Morgunblaðið - 13.05.1998, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR Í3. MAÍ 1998
LISTIR
MORGUN BLADIÐ
Burtfarar-
tónleikar
Snorra Sig-
urðarsonar
Snorri
Sigrurðarson
BURTFARARTONLEIKAR
Snorra Sigurðarsonar tromp-
etleikara verða haldnir í sal
Tónlistar-
skóla FÍH í
Rauðagerði
27, fímmtu-
daginn 14.
maí kl. 20.
Snorri stund-
aði nám í
trompetleik í
Tónmennta-
skóla Reykja-
víkur frá 8 ára
aldri. Hann hóf svo nám í djas-
strompetleik árið 1991 í FÍH
undir handleiðslu Eiríks Arnar
Pálssonar og Sigurðar Flosa-
sonar.
Meðleikarar Snorra á tón-
leikunum verða Jóel Pálsson
saxófónn, Karl Olgeirsson pí-
anó, Róbert Þórhallsson bassa
og Jóhann Hjörleifsson
trommur.
Á efnisskránni verða lög eft-
ir Woody Shawm Keith
Jarrett, Kenny Wheeler, Don
Grolnick, Wayne Shorter, Du-
ke Ellington og Snorra sjálfan.
Aðgangur er ókeypis.
Sönglög í
Digranes-
kirkju
TÓNLEIKAR verða haldnir í
Digraneskirkju fimmudaginn
14. maí nk. kl. 20.30. Þar koma
fram Þóra Einarsdóttir,
sópransöngkona, og Helga
Bryndís Magnúsdóttir, píanó-
leikari.
Á efnisskránni eru sönglög
eftir Robert Schumann, Franc-
is Poulenc og Jón Ásgeirsson.
I kynningu segir: „Þóra hef-
ur starfað á Islandi í vetur og
sló í gegn í hlutverki Despínu í
uppfærslu íslensku Óperunnar
á Cosi fan tutte og nú síðast í
hlutverki barnfóstrunnar Mar-
íu í Söngvaseiði hjá Leikfélagi
Akureyrar. Einnig hefur hún
komið fram á fjölmörgum tón-
leikum, þar á meðal með Sin-
fóníuhljómsveit íslands.
Helga Bryndís er búsett og
starfar á Akureyri og notuðu
þær stöllur tímann á milli æf-
inga á Söngvaseiði til að vinna
saman að tónleikum sem þær
héldu á Húsavík, Dalvík og á
Akureyri."
Verð aðgöngumiða á tónleik-
ana er 1.000 kr. Miðar verða
seldir við innganginn.
Robert Devri-
endt sýnir
í galleríi
Gangi
LISTAMAÐURINN Robert
Devriendt sýnir olíumálverk
sín í galleríi Gangi á Listahá-
tíð. Hann segir að verk sín
„séu um náttúruna, skynin á
henni og um málverkið sjálft.
Eins konar aðferð til að geta
talað við áhorfandann. Mál-
verkið er skýrsla mín og yfír-
lýsing og breytist dag frá
degi.“
Sýningin stendur út júní-
mánuð og er opnuð milli kl. 17
og 19 hinn 15. maí.
Hann sýnir röð smárra mál-
verka af dauðum fuglum, físk-
um og trjám. Sýningin kemur
beint frá listasafninu í Genf,
Belgíu.
Bensínstöðin sett
upp á Seyðisfirði
Seyðisfjörður. Morgunblaðið.
LEIKFÉLAG Seyðisíjarðar sýnir
nú leikritið Bensínstöðina eftir
Gildas Bourdet. Leikritið er gam-
ansamt drama og gerist á bensín-
stöð sem er við enda flugvallar.
Aðallendingarbrautin hefur ver-
ið lengd þannig að aðalveginum
að stöðinni hefur verið lokað og
umferð um hana því orðin lítil.
Konan sem á bensínstöðina á
þrjár frekar Iéttlyndar dætur.
Eiginmaður konunnar hvarf fyr-
ir 18 árum en birtist nú að nýju.
Hann á skammt eftir ólifað og
gerir nú tilkall til stöðu sinnar
innan fjölskyklunnar. Höfundur
Bensínstöðvarinnar skrifaði leik-
ritið árið 1985 fyrir franskan
leikhóp.
Hann sýndi það svo víða við svo
miklar vinsældir að opinberir að-
ilar ákváðu að veita hópnum Qár-
hagslegan stuðning til þess að
stofna leikhús, sem nú er Sala-
möndruleikhúsið í Lyon.
Guðjón Sigvaldason leikstýrir
verkinu og er Bensínstöðin ann-
að leikrtiið sem sýnt er á þessu
leikári. Að sýningunni koma um
25 manns, þar af eru tíu leikarar.
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
ATRIÐI úr bensínstöðinni eftir Gildas Bourdet sem Leikfélag
Seyðisíjarðar sýnir um þessar mundir.
