Morgunblaðið - 13.05.1998, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.05.1998, Qupperneq 6
6 MII)VIKl' 1)A(}UR lk MAÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR * ASI leggur áherslu á heildstætt réttindakerfí foreldra á vinnumarkaði Fæðingarorlof taki mið af heildarlaunum __ Morgunblaðið/Porkell FRA ráðstefnu um fjölskyldustefnu ASÍ í gær ALÞÝÐUSAMBAND íslands legg- ur áherslu á heildstætt réttindakerfi foreldra á vinnumarkaði sem endur- speglar áherslu verkalýðshreyfing- arinnar á rétt og möguleika launa- fólks til að samræma atvinnuþátt- töku og fjölskyldulíf. Þetta felur meðal annars í sér rétt til töku færð- ingarorlofs í samanlagt 28 vikur og foreldraorlofs í samanlagt 26 vikur, sem skal ljúka áður en barn hefur náð átta ára aldri. Þá er lagt til að greiðslur taki mið af heildarlaunum viðkomandi síðustu tólf mánuði, þannig að í fæðingarorlofi taki þær mið af fullum viðmiðunartekjum, en gi'eiðslur í foreldraorlofi verði að lágmarki 85% af viðmiðunartekjum. Þetta kom meðal annars fram á ráðstefnu um fjölskyldustefnu Al- þýðusambandsins í gær. Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, fjall- aði á ráðstefnunni um áherslm- í þessum efnum á vinnumarkaði hér á landi og á Norðuriöndunum. Fram kom að verkalýðshreyfingin væri með sífellt heildstæðari stefnu að þessu leyti og það hefði sett svip sinn á baráttu evrópskrar verkalýðs- hreyfingar hvað varðaði vinnutíma og hvað varðaði réttarstöðu foreldra með foreldraorlofssamningunum sem gerðir hefðu verið. Sama gilti um samninga sem verið hefðu í burð- arliðnum varðandi réttarstöðu fólks í hlutastörfum. Halldór vísaði einnig til nýafstaðinna átaka í Danmörku og þeirra áherslna sem norska verkalýðshreyfmgin væri að setja í sínum samningum. Halldór fjallaði síðan sérstaklega um samninga um foreldraorlof og benti á að fyrsti evrópski kjarasamn- ingurinn sem gerður hefði verið hefði verið gerður um fjölskyldupóli- tík. Fram kom að íslendingar hefðu átt að gildistaka hann 3. júní ár, en ríkisstjórnin hefði nýtt sér ákvæði í samningnum um að heimilt væri að fresta gildistöku hans um eitt ár frá þeim tíma. Aðspurður um hvað gildistaka samningsins þýddi fyrir fólk hér á landi, sagði hann að samningurinn fæli í sér rétt foreldra til foreldraor- lofs að viðbættu fæðingarorlofi. Or- lofið væri þrír mánuðir að lágmarki fyrir hvort foreldri vegna hvers barns og væri mögulegt að dreifa töku orlofsins allt til átta ára aldurs barnsins. Einnig væri í samningnum að finna ákvæði um rétt foreldra tO að víkja tafarlaust af vinnustað af fjölskylduástæðum, ef til dæmis væri um að ræða veikindi einhvers ná- komins. Hins vegar væri í samningn- um ekki að finna ákvæði um greiðsl- ur vegna þessara réttinda. Halldór sagði foreldraorlof væri þekkt með einum eða öðrum hætti í öllum þeim Evrópulöndum sem aðild ættu að Evrópska efnahagssvæðinu nema írlandi, Luxemburg, Bretlandi og íslandi. í þessum löndum hefðu þessi réttindi verið fjármögnuð með einhvers konar launasköttum eða tryggingargjaldi, sem væri lögbund- ið og byggði á ákvörðunum stjórn- valda. Réttindakerfíð ónýtt Halldór sagði að það væri almennt viðurkennt að það réttindakerfi sem væri í gildi hér á landi núna væri ónýtt vegna þess hve rétturinn hér væri skammur miðað við það sem gilti í þeim löndum sem við bærum okkur gjaman saman við. Greiðslur í fæðingarorlofi, sérstaklega á al- mennum vinnumarkaði, hefðu alltaf verið lágar og aldrei eins og nú, þvi þær hefðu setið eftir í launaþróun undanfarinna ára. Áður hefðu þær verið aðeins hærri en lægstu laun, en