Morgunblaðið - 13.05.1998, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Hæstiréttur 1 Tyrklandi vísar forræðismáli norskrar konu aftur til neðra dómstigs
Gögn skortir um
geðheilsu föðurins
Bókasafn
Garðabæjar í
nýtt húsnæði
BÓKASAFN Garðabæjar flutti
fyrir skömmu í nýtt húsnæði á
Garðatorgi 7, en safnið var áður
til húsa í Garðaskóla. Stærð nýja
húsnæðisins er 493 fm en gamla
húsnæðið var 300 fm en það var á
sinum tíma sérhannað fyrir safn-
ið og tekið í notkun árið 1982.
Safnið verður rekið sem al-
menningsbókasafn en bókasöfn
skólanna í Garðabæ tengjast því
með tölvuneti auk þess sem safn-
ið tengist öðrum söfnum með
sameiginlegum gagnagrunni og
netkerfi Garðabæjar.
Ingimundur Sveinsson arkitekt
hannaði nýja húsnæðið, Álftárós
sá um bygginguna og innrétting-
ar og búnaður eru frá Pennanum
hf., Á. Guðmundsson ehf., Epal
hf., Þjónustumistöð bókasafna og
Ofnasmiðjunni hf. Kostnaður við
nýja bókasafnið eru rúmar 70
milljónir króna.
Bóka- og tímaritaeign safnsins
er um 30.000 eintök auk geisla-
diska og myndbanda og eru
stöðugildi við safnið ljögur og
hálft.
Forstöðukona Bókasafns
Garðabæjar, Erla Jónsdóttir bæj-
arbókavörður, tók í tilefni flutn-
inganna við lyklum að nýjum
húsakynnum safnsins úr hendi
Ingimundar Sigurpálssonar bæj-
arstjóra Garðabæjar.
HÆSTIRÉTTUR Tyrklands hefur
vísað forræðismáli Mette Sollihagen
Hauge, norskrar konu sem vann í
nóvember sl. forræðismál fyrir
tyrkneskum dómstól gegn fyrrver-
andi eiginmanni sínum sem heldur
dóttur þeirra í heimildarleysi, aftur
til neðra dómstigs. Hæstiréttur tók
ekki afstöðu í málinu vegna þess að
hann taldi vanta gögn um mat tyrk-
neskra geðlækna á geðheilsu
mannsins. Hann er nú í felum með
telpuna og gefur sífellt rangar upp-
lýsingar um dvalarstað.
Mette Sollihagen Hauge sagði í
samtali við Morgunblaðið að þessi
frávísun hæstaréttar gæti tafið mál-
ið um allt að heilt ár til viðbótar. Nú
er liðið eitt ár og níu mánuðir frá
því að fyrrverandi eiginmaður
hennar rændi Selmu dóttur þeirra,
þar sem hún var í heimsókn hjá
honum í Tyrklandi, en hún er nú
átta ára gömul.
Dapurleg niðurstaða
Dómstóll í Ankara dæmdi móður-
inni forræði yfír dótturinni 27. nóv-
ember 1997, faðirinn áfrýjaði til
hæstaréttar, sem vísaði málinu eins
og áður sagði aftur til dómstólsins í
Ankara 14. apríl sl. vegna skorts á
gögnum um geðheilsu mannsins og
hæfni hans til að sjá um barnið.
„Þetta er auðvitað mjög dapurleg
niðurstaða, þar sem líkurnar á því
að allt gengi að óskum í hæstarétti
voru 99% og hættan á því að illa
færi aðeins 1%,“ segir hún.
Norska og tyrkneska geðlækna
greinir á um geðheilsu mannsins.
Sollihagen Hauge segir að skýrsla
frá lækni og réttargeðlækni í Nor-
egi staðfesti að hann sé ekki heill á
geði en jafnvel þó að hann hafi ekki
sætt geðrannsókn í Tyrklandi þá
hafi hann fengið vottorð um að hann
sé heilbrigður.
„Nú verður vandamálið að finna
hann og þvinga hann til geðlæknis,"
segir hún. Það getur þó orðið erfitt,
þar sem hann er í felum með
telpuna og gefur sífellt rangar upp-
lýsingar um dvalarstað.
