða fleiri. Góður samferðamaður
er burt kallaður í blóma lífsins, þeg-
ar sumarið er að sigra veturinn og
ungviðið, börn 21. aldarinnar, horfir
björtum augum til framtíðar. Sonur-
inn ungi mun feta í fótspor fóður
síns og njóta þeirra viskudropa sem
hann allt frá bai-næsku fékk í svo
ríkum mæli frá föður sínum.
Elsku systir og frændi. Við Lilla
biðjum þann sem öllu ræður, að
styðja ykkur og styrkja.
Móður, systkinum og öðrum ást-
vinum Gústa sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Ragnar og Guðlaug.
í dag kveðjum við góðan vin og fé-
laga sem féll frá í blóma lífsins.
Hestamannafélagið Sörli í Hafn-
arfirði saknar eins af sínum bestu fé-
lögum og máttarstólpum félagsins.
Ágúst Oddsson kynntist snemma
hestum og hestamennsku á ung-
lingsárum sínum á Akranesi og í
Borgarfirði. Fljótlega fór hann að
stunda tamningar og sýna hross á