Morgunblaðið - 12.05.1998, Síða 53
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 53 -
\
MORGUNBLAÐIÐ
í
i
1
!
4
4
1
I
1
4
4
i
4
4
4
4
\
1
4
i
4
4
1
4
í
1
4
Úr dagbók lögreglunnar
Sagðist bara hafa
stolið afgöngum
8.-11. maí
Á FÖSTUDAGSKVÖLD var
ekki margt íolk í miðborginni en
mikið um unglinga og samtals
um 30 unglingar fluttir í athvarf-
ið. Nokkur ölvun var um nóttina
en ekki slæmt ástand. Á laugar-
dagskvöld var fremur fátt fólk í
miðborginni, nokkur ölvun en
ástandið þokkalegt. Víða um
borgina var kvartað yfir ung-
lingahópum með hávaða um
helgina.
16 teknir fyrir ölvun
við akstur
16 voru teknh fyrir ölvun við
akstur og 53 fyrir hraðakstur. Þá
voru allmargir stöðvaðir sem enn
voru á nagladekkjum og eiga
þeir von á að verða sektaðir.
Snemma á laugardagsmorgun
reyndi ölvaður maður að stela
mótorhjóli. Hann missti hjólið
yfir sig og var handtekinn. Um
svipað leyti var bifreið stöðvuð í
austurborginni og reyndist öku-
maður réttindalaus en með tæki
til fíkniefnaneyslu meðferðis.
Á laugardagskvöld stöðvaði
lögreglan biíreið í austurborg-
inni vegna gruns um ölvun-
arakstur o.fl. Þegar færa átti
ökumann til blóðtöku tók hann til
fótanna og hljóp heim til sín.
Hann var eltur þangað en hljóp
þá að heiman aftur. Vitað er hver
ökumaðurinn var.
Síðdegis á laugardag var ekið
á konu og barn á Miklubraut, við
gangbrautarljósin við Stakka-
hlíð. Barnið slasaðist ekki en
konan hlaut minniháttar meiðsl.
Aðfaranótt sunnudags var ekið
á mann í Austurstræti og stungið
af. Ökumaður var handtekinn
stuttu síðar. Sá sem var ekið á
hlaut áverka á fæti og mjöðm.
Innbrot og þjófnaðir
Síðdegis á fóstudag var farið
inn í ólæstan bíl í Vesturbænum
og stolið hátölurum, magnara og
afturhlera. Ekki verður nægi-
lega brýnt fyiir fólki að læsa bíl-
um sínum og þótt þeir séu læstir
að skilja ekki eftir í þeim sjáan-
leg verðmæti sem gætu freistað
innbrotsþjófa. Aðfaranótt laug-
ardags var tilkynnt innbrot í
verslun við Laugaveg. Stolið var
talsverðu af skiptimynt.
Á sunnudagsmorgun var til-
kynnt innbrot í bíl í vesturborg-
inni. Stolið var útvarpi og geisla-
spilara. Brotist var inn í bifreið í
bílskýli í vesturborginni og stolið
útvarpi og geislaspilara. Sömu
nótt var farið inn i annan bíl í
vesturborginni og stolið útvarps-
tæki, geislaspilara og plötum.
Um svipað leyti var tilkynnt inn-
brot í hús við Laugaveg. Þar var
farið í þrjú fyrirtæki og stolið
ýmsum tækjum til ljósmyndunar
og demantshring.
Átök milli starfsmanns
og gesta
Ágreiningur varð milli starfs-
manns og gesta á veitingahúsi í
miðborginni á fóstudagskvöld.
Einn maður hlaut minniháttar
meiðsl. Aðfaranótt laugardags
komu á lögreglustöð þrír menn
sem höfðu lent í átökum en við
það glataðist veski með 50.000
kr.
Á laugardagskvöld var til-
kynnt um ofurölvi hestamann
sem reyndi að ríða fólk niður á
gangstígum við Korpúlfsstaði.
Reiðmaðurinn reyndi einnig að
ríða niður lögreglumenn sem
handtóku hann og fluttu í fanga-
geymslu.
Aðfaranótt sunnudags vora til-
kynnt slagsmál innandyra í veit-
ingahúsi í austurborginni. Eng-
inn slasaðist en 50 þúsund króna
gleraugu glötuðust.
