Morgunblaðið - 13.05.1998, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Húsasmiðjan opn-
ar búð á Selfossi
Selfossi - Síðastliðinn laugardag
opnaði Húsasmiðjan 2000 m2
verslun og timbursölu á Eyrar-
vegi 37 á Selfossi, þar sem áður
var SG Búðin.
Húsasmiðjan mun reka tvær
verslanir á Suðurlandi, eina á Sel-
fossi og eina á Hvolsvelli. „Nú
geta menn fengið allt það vöruúr-
val á Selfossi sem þeir hafa áður
þurft að sækja til Reykjavíkur,"
segir Steinar Árnason, verslunar-
stjóri á Selfossi. Asamt hefð-
bundnum byggingavörum eru
einnig til sölu í nýju versluninni
búsáhöld, raftæki, innréttingar,
reiðhjól, fatnaður og ýmsar sum-
arvörur.
AIls starfa um 30 manns hjá
Húsasmiðjunni á Selfossi og er
fyrirtækið því einn stærsti vinnu-
veitandinn á svæðinu.
Morgunblaðið/Sig. Fannar
NY verslun Húsasmiðjunnar var opnuð á Selfossi á laugardag.
Morgunblaðið/Kristjana Ágústsdóttir
FRÁ kaffisamsætinu sem haldið var Magnúsi Gestssyni fyrrum safnverði við Byggðasafn Dalamanna til heiðurs.
Magnús Gestsson heiðraður
Búðardal - Sunnudaginn 26. apríl
sl. var haldið hóf á Silfurtúni, heim-
ili aldraðra í Búðardal. Hófíð var til
heiðurs Magnúsi Gestssyni, safn-
verði við Byggðasafn Dalamanna á
Laugum. Magnús lætur nú af störf-
um eftir áratuga ómetanlegt starf
að safnamálum í Dalasýslu.
Héraðsnefnd Dalasýslu færði
Magnúsi skrautritað skjal í fagur-
lega útskornum ramma og þakkaði
honum störf hans í þágu byggðar-
lagsins.
Það má sérstakt þykja í dag þeg-
ar allt er metið til peninga að
Magnús hefur aldrei viljað þiggja
laun fyrir störf sín við Byggðasafn-
ið og verða það viðbrigði fyrir
ráðamenn í sýslunni þegar nú þarf
að ráða starfsmann að safninu.
Byggðasafn Dalamanna var opn-
að fyrir rúmum 20 árum. Frum-
kvöðull að söfnun gamalla muna
var Magnús Skóg Rögnvaldsson,
fyrrum vegaverksljóri í Búðardal.
Magnús Gestsson fór síðan að
starfa að safnamálum og byggði
safnið upp og skipulagði það.
Magnús er mjög fróður og kann
margar sögur af mönnum og mál-
efnum, en hann gaf út bókina
Mannlíf og mórar í Dölum fyrir
mörgum árum. Þar segir hann
margar skondnar sögur af Dala-
mönnum. Magnús er vel ern og les
gleraugnalaust en hann er nú kom-
inn á mræðisaldur en hefur séð um
byggðasafnið allt fram á þennan
dag.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
ÞINGFULLTRÚAR á fyrsta þingi Matvís, á tröppum Hótel Stykkishólms.
Matvís þingar í Stykkishólmi
Stór-
menni í
heim-
sókn
Eyrarbakki - Föstudaginn 15.
maí næstkomandi er von á
Margréti Þórhildi II Dana-
drottningu og Hinriki prins í
heimsókn til Eyrarbakka,
ásamt fleiri stórmennum.
Drottningin verður hér á
landi í nokkra daga í boði for-
setahjónanna Ólafs Ragnars
Grímssonar og frú Guðrúnar
Katrínar Þorbergsdóttur í til-
efni þess að á Listahátíð í
Reykjavík verður haldin sýning
á kirkjulistaverkum eftir Mar-
gréti Þórhildi.
I Eyrarbakkakirkju er altar-
istafla sem Louise drottning
Kristjáns konungs IX málaði og
gaf til kirkjunnar þegar hún var
í byggingu 1890. Louise var
langalangamma Margrétar.
Boðið til kvöldverðar
Þegar forsetinn heimsótti
Eyrarbakka á 100 ára afmæli
Eyrarbakkahrepps í fyrra,
hafði hann á orði að gaman
væri að koma með afkomendur
Louise til Eyrarbakka að sjá
hið ágæta listaverk formóður-
innar. Nú er tækifærið komið.
Forsætisráðherra og frú bjóða
drottningarhjónunum, forseta-
hjónunum og fleiri gestum til
kvöldverðar í Húsinu á Eyrar-
bakka í tilefni heimsóknarinn-
ar.
Stykkishólmi - Matvís, matvæla- og
veitingasamband íslands, hélt þing
sitt í Stykkishólmi dagana 6.-8. maí.
Landssambandið var stofnað árið
1996 af Bakarafélagi íslands, Félagi
framleiðslunema, Félagi matreiðslu-
manna og Félagi íslenskra kjötiðn-
aðarmanna. Innan sambandsins eru
1.300 félagar um allt land. Matvis er
stéttarfélag. Það gerir kjarasamn-
inga fyrir sína félagsmenn við at-
vinnurekendur og reyndi á það í
fyrsta sinn á síðasta ári. Þá lætur
Matvís menntunarmál mjög til sín
taka. Sambandið rekur Matreiðslu-
skólann okkar og þar stendur fé-
lagsmönnum til boða fjölbreytt end-
Uppræta ber alla
svarta atvinnu-
starfsemi
urmenntun þar sem bæði erlendir
og innlendir fyrirlesarar og leiðbein-
endur miðla af þekkingu sinni. Þing
sambandsins eru haldin annað hvert
ár og er þetta fyrsta þingið í sögu
sambandsins.
Þingið tókst í alla staði mjög vel,
enda eru góð aðstaða á Hótelinu í
Stykkishólmi. Þingstörf gengu vel
fyrir sig og voru mörg mál afgreidd
sem skipta miklu máli fyrir félags-
mennina. í ályktun þingsins kemur
m.a. fram að Matvís krefst þess að
stjómvöld vinni af fullri hörku við
að uppræta svarta atvinnustarf-
semi í landinu. Heiðarlega rekin
fyrirtæki eiga litla möguleika í
samkeppni við skattsvikara sem
virðast komast upp með lögbrot ár-
um saman án markvissra aðgerða
af hálfu hins opinbera. Brýnt er að
stórauka skattrannsókn og eftirlit.
Miðstjórn Matvæla- og veitinga-
sambands íslands skipa: Níels S.
Olgeirsson formaður og með hon-
um í stjórn eru Þorsteinn Gunnars-
son, Kolbeinn Gunnarsson, Þor-
steinn Þórhallsson og Heimir
Magni Hannesson.
Fólks-
fækkun
í Gufu-
dalssveit
Reykhólum - Ungu hjónin á Skála-
nesi í Gufudalssveit eru að hætta bú-
skap, en samkvæmt samtali við
fréttaritara er það vegna skólamála,
en skólaselið var lagt niður þar og
skólahúsið selt.
Akstursleiðin er um 60 km eða 120
km báðar leiðir og fínnst þeim hjón-
um leiðin of löng fyrir ung böm að
fara. Sérstaklega þegar veður eru
vond og leiðin yfir Hjallaháls er
stundum erfið.
Gufudalssveit var um alda raðir
velmegandi hreppur, en á síðari tím-
um hefir býlum fækkað þar og eru
aðeins sex býli eftir í byggð.
Eftir því sem býlum fækkar í
sveitinni verður erfiðara fyrir þá
sem eftir eru að sjá um haustleitir,
en Gufudalssveitin er með betri
sauðfjársveitum þessa lands. Hjónin
á Skálanesi eru bæði búfræðingar.
Hannyrðasýning aldraðra
í Barmahlið
Sunnudaginn 10. maí var hann-
yrðasýning aldraðra í Barmahlíð, og
einnig var þar kaffisala. Sr. Bragi
Benediktsson sóknarprestur hélt
ræðu og talaði um starf brautryðj-
endanna sem varð að veruleika með
byggingu dvalarheimilisins. Síðan
vék han að Jóni Thoroddsen skáldi,
en hann var fæddur á Reykhólum.
Að lokum las hann upp þulu eftir
Theodóm Thoroddsen. Dvalarheimili
aldraðra er rekið sem stórt heimili og
eru aldraðir ánægðir með vistina þar.
Bleytt í toppunum
Borgarnesi - Slegið var á létta
strengi í Iþróttamiðstöðinni í
Borgarnesi á sumardaginn
fyrsta. Eftir að séra Þorbjörn
Hlynur Árnason hafði blessað
nýju sundlaugarmannvirkin var
brugðið á Ieik í útisundlauginni
og vatnsrennibrautunum.
Fyrst fóru efstu menn á fram-
boðslistunum þremur í kapp í
vatnsrennibrautunum sem eru
mislangar en í réttum pólitískum
Iitum miðað við framboðin. Þá
var efnt til boðsunds í útilauginni
þar sem frambjóðendur kepptu
saman gegn foreldrum sunddeild-
arbarna, starfsmönnum fþrótta-
miðstöðvarinnar og starfsmönn-
um Loftorku sem var aðalverk-
taki sundlaugarmannvirkjanna.
Á myndinni má sjá frambjóð-
endurna Andrés Konráðsson, Ola
Jón Gunnarsson bæjarstjóra og
Guðmund Guðmarsson, forseta
bæjarstjórnar, bíða þess að röðin
komi að þeim i boðsundinu.
Morgunblaðið/Theodór