Morgunblaðið - 13.05.1998, Side 25

Morgunblaðið - 13.05.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 25 LISTIR Morgunblaðið/Þórarinn Stefánsson VIÐ afhjúpun minnisvarða um Konrad Maurer á leiði hans í MUnchen; Árni Björnsson, Björn Bjarnason, Kurt Schier, Rut Ingólfsdóttir, Val- gerður Valsdóttir, Ingimundur Sigfússon og Jóhann Ólafsson. Konrad Maurer reistur minnisvarði Hannover. Morgfunblaðið. Afmælissýning Sverris Ólafssonar í Straumi Loksins orðinn frj áls maður Morgunblaðið/Kristinn SVERRIR Ólafsson, húsbóndi í Straumi. A FOGRUM sólríkum vordegi í Suðurkirkjugarðinum í norðurhluta Miinchen var Konrad Maurer ný- lega reistur minnisvarði. Maurer ferðaðist um Island á 19. öld og skráði í ferðasögu sinni nákvæmar lýsingar á land- og lifnaðarháttum íslensku þjóðarinnar. Ferðafélag ís- lands gaf íslandsferð Maurers ný- lega út og reisti honum minnisvarð- ann í nafni íslensku þjóðarinnar allrar. Minnisvarðinn stendur á leiði Maurers undir tveimur stæðilegum birkitrjám og sker sig úr umhverf- inu sem séríslenskur í nábýli við veðraða mosavaxna krossa liðinna alda. Minnisvarðinn samanstendur af þremur stuðlabergssúlum frá Hrepphólum í Árnessýslu og hefur bergið fengið að halda náttúrulegri mynd sinni. Fremri súlurnar eru lægri og standa skáhallt móti hvor annarri eins og opin bók. Þar er rit- að í svartri skrift á þýsku og ís- lensku: Brautryðjandi á sviði norrænna fornfræða. Frumkvöðull í frelsisbaráttu Islendinga. Velgjörðamaður íslands. Að baki þeirra stendur þriðja súl- an eins og persónugerving fræði- mannsins. Á hana eru rituð nöfn þeiiTa hjóna Konrads Maurers og Valerie Maurers ásamt ártölum. Fyrir tæpu ári kom upp sú hug- mynd - eftir að ferðasaga Maurers var gefín út af Ferðafélagi Islands - að heiðra minningu Konrads Maurers. Kurt Schier og kona hans hófu þá leit að leiði hans sem hafði verið tínt í kirkjugarðinum í tugi ára. „Eftir langa leit fundum við mosavaxna plötu þar sem konan mín gat aðeins greint einn bókstaf, K,“ sagði Schier í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins. „Við fengum leyfi fyrir því að hreinsa plötuna og þá kom í ljós að þetta var rétta leið- ið. Þessi kirkjugarður er friðaður en þar sem platan er ekki sú uppruna- lega fékkst leyfí til að setja nýjan stein á leiðið." Þess má geta að frá öðrum áratug þessarar aldar hafa engar jarðarfarir farið fram í garð- inum, en þar hvíla margir af mæt- ustu borgurum Múnchen. Fjöldi manna var viðstaddur há- tíðlega afhjúpun minnisvarðans, þar á meðal margir afkomenda Maurers og hittu margir ættingja sína þar í fyrsta sinn. Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra var meðal þeirra sem ávörpuðu gesti, en Jó- hann J. Ólafsson og Árni Björnsson voru yiðstaddir fyi-ir hönd Ferðafé- lags íslands. Að athöfn lokinni buðu sendiherrahjónin í Bonn, Ingimund- ur Sigfússon og Valgerður Valsdótt- ir, gestum til hádegisverðar þar sem boðið var upp á vel þegnar ís- lenskar kræsingar. Á TÍMAMÓTUM er til siðs að líta yflr farinn veg. Vega og meta líf sitt og störf, afrek, afglöp og allt þar á milli. Þetta hefur Sverrir Ólafsson myndhöggvari verið að gera síðasta kastið og í kvöld kl. 19 opnar hann sýningu á nokkruin verka sinna frá síðast- liðnum þrjátíu árum í Listamið- stöðinni í Straumi, Hafnarfirði. Tilefnið er 50 ára afmæli Sverris í dag. „Upphaflega átti þessi sýning að vera brot úr mínu lífi, sýnis- horn úr störfum og áhugamál- um,“ segir Sverrir, þar sem þeir blaðamaður standa í miðri vinnu- stofu hans í Straumi, innan um mótorhjól af margvíslegum toga, vélknúna „fisflugu“ og svo auð- vitað myndverk. „Mig langaði til dæmis að sýna mótorhjól, jeppa, skotvopn og annað slíkt en þegar ég gerði mér grein fyrir umfang- inu fannst mér rétt að halda mig við myndverkin!" Því næst fór Sverrir að týna saman „dót“, sem hann hafði jafnvel ekki séð í fimmtán til tuttugu ár, og var búinn að stein- gleyma að hann ætti. Tekur lista- maðurinn eitt þessara verka, sem er við hendina, sem dæmi. „Sjáðu þetta,“ segir hann við blaðamann sem virðir verkið fyrir sér. Grunnurinn er úr tré en upp úr því rís mergð teina. „Hvað er þetta?