Morgunblaðið - 13.05.1998, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Þorkell
Alþingi
Stutt
Eignarhald og
nýting á auð-
lindum í jörðu
SAMKOMULAG náðist milli þing-
flokka Alþingis um að ljúka annarri
umræðu um stjórnarfrumvarp um
eignarhald og nýtingu á auðlindum
í jörðu í gær og lauk henni á átt-
unda tímanum í gærkvöldi. Hafði
hún þá staðið yfir í tvo daga. Enn
hefur þó ekki náðst sátt milli þing-
flokka Alþingis um þinglok í sumar.
Þá var samþykkt samhljóða á Al-
þingi í gær að vísa frumvarpi til
laga um þjóðlendur og ákvörðun
marka eignarlanda, þjóðlendna og
afrétta til þriðju umræðu. í dag
hefst hins vegar önnur umræða um
stjórnarfrumvarp til laga um hús-
næðismál.
Alþingi
Dagskrá
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl.
10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á
dagskrá:
1. Eignarhald og nýting á auð-
lindum í jörðu. Frh. 2. umr. (At-
kvæðagr.)
2. Húsnæðismál. 2. umr.
Þreytulegur þingheimur
ÞAÐ er kannski ekki að undra
að þingmenn eru sumir hverjir
orðnir hálfþreytulegir, eins og
mæðusvipur Gunnlaugs M. Sig-
mundssonar, Jóns Kristjánsson-
ar, Árna Mathiesen, Árna John-
sen og Einars Odds Kristjáns-
sonar gefur glöggt til kynna.
Umræður hafa varað tímunum
saman um hvert málið á fætur
öðru og ekkert lát virðist ætla
að verða á málþófi stjórnarand-
stöðunnar, ef marka má um-
mæli Jóhönnu Sigurðardóttur
alþingismanns í gær, því þing-
maðurinn sagðist vel treysta
sér til þess að ræða húsnæðis-
málafrumvarp félagsmálaráð-
herra fram í mitt „laxveiðitíma-
bil“.
Viðskiptaráðherra um málefni Lindar hf.
Svara að vænta í lok vikunnar
FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð-
herra vonast til þess að geta lagt
fram skrifleg svör við fyrirspurn
Ástu R. Jóhannesdóttur alþingis-
manns um málefni Landsbanka Is-
lands og fjármögnunarfyrirtækis-
ins Lindar hf. í lok þessarar viku.
Þetta kom fram í máli ráðherra í
upphafi þingfundar á Alþingi í gær
eftir að Asta hafði kallað eftir upp-
lýsingum um það hvenær vænta
mætti svara við fyrirspurninni,
sem hún hefði lagt fram á Alþingi
21. apríl sl.
Viðskiptaráðherra kvaðst enn-
fremur harma að það hefði dregist
að svara fyrirspurninni. Tíminn til
þess væri hins vegar stuttur miðað
við það hve svörin væru viðamikil.
„Nú er unnið að því að svara fyrir-
spurninni og ég vonast til þess að í
lok þessarar viku verði hægt að
leggja svörin fram á Alþingi,“ sagði
hann.
Þingfjokksformenn um hugmyndir kjördæma- og kosningalaganefndar
Mismunandi sjónarmið en
áhersla á löggjöf fyrir kosningar
MJÖG mismunandi áherslur koma
fram í máli formanna þingflokkanna
til þeiiTa hugmynda sem einkum
hafa verið til umræðu í nefndinni
sem forsætisráðherra skipaði til að
endurskoða kjördæmaskipan lands-
ins.
Rannveig Guðmundsdóttir, for-
maður þingflokks jafnaðarmanna,
segir að sú yfirferð sem farin hefur
verið í málinu sé ekki til þess fallin
að vekja bjartsýni um að stigin
verði stór skref í átt að breyttri
kjördæmaskipan.
„Þessar tillögur bera með sér
hvað það eru ólík viðhorf innan
þingsins," sagði Rannveig Guð-
mundsdóttir, þegar leitað var við-
horfa hennar til hugmyndar nefnd-
arinnar sem forsætisráðherra skip-
aði. Hún sagði að jafnaðarmenn
hefðu lengi barist fyrir að hafa land-
ið allt eitt kjördæmi. Um hugmynd-
ir þær sem greint hefur verið frá að
feli m.a. í sér að Vesturlandskjör-
dæmi, Vestfjarðakjördæmi og
Norðurlandskjördæmi vestra verði
eitt kjördæmi sagði Rannveig að
það yrði erfitt fyrir þingmenn að
afla sér trausts hjá kjósendum áður
en þeir verði valdir til trúnaðar-
starfa í svo víðlendum kjördæmum.
Hún sagðist heyra að þessar hug-
myndir féllu víða ekki í góðan jarð-
veg meðal þingmanna landsbyggð-
arinnar.
„Ég get ekki metið eftir þessa yf-
irferð hvernig lendingu er hugsan-
lega hægt að ná,“ sagði Rannveig.
„En mér finnst ekki ástæða til mik-
illar bjartsýni um að það verði stigið
mjög stórt skref. En við verðum að
sjálfsögðu að ná þeim áfanga að
jafna atkvæði að marki.“
Rannveig sagði að jafnaðarmenn
væru ekki búnir að taka afstöðu til
tillagnanna. „Við höfum gefið okkar
fulltrúa í nefndinni vegamesti til að
vinna áfram á þeim vettvangi."
Róttækar breytingar
Valgerður Sverrisdóttir, formað-
ur þingflokks Framsóknarflokksins,
áréttaði í samtali við blaðamann að
þær hugmyndir sem fram eru
komnar hjá nefndinni væru hug-
myndir; óvíst væri að nokkur þeirra
yrði að veruleika. „Þetta er sett
fram til að sýna að við stöndum
frammi fyrir því að gera nokkuð
róttækar breytingar ef við ætlum að
taka á þessu og ef við ætlum að
verða sammála um breytingarnar.“
Valgerður sagði að mismunandi
áherslur flokkanna mótuðust af því
að flokkarnir vildu eiga möguleika á
fulltrúum í sem flestum kjördæm-
um.
Hugmyndirnar voru ræddar í
þingílokkunum í fyrradag og sagði
Valgerður að framsóknarmenn
hefðu séð galla á öllum tillögunum
en einnig kosti. Hún sagði að flokk-
urinn hefði ekki hallast að einhverri
ákveðinni útfærslu en sér hefði ver-
ið veitt áframhaldandi umboð til
ALÞINGI
þess að vinna að málinu innan
nefndarinnar og kvaðst búast við
lagasetningu með áfanga í jöfnun
kosningaréttar fyrir kosningar.
Landsbyggðarmálin
samhliða
Svavar Gestsson, þingflokksfor-
maður Alþýðubandalagsins og full-
trúi þess í nefndinni, sagði að góðar
umræður hefðu orðið um málið á
þingflokksfundi á mánudag. „Til-
gangur okkar með umræðum í þing-
flokkunum var að átta okkur á því
hver væri þeirra afstaða," sagði
Svavar. Þingflokkur Alþýðubanda-
lagsins hefði lagt áherslu á að jafn-
hliða kjördæmamálinu þyrfti að
ræða fleiri mál. „Það eru sérstak-
lega þróunin á landsbyggðinni, sam-
göngur, atvinnu- og efnahagsmál á
landsbyggðinni. Jafnhliða breyting-
um á kjördæmaskipan yrði gripið til
aðgerða til þess að efla og treysta
byggð og lögð áhersia á lagfæringar
á stjórnkerfínu sjálfu til að gera það
skilvirkara og öflugara en það er
núna.“
„Ef þessi umræða um jöfnun at-
kvæðisréttar snýst bara um það að
flytja fimm þingmenn frá lands-
byggðinni til Reykjavíkur og
Reykjaness þá er umræðan of ein-
Tvær hörku góðar
eignir í Kópavogi
Mánabrauf - glæný sérh.
Til afhendingar strax 101 fm neðri sérhæð í nýju tvíbýli. Fullbúin
í hólf og gólf með vönduðum innréttingum, parketi og flísum.
Frábær staðsetning í vesturbæ Kópavogs. Áhv. 5,2 millj. í húsbr.
Verð aðeins 8,8 millj. 2126.
Lyngheiði - parhús ein hæð
Gott 124 fm parhús á frábærum stað við opið svæði. 3 svefnh.
Nýtt parket. Allt sér. Áhv. 5,5 millj. 25 ára lán. Verð 9,6 millj.
Skipti á 2—3 herb. íb. 2018.
Norðumnýri - Guðrúnargata
Mjög góð mikið endurnýjuð 64 fm íbúð í kjallara (lítið
niðurgrafin). Allt sér. Parket. Frábær staðsetning. Verð 5,4 millj.
Valhöll , fasteignasala,
Síðumúla 27, sími 588 4477.
hliða og augljóst að um hana verður
ekki mikil sátt í þinginu," sagði
Svavar aðspurður hvers vegna
flokkurinn vildi tengja umræður um
atkvæðavægi miili landshluta
byggðamálum. „Þess vegna viljum
við stuðla að því að það verði jafn-
vægi í umræðunni og ég heyri að
það er vilji fyrir því í fleiri flokk-
um.“
Svavar kvaðst þó eindregið eiga
von á að lagabreytingar um málið
yrðu afgreiddar á kjörtímabilinu en
kvaðst ekkert geta sagt til um núna
hvort það frumvarp yrði byggt á
einróma niðurstöðu fulltrúa fiokk-
anna í nefndinni.
Rannsóknarverkefni
um jafnrétti
Guðný Guðbjörnsdóttir, formaður
þingflokks Kvennalistans og fulltrúi
hans í nefndinni, lagði áherslu á að
hugmyndirnar væru hugsaðar til
kynningar á þessu stigi. „Við eigum
eftir að fara í gegnum umræðuna
um persónukjör og hvernig það
verður best tryggt að konur jafnt
sem karlar skipi listana," sagði Guð-
ný. Hún sagði það hluta af erindis-
bréfi nefndarinnar að taka sérstak-
lega mið af jafnrétti kynjanna. Með-
al annars væri nú unnið að lögfræði-
legu rannsóknarverkefni tengdu
jafnrétti kynjanna í þessu sam-
hengi. Niðurstaða í því ætti að
liggja fyrir síðsumars en óljóst er
hvort nefndin afgreiðir frá sér til-
mæli eða tillögur að lagafrumvarpi
um þann þátt málsins.
Guðný sagði að Kvennalistinn
stæði að tillögunum eins og þær líta
út núna og sagði listann virða það
að verið væri að reyna að ná fram
samkomulagi um afgreiðslu máls-
ins. „Ég hef lagt megináherslu á að
kjördæmin séu sem stærst, það eru
mestar líkur á að konur komist að
við kosningar í slíkum kjördæm-
um.“
Hún sagði að hins vegar væri
ósamkomulag um ýmis tæknileg út-
færsluatriði, en lagði áherslu á að
afgreiða málið fyrir kosningar, sér-
staklega að stigið yrði skref í átt til
jöfnunar milli kjördæma fyrir lok
kjörtímabilsins.