í dag væri fæðingarorlof ásamt fæð- ingarstyrk verulega undir lágmarks- launum. Það hefði síðan gert það að verkum að fólk kvartaði yfir því að það hefði tæplega eða jafnvel ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að nýta sér þennan takmarkaða rétt. Þá væri kerfið hér á landi mjög ósveigjan- legt. Til dæmis félli rétturinn niður eftir sex mánuði ef fólk hefði ekki nýtt sér hann. Þá væru réttindin mismunandi eftir því hvort um væri að ræða starfsmenn á almennum vinnumarkaði, opinbera starfsmenn eða bankamenn. I tengslum við gild- istöku samningsins um foreldraorlof væri þvi tækifæri til að endurbæta og laga þetta kerfi í heild. „Spurn- ingin er bara einfaldlega hvort menn ætla að reyna að bæta enn þessa flík eða reyna að byggja eitthvað upp frá grunni og þá hvað menn ætla að hafa þar að leiðarljósi," sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. Björgvinjarhátíðin Bergljót heldur sínu striki „MÍN áætlun hefur ekkert breyst, opnunardagskráin verð- ur eins og ég gerði ráð fyrir í upphafi," sagði Bergljót Jóns- dóttir, stjórnandi Listahátíðar- innar í Björgvin, í samtali við Morgunblaðið í gær en hún hef- ur valdið miklu uppþoti í borg- inni með þeirri ákvörðun sinni að lag sem flutt hefur verið á opnun hátíðarinnar síðastliðin 40 ár verði ekki flutt að þessu sinni. Borgarstjóri Björgvinjar sendi stjórnarfoi-manni hátíðar- innar bréf í gær þess efnis að Bergljót endurskoðaði ákvörð- un sína og leyfði flutning á um- ræddu lagi, sem er óður til borgarinnar og íbúum mjög kært. „í bréfinu kveðst borgar- stjórinn vera undir miklum þrýstingi vegna þessa máls,“ sagði Bergljót, „en það hefur hins vegar engin áhrif á okkar dagskrá, þetta lag kemst ekki fyrir í opnunardagskránni og þar við situr.“ Bergljót sagði að málið yrði ekki tekið upp á Stórþinginu eins og komið hefur fram í frétt- um. „Fjölmiðlamenn eru hins vegar afskaplega duglegir við að halda lífi í þessum þrætum. Eg vil hins vegar fara að snúa mér að því að klára undirbúning fyrir hátíðina, en hún hefst 20. maí.“ Bergljót sagðist ekki telja að þessi neikvæða umræða skaðaði hátíðina. „Miðasala hefur reyndar frekar aukist en hitt og er nú svipuð og hún var á sama tíma síðasta ár.“ Morgunblaðið/Þorkell Leikið í Ljósheimunum ÞAÐ er léttur svipur yfir smá- vætuspá næstu dagana og jafnvel fólkinu þar sem það er að leik í fram yfír helgi hafa nein áhrif á Ljósheimunum og það lætur ekki sig. Hafrannsóknastofnun Jakob Jakobsson hættir í sumar Refsivert að standa ekki skil á vörslusköttum JAKOB Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, hefur beðist lausnar frá starfi sínu frá og með fyrsta ágúst næstkomandi. Sjávar- útvegsráðherra hefur ákveðið að verða við beiðni Jakobs og verður staðan auglýst laus til umsóknar síð- ar. Jakob hefur gegnt þessu starfi mörg undanfarin ár, en hann var á sínum tíma þekktastur fyrir sildar- rannsóknir sínar og þátt sinn í síld- arleitinni, er síldarævintýrið stóð yf- ir fyrir rúmum þremur áratugum. Hann hefur síðustu árin starfað sem prófessor við Háskóla Islands sam- hliða starfi sínu hjá Hafrannsókna- stofnun. Aðstoðarforstjóri Hafrannsókna- stofnunar er Jóhann Sigurjónsson. VORSLUSKATTAR hafa verið til umræðu í fréttum fjölmiðla að und- anförnu en ekki er víst að allir geri sér grein fyrir um hvaða skatta er að ræða. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar Skúla Bergssonar, for- stöðumanns innheimtusviðs hjá Tollstjóraembættinu, er með vörslusköttum átt við virðisauka- skatt, staðgreiðslu, sem vinnuveit- andi dregur af launum starfsmanna og skilar til innheimtumanns auk þess sem tryggingagjald telst til vörsluskatts. Vanskil eru refsiverð og eru dæmi um að stjómarfor- menn og framkvæmdastjórar fýrir- tækja hafi fengið á sig dóm, fjár- sektir, varðhald og fangelsi vegna vangoldinna vörsluskatta. Greiddur á tveggja mánaða fresti Virðisaukaskattur er yfirleitt greiddur á tveggja mánaða fresti en það getur verið mismunandi eft- ir fyrirtækjum og er sumum gert að gera skil einu sinni í viku. Greitt er samkvæmt skýrslum, sem aðilar senda til skattstjóra og er skattur- inn lagður á samkvæmt þeim og miðast greiðslan við veltu. „Þeir sem reka fyrirtæki leggja virðis- aukaskatt á þjónustuna og þeim virðisauka á að skila til ríkissjóðs," sagði Sigurður Skúli. „Skýrslunum er skilað til skattstjóra en ekki inn- heimtumanns en skattstjóri kemur þeim inn í tölvukerfi innheimtu- manns þangað sem gi’eiðslunum er skilað.“ Samkvæmt lögum er heimilt að stöðva atvinnurekstur þeirra, sem ekki hafa staðið skil á vörsluskött- um. „Þá er jafnframt gripið til fjár- námsaðgerða og ef til vill eftirfar- andi uppboðsaðgerða,“ sagði Sig- urður Skúli. „Ef fjárnám eða inn- heimta er árangurslaus þá er kraf- ist gjaldþrotaskipta hjá viðkomandi aðila. Þetta getur því verið langt ferli.“ Mánaðarlega eru reiknaðir vextir á öll vanskil en vörsluskattar eru almenn krafa og hafa ekki for- gang umfram aðrar kröfur þegar kemur til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt lögum er refsivert að standa ekki skil á vörslusköttum. „Það eru dæmi um að stjómarfor- menn og framkvæmdastjórar hafi fengið á sig dóma,“ sagði Sigurður Skúli. „Það geta bæði verið íjár- sektir, fangelsi og varðhald." Sagði hann nokkuð mismunandi hversu lengi væri hægt að komast upp með að skulda vörsluskatta. í sumum tilvikum væri ekki hægt að koma við stöðvun atvinnurekstrar t.d. ef um væri að ræða sjálfstætt starfandi iðnaðarmenn, einyrkja eða aðra, sem ekki hefðu sérstaka starfsstöð, sem hægt væri að inn- sigla eins og gert er þegar um verslunarrekstur væri að ræða. Sex til átta ára skuldir Sagði hann að dæmi væm til um að atvinnurekstur hafi verið stöðv- aður og að skuldin hafi ekki verið greidd 6-8 áram síðar en skuldin væri ekki afskrifuð. Hún safnar vöxtum áfram og eru þeir reiknaðir mánaðarlega á höfuðstól. „Verið getur að skuld viðkomandi aðila sé komin til gjaldþrotaskipta fyrir ein- hverjum áram og þá er skuldin alltaf til staðar í innheimtukerfinu," sagði hann. Sigurður Skúli sagði það grund- vallarreglu að embættið samþykkti ekki nauðasamninga þegar um vörsluskatta væri að ræða. Um þá væri ekki samið en samkvæmt lög- um um gjaldþrotaskipti þá er það ákveðinn hluti kröfuhafa sem ræð- ur um hvað er samið. „Þannig að þó svo ríkissjóður greiði atkvæði gegn nauðasamningi þá getur hann kom- ist á samt sem áður, t.d. ef aðrir kröfuhafar og stærri samþykkja samninginn þá er hann bindandi,“ sagði hann. Nauðasamningar geta verið mismunandi en í þeim öllum er ákvæði um gjalddaga eða gjald- frest. Ný símaskrá væntanleg NY símaskrá er væntanleg í lok mánaðarins og verður henni dreift á pósthúsum til símnot- enda í Reykjavík dagana 25.-27. maí nk. Nýja skráin tekur gildi 28. maí. Að sögn Hrefnu Ingólfsdótt- ur, upplýsingafulltrúa Lands- símans, verða tilkynningar um símaskrána ekki sendar út til notenda að þessu sinni. Þess í stað er ætlast til að símaskráin verði sótt á pósthúsin eða þjón- ustumiðstöðvar Landssímans. Ef þess er óskað verður hægt að fá fleiri en eina skrá ef um fleiri en einn síma er að ræða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.