“ spyr blaðamaður. „Hef ekki hugmynd um það,“ segir Sverrir og skellir upp úr. „Maður kom ekki alveg heill út úr hippa- árunum!" Rekur þá blaðamaður augun í annað verk. Silfurhúðaðan knatt- spyrnumann í búri. „Þetta er Týndi hlekkurinn," segir Sverrir án þess að blikna. „Boltamenn eru nefnilega hlekkurinn á milli manns og apa!“ „En hvers vegna er hann í búri?“ spyr þá blaðamaður, sem forðum daga geystist um grundir með tuðru á tánum. „Það segir sig sjálft. Apar eiga að vera í búrum!“ Oður til náttúrunnar Liggur þá leiðin inn í sýning- arsalinn, þar sem við blasa stærri verk. Sum eru erótísk, önnur ekki. Öll eru þau þó, með einum eða öðrum hætti, óður til náttúr- unnar. „Ég legg enga sérstaka áherslu á ný verk á þessari sýn- ingu, enda eru þau flest í Mexíkó, þar sem ég hef unnið mikið í seinni tíð. Þetta er meira svona til gamans gert, fyrir vini og kunningja - og svo auðvitað sjálf- an mig.“ Síðast sýndi Sverrir á íslandi fyrir fimm árum, í Galleríi Borg, en hin síðari ár hefur hann látið æ meir til sín taka á erlendum vettvangi, í Þýskalandi, Mexíkó, Brasilíu, á Italíu og Bretlandi, svo einhver lönd séu nefnd. „Mér hefur gengið vel erlendis, þannig að ég er hættur að standa í brauðmolaröðinni hér lieirna." Hálfur annar áratugur er frá því Sverrir hleypti heimdragan- um. Mest hefur hann unnið í Mexíkó en einnig í Bandaríkjun- um og á Kúbu. „Mín myndlist hefur breyst mikið frá því ég fór að fara utan enda er ekki hægt að vera á þessum slóðum án þess að verða fyrir áhrifum - slík er uppsprettan.“ En einu gildir hvort Sverrir er á íslandi eða í Ameríku. Lífsvið- horfið er alltaf hið sama. „Ég hef aldrei leyft tilverunni að komast upp með neina grámyglu og fer örugglega ekki að gera það úr þessu. Þá hef ég gætt þess að taka hvorki sjálfan mig né samfé- Iagið hátíðlega. Það eina sem ég tek liátíðlega er listin - en það er önnur saga!“ Sverrir hefur löngum haft gaman af að „stríða sijórnmála- mönnum", eins og hann orðar það, en hefur að mestu látið af þeirri iðju, þar sem þeir hafa orðið svo „slæm áhrif ‘ á hann. „Það er helst Sverrir vinur minn Hermannsson sem hefur góð áhrif á mig en það er bara af því hann er svo góður laxveiðimað- ur.“ Eigi að síður hefur Sverrir boðið fulltrúum allra fiokka á opnun sýningarinnar í kvöld - „til að gera engan vitlausan". „Mað- ur er loksins orðinn ftjáls mað- ur!“ En tilefni sýningarinnar er ekki bara fimmtugsafmæli Sverr- is, heldur einnig tíu ára afmæli Listamiðstöðvarinnar í Straumi, sem hann byggði upp og skipu- lagði. Annast Hafnarfjarðarbær nú reksturinn en Sverrir veitir miðstöðinni forstöðu. „Þetta hefur verið frábær tími. Hér er alltaf einhver að,“ segir Sverrir en á áttunda hundrað manns frá 28 lönduin hafa dvalist í lengri eða skemmri tíma í þess- ari fjölþjóðlegu fjöllistamiðstöð. Aðstaða er fyrir fimm listamenn í einu. Segir Sverrir starfsemina í Straumi hafa vakið athygli víða um lönd enda séu miðstöðvar af þessu tagi fremur sjaldgæf fyrir- bæri. „Á dögunum fékk ég til að mynda bréf frá menntamálaráðu- neytinu í Tævan, þar sem beðið er um „uppskriftina" að Straumi. Hróðurinn hefur bersýnilega borist víða.“ Frá og með morgundeginum verður sýning Sverris opin dag- lega frá kl. 14 til 17. Henni lýkur 17. maí. 4 mh -'w,a HauHur TómaSson m íi ^ m 0 : u £ H tf i * # * Caput og Danski útvarpskórinn Hátfðartónieikar til heiðurs Margréti II Danadrottningu 'J^hkPS Sigrún Eðvaldsdóttir Caput Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson Einteikari: Sigrún Eðvaldsdóttir, fióluteikari , Efnisskrá: Bent Sörensen: Minneiieder-Zweites Minnewater. Haukur Tómasson: Kolísert fyrir fiðlu.og kammersveit. Frumflutningur » Danski útvarpskórinn Stjórnandi: Stefan Parkman ’ 1 REYKJAVIK Efnisskrá: Jergen Jersild: Tveir rómantískir kórsöngvar. . „ -j0 jyjy^j 'J JJJJ^JJ •» Per.JJóTgárd: Þrjór lofgjörðajtónmyndanir. Hefðbundnir norrænjr kóráöngvar. Þjóðleikhúsinu Su. 17. 5. kl. 20. Örfá sætflaus. Síðir kjólar og dökk föt. Miðasala re Bankastræti 2. sími ss28^88

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.