Morgunblaðið - 13.05.1998, Síða 23

Morgunblaðið - 13.05.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 23 Hætta á vígbúnað- arkapphlaupi í Asíu LISTIR Morgunblaðið/Sig. Fannar LISTAMENNIRNIR ungu við verk sín. Unglist á Selfossi Selfoss. Morgunblaðið. ÞEGAR landskjálftunum af völd- um kjamorkusprenginga Indverja lauk á mánudag hófust pólitískir eft- irskjálftar út um allan heim sem ekki sér fyrir endann á. Stjómarerind- rekar og sérfræðingar í málefnum Asíu óttast að kjamorkutilraunirnar valdi vígbúnaðarkapphlaupi milli Indverja, Pakistana og Kinverja. Indland og Pakistan hafa þrisvar sinnum háð stríð sín á milli frá því löndin fengu sjálfstæði frá Bretlandi fyrir rúmri hálfri öld og Indverjar og Kinverjar áttu í skammvinnu landamærastríði árið 1962. Gohar Ayub Kahn, utanríkisráð- herra Pakistans, sagði að Pakistan- ar hefðu verið dregnir í nýtt víg- búnaðarkapphlaup og gaf til kynna að þeir væru tilbúnir að fara að dæmi Indverja og sprengja kjarnorkusprengjur í tö- raunaskyni. Meðal stjórnmálamanna í Pakistan er nær algjör sam- staða um að Pakistanar þurfi að hefja kjamorkutil- raunir sem fyrst. Benazir Bhutto, fyrrverandi forsæt- isráðherra, lagði til að þær hæfust innan mánaðar. Indverjar neituðu að und- irrita alþjóðlegan samning um bann við útbreiðslu kjarnavopna árið 1994 og höfnuðu samningi um bann við kjarnorkusprengingum í tilraunaskyni á liðnu ári. Indveijar líta svo á að samningarnir mismuni ríkj- um, séu kjarnorkuveldunum í hag en komi í veg fyrir að önnur ríki geti eignast kjarnavopn. Hingað til hafa Pakistanar sagt að þeir geti framleitt kjarnavopn en hafi ákveðið að gera það ekki og vilji ekki undirrita samningana nema Indverjar geri það einnig. Óttast hernaðarmátt Kína Kínverjar rufu þögn sína um kjamorkutilraunir Indverja í gær með því að lýsa því yfir að þær stefndu „friði og stöðugleika í Suð- ur-Asíu í hættu“. Stjómarerindrek- ar í Peking sögðu að því væri enn ósvarað hvort Kínverjar hygðust fara að dæmi Indveija og hefja kjamorkutilraunir að nýju. Kína er eitt af fimm yfirlýstum kjarnorkuveldum heims, ásamt Bandaríkjunum, Rússlandi, Bret- landi og Frakklandi, og varð síðast þeirra til að hætta kjamorkutilraun- um. Kínverjar sprengdu kjamorku- sprengju í tilraunaskyni 29. júlí 1996 og lýstu því þá yfir að þetta væri síð- asta kjamorkutilraun þeirra. Þeir undirrituðu síðan samninginn um bann við kjamorkusprengingum í tilraunaskyni í september sama ár. Stjórnarerindrekar í Peking sögðu að þótt enn væri óljóst hvort Kínveijar myndu hefja kjamorkutil- raunir að nýju léki enginn vafi á því að samskipti þeirra við Indverja myndu versna. Blikur hafa verið á lofti í sam- skiptum ríkjanna að undaníomu og í vikunni sem leið gagnrýndi kín- verska stjómin vamarmálaráðherra Indiands, George Femandes, sem sagði að Indveijar hefðu of lengi einbh'nt á hættuna sem þeim stafaði af Pakistönum og hunsað hernaðar- mátt Kínveija, sem hann sagði stefna öryggi Indlands í jafnmikla hættu. Nokkrir fréttaskýrendur töldu þá að varnarmálaráðherrann væri einn um þessa skoðun í indversku stjóm- inni en kjamorkusprengingamar á mánudag benda til þess að Femand- es hafi talað fyrir munn fleiri ráð- herra og að áhyggjur Kínverja af nágrannaríkinu séu ekki ástæðu- lausar. „Samskipti Kína og Indlands eru Óttast er að kjarn- orkutilraunir Ind- verja leiði til víg- búnaðarkapphlaups milli Kína, Pakist- ans og Indlands og mikillar spennu í þessum heimshluta. ekki eins góð og margir hafa talið og þau eiga eftir að versna,“ sagði einn stjórnarerindrekanna. „Kín- verjar em mjög tortryggnir í garð Indverja." Fernades sagði einnig að Kín- verjar hefðu reist hátækninjósna- stöð á Coco-eyjum í Búrma, en því neituðu þarlend stjórnvöld. Hann hélt því einnig fram að Kunverjar væra að stækka flugvelli í Tíbet fyrir hljóðfráar herþotur sem gætu gert árásir á Indland. Indverjar hafa einnig granað Kínverja um að hafa stutt her Pakistans á laun. Femdandes sak- aði Kínverja um að hafa aðstoðað Pakistana við smíði eldflauga eftir að Pakistanar lýstu því yfir að þeir hefðu lokið tilraunum á langdræg- ustu eldflaugum sínum, sem hægt væri að nota til árása á Indland. Kínverjar sögðu ekkert hæft í þeirri ásökun. Stefna Bandaríkjastjórnar endurskoðuð Bandarískir embættismenn og fréttaskýrendur sögðu að Banda- ríkjastjóm þyrfti nú að endurskoða nánast alla þætti stefnu sinnar í málefnum Indlands og Pakistans vegna kjarnorkutilraunanna á mánudag og hættunnar á vígbún- aðarkapphlaupi. Þeir sögðu að Bandaríkjastjórn gæti ekki lengur litið framhjá því að Indverjar gætu framleitt kjarnavopn og þyrfti að leggja áherslu á að koma í veg fyrir að Pakistanar hæfu kjarnorkutilraun- ir. Embættismennirnir era þó ekki bjartsýnir á að Bandaríkjamönnum takist það. „Pakistanar vildu ekki verða fyrstir til að hefja kjarnorku- tilraunir... núna neyðast þeir til þess vegna almenningsálitsins," sagði einn þeirra. Bandaríkjastjórn hefur reynt að fá Indverja til að framleiða ekki kjarnavopn með því að auka efna- hagslega og pólitíska samvinnu ríkjanna en ljóst er að þær tilraun- ir hafa mistekist. Samkvæmt bandarískum lögum á stjórnin einskis annars úrkosti en að grípa til refsiaðgerða sem gætu skaðað tengsl Bandaríkjanna og Indlands í mörg ár. Undirbúningurinn hófst á valda- tíma fyrri stjórnar Indverjar sprengdu kjarnorku- sprengjurnar tæpum tveim mán- uðum eftir að flokkur þjóðernis- sinnaðra hindúa, Bharatiya Janata, komst til valda á Indlandi. Nýju valdhafarnir hafa tekið upp herskárri stefnu í utanríkismálum en fyrri stjórnir og lýstu því strax yfir eftir valdatökuna að hún áskildi sér rétt til að framleiða kjarnavopn. Inder Kumar Gujral, sem var forsætisráðherra Indlands í ellefu mánuði þar til Bharatiya Janata tók við völdunum, sagði að undir- búningur kjamorkutilraun- anna hefði hafist fyrir stjórnarskiptin, enda væri ekki hægt að undirbúa slík- ar sprengingar á tveim mánuðum. Gujral sagði að stjórn sín hefði viljað bíða með kjarn- orkutilraunirnar til að ganga úr skugga um hvort hægt væri að komast hjá þeim. Hann kvaðst hafa rætt málið við leiðtoga er- lendra ríkja, sem heimsóttu Indverja, m.a. Jacques Chirac Frakklandsforseta, sem var á Indlandi í janúar. Gujral kvaðst hafa reynt að fá kjarnorkuveldin til að fallast á að afsala sér kjarnavopnum en svör leið- toga þeirra, m.a. Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta, hefðu alltaf verið „loðin og ósannfærandi". Afleiðing af stefnu kjarnorkuveldanna? Þótt kjarnorkutilraunir Indverja hafi víðast hvar verið fordæmdar líta þeir svo á að þær séu af hinu góða fyrir ríki í þriðja heiminum, sem hafa barist gegn einokun kjarnorkuveldanna fimm á kjarna- vopnum. Vestrænar hreyfingar, sem hafa beitt sér fyrir kjarnorku- afvopnun í heiminum, segja að kjarnorkuveldin beri að hluta ábyrgð á kjarnorkutilraunum Ind- verja. „Þetta er bein afleiðing af því að kjarnorkuveldin hafa ekki viljað halda afvopnuninni áfram,“ sagði Dan Plesch, framkvæmdastjóri bresk-bandarísku afvopnunar- hreyfíngarinnar SIC. „Hversu lengi getum við ríghaldið í kjarna- vopnin okkar og reynt á sama tíma að hindra að aðrir geti eignast þau? Annaðhvort segjum við að fæling- arstefnan sé góð fyrir alla eða sam- þykkjum raunhæfa áætlun um bann við kjamavopnum." Kjarnorkuveldin fimm hafa lofað að beita sér fyrir kjamorkuafvopn- un, bæði í samningnum um bann við kjarnorkutilraunum og samningn- um um bann við útbreiðslu kjama- vopna. Menn greinir þó á um hvort kjamorkuveldin hafi staðið við þau loforð. Terence Taylor ofursti, hjá Al- þjóðaherfræðistofnuninni (IISS) í London, segir að það geti reynst hættulegt að hraða kjamorkuaf- vopnuninni vegna óstöðugleika í heiminum eftir lok kalda stríðsins og tæknilegra örðugleika við að eyða geislavirkum efnum í kjama- vopn. „Bandaríkin, Rússland, Bret- land og Frakkland hafa tekið mjög stór skref í afvopnun, eftir samning- inn um eyðingu meðaldrægra kjam- orkueldflauga á síðasta áratug og af- vopnunarsamninga Bandaríkjanna og Rússlands,“ sagði Taylor. „Ef af- vopnuninni verður hraðað myndi það skapa mikla hættu, einkum í sovétlýðveldunum fyrrverandi.“ ÞESSA dagana stendur yfir ljóða- og myndlistarsýning í Kaffi krús á Selfossi. Það eru krakkar í 9. bekk Sandvíkur- skóla sem eiga verk á sýning- unni. Myndirnar eru unnar með bleki og tússpennum. Ljóðin eru flest í stutt og iátlaus, en sam- tenging ljóða og mynda er skýr FORSVARSMENN Sinfóníuhljóm- sveitar Islands og Listahátíðar vísa á bug gagnrýni Tónskáldafélags Is- lands fyrir sinnuleysi í garð íslenskr- ar samtímatónlistar eins og sett var fram í ályktunum aðalfundar félags- ins sem stofnununum vora sendar og fram kom í viðtali við Kjartan Ólafs- son, nýjan formann Tónskáldafélags- ins. Runólfur Bii’gir Leifsson fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands segir mjög eðlilegt að íslensk tónskáld reyni að knýja á um að spil- að sé sem mest af þeirra tónlist. Hann er hins vegar þeirrar skoðunar að Sinfóníuhljómsveitin sinni ís- lenskum tónskáldum talsvert vel. „Það er alltaf spuming hvenær má gera meira og hvenær er komið nóg.“ Varðandi tilmæli aðalfundarinns um að hljómsveitin nýti sér ákvæði í lögum sínum til að ráða tónskáld að hljómsveitinni segir Runólfur Birgir að eftir því hafi verið leitað hjá menntamálaráðuneytinu síðustu ár en fjárveiting til þess hafi ekki feng- ist. „Við höfum haft töluvert af ís- lenskri tónlist til skoðunar hjá verk- efnisvalsnefnd hljómsveitarinnar þar sem tónskáld eiga sinn fulltrúa. Sumt af henni á erindi á efnisskrá hljómsveitarinnar og annað ekki,“ segir Runólfur Birgir. „Á síðustu tónleikum hljómsveitarinnar fram- fluttum við fiðlukonsert eftir Pál Pampichler Pálsson og á þremur áskriftartónleikum fyrr í vetur flutt- um við verk eftir Hafliða Hallgríms- son, m.a. frumflutning, og þá frum- fluttum við einnig Sinfóníu eftir Leif Þórarinsson. Næsta vetur verðum við með þrjú íslensk tónverk á efnis- skránni, m.a. frumflutning á Sinfóníu eftir Atla Heimi Sveinsson á áskrift- artónleikum. Ég skil því ekki þá gagnrýni að bæta þurfi hlut ís- lenskra tónlistar á áskriftartónleik- um sveitarinnar." „RÚV ver tugum milljóna í þennan málaflokk" Vegna ályktunar Tónskáldafélags- ins sem send var Markúsi Erni Ant- onssyni útvarpsstjóra vill hann vekja athygli á því að Ríkisútvarpið ver því að ljóðin eru flest unnin út frá hækuformi, sem er fornt jap- anskt ljóðform. Alls eru 16 Ijóð og 16 myndir á sýningunni eftir krakkana, sem eru á aldrinum 14-15 ára. Kenn- arar krakkanna eru þær Þórunn Jóna Hauksdóttir, móðurmáls- kennari, og Dóra Kristín Hall- dórsdóttir, myndlistarkennari. tugum milljóna til flutnings og varð- veislu íslenskrar samtímatónlistar. „Það er ekki hægt að segja að við sé- um að bregðast skyldu okkar,“ segir Markús Örn. „Tónlistardeild Ríkisútvarpsins vinnur að hljóðritunum íslenskra tónverka. Við greiðum jafnframt styrki til Sinfóníuhljómsveitarinnar í gegnum Menningarsjóð Utvarps- stöðvanna, hljóðritum tónleika henn- ar og flytjum í útvarpi. Um árabil höfum við átt í samstarfi við íslensku Tónverkamiðstöðina um útgáfu á verkum íslenskra tónskálda og unnið með ungum íslenskum tónskáldum að upptökum verka þeirra. Þá er lögð áhersla á að koma íslenskum tónverkum á framfæri erlendis í samvinnu við samtök evrópskra út- varpsstöðva sem og norrænna og við sendum fulltrúa á árlegt Tónskálda- þing í París. „Vísað er til þess í ályktuninni að málum hafi verið ólíkt háttað áður en ekki má gleyma því að aðstæður hafa gjörbreyst. Það er mikil gróska í ís- lensku tónlistarlífi um þessar mund- ir og fjöldi íslenskra tónskálda mun meiri en áður. Þar af leiðandi er ekki jafn auðvelt að gera þessum málum skil. Við leggjum þó áherslu á að koma íslenskri samtímatónlist á framfæri við hlustendur okkar, m.a. með breyttum og bættum dagskrár- tímum,“ segir Markús Örn. „Fjár- magn okkar er takmarkað og senni- lega tekst okkur seint eða aldrei að uppfylla óskir allra.“ Stolt af því að gera vel við islensk tónskáld Þórunn Sigurðardóttir fram- kvæmdastjóri Listahátíðar í Reykja- vík segist afar stolt af því að þrjú ís- lensk tónverk verði frumflutt á kom- andi Listahátíð. Það sé augljóslega mat hverju sinni hvernig listflutningi á hátíðinni sé háttað. „Við teljum okkur gera íslenskri samtímatónlist mjög hátt undir höfði þar sem að nýtt tónverk eftir Hauk Tómasson verður frumflutt á hátíðartónleikum til heiðurs Margréti Þórhildi Dana- drottningu í Þjóðleikhúsinu og verða tónleikamir sendir beint út í Ríkis- sjónvarpinu og í útvarpi í Dan- mörku,“ segir Þórann. Reuters GOHAR Ayub Kahn, utanríkisráðherra Pakistans, ræðir við Nawaz Sharif, forsætisráðherra lands- ins. Ayub sagði að kjamorkutilraunir Indverja væru upphafið að vígvæðingarkapphlaupi í' Asíu. Alyktanir Tónskáldafélagsins „Alltaf spurn- ing hvenær má gera meira“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.