Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 106. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR13. MAÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Varnar- og utanríkismálaráðherrar VES NATO leiði að- gerðir í Kosovo Rótios. Reuters. Færeyska landstjórnin Tekist á um ráð- herrastólana Þórshöfn. Morgunblaðið. GEORGE Robertson, varnai-mála- ráðherra Bretlands, sagði í gær að Atlantshafsbandalagið (NATO) ætti að hafa forgöngu um að hefta ofbeld- isölduna í Kosovo-héraði í Júg- óslavíu, þar sem með því tækju Evr- ópa, Rússland og Bandaríkin öll þátt í að leysa vandann. Varnar- og utanríkismálaráðherr- ar aðildarríkja Vestur-Evrópusam- bandsins (VES) luku í gær tveggja daga viðræðufundi á grísku eynni Ródos, þar sem aðalviðfangsefnið var að ræða leiðir til lausnar Kosovo- deilunni. Urðu ráðherrarnir sam- mála um að NATO, með Bandaríkja- menn í broddi fylkingar, yrði að fara fyrir aðgerðum til að hindra að átök- in í Kosovo ágerðust og breiddust út. Volker Ruhe, varnarmálaráðheiTa Þýzkalands, sagði Kosovo-deiluna mál sem Evrópusambandið (ESB) væri ekki einfært um að leysa. „Við þurfum á Bandaríkjamönnum að halda,“ sagði hann. Robertson, sem er Breti, sagði að VES hefði hlutverki að gegna í Kosovo, en að það yrði að líkindum bundið við þjálfun landamæralög- reglu í nágrannalandinu Albaníu. Ráðherrarnir hefðu komizt að þeirri niðurstöðu á fundinum að VES skil- aði mestum árangri í þessu sam- bandi með því að vinna við hlið NATO. Hernaðaríhlutun verði íhuguð Luis Maria de Puig, spænski varn- armálaráðherrann, hvatti til þess á fundinum að Evrópuríkin íhuguðu hernaðaríhlutun, en sú hvatning féll í grýttan jarðveg. Stjórnir margra Evrópulanda vilja frekar að NATO verði eftir sem áður sú stofnun sem sér um öryggismálaaðgerðir af þessu tagi. Til stendur að NATO birti tillögur að mismunandi leiðum til að bregð- ast við Kosovo-deilunni innan næstu tveggja vikna. Meðal möguleika sem hafa verið ræddir er að eftirlitsmenn verði sendir til Kosovo eða Albaníu, að setja á flugbann á svæðinu, að efla her og lögreglu Albaníu eða efna til heræfínga með þátttöku her- manna NATO-ríkja og Albaníu. --------------------- Noregur ESB-aðild hugsanleg Ósló. Reuters. UM 60% Norðmanna myndu segja nei ef nú væri kosið um aðild að Evr- ópusambandinu, ESB, en nokkur meirihluti telur hana þó hugsanlega verði sambandið stækkað í austur. Skoðanakönnunin var gerð fyiúr Evrópuhreyfínguna norsku og sam- kvæmt henni telja 46% rétt að kanna aðild verði ESB opnað fyrir sex nýj- um aðildarlöndum í Austur-Evrópu eins og til stendur. 41% var því and- vígt og 13% höfðu á því enga skoðun. Það var eitt af gagnrýnisefnum sumra vinstriflokka í Noregi 1994, að ESB væri lokað fyrir aðild Austur- Evrópuríkja en þá var aðildin felld með 52% atkvæða gegn 48%. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagði engan möguleika hafa verið útilokaðan, ef ástandið á svæð- inu skyldi versna til muna. Carlos Westendorp, æðsti erindreki ESB og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÓSE) í Bosníu, sagði hugs- anlegt að friðargæzluliðar NATO yrðu kallaðir til ef stilla þyrfti til friðar í Kosovo og varaði við flótta- mannastraumi sem slíkum átökum myndi fylgja. INDYERJAR sættu í gær harðri gagnrýni út um allan heim fyrir að sprengja þrjár kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni á mánudag en ind- verska stjórnin lét sér fátt um finn- ast og kvaðst staðráðin í að tryggja öryggi landsins þrátt fyrir hótanir erlendra ríkja um refsiaðgerðir. Stjómvöld í Pakistan vöruðu við víg- búnaðarkapphlaupi í Asíu og gáfu í skyn að þau kynnu einnig að hefja kjamorkutilraunir. Bill Clinton Bandaríkjaforseti og stjórn Japans sögðust vera að íhuga efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Indverjum. Borís Jeltsín Rússlandsforseti sagði að Indverjar hefðu valdið rússnesku stjórninni vonbrigðum og Kínverjar kváðust hafa „miklar áhyggjur“ af kjarnorkusprengingum Indverja. Kínverska ríkisútvarpið hafði eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins í Vöfflubakst- ur fyrir dóm Ósló. Morgunblaðið. SJÖTUGUR Norðmaður var í fyrradag sýknaður af ákæru um gáleysislegan vöfflubakstur. Átti Gunnar Bondo yfír höfði sér 10.000 króna sekt eða sjö daga fangelsi hefði hann verið fundinn sekur. Bondo hugðist baka vöfflur f desember 1996 og setti smjör í vöfflujárnið. Þá hringdi síminn og Bondo gleymdi járninu í sambandi, og það kviknaði í því. Áður en Bondo náði að slökkva eldinn höfðu nágrannarnir hringt á slökkviliðið. Bondö var sektaður fyrir ógætilegan vöfflubakstur en neitaði að greiða. Því fór málið fyrir dóm í Niðarósi, sem komst í gær að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að sekta hann. Peking að kjarnorkutilraunir Ind- verja væm „í andstöðu við þróunina í heiminum" og stefndu „friði og stöð- ugleika í Suður-Asíu í hættu“. Stjórn Pakistans lýsti því yfir að hún kynni að fara að dæmi Indverja og myndi ekki láta erlend ríki segja sér fyrir verkum. Bandaríkin og Japan hóta refsiaðgerðum Bill Clinton fordæmdi kjarnorku- tilraunir Indverja, sagði þær „ógna stöðugleikanum í þessum heims- hluta“ og vera í andstöðu við „al- mennt samkomulag í heiminum um að stöðva útbreiðslu kjarnavopna". Clinton lofaði að framfylgja banda- rískum lögum, sem sett voru til að hindra útbreiðslu kjamavopna, og grípa til refsiaðgerða gegn Indverj- um. Hann skoraði á Indverja að ERFIÐLEGA gengur að ná sam- komulagi um skipan færeysku land- stjórnarinnar, sem mynduð var um síðustu helgi. Enn sem komið er liggur eingöngu fyrir að Anfinn Kallsberg, leiðtogi Fólkaflokksins, verður næsti lögmaður Færeyja, en flokkarnir þrír sem mynda væntan- lega stjórn, Þjóðveldisflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Sjálfstýriflokk- urinn, takast hins vegar hart á um aðra ráðherrastóla. Sagt er að Fólkaflokkurinn krefjist sprengja ekki fleiri kjamorku- sprengjur, en sérfræðingar við Bhabha-kjamorkurannsóknamiðstöð- ina á Indlandi sögðu að Indverjar þyrftu frekari kjarnorkutilraunir til að geta framleitt kjarnavopn. Clinton ræddi málið í síma við Borís Jeltsín í gær. „Indverjar hafa brugðist okkur með þessum spreng- ingum,“ var haft eftir Jeltsín. Jevg- ení Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði þó að ólíklegt væri að Rússar gripu til refsiaðgerða gegn Indverjum. Japanir, helsta viðskiptaþjóð Ind- verja, sögðust vera að íhuga refsiað- gerðir, m.a. bann við lánum og annarri fjárhagsaðstoð. Indverska stjómin lét þessa gagn- rýni sem vind um eyrun þjóta, enda mæltust kjarnorkutilraunirnar mjög vel fyrir á Indlandi. Stjórnin gladdist þess að fá þau ráðherraembætti sem talin eru mikilvægust; sjávarútvegs- málin og fjármálin, auk embættis lögmanns. Það mun Þjóðveldisflokk- urinn hins vegar ekki sætta sig við. Báðir flokkarnir eiga átta fulltrúa á færeyska Lögþinginu en Þjóðveldis- flokkurinn fékk fleiri atkvæði og telst því stærsti stjórnmálaflokkurinn. Flokkarnh' sem mynda nýju stjórnina hafa 18 af 32 þingmönnum á bak við sig og hafa þeir lýst því yfir að þeir stefni að fullveldi Færeyja. yfir því að hafa sannað fyrh’ heimin- um að Indverjar gætu framleitt kjarnavopn. „Látum umheiminn vita af mætti Indlands,“ sagði vísinda- og tæknimálaráðherra landsins, Murli Manohar Joshi. „Fólk mun átta sig á því að Indverjar eru öflug þjóð, sem sýna verður fulla virðingu." Indverska stjórnin sagði þó að markmið sitt til lengri tíma litið væri að knýja fram samkomulag um að öll ríki heims afsöluðu sér kjarnavopn- um. Hótanirnar um refsiaðgerðir gegn Indverjum urðu til þess að gengi indverskra verðbréfa lækkaði um tæp 2%. Yashwant Sinha, fjármála- ráðherra Indlands, sagði þó að Ind- verjar þyrftu engar áhyggjur að hafa af viðbrögðum markaðarins. ■ Vígbúnaðarkapphlaup/23 ANDSTÆÐINGAR kjarnavopna efndu til mótmæla við indverska sendiráðið í Tókýó í gær. Kjarnorkusprengingar Indverja fordæmdar út um allan heim Sagðar stefna „friði í Suður-Asíu í hættu“ Nýju Delhí, Washington, Peking, London. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.