Morgunblaðið - 13.05.1998, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Morgunblaðið/RAX
FUNDARMENN á fulltrúafundi Sorpu fylgjast með erindum sænsku sérfræðinganna.
Nýting eldsneytis úr sorpi og skólpi
Allíir forsendur til að
hefia notkun á gasi
Lánasýslan markflokkar ríkisvíxla til að
auka söluhæfni þeirra á eftirmarkaði
Ríkisvíxlaútgáfa
aukin iír 13 í 25
milljarða kr.
TVEIR af fremstu sérfræðingum
Svía á sviði nýtingar metangass
sem endumýjanlegs orkugjafa, ,
héldu fyrirlestur á fulltrúaráðs-
fundi Sorpu sem haldinn var ný-
lega.
I ræðu sinni skýrði Lars Brolin
verkfræðingur hjá VBBAGAK í
Svíþjóð frá notkunarmöguleikum á
metangasi því sem Sorpa hefur
hafið söfnun og brennslu á í Álfs-
nesi en gasinu er dælt upp úr safn-
haug Sorpu á nesinu. Að hans mati
eru allar aðstæður þegar fyrir
hendi til að hefja notkun á gasinu.
Til þess að taka skrefíð til fulls
þarf að byggja hreinsistöð og fínna
leiðir til að flytja gasið þar sem að-
gengi yrði að því fyrir farartæki
sem útbúin yrðu þannig að þau
gætu brennt hvorutveggja, gasi og
bensíni.
Lars Rahm frá Stockholm Vatt-
en sagði að í Svíþjóð væri metan-
gas unnið úr skolpi og sorpi, notað
í auknum mæli, bæði til húshitunar
og orkuframleiðslu og sem elds-
neyti á bfla. í Stokkhólmi er til
dæmis stefnt að því að 200 bflar í
þjónustu borgarinnar gangi þar
fyrir metangasi, sem framleitt er
með þessum hætti, fyrir lok þessa
árs og öll ökutæki í eigu borgarinn-
ar gangi fyrir metangasi árið 2010.
Hann sagði að áfyllingarstöðvar
fyrir gasið væru nú víða og verið
væri að fjölga þeim. „Þetta er hluti
af tilraunaverkefni ESB, ZEUS,
sem Stokkhólmur er í forsvari fyrir
en markmiðið með því er að auka
nýtingu endumýjanlegra orku-
gjafa sem eldsneytis á farartæki,“
sagði Lars.
Gengur á matarleifum
Ögmundur Einarsson fram-
kvæmdastjóri Sorpu sagði að lítil
áhugi væri hjá hérlendum yfirvöld-
um til að taka upp notkun
metangass í tilraunaskyni. „Það
eru allar forsendur til að nýta
metangasið sem við erum að safna.
Um leið og það er komin einhver
eftirspum þá yrði það bara nokk-
urra mánaða vinna að setja upp
hreinsibúnað og flytja gasið á áfyll-
ingarstöð," sagði Ögmundur.
Framleiðsla Sorpu á metangasi
nemur nú um 1300 tonnum á ári en
sem dæmi um magnið má nefna að
heildarinnflutningur á própangasi,
sem metangasið gæti komið í stað-
inn fyrir, nemur um 1500 tonnum á
ári að sögn Ögmundar. Hann segir
að enginn sé tilbúinn til að „borga
meira til að menga minna. Við er-
um þó komnir í viðræður við Is-
lenska jámblendifélagið til dæmis
og svo hefur Álverið í Straumsvík
sýnt gasinu 'áhuga,“ sagði Ög-
mundur.
Hann sagði að Sorpa væri nú að
undirbúa kaup á bíl, sömu gerðar
og notaðir em í Svíþjóð, til að sýna
mönnum hérlendis í verki hvemig
gasið getur nýtst. „Svo munum við
kannskd láta standa á honum: Þessi
bfll ekur á matarleifum," sagði Ög-
mundur að lokum en í Svíþjóð sá
hann gasbfl sem á stóð: „Þessi bfll
gengur fyrir rusli“.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ og
Lánasýsla rfldsins hafa ákveðið að
fækka verulega flokkum ríkisvíxla
sem í umferð em á hverjum tíma
og stækka þá flokka sem eftir
verða. Markmiðið með breytingun-
um er að auka söluhæfni ríkisvíxla
á eftirmarkaði og styrkja þannig
markaðsstöðu þeirra. Jafnframt
verður útgáfa rfldsvíxla aukin í 25
milljarða kr. í áfóngum.
Með þessum aðgerðum er vonast
til að vaxtamyndun á eftirmarkaði
batni, bil milli kaup- og sölugengis
er talið geta minnkað enda verði
hinir nýju markflokkar ríkisvíxla
nægilega stórir til þess að njóta við-
skiptavaktar á Verðbréfaþingi með
sama hætti og markflokkar spari-
skírteina og ríkisbréfa. Seðlabanki
íslands hefur gefið til kynna að
hann muni draga úr formlegri við-
skiptavakt sinni með ríkisvíxlum í
áfongum og í sambandi við þá til-
kynningu hefur Lánasýsla ríkisins
beint þeim tilmælum til aðila á
Verðbréfaþingi Islands að þeir taki
að sér viðskiptavakt á hinum skil-
greindu markflokkum með sama
hætti og eldri markflokkum rflds-
verðbréfa.
Breytingar á útgáfu rfldsvíxla
eru gerðar í beinu framhaldi af
markflokkavæðingu rfldsbréfa og
spariskfrteina sem hófst í febrúar á
síðasta ári og er nú lokið. I frétt frá
Lánasýslunni kemur fram að það sé
samdóma álit að hún hafi gefið góða
raun. Markflokkakerfið tryggi
kaupendum og seljendum rflds-
verðbréfa bestu markaðskjör á
hveijum tíma og sé þannig öllum
viðskiptaaðilum til hagsbóta. Með
þessu fyrirkomulagi verði íslenskur
fjármagnsmarkaður jafnframt virk-
ari og færist nær því sem gerist í
öðrum löndum.
Sex aðalflokkar
Gert er ráð fyrir því að í hinu
nýja markflokkakerfi verði á hverj-
um tíma í umferð sex aðalmark-
flokkar með gjalddaga í miðjum
febrúar, aprfl, júní, ágúst, október
og desember. Flokkamir verði
skipulega byggðir upp með því að
gefa út víxla með þessa gjalddaga
til 12 mánaða, 11,6,5,3 og 214 mán-
aðar. Auk þess verða þeir boðnir í
rfldsbréfaútboðum til 12 og 11 mán-
aða.
Með þessu er stefnt að því að
flokkarnir nái þegar í upphafi nauð-
synlegri lágmarksstærð til að
tryggja lipur eftirmarkaðsviðskipti.
Með skipulegum endurteknum
„áfyllingum" eftir það er ætlunin að
tryggja enn frekar söluhæfni á eft-
irmarkaði. Auk hinna sex aðal-
markflokka verða í umferð á hveij-
um tíma 1-2 aukamarkflokkar með
gjalddaga í miðjum hinum sex mán-
uðunum en þeir verða gefnir út til 3
mánaða og 214 mánaðar vegna
þeirra fjárfesta sem þurfa að eiga
stutta víxla og vegna fjárþarfar rík-
issjóðs í upphafi mánaðar.
Lánasýslan stefnir að því að
auka útgáfu ríkisvíxla í áfóngum úr
um 13 milljörðum kr. í allt að 25
mifljarða kr. þegar markflokka-
kerfið hefur verið byggt upp að
fullu um mitt næsta ár. „Með þeirri
heildarfjárhæð á að fást viðunandi
dýpt í eftirmarkað ríkisvíxla svo að
þeir geti gegnt undirstöðuhlutverki
sínu á peningamarkaði eins og er í
nágrannalöndunum. Jafnframt
verður stefnt að því að þrengja bil
milli hámarks- og lágmarksfjár-
hæðar tekinna tilboða í útboðum
eftir því sem markaðsaðstæður
leyfa og tilgreina um leið óskir rík-
issjóðs um tímalengd seldra víxla,“
segir í fréttatilkynningu frá Lána-
sýslu rfldsins.
Um 400
áskrifend-
ur fyrstu
vikuna
TÆPLEGA 400 einstaklingar
hafa keypt áskrift hjá hinu
nýja farsímafélagi, Tali hf., en
vika er liðin frá því að félagið
hóf starfsemi.
Að sögn Livar Bergþórs-
dóttur, markaðsstjóra, eru
menn ánægðir með þessa byrj-
un. Sem fyrr eru það þjónustu-
línumar: tímatal 60 og frítal,
sem mestra vinsælda njóta
auk þess sem Liv segir ýmsa
sérþjónustu s.s. talhólf, smá-
skilaboð og þann möguleika að
senda skilaboð af tölvu yfir á
GSM síma mælast vel fýrir hjá
fólki.
Samkeppni
á síma-
markaði
RÆTT verður um framtíð
fjarskipta og samkeppni á
símamarkaði á aðalfundi Fé-
lags viðskipta- og hagfræðinga
sem haldinn verður í Þingholti,
Hótel Holti, 14. maí, klukkan
14.
Framsögumenn verða Arn-
þór Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri sölu- og mark-
aðssviðs Tals hf., og Þór Jes
Þórisson, framkvæmdastjóri
markaðs- og sölusviðs Lands-
símans hf.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur íslensk-sænska verslunarráðsins
verður haldinn fimmtudaginn 14. maí 1998 kl. 16:00
í sænska sendiherrabústaðnum að Fjólugötu 9.
|
0
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfúndarstörf
2. Sendiherra Svíþjóðar, Par Kettis,
fiytur erindi um:
„Prospects
for Icelandic Swedish
Trade”
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku
fyrirfram í síma 520 1230
hjá Ingimari ísakssyni.
| |
|
DekaTopp
EPOXY MALNING
Iðnaðarmálning
á gólf og veggi
• Án lífrænna
leysiefna
• Slitsterkt
• Stenst
háþrýstiþvott
• Áralöng reynsl
• Góð viðloðun
jp£jv--.’ :.li b I A nsmaii
x I
| i-ifl
Smiðjuvegur 72, 200 Kópavogur
Sími: 564 1740, Fax: 554 1769
í
I
l
I
l
I
I
í
j
Í
t