Sollihagen Hauge segir að nú
standi til að fá samþykktar bráða-
birgðaráðstafanir þannig að hún fái
að vera með Selmu og búa í Tyrk-
landi þar til málið er til lykta leitt.
Hún segir að lögmaður sinn hafi áð-
ur reynt að fá ákvörðun um þessar
ráðstafanir en aldrei fengið svar. I
júlí á svo að láta reyna á umgengn-
isrétt hennar við dótturina. „Ég
vona að það gangi allt vel,“ segir
móðirin bjartsýn.
Afskipti ríkissaksóknara
mikill stuðningur
Mette Sollihagen Hauge og tyrk-
neskur lögmaður hennar, Murat
Bulat, greindu bæði frá því í samtöl-
um við Morgunblaðið á síðasta ári
að Ólafur Egilsson sendiherra hefði
veitt þeim mikilsverða aðstoð og
góð ráð en máli þeirra mæðgna
svipar á margan hátt til máls
Sophiu Hansen og dætra hennar,
sem hann hefur unnið að. Solli-
hagen Hauge kvaðst einnig hafa
rætt við Ólaf í síma að loknum rétt-
arhöldunum í hæstarétti í apríl sl.
og sagði hún hann hafa stutt sig
dyggilega.
Hið sama hefur ekki verið hægt
að segja um norsk stjórnvöld fram
undir þetta, að hennar sögn. „Það
eru tvö lönd sem hafa ekki kært sig
um Selmu og öryggi hennar og það
eru Noregur og Tyrkland. Þau eru
bæði jafnslæm og hafa litið á málið
eins og það væri mitt einkamál,"
segir hún. Nú fær hún hins vegar
góðan stuðning norka sendiráðsins í
Ankara og utanríkisráðuneytisins.
Þá breytingu á afstöðu norskra yfir-
valda rekur hún beint til ummæla
norska ríkissaksóknarans.
„Hann skrifaði mér persónulegt
bréf í janúar þar sem hann tók und-
ir gagnrýni mína á lögreglu og yfír-
völd í Noregi. Þar stendur einnig að
norsk stjórnvöld verði að endur-
skoða vinnubrögð sín í tengslum við
barnarán," segir hún og bætir við
að þessi afskipti ríkissaksóknara
hafi verið sér mikill stuðningur.
Hún hefur hingað til fjármagnað
allan málareksturinn sjálf og tekið
til þess lán en nú hefur hún fengið
fjárhagsaðstoð frá dómsmálaráðu-
neytinu.
Morgunblaðið/Þorkell
Verndun hverfandi
menning'ar verði
forgangsverkefni
LANDVERND hefur sent frá sér
ályktun um verndun menningarum-
hverfis og skorar á ríkisstjórnina
að hefja nú þegar markvisst átak í
þeim efnum. Landvemd tekur þar
með undir samþykkt Norrænu ráð-
herranefndarinnar frá árinu 1996
um framkvæmdaáætlun þess efnis.
I ályktun Landvemdar segir að
vaxandi skilnings hafi gætt á
vemdun íslenskrar náttúra, gam-
alla bygginga og annarra fomra
minja, og flestir séu sammála um
að auknu fjármagni til þeirra verk-
efna sé vel varið. Takmarkaður
skilningur hafi hins vegar ríkt á
varðveislu mannlífs og lifandi
menningar heilla byggðalaga og er
skorað á stjórnvöld að bæta úr því
nújjegar.
I verndun menningarumhverfis
felst verndun menningararfsins og
er þar átt við „menningarminjar í
landslagi, þ.e. söguminjar við
ströndina (verbúðir, uppsátur, vita
o.s.frv.), hefðbundinn landbúnað
þeirrar tíðar, hlunnindabúskap og
mannlífið sem aðlagaði sig aðstæð-
um og lifði af landsins gæðum“.
Varðveita þarf menninguna
áður en hún hverfur
Landvemd bendir í þessu sam-
bandi sérstaklega á Ameshrepp á
Ströndum, þar sé ennþá lifandi
mannlíf, sem er forsenda fyrir
varðveislu menningararfsins, en
ljóst sé að engan tíma megi missa
til að glata ekki tækifærinu til að fá
íbúa byggðarlagsins til aðstoðar og
samstarfs við það verkefni. Þar
sýni atvinnuhættir lands og sjávar
glögga mynd af lífsbaráttu geng-
inna kynslóða og þar sé, auk hefð-
bundins landbúnaðar, rekasæld
fuglatekja, selveiði og fiskveiðar,
þ.á m. hákarlaveiði.
Landvernd ályktar að bregðast
þurfi skjótt við ef takast á að koma
í veg fyrir algjöra eyðingu byggðar-
innar, og fari svo muni sú menning
sem þar hefur dafnað hverfa og
aldrei verða endurvakin.
I greinargerð sem fylgir ályktun-
inni segir: „Ríkisvaldið, undir for-
ystu umhverfisráðuneytisins, þarf
nú að láta hendur standa fram úr
ermum þegar í stað til að vinna að
þessu verkefni. I því skyni verði
skipuð fámenn framkvæmdanefnd
fulltrúa ríkisvalds og íbúanna, sem
fái það veganesti, að viðkomandi
ríkisstofnanir skuli veita henni lið
við úttekt og aðgerðir í einstökum
málaflokkum." Hugmynd Land-
verndar byggist á því að litið verði
á varðveislu menningar í Arnes-
hreppi sem tilraunaverkefni, en
ekki leið til að koma upp lifandi
safni, enda væri slíkt fyrirfram
dauðadæmt, heldur til að viðhalda
frjóu og lifandi mannlífi.
Fossvogs-
bakkar
friðlýstir
BORGARRÁÐ hefur samþykkt til-
lögu um að friðlýsa svæði við Foss-
vogsbakka. Tillagan gerir ráð fyrir
að jarðmyndanir á svæðinu verði
varðveittar í núverandi mynd og að
hverskonar mannvirkjagerð eða
jarðrask, sem breytt geti útliti eða
eðli svæðisins verði háð leyfi Nátt-
úraverndar ríkisins.
I reglunum er tekið fram að
óheimilt sé að losa rusl eða sorp á
svæðinu en fólki er heimil för um
svæðið enda sé gætt góðrar um-
gengni. Umhverfismálaráð hefur
umsjón og eftirlit með svæðinu í
umboði Náttúruvemdar ríkisins og
borgarstjórnar. Gert er ráð fyrir að
borgarstjórn muni að höfðu samráði
við Náttúruvernd ríkisins, sjá um
nauðsynlegar aðgerðir til að al-
Eldur í
timbur-
húsi í
Eyjum
Vestmannaeyjum - Slökkvilið
Vestmannaeyja var kallað út um
miðjan dag á sunnudag vegna
elds í einbýlishúsinu Búhamri 25.
Að sögn Elíasar Baldvinssonar
slökkviliðsstjóra höfðu börn
kveikt eld í lagnakjallara sem er
undir húsinu. Húsið er timburhús
og í því er trégólf og sagði Elías
að litlu hefði mátt muna að illa
færi. Eldur var kominn í ein-
angrun en slökkviliðinu tókst
fljótlega að ráða niðurlögum
hans. Sagði hann að ef slökkvilið-
ið hefði ekki verið svo fljótt á
vettvang, sem raun bar vitni,
hefði trúlega farið illa. Það hefði
einungis verið spurning um mín-
útur þar til eldurinn hefði náð að
magnast og breiðast út.
Eli'as sagði að litlar skemmdir
hefðu orðið af völdum eldsins en
talsverðar reykskemmdir.
menningur geti notið svæðisins, svo
sem með lagningu göngustígs og
uppsetningu fræðsluskilta.
I bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins í borgarráði segir
að ástæðulaust sé að friðlýsa svæðið
samkvæmt náttúraverndarlögum
og fela þannig Náttúravernd ríkis-
ins umráð yfir svæðinu og stjórnun.
Til að vemda svæðið hefði verið
skynsamlegt að um það gilti stað-
fest borgarvend og að borgin hefði
umráð yfir því en ekki nefnd á veg-
um ríkisins.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson