Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 49
MINNINGAR
GUÐMUNDUR S.
JÓNSSON
+Guðmundur Sigurður Jóns-
son fæddist í Ytrihúsum í
Dýrafirði 10. nóvember 1928.
Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja-
vfkur 3. maí síðastliðinn og fór
útför hans fram frá Fossvogs-
kirkju 11. maí.
Hann var einu sinni miklu yngri
en ég og einu sinni miklu lægri í loft-
inu en ég. Við áttum samt sama
prestinn og sömu hreppsnefndina,
við vorum Dýrfirðingar í húð og hár,
langt aftur í aldir. Núna vorum við
löngu orðin jafngömul og jafnhá til
hnésins.
Eins og fyrrum tíðkaðist lögðum
við land undir fót, en fylgdumst
aldrei að. Hann valdi sjóinn til að
glíma við og varð „karlinn í brúnni“
en við hittumst og sáumst eins og
sveitungar gjaman í þessu iði öllu
sem okkar tími færði okkur í fang.
Smá ævintýri rak einu sinni á fjörur
hans. Það bar óvænt að og í engu
undirbúið. Það varð að smá leyndar-
máli en svona eins og gengur, þá var
ég dæmd til að taka „haminn" og þá
var ekkert leyndarmál lengur. „Þú
bara segir ekki neitt og aldrei,"
sagði hann við mig, sem ég hef og
efnt. Þetta litla atvik skóp samt sér-
stakt samband á milli okkar. Því
alltaf þegar fundum okkar bar sam-
an fórum við að hlæja, það var regla.
Svo flugu kímnisögur og brandarar
alveg stafnanna á milli. Það var svo
gaman að hittast. Guðmundur var
mjög frásagnarglaður og trúi ég að
fleirum finnist þar skarð íyrir skildi
sem átt hafa orðastað við hann um
dagana. Stundum fannst mér þó að
ég þyrfti að taka hann á beinið, en
það var tilgangslaust, hann kærði
sig ekki um að rugla upp í stuttri
stund, með einhverju sem engu
breytti þegar upp var staðið. Fyrir
stuttu hittumst við. Hann var mjög
hress. „Nú er ég búinn að finna elli-
dundið fyrir mig. Eg bara dansa og
dansa alveg endalaust og ég er orð-
inn ungur í annað sinn.“ Síðasti
dansinn hefur verið stiginn og við
Gummi spjöllum ekki oftar þessa
heims.
v/Nýbýlaveg
SÓLSTEINAR 564 4566
egsteinar
Lundi
Hann var ekki hár í loftinu Ytri-
húsabærinn neðst í túninu á Núpi í
Dýrafirði. Margur snáði hefur tekið
þar sín fyrstu spor. Guðmundur var
þar ekki gestkomandi, forfeður hans
hafa byggt Núp og þeirra fólk í
mörg hundruð ár og gegnt virðuleg-
ustu embættum þjóðar sinnar, svo
sem prestar og sýslumenn.
Með þessum línum kveð ég vin
minn Guðmund með innilegu þakk-
læti fyrir gleðistundir sem alltaf
voru sérstakar og ég sakna þess að
þær verða ekki fleiri. Öllum þeim
sem þótti vænt um hann sendi ég
samúðarkveðjur.
Nína.
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. I mið-
vikudags-, fimmtudags-, fóstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útfór hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi.
^ninmnng
H Erfidiykkjur
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
u Sími 562 0200 u
riiiiiiiiiix:
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
PÁLÍNA ÁSGEIRSDÓTTIR
frá Bolungarvík,
Blómsturvöllum 16,
Neskaupstað,
verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju fimmtudaginn 14. maí kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á að láta líknarfélög njóta
þess.
Konráð Auðunsson, Magna Auðunsson,
Lilja Hulda Auðunsdóttir, Kristinn Sigurðsson,
Jóhann Auðunsson, Sæbjörg Jóhannsdóttir,
Elísabet Auðunsdóttir, Fannar Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BJÖRNS VILMUNDARSONAR,
Flyðrugranda 8,
Reykjavík,
og heiðruðu minningu hans á margan hátt.
Ólöf B. Björnsdóttir, Ragnar Kvaran,
Ingunn G. Björnsdóttir, Helgi M. Magnússon,
Jón Gunnar Björnsson, Valborg S. Ingólfsdóttir,
Ingólfur Björnsson,
Þorgerður Björnsdóttir, Steinþór Kári Kárason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Yfirlýsing frá hollvinum
Glímufélagsins Armanns
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá hollvinum
Gllmufélagsins Armanns:
„Miðvikudag, 29. aprfl og fimmtu-
daginn 30. apríl, birtust frásagnir
um að borgarráð hafi samþykkt fyr-
ir sitt leyti drög samnings milli
borgarinnar, Knattspymufélagsins
Þróttar og Glímufélagsins Ár-
manns.
Þrátt fyrir þessar frásagnir og
birtingar í blöðum, reyndist okkur
erfitt að fá um málið staðfestar upp-
lýsingar úr fundargerð. Við urðum
að hóta kærum til að fá þær.
I þessum drögum felst að Ar-
mann glatar sjálfstæði sínu og
heimilisfestu og ýmsar íþróttagrein-
ar (8) eru færðar frá félaginu og
fengnar Þrótti til eflingar.
Vitað er að starfsmenn borgar-
innar knúðu fram þá pólitísku
ákvörðun að fjalla um málið og af-
greiða þessi samningsdrög á borg-
arráðsfundi hinn 28. apríl sl.
Sömu aðilar veittu formanni Ár-
manns upplýsingar um bréf okkar
og gáfu honum tækifæri til að
leggja inn á borgarráðsfundin bréf
dagsett fundardag, 28. apríl, borg-
arráðs. í bréfi því eru rangar og
ósannar upplýsingar. Þessi vinnu-
brögð eru ekki samkvæmt venjum
um undirbúning borgarráðsfundar.
Samþykkt þessa samnings er út í
hött nema að borgarráð sé með öðr-
um hætti formlega búið að svipta
Armann eignum sínum og leggja til
fjármuni til kaupa á nshæð í verk-
stæðishúsi formanns Armanns (fyr-
ir fangabragðaíþróttir og lyftingar)
við Einholt 6 fyrir um 43 millj.
króna sbr. orðalag samningsins „í
íþróttahúsi á vegum Armanns".
Að sinni verða ekki raktir allir
þættir þessa ódæðis, en við mót-
mælum af fullri alvöru og munum
með öllum tiltækum löglegum ráð-
um afhjúpa lögleysur og óheiðar-
leika við málsmeðferð þessa.
Reykjavík, 2. maí 1998.
E.s. yfirlýsing þessi átti að birt-
ast í blöðum fyrir 7. maí, en fyrir
slysni varð það ekki.
VEIÐIMAÐUR rennir í Arnarholtsflúð í Minnivallalæk á dögunum.
Skot í Sog-
inu - góð
útkoma í
Hítará
SKOT kom í silungsveiðina í Sog-
inu um helgina, en á laugardaginn
veiddust t.d. 15 bleikjur fyrir landi
Bíldsfells. Voru það að sögn yfir-
leitt vænir fiskar, mikið í kring um
2 pund, en stærsta bleikjan um 5
pund.
Heimsmeistaramót áhugamanna í dansi
Annars hefur veiði gengið upp
og ofan í Soginu og marga daga
hefur lítið veiðst eða ekkert. Svo
koma skotin og hafa menn þá verið
að fá kannski 2-4 fiska. Veiðin í
Bíldsfelli á laugardag minnir á að
það er farið að líða á maí og þá
hefur veiði jafnan glæðst.
Góð útkoma í Hítará
Vorveiðin í Hítará var að þessu
sinni í apríl. Það var til reynslu,
því það hefur ekki gefist vel síð-
ustu vor að veiða í maí. Aprílveiðin
gekk nokkuð vel. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Bergi Steingrímssyni
hjá SVFR voru 85 bleikjur færðar
til bókar í apríl. „Þetta fer sjálf-
sagt eftir árferði. Það hefur verið
hagstæðara í ár en síðustu árin.
Það hefði verið fi-óðlegt að sjá
hvemig veiðin hefði verið í maí að
þessu sinni. Menn munu setjast
niður og skoða málið og víst er að
við erum nokkuð ánægðir með
þetta,“ sagði Bergur.
Þessi veiði er einnig athyglis-
verð í ljósi þess að allmargir virkir
dagar vom óseldir á svæðinu.
Mest var bleikjan á bilinu 1 til 3
pund, en tvær þær stærstu vora
4,5 og 5 pund að sögn Bergs. Nær
allur aflinn veiddist neðst í ánni,
aðallega í Skiphyl.
Nýtt hús í Gufudal
Veiðimenn í Gufudalsá á Barða-
strönd munu hafa afnot af nýju
veiðihúsi á sumri komanda. Til
þessa hafa leigutakar verið með
hús að Kiðabergi til afnota fyrir
veiðimenn, en það er all langt frá
ánni. í fyrra misstu þeir húsið
stóran hluta veiðitímans og vora
nokkur holl á hrakhólum. Verður
nú bætt úr og verður nýja húsið
við vatnið sem Gufudalsá rennur í
gegn um. „Við flytjum húsið vest-
ur um helgina og byrjum að ganga
frá því. Það verður tilbúið tíman-
lega, á því er engin hætta. Það
verður með öllum þægindum, m.a.
rafmagni,“ sagði Pétur Pétursson,
einn leigutaka árinnar.
30 pör taka þátt í keppninni
HEIMSMEISTARAMÓT áhuga-
manna í tíu dönsum „World amate-
ui’ ten dances Championship 1998“
fer fram í Kaupmannahöfn laugar-
daginn 16. maí nk. Keppni fer fram í
Fredriksborg Hallen og hefur að-
eins eitt par frá hverju landi rétt til
þátttöku. Skilyrði fyrir þátttöku er
að viðkomandi par hafi unnið meist-
aratitil í sínu heimalandi. Þarna
koma því saman til keppni bestu
danspör hvaðanæva úr heiminum,
og að þessu sinni eru skráð til
keppni 30 pör. Keppt verður í fimm
standard dönsum og fimm latin
dönsum í flokki áhugamanna.
Fyrir íslands hönd eru skráð til
keppni þau Ragnheiður Þórann
Ólafsdóttir og Hinrik Öm Bjama-
son frá Dansíþróttafélagi Hafnar-
fjarðar. Þau hafa dansað saman í
rúm fjögur ár og verið í fremstu röð
dansara í sínum aldursflokki, unnið
til fjölda verðlauna á mótum hér
heima og era m.a. núverandi Is-
landsmeistarar í 10 dönsum og í
standard dönsum. Einnig-hafa þau
tekið þátt í keppnum í Blackpool á
Englandi og á Norðurlandameist-
aramóti í desember sl. Að undan-
fómu hafa Ragnhildur Þiárann og r
Hinrik Öm æft af kappi, iauk þess
að vera í próflestri, en þau'eru nem-
endur í Menntaskólarium við
Hamrahlíð og Flensborgjarskólan-
um í Hafnarfirði. Þau hkfa verið
nemendur við Nýja dansskólann í
Hafnarfirði, segir í fréttatilkynn-
ingu.