í
I
l
í
L
Sumar
sögur til
Þýskaiands
VAKA-Helgafell hefur gengið frá
samningi við Suhrkamp Verlag í
Þýskalandi um útgáfu á smásagna-
safninu Sumar sögur eftir Elínu
Ebbu Gunnarsdótt-
ur.
Suhrkamp Ver-
lag sem er eitt
stærsta forlag
Þýskalands hefur
tiyggt sér útgáfu-
rétt á bókinni á
þýska málsvæðinu, ®lln Ebba
a almennum mark- dóttir
aði, í bókaklúbbum,
kiljuformi og tO að semja um birt-
ingu á einstökum sögum í blöðum,
tímaritum og útvarpi.
Sumar sögur eru fyrsta bók Elín-
ar Ebbu en hún hlaut Bókmennta-
verðlaun Tómasar Guðmundssonar
fyrir hana í fyrra haust.
Morgunblaðið/Kristjana Agústsdóttir
FRÁ tónleikunum í Dalabúð.
Afmælistónleikar
í Dalabúð
Búðardalur. Morgunblaðið.
TÓNLEIKAR voru haldnir í Dala-
búð í Búðardal í tilefni af 50 ára af-
mæli söngfélagsins Vorboðans, 1.
maí s.l. Aðalhvatamenn að stofnun
kórsins voru hjónin Elísabet Guð-
mundsdóttir og Magnús Rögnvalds-
son í Búðardal.
Einn stofnfélagi syngur ennþá
með kómum, Guðbjörg Jónsdóttir
frá Sámsstöðum og gat hún því rifj-
að upp minningar frá íyrstu æfíng-
um. Björn St. Guðmundsson tók
saman og rakti sögu kórsins í stór-
um dráttum.
Söngfélagið Vorboðinn hefur ver-
ið lyftistöng söngglaðs fólks í Lax-
árdal gegnum árin og tekið þátt í
skemmtanalífinu við flest tækifæri
við góðan orðstír. Þá sá kórinn um
söng í Hjarðarholtskirkju um 40 ára
skeið.
Kórfélagar buðu gestum á tón-
leikunum upp á rjómapönnukökur
og kaffi og konfekt í hléinu og er
það frábrugðið því sem maður á að
venjast við svona tækifæri.
Nokkrir eldri félagar burtfluttir
og heimamenn komu á afmælisfagn-
aðinn. Kórinn söng alls 22 lög og
var vel tekið. Núverandi stjórnandi
er Halldór Þórðarson skólastjóri
Tónlistarskóla Dalasýslu. Ein-
söngvari er Ásgeir S. Jónsson og
undirleikarar voru Haukur Guð-
laugsson söngmálastjóri, Halldór
Þórðarson, Sigvaldi Fjeldsted, Rík-
harður Jóhannsson og María Ólafs-
dóttir.
Ný bók eftir John Irving
Trúverðugleiki
minninganna
yfírþyrmandi
TÝNDIR foreldrar og brotthlaupin
börn eru enn einn aðalefniviður
bandaríska rithöfundarins Johns Ir-
vings, en nýjasta bók hans, „A
Widow for One Year“ (Ekkja í eitt
ár) er væntanleg síðar í mánuðin-
um. Hún fjallar um konu, sem verð-
ur þunglynd í kjölfar dauða tveggja
sona hennar og hverfur í 37 ár.
Þetta er níunda bók Irvings en
flestar hafa þær náð metsölu og
nokkrar verið kvikmyndaðar eða
settar upp á leiksviði. í samtali við
The New York Times segir Irving
að líklega eigi engin bóka hans jafn
djúpar rætur í hans eigin lífi og nú
nýjasta. „Trúverðugleiki endur-
minninganna getur orðið yfírþyrm-
andi,“ segir Irving.
Nýja bókin þykir minna um
margt á þekktustu bók Irvings,
„The World According to Garp“.
Hún gerist á fjórum áratugum og
fjallar um fjölskyldu rithöfunda. Ir-
ving segir hana margfalda ástar-
sögu, sem segi sögu fjögurra aðal-
persóna: Marion Cole, giftrar konu
sem á í ástarsambandi við 16 ára
dreng, Eddie O’Hare, eiginmann
Marion og dóttur hennar, sem verð-
ur að endingu þungamiðja sögunn-
ar.
Irving segir að unglingurinn
Eddie eigi ýmislegt sameiginlegt
með sér en hann er í drengjaheima-
vistarskóla í New Hampshire á
sjötta áratugnum, dreymir um að
verða rithöfundur og er uppfullur
lostafullra langana.
Leitað á mið
fjölskyldunnar
Irving hefur oft leitað í eigin
reynslu og fjölskyldu sinnar þegar
hann hefur skapað persónur sínar.
Amma hans var til að mynda fyrir-
myndin að Harriet Wheelwright í
„A Prayer for Owen Meany“, sjálf-
ur á hann ýmislegt sameiginlegt
með glímukappanum og rithöfund-
inum Garpi og saga stríðshetjunnar
Wallys Worthingtons í „Cider Hou-
se Rules“ er jafnframt saga föður
Irvings, sem hann hefur aldrei hitt.
Foreldrar Irvings skildu áður en
hann fæddist og er hann var sex ára
giftist móðir hans að nýju. Ber Irv-
ing nafn stjúpföðurins og segist
aldrei hafa fundið hjá sér hvöt til að
leita fóður sinn uppi. „Hver sem
hann er, get ég sagt honum til hróss
að hann leitaði heldur ekki að mér.“
Irving segir að þegar hann hafí
skilið við fyrri eiginkonu sína árið
1981, hafí móðir hans látið hann fá
bunka af bréfum hennar og föður
hans, og blaðaúrklippur um hetju-
dáðir hans í heimsstyrjöldinni síð-
ari. Með því hafi hún viljað sýna Ir-
ving að hún hafi einnig gengið í
gegnum erfíðan skilnað.
Því lengri því betri
Irving býr nú með seinni konu
sinni, sem er umboðsmaður rithöf-
unda, og sex ára syni þeirra á býli í
Vermont-ríki í Bandaríkjunum. Iiv-
ing hefur komið sér upp glæsilegum
líkamsræktarsal þar sem hann æfir
m.a. glímu.
Lífíð hefur ekki alltaf farið jafn
Fyrirlestr- |
ar um forn-
sögurnar
THEODORE M. Andersson, pró-
fessor í germönskum fræðum við
Stanford-háskóla og Indina-háskóla
í Bandaríkjunum og heiðursdoktor
við Háskóla íslands, flytur opinber-
an fyrirlestur í Norræna húsinu á
vegum Bókaútgáfunnar Leifs Ei-
ríkssonar og Stofnunar Sigurðar
Nordals fimmtudaginn 14. maí kl.
17.00.
Fyrirlesturinn nefnist „The
Literary Isolation of Eríks saga
rauða“ og fjallar um stöðu sögunnar
í íslenskum bókmenntum á fyrri
hluta 13. aldar.
Föstudaginn 15. maí, kl. 16.15,
flytur Theodore M. Andersson opin-
beran fyrirlestur í boði heimspeki-
deildar Háskóla íslands í stofu 101 í
Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Ref-
lections on Moridnskinna" og fjallar
um boðskapinn í þessu mikla safni
konungasagna.
Prófessor Theodore M. Anders-
son hefur um árabil verið í forystu
þeiiTa fræðimanna sem fengist hafa
við rannsóknir á íslenskum miðalda-
bókmenntum. Hann hefur kennt ís-
lensk fræði við helstu háskóla í
Bandaríkjunum og ritað bækur og
fjölda greina um rannsóknarsögu
Islendingasagna, íslendingasögur
sem bókmenntagrein, konungasög-
ur og Eddukvæði. Þýðing Theodore
M. Anderssons og William Ian Mill-
ers á Ljósvetningasögu er í safni Is-
lendingasagna á ensku sem Bókaút-
gáfan Leifur Eiríksson hefur gefið
út.
Fyrirlestramir verða fluttir á
ensku.
mjúkum höndum um hann og nú.
Þegar hann var barn þjáðist hann af
lesblindu og gekk illa í skóla framan
af. Síðar fékk hann námsstyrk og
hélt til Vínar, þar sem hann skrifaði
fyrstu bók sína, „Setting Free the
Bears".
Næstu tvær sögur fengu ágæta
dóma en það var ekki fyrr en
„Garp“ kom út, að Irving sló í gegn.
Söguna skrifaði hann og las jafnóð-
um upp fyrir hóp á rithöfundaráð-
stefnu í Middlebury-háskólanum í
Vermont, starfsfélögum sínum til
óblandinnar ánægju. Og viðbrögðin
létu ekki á sér standa, Irving varð
til dæmis að skipta um númeraplötu
á bflnum sínum, þar sem á henni
stóð Garp.
Irving er atorkusamur höfundur
og hikar ekki við að endurskrifa
bækur sínar. Segir skrifin að einum
áttunda hluta hæfileika og að
sjö/áttundu aga. Hann byrjar á end-
inum, segist aldrei setjast niður við
skriftir án þess að vita hvað verði.
Það er mikið verk að endurskrifa
bækumar hans þvf lengdin er aðals-
merki þeirra flestra. Irving segist
vera 19. aldar rithöfundur, líkari
risaeðlu en módernista, og að því
lengri sem bækur séu því betra.
Fyrirmyndir hans em Charles Dic-
kens og George Eliot, svo og
Gúnther Grass, Robertson Davies,
Gabriel Garcia Marques og Salman
Rushdie.
t/
b
L
L
!
i-