Morgunblaðið - 13.05.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 13.05.1998, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 9* R-listinn heimsækir eldri borgara í Seljahlíð Morgunblaðið/Ásdís ÁRSÆLL Baldvinsson hitti Ingu Jónu Þórðardóttur og Snorra Hjalta- son á hverfisskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Skipholti 50b í gær, og spurði þau út í kosningamál og fékk sér kaffi og með því um leið. Hverfaskrifstofa D-listans heimsótt * „Ometanlegt að hitta fólk og heyra hvað því finnst“ INGA Jóna Þórðardóttir og Snorri Hjaltason voi-u á hverfaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í eftirmiðdag- inn í gær, tilbúin að svara þeim spurningum sem íbúar hverfisins vildu leggja fyrir þau. Þau voru sammála um að kosningabaráttan væri komin á fullan skrið og barátt- an yrði hörð fram á síðasta dag. Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á fasta viðveru frambjóðenda á átta hverfaskrifstofum víðs vegar um borgina en að auki heimsækja fram- bjóðendur vinnustaði, halda fundi með ólíkum þjóðfélagshópum, auk þess sem þeir hafa undanfarið gengið í hús og kynnt málefni flokksins. Inga Jóna Þórðardóttir sagði að fasta viðveran á hverfaskrifstofun- um væri nýtt til þess að svara skiia- boðum sem frambjóðendur hefðu fengið um einstaka mál, hitta fólk sem vildi spjalla við þau, hvort sem væri um borgarmálin eða þeirra framboð og stefnu. „Hverfaskrif- stofurnar stjórna Útrásinni, þar sem við bönkum upp á hjá fólki og kynnum þeim okkar stefnumál. Það hefur gefíst mjög vel og fólk sem hefur ekki fengið heimsóknir er að kalla eftir okkur, hringir inn á hverfisskrifstofuna og biður um að fá að hitta frambjóðanda," sagði Inga Jóna. „I gær var fyrsti fasti viðveru- dagurinn á hverfaskrifstofunum og hingað kom góður hópur fólks, margir hringdu einnig og við svöruðum skilaboðum frá fólki,“ sagði Snorri Hjaltason sem sat á hverfaskrifstofunni í Skipholtinu ásamt Ingu Jónu. Mest spurt um (jölskyldugreiðslur Snorri sagði að sér þætti mest spurt um fjölskyldugreiðslurnar og Inga Jóna bætti við að það væri einna helst að þau væru beðin að út- skýra einstaka stefnumál. Hún hefði einnig orðið vör við að fólk spyrði mikið um mál sem sneru beint að því sjálfu, eins og til dæmis skipulag í hverfinu þeirra og um- ferðarmál. „Pólk hefur áhuga á að vita hvort hægt sé að gera tilteknar götur að einstefnugötum og ann- að því um líkt. Það spyr einnig um strætisvagna- leiðir og breytingar á þeim,“ sagði Inga Jóna. Snorri sagði að starf frambjóðandans væri íyrst og fremst skemmti- legt. „Auðvitað gengur á með skini og skúrum eins og raunin er í íslenskri veðráttu í þessu kosn- ingastarfi, en maður kynnist mörgu fólki og mér finnst ómetanlegt að heyra hvað því finnst. Þetta er fjölbreytilegt starf og nýtt fyrir mér sem er að koma nýr inn í þessa kosningabaráttu." Þau voru sammála um að áhugi fólks á kosningamálunum hefði far- ið vaxandi eftir því sem nær hefði dregið kosningum og ítrekuðu að sér þætti mikilvægast við þetta starf, hversu góða innsýn það gæfi þeim í ólíkar aðstæður fólks. NÖFNURNAR Guðrún Ágústs- dóttir og Guðrán Jónsdóttir, fram- bjóðendur Reykjavíkurlistans, heimsóttu dvalar- og hjúkrunar- heimilið Seljahlíð í gær. Glatt var á hjalla í samkomusal heimilisins þeg- ar blaðamann og Ijósmyndara bar að garði, þar ómaði söngur og harmonikkuleikur við góðar undir- tektir viðstaddra. Kosningarnar lögðust almennt vel í mannskapinn og sagði Guðrún Ágústsdóttir að þær væru spurðar margvíslegra spurninga af íbúum Seljahlíðar. „Sumir eru mjög póli- tískir og vilja ræða þau mál en aðrir leggja áherslu á einstök mál eins og til dæmis aðbúnað barna og ung- linga, og telja að leggja þurfi grunn- inn snemma. Enn aðrir vilja svo aft- ur tala um ættir og uppruna og það er einnig mjög gaman,“ sagði Guð- rán Ágústsdóttir. Guðrán Jónsdóttir sagði að kosn- ingabaráttan legðist vel í sig: „Mér finnst við fá afskaplega góðar mót- tökur en mér finnst einnig mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að spjalla við gamla fólkið, þótt við leggjum að sjálfsögðu áherslu á alla aldurshópa." Hún sagði að kosn- ingabaráttan væri vitanlega mjög tímafrek en hún hefði gaman af henni: „Mér finnst að kosningabar- áttan eigi að vera skemmtileg, henni þarf að fylgja ákveðinn léttleiki." Tómas Tómasson, Reykjavíkur- búi í húð og hár, sagði að hann væri löngu búinn að gera upp við sig hvað hann myndi kjósa og sagðist því ekki hafa spurt nöfnurnar neinna spurninga, það nægði sér að Iíta á bæklinginn frá þeim. Þórunn Egilsdóttir, íbúi í Seljahlíð, sagðist ekki vera mjög pólitísk í sér og hún kysi það sama af gömlum vana. Hún sagði að það væri um að gera að hafa gaman af svona heim- sóknum, dag- urinn væri nefnilega stundum svolítið lengi að líða. Einar Eiríksson, einnig íbúi í Seljahlíð, sagðist vera búinn að ákveða hvað hann ætlaði að kjósa, hann hefði ekki talið sig þurfa að kynna sér baráttumál flokkanna að þessu sinni, þau væru nefnilega þau sömu fyrir hverjar kosningar. Hann trúði blaðamanni svo fyrir því að stefnumálin væru löngu hætt að skipta sig máli, - loforðin væru hvort sem er öll svikin á endanum. 23. MAI Morgunblaðið/Þorkell GUÐRÚN Ágústsdóttir, frambjóðandi Reykjavfkurlistans, heilsaði upp á heimilisfólk Seljahlíðar í Breiðholti í gær ásamt nöfnu sinni Guðrúnu Jónsdóttur, og virtust íbúarnir taka þeim vel. SÖNGKONAN Inga Backman og harmonikkuleikarinn Reynir Jónas- son léku og sungu fyrir íbúa Seljahlíðar í tilefni af heimsókninni. Heimasíður 25 framboða á Netinu AÐ MINNSTA kosti 25 framboð fyrir komandi sveitarstjóma- kosningar hafa tekið Veraldar- vefinn í þjónustu sína og kynna frambjóðendur sína og stefnumál á Netinu. Hægt er að nálgast þessar 25 heimasíður frá Kosn- ingavef Morgunblaðsins. Komast má á Kosningavefinn frá Frétta- vef blaðsins eða með því að slá inn slóðina http://www.mbl.is/ kosningar/. Fimm heimasíður eru á vegum framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins, fimm á vegum Framsóknar- flokksins, ein á vegum Alþýðu- flokksins (í Hafnarfirði) og af- gangurinn á vegum sameinaðra framboða félagshyggjufólks eða óháðra framboða, sem ekki kenna sig við stjórnmálaflokka. Lista yfir heimasíður framboð- anna má fá fram með því að smella á „tengingar", efst til vinstri á for- síðu Kosningavefjarins. Þau framboð, sem opna heima- síðu á Netinu, geta komið slóð- inni á framfæri á Kosningavefn- um með því að senda hana á net- fangið kosning@mbl.is. íslenskar læknafjölskyldur í New York Times Gestir frá landi sona og dætra AUK þess að vera frá landi elds og íss er Island land sona og dætra, all- ir eru nefndir eftir föður sínum og bera nafn hans alla ævi með ending- unni -son eða -dóttir, segir m.a. í grein í New York Times í síðasta mánuði. Þar er sagt frá fjórum ís- lenskum læknum í framhaldsnámi í Connecticut-fylki í Bandaríkjunum. Islendingarnir fjórir eru Laufey Sigurðardóttir, Sigurður Björnsson, Fríða Guðmundsdóttir og Tryggvi Egilsson. Þrjú þeirra stunda sér- fræðinám í barnalækningum og eitt er í lyflækningum. Greinin hefst á frásögn af því þegar Laufey þurfti að sýna skilríki í verslun og notaði ís- lenskt ökuskírteini sitt. Afgreiðslu- maðurinn góndi á skírteinið tómleg- ur í framan og spurði hvort þetta væri eitthvert fylki. Nei, var svarað. Nú, hvað er það þá? spurði af- greiðslumaðurinn. „Það“ er ísland. Blaðið segir afgreiðslumanninn hafa verið fáfróðan og jafnvel ókurt- eisan en nefnir honum til afsökunar að fáir viti nokkuð um ísland. „Það dregur ekki til sín ferðamenn. Kvik- myndir eru ekki teknar þar. Fæstir hafa hitt fólk frá íslandi. „Þeir eru ekki eskimóar?" er spurt og kannski myndu menn heldur ekki þekkja þá þótt þeir sæju þá,“ segir í greininni. Heimkynni Islendinga í áratugi Síðan eru raktar helstu stað- reyndir um land og þjóð og sagt að síðustu þrjá áratugina hafi Connect- icut verið heimkynni hundraða Is- lendinga. Ástæðan sé sú að eftir læknapróf heima leiti þeir þangað til framhaldsmenntunar. Flestir læknastúdentar séu með fjölskyldur og því fjölgi ekki aðeins um einn við komu hvers stúdents heldur nokkra. „Ungu læknarnir búa þar í nokkur ár, halda síðan áfram, sumir fara í störf annars staðar og aðrir fara heim. Að lokum gera það allir. Rétt eins og ekki verður dimmt af nóttu í Reykjavík á sumrin munu Islendingarnir að lokum snúa aftur til íslands. Það er heimili þeirra, þeir unna því og það er engu líkt.“ Vitnað er til tveggja bandarískra lækna sem heimsótt hafa Island. Segja þeir þjóðfélagið harðneskju- legt, fólk vinni mikið, en vinni sam- an og láti hlutina ganga upp. Það sé einnig umhyggjusamt. Læknahá- skólinn í Connecticut lýsir Islend- ingum sem hæfum, vel menntuðum og að þeim sé vel tekið í Bandaríkj- unum. Og aftur er vikið að nafnahefðinni hérlendis og sagt að þegar konur giftist breyti þær ekki nafni sínu. „I símaskránni er nöfnum raðað eftir skírnarnafni, með fullt af millinöfn- um. Og einhvern veginn tekst ís- lendingum að finna út úr þessu með nöfnin þótt þeir viðurkenni að það geti orðið snúið þegar menn finna marga Jóna Sigurðssyni þegar leit- að er að Jóni Sigurðssyni sem var með þeim í bekk.“ Börnin aðlagast líka Vikið er að íslendingunum fjór- um sem hafa fjölskyldur sínar hjá sér nema hvað Laufey Sigurðar- dóttir sé ein með börnunum sínum fimm og barnapíunni. Maðurinn sinni auglýsingafyrirtæki sínu heima á íslandi og komi á nokkurra vikna fresti í heimsókn. Sagt er að bömin séu ekki síður gott dæmi um fólk sem kunni að aðlagast. Eldri börn Laufeyjar hafi ekki getað talað ensku þegar þau fluttu út en þeim hafi gengið vel með hjálp skólans í Hartford. Greint er frá tungumála- kennslu í skólum hérlendis, að grunnskólamenntun sé ókeypis, skólagjöld í læknadeild nánast til málamynda, þess sé vænst af ung- Iingum að þeir vinni fyrir sér á sumrin og að fólk virðist seint hætta störfum þótt komið sé á efri ár. „Þegar íslendingamir fjórir halda heim segjast þeir skella sér af fúsum og frjálsum vilja í praxísinn sem geri þá ekki ríka. Læknar í landi þeirra segja þau að hafi álíka laun og hjúkr- unarfræðinemar eða aðstoðarmenn lækna í Bandaríkjunum." Þau segjast fara heim að lokum, fjölskyldan og hefðin kalli, börnin vilji vaxa upp nálægt afa og ömmu og fjölskyldur séu nánar og fjar- lægðir ekki miklar - ekki eins og í Bandaríkjunum þar sem systkin sjáist sjaldan af því einhver eigi heima á vesturströndinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.