Aðfaranótt sunnudags kom
nefbrotinn maður á miðborgar-
stöð. Hann kvaðst hafa verið
sleginn á veitingahúsi í miðbæn-
um. Lögreglan flutti manninn á
slysadeild. Tilkynnt voru slags-
mál í austurborginni um svipað
leyti. Einn maður var fluttur á
slysadeild með áverka á höfði og
er hann talinn hafa dottið. Upp
úr kl. hálffjögur á sunnudags-
morgni voru tilkynnt slagsmál á
Ingólfstorgi. Þaðan var stúlka,
sem hafði verið brennd með
vindlingi, flutt á slysadeild. Um
sama leyti voru slagsmál í Þing-
holtunum, einn var handtekinn
og annar fór sjálfur á slysadeild.
Eldi kastað inn um glugga
Síðdegis á föstudag var til-
kynnt um reyk í íbúð í Selja-
hveifi. Betur fór en á horfðist,
þarna hafði gleymst pottur á
hellu en skemmdir urðu litlar.
Á sunnudagsmorgun var til-
kynnt um eld í bíl á Njálsgötu.
Slökkviliðið slökkti eldinn. Um
hádegi á sunnudag var tilkynnt
um eld í bílskúr í Hólahverfi. Þar
mun hafa kviknað í út frá loft-
pressu. Slökkvilið slökkti eldinn
og skemmdir eru taldar fremur
litlar. Um sama leyti var eldi
kastað inn um glugga í húsi í
Vesturbænum. Þar kviknaði í
gluggatjaldi en var strax slökkt
af íbúum. Síðdegis á sunnudag
var kveikt í sólpalli við hús í
Hlíðunum. íbúi slökkti eldinn og
skemmdir urðu litlar.
Fimm sinnum var tilkynnt um
sinubruna um helgina. Þeir voru
allir minniháttar og strax slökkt-
ir. Vert er að minna á að nú eru
allir sinubrunar bannaðir, enda
fara fuglar að verpa.
Sprangaði um með
haglabyssu
Fjögurra ára stúlka týndist á
fostudagskvöld í Fellahverfi.
Hún fannst heil á húfi þremur
tímumm seinna í hverfmu. Um
svipað leyti var bifreið stöðvuð á
Hringbraut. Þá fundust 2 g af
amfetamíni og 130 steratöflur.
Snemma á laugardagsmorgun
féll maðm’ í götuna í miðborginni
og hlaut skurð á hnakka. Hann
vai’ fluttur á slysadeild. Á laug-
ardaginn féll kona af hestbaki í
Víðidal og hlaut höfðuðhögg.
Hún var flutt á slysadeild
Á laugardagskvöld var til-
kynnt um átta ára pilt sem
sprangaði um með haglabyssu.
Byssan reyndist óhlaðin og hafði
pilturinn náð í hana úr farangri,
en fjölskyldan vai’ að flytja. Um
svipað leyti varð sprenging í bið-
skýli í Skútuvogi. Nokkrar
skemmdir urðu á skýlinu og voru
fjórir ungir menn handteknir,
grunaðir um verknaðinn. Seint á
laugardagskvöld var tilkynnt um
mann að stela túnþökum við nýju
göngubrúna á Kringlumýrar-
braut. Maðurinn viðurkenndi
verknaðinn en kvaðst eingöngu
hafa tekið afganga!
Aðfaranótt sunnudags var
maður handtekinn sem hafði ít-
rekað hringt til lögreglu og
Neyðarlínu og tilkynnt um vopn-
aðan mann á veitingahúsi og
mikinn eld í eldhúsi sama veit-
ingahúss.
FRÉTTIR
Námskeið um
heilbrigði
trjágróðurs
GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins,
Reykjum í Ölfusi í samvinnu við
Skógrækt og Landgræðslu ríkisins
verða með námskeið í Félagsheimil-
inu Borg í Grímsnesi laugardaginn
16. maí frá kl. 10-16 um heilbrigði
trjágróðurs.
Guðmundur Halldórsson, sér-
fræðingur í meindýrum, og Halldór
Svemsson, sérfræðingur í plöntu-
sjúkdómum, verða fyrirlesarar
dagsins. Þeir munu m.a. fjalla um
helstu meindýr, sjúkdóma og veður-
farsskemmdir á trjágróðri og
hvernig draga má úr áhrifum helstu
skaðvalda. Skráning og nánari upp-
lýsingar um námskeiðið fást á skrif-
stofu Garðyrkjuskólans.
Sinubruni á
Tálknafírði
Tálknafírði. Morgunblaðið.
TÖLUVERÐUR sinubruni varð á
Tálknafirði sl. föstudag. Óvíst er um
upptök eldsins, en talið að óvitar
eigi þar hlut að máli.
Svæðið sem brann er utan og of-
an við Árbæjartóftir og Hólsengjar,
á að giska einn og hálfur hektari að
flatarmáli. Fjöldi manns tók þátt í
að hefta útbreiðslu eldsins og með
aðstoð slökkviliðs Tálknafjarðar
tókst að ráða niðurlögum hans á
u.þ.b. einni og hálfri klukkustund.
Börn og unglingar tóku virkan þátt
í slökkvistarfinu og mátti heyra á
þeim mörgum að þau voru ánægð
með það að geta orðið að liði. Mik-
inn reyk lagði yfir hluta af þorpinu.
Á síðastliðnu sumri tók fjöldi
sjálfboðaiiða þátt í gróðursetningu
trjáplantna í svæðið sem brann.
Styrkur með
opið hús
STYRKUR, samtök krabbameins-
sjúklinga og aðstandenda þeirra, er
með opið hús í dag, þriðjudaginn 12.
maí, ld. 20.30 í Skógarhlíð 8. Gestur
fundarins er Örn Jónsson sjúkra-
nuddari. Erindi hans nefnist: Að
anda að sér hinni gullnu lífsorku.
Kaffiveitingar verða á boðstólum.
Þessi fundur er sá síðasti í vetur og
eru allir velkomnir.
Aðalfundur
FOK
FORELDRA- og kennarafélag
Breiðholtsskóla heldur aðalfund
sinn í kvöld, þriðjudaginn 12. maí kl.
20 í hátíðasal Breiðholtsskóla. Gest-
ir verða Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir og Árni Sigfússon. Fundarstjóri
verður Einar Þorsteinsson.
FJÖLMARGAR myndir prýða
bók Kjartans Jónssonar um
kristniboðsköllun kirkjunnar.
Ný bók um
kristniboðsköll-
un kirkjunnar
KOMIN er út bókin Lifandi kirkja -
um kristniboðsköllun kirkjunnar
eftir Kjartan Jónsson kristniboða.
Fjallar hún um grundvallarforsend-
ur kristniboðs og er rituð til að efla
skilning á eðli þess og kristni-
boðsköllun kirkjunnar.
Bókin, sem er um 120 blaðsíður,
hefur að geyma guðfræðilega um-
fjöllun um kristniboð og stöðu þess í
heiminum í dag. Sérstakur kafli er
um áhrif þess á menningu þjóða.
Einnig er fjallað sérstaklega um
starf Sambands íslenskra kristni-
boðsfélaga. Hverjum kafla lýkur
með spurningum og verkefnum.
Höfundur bókarinnar útskrifaðist
sem guðfræðingur frá Háskóla Is-
lands árið 1980 og kristniboðsfræð-
ingur frá Fuller guðfræðistofnun-
inni í Bandaríkjunum árið 1991.
Hann starfaði með litlum hléum
sem kristniboði í Kenýa árin 1981 til
1995.
Edda Möller, framkvæmdastjóri
Skálholtsútgáfunnar sem er útgef-
andi bókarinnar, kynnir hana í dag
á ráðstefnu um kirkju og kristniboð,
en þar mun herra Karl Sigurbjörns-
son, biskup íslands, segja frá ný-
legri ferð sinni til Kenýa og Eþíóp-
íu. Hefst ráðstefnan klukkan 17 í
Háteigskirkju í Reykjavík.
Egilsstaðir
Rætt um ferða-
þjónustu
FERÐAÞJÓNUSTUBRAUT
Menntaskólans á Egilsstöðum og
ferðaþjónustufélagið Forskot halda
fund í sal menntaskólans kl. 20 mið-
vikudagskvöldið 13. maí.
Þar verður kynning á ferðaþjón-
ustubraut Menntaskólans. Einnig
verður skýrt frá verkefninu Hand-
verk og ferðaþjónusta og rætt verð-
ur um ferðamál.
Bilvelta í Staf-
holtstungum
ÖKUMAÐUR fólksbíls á norð-
urleið var fluttur á sjúkrahúsið
á Akranesi í fyirinótt eftir að
hann hafði velt bíl sínum á
Vesturlandsvegi rétt við af-
leggjarann að bænum Munað-
amesi í Stafholtstungum í
Borgarfirði í fyrrinótt.
Samkvæmt upplýsingum
lögreglu fór bíllinn a.m.k. eina
til tvær veltur og hafnaði á
hvolfi. Ökumaðurinn rotaðist
og var í bílnum þegar að var
komið. Hann var fyrst fluttur
til skoðunar á Heilsugæslu-
stöðina í Borgarnesi og síðan
áfram á Sjúkrahúsið á Akra-
nesi. Hann var með skurði á
höfði og kvartaði undan eymsl-
um í hálsi.
Fundur um
stefnumótun
í gæðamálum
innan heilbrigð-
iskerfísins
HEILBRIGÐIS- og trygginga-
málaráðuneytið efnir til fundar með
dr. Kirsten Staehr Johansen frá
gæðastjórnunarsviði Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar á morg-
un, miðvikudaginn 13. maí kl. 9-12.
Fundurinn verður haldinn í Borgar-
túni 6 og eru allir velkomnir.
Dr. Kirsten Staehr Johansen
fjallar um hugmyndafræði og
grundvallarþætti í þróun gæða-
stjómunar og gæðameðferðar.
Kynntar verða niðurstöður gæða-
verkefna á sviði fæðingarhjálpar og
bakverkja og tengsl þeirra við
þunglyndi og sagt verður frá at-
hyglisverðum niðurstöðum gæða-
könnunar á blóðnotkun við skurðað-
gerðir.
Erindin verða flutt á ensku.
LEIÐRÉTT
Fæðingarár
í FORMÁLA minningargreina um
Ögmund Guðmundsson á blaðsíðu
40 í Morgunblaðinu sunnudaginn
10. maí misritaðist fæðingarár eins
af bömum Ögmundar, Ágústs, sem
fæddur er 1946. Hlutaðeigendur
eru beðnir afsökunar á mistökun-
um.
Maí en ekki apríl
í sunnudagsblaðinu var. fréttatil-
kynning frá Kvennakór Reykjavík-
ur um vortónleika kórsins í Lang-
holtskirkju. Þar var sagt að allir
tónleikarnir væru í apríl. Það er að
sjálfsögðu ekki rétt, þeir em í maí.
I lotcl f.ídllcióji J4. inaí IÖVS
I2.Á0
Innskráning
Setningmálþings:
Valgeröur Hildibrandsdóttir.
Eldliúsi Landspítala
II 13171 171111 7 111II
Trygging gæða frá hafi og haga til maga
16:05 Reynslaafflutningumhráefhisog
matvæla á landsbyggðinni:
Kjartan I lreinsxon, KASK
16:20 Almennarumræður
Gæðakeðjan frá búi að borði:
Jón Gunnar Jónsson, Sláturfélagi Suðurlands
Fiskur - trygging gæða frá hafi til maga:
Kristján JóaKimsson.Hraðfrystihúsinu I Inífsdal
14:25 Getur gæðastjómun lækkað kostnað við eftirlit?
Baldur Hjaltason, Lýsi hf.
15:30 Flutningar matvæla á landi og sjó:
Kristinn Þór Geirsson, Samskipum hf.
16:50 Málþingsslit:
Fundarstjóri: Ragnheiður Héðinsdóttir, SI
Verð
Félagsmenn GSFÍ, SI og
starfsfólk RF og Búnaðarsamtakanna
Aðrir:
Nemendur:
Upplýsingar og skráning ísíma 511-5666
eða með tölvupósti: gsfi@vsi.is.
kr. 4.900,-
kr. 6.900,-
kr. 1.900,-
íAMTÖK
I0NABAWWS
—....
GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG (SIANÐS