Morgunblaðið - 13.05.1998, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.05.1998, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Morgunblaðið/RAX FUNDARMENN á fulltrúafundi Sorpu fylgjast með erindum sænsku sérfræðinganna. Nýting eldsneytis úr sorpi og skólpi Allíir forsendur til að hefia notkun á gasi Lánasýslan markflokkar ríkisvíxla til að auka söluhæfni þeirra á eftirmarkaði Ríkisvíxlaútgáfa aukin iír 13 í 25 milljarða kr. TVEIR af fremstu sérfræðingum Svía á sviði nýtingar metangass sem endumýjanlegs orkugjafa, , héldu fyrirlestur á fulltrúaráðs- fundi Sorpu sem haldinn var ný- lega. I ræðu sinni skýrði Lars Brolin verkfræðingur hjá VBBAGAK í Svíþjóð frá notkunarmöguleikum á metangasi því sem Sorpa hefur hafið söfnun og brennslu á í Álfs- nesi en gasinu er dælt upp úr safn- haug Sorpu á nesinu. Að hans mati eru allar aðstæður þegar fyrir hendi til að hefja notkun á gasinu. Til þess að taka skrefíð til fulls þarf að byggja hreinsistöð og fínna leiðir til að flytja gasið þar sem að- gengi yrði að því fyrir farartæki sem útbúin yrðu þannig að þau gætu brennt hvorutveggja, gasi og bensíni. Lars Rahm frá Stockholm Vatt- en sagði að í Svíþjóð væri metan- gas unnið úr skolpi og sorpi, notað í auknum mæli, bæði til húshitunar og orkuframleiðslu og sem elds- neyti á bfla. í Stokkhólmi er til dæmis stefnt að því að 200 bflar í þjónustu borgarinnar gangi þar fyrir metangasi, sem framleitt er með þessum hætti, fyrir lok þessa árs og öll ökutæki í eigu borgarinn- ar gangi fyrir metangasi árið 2010. Hann sagði að áfyllingarstöðvar fyrir gasið væru nú víða og verið væri að fjölga þeim. „Þetta er hluti af tilraunaverkefni ESB, ZEUS, sem Stokkhólmur er í forsvari fyrir en markmiðið með því er að auka nýtingu endumýjanlegra orku- gjafa sem eldsneytis á farartæki,“ sagði Lars. Gengur á matarleifum Ögmundur Einarsson fram- kvæmdastjóri Sorpu sagði að lítil áhugi væri hjá hérlendum yfirvöld- um til að taka upp notkun metangass í tilraunaskyni. „Það eru allar forsendur til að nýta metangasið sem við erum að safna. Um leið og það er komin einhver eftirspum þá yrði það bara nokk- urra mánaða vinna að setja upp hreinsibúnað og flytja gasið á áfyll- ingarstöð," sagði Ögmundur. Framleiðsla Sorpu á metangasi nemur nú um 1300 tonnum á ári en sem dæmi um magnið má nefna að heildarinnflutningur á própangasi, sem metangasið gæti komið í stað- inn fyrir, nemur um 1500 tonnum á ári að sögn Ögmundar. Hann segir að enginn sé tilbúinn til að „borga meira til að menga minna. Við er- um þó komnir í viðræður við Is- lenska jámblendifélagið til dæmis og svo hefur Álverið í Straumsvík sýnt gasinu 'áhuga,“ sagði Ög- mundur. Hann sagði að Sorpa væri nú að undirbúa kaup á bíl, sömu gerðar og notaðir em í Svíþjóð, til að sýna mönnum hérlendis í verki hvemig gasið getur nýtst. „Svo munum við kannskd láta standa á honum: Þessi bfll ekur á matarleifum," sagði Ög- mundur að lokum en í Svíþjóð sá hann gasbfl sem á stóð: „Þessi bfll gengur fyrir rusli“. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ og Lánasýsla rfldsins hafa ákveðið að fækka verulega flokkum ríkisvíxla sem í umferð em á hverjum tíma og stækka þá flokka sem eftir verða. Markmiðið með breytingun- um er að auka söluhæfni ríkisvíxla á eftirmarkaði og styrkja þannig markaðsstöðu þeirra. Jafnframt verður útgáfa rfldsvíxla aukin í 25 milljarða kr. í áfóngum. Með þessum aðgerðum er vonast til að vaxtamyndun á eftirmarkaði batni, bil milli kaup- og sölugengis er talið geta minnkað enda verði hinir nýju markflokkar ríkisvíxla nægilega stórir til þess að njóta við- skiptavaktar á Verðbréfaþingi með sama hætti og markflokkar spari- skírteina og ríkisbréfa. Seðlabanki íslands hefur gefið til kynna að hann muni draga úr formlegri við- skiptavakt sinni með ríkisvíxlum í áfongum og í sambandi við þá til- kynningu hefur Lánasýsla ríkisins beint þeim tilmælum til aðila á Verðbréfaþingi Islands að þeir taki að sér viðskiptavakt á hinum skil- greindu markflokkum með sama hætti og eldri markflokkum rflds- verðbréfa. Breytingar á útgáfu rfldsvíxla eru gerðar í beinu framhaldi af markflokkavæðingu rfldsbréfa og spariskfrteina sem hófst í febrúar á síðasta ári og er nú lokið. I frétt frá Lánasýslunni kemur fram að það sé samdóma álit að hún hafi gefið góða raun. Markflokkakerfið tryggi kaupendum og seljendum rflds- verðbréfa bestu markaðskjör á hveijum tíma og sé þannig öllum viðskiptaaðilum til hagsbóta. Með þessu fyrirkomulagi verði íslenskur fjármagnsmarkaður jafnframt virk- ari og færist nær því sem gerist í öðrum löndum. Sex aðalflokkar Gert er ráð fyrir því að í hinu nýja markflokkakerfi verði á hverj- um tíma í umferð sex aðalmark- flokkar með gjalddaga í miðjum febrúar, aprfl, júní, ágúst, október og desember. Flokkamir verði skipulega byggðir upp með því að gefa út víxla með þessa gjalddaga til 12 mánaða, 11,6,5,3 og 214 mán- aðar. Auk þess verða þeir boðnir í rfldsbréfaútboðum til 12 og 11 mán- aða. Með þessu er stefnt að því að flokkarnir nái þegar í upphafi nauð- synlegri lágmarksstærð til að tryggja lipur eftirmarkaðsviðskipti. Með skipulegum endurteknum „áfyllingum" eftir það er ætlunin að tryggja enn frekar söluhæfni á eft- irmarkaði. Auk hinna sex aðal- markflokka verða í umferð á hveij- um tíma 1-2 aukamarkflokkar með gjalddaga í miðjum hinum sex mán- uðunum en þeir verða gefnir út til 3 mánaða og 214 mánaðar vegna þeirra fjárfesta sem þurfa að eiga stutta víxla og vegna fjárþarfar rík- issjóðs í upphafi mánaðar. Lánasýslan stefnir að því að auka útgáfu ríkisvíxla í áfóngum úr um 13 milljörðum kr. í allt að 25 mifljarða kr. þegar markflokka- kerfið hefur verið byggt upp að fullu um mitt næsta ár. „Með þeirri heildarfjárhæð á að fást viðunandi dýpt í eftirmarkað ríkisvíxla svo að þeir geti gegnt undirstöðuhlutverki sínu á peningamarkaði eins og er í nágrannalöndunum. Jafnframt verður stefnt að því að þrengja bil milli hámarks- og lágmarksfjár- hæðar tekinna tilboða í útboðum eftir því sem markaðsaðstæður leyfa og tilgreina um leið óskir rík- issjóðs um tímalengd seldra víxla,“ segir í fréttatilkynningu frá Lána- sýslu rfldsins. Um 400 áskrifend- ur fyrstu vikuna TÆPLEGA 400 einstaklingar hafa keypt áskrift hjá hinu nýja farsímafélagi, Tali hf., en vika er liðin frá því að félagið hóf starfsemi. Að sögn Livar Bergþórs- dóttur, markaðsstjóra, eru menn ánægðir með þessa byrj- un. Sem fyrr eru það þjónustu- línumar: tímatal 60 og frítal, sem mestra vinsælda njóta auk þess sem Liv segir ýmsa sérþjónustu s.s. talhólf, smá- skilaboð og þann möguleika að senda skilaboð af tölvu yfir á GSM síma mælast vel fýrir hjá fólki. Samkeppni á síma- markaði RÆTT verður um framtíð fjarskipta og samkeppni á símamarkaði á aðalfundi Fé- lags viðskipta- og hagfræðinga sem haldinn verður í Þingholti, Hótel Holti, 14. maí, klukkan 14. Framsögumenn verða Arn- þór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs Tals hf., og Þór Jes Þórisson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Lands- símans hf. AÐALFUNDUR Aðalfundur íslensk-sænska verslunarráðsins verður haldinn fimmtudaginn 14. maí 1998 kl. 16:00 í sænska sendiherrabústaðnum að Fjólugötu 9. | 0 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfúndarstörf 2. Sendiherra Svíþjóðar, Par Kettis, fiytur erindi um: „Prospects for Icelandic Swedish Trade” Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrirfram í síma 520 1230 hjá Ingimari ísakssyni. | | | DekaTopp EPOXY MALNING Iðnaðarmálning á gólf og veggi • Án lífrænna leysiefna • Slitsterkt • Stenst háþrýstiþvott • Áralöng reynsl • Góð viðloðun jp£jv--.’ :.li b I A nsmaii x I | i-ifl Smiðjuvegur 72, 200 Kópavogur Sími: 564 1740, Fax: 554 1769 í I l I l I I í j Í t
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.