Morgunblaðið - 13.05.1998, Side 28

Morgunblaðið - 13.05.1998, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nederlands Dans Teater á Listahátíð Þar eru þroski og kraftur ein- kennismerki Einn frægasti og virtasti dansflokkur heims, Nederlands Dans Teater mun ---------7------------------ sækja okkur Islendinga heim á Listahátíð nú í sumar. Ragna Sara Jónsdóttir segir frá flokknum, sem heldur tvær sýningar á stóra sviði Borgarleikhússins hinn 28. og 29. maí næstkomandi og fer þar fremstur í flokki tékkneski danshöfundur- inn og listdansstjórinn Jirí Kylián. NEDERLANDS Dans Teater samanstendur af þremur dans- flokkum, NDT 1, NDT 2 og NDT 3, og munum við fá að sjá tvo hina síðast nefndu í Borgar- leikhúsinu. Flokkurinn hefur verið meðal fremstu og eftirsótt- ustu dansflokka heims um árabil og því er mikill heiður f'yrir ís- lenska dansunnendur að fá að sjá nútímaball- ett hér á landi eins og hann gerist bestur. Flokkurinn hefur hvarvetna fengið mikið lof fyrir bæði frumleg og framsækin verk jafnt sem tæknilega, kraftmikla og heillandi túlkun. „Ballett sem er hugmyndaríkur, djarf- ur og alltaf frábær,“ segir í umfjöllun bandaríska blaðsins The New York Times og the Gazette tekur í sama streng; „Urval bestu dansara í heimi“. Kraftmikið ungt hæfileikafólk NDT 1 er stærstur flokkanna þriggja og hefur að geyma þrjátíu dansara á aldrinum tuttugu og tveggja til fertugs. Hann var stofn- aður árið 1959 og mun því halda upp á fertugsafmælið á næsta ári. Með NDT 2 dansa hins vegar fjórt- án dansarar sem eiga það sameig- inlegt að vera ungir að árum, eða á bilinu 17 til 21 árs. Þeir hafa fengið mikið lof fyrir kraftmikinn og tæknilegan dans enda dansarar fullir af orku á þessum aldri. Daily Telegraph hælir þeim í hástert: „Fjörgandi blanda af nýstárlegum verkum og kraftmiklu ungu hæfi- leikafólki,“ og Sunday Telegraph segir: „Það er virkilega gaman að fylgjast með dönsur- unum - hæfileikar þeirra liggja á mörk- um þess að vera mögulegir." Þegar þessir ungu dansarar ná 22 ald- ursárinu flytjast flest- ir þeirra yfir í aðal- flokkinn, en 70% með- lima í NDT 1 hófu feril sinn með yngsta flokknum, sem var stofnaður árið 1978. Árið 1991 var NDT 3, sem er elsti hópurinn stofnaður, og eru dansarar hans fjörutíu ára og eldri. Þeir nýta reynslu sína til að skapa margslungna uppHfun í leikhúsinu þar sem klassískur dans sameinast nútímadansi, lát- bragði, sorgar- og gamanleik og jafnvel söng. Það er alkunna að eiginleikar og hæfileikar dansara breytast með aldrinum og ólík ald- ursskeið þeirra kristallast í flokk- unum þremur. Á meðan þeir yngstu hrífa mann með krafti og snerpu, ná hinir eldri athygli manns og aðdáun með þroskuðum og fáguðum hreyfingum. Jirí KyH- án segir að saman sýni flokkamir þær þrjár víddir sem einkenni líf dansHstamanns. Það er til líf eftir fertugt - fyrir dansara í flokkunum eru allir jafnir og þar eru hvorki útnefndir aðaldans- Morgunblaðið/Joris Jan Bos UR VERKINU Compass eftir Jirí Kylián sem elsti flokkur Nederlands Dans Teater mun flytja á Listahátíð, en dansararnir eru allir yfir fer- tugt og gæða hlutverk sfn lífi með þroskuðum og fáguðum hreyfingum. YNGSTU dansaramir flytja verkið Un Ballo með tilþrifum, en kraftur þeirra og dansgleði hafa víða hrifið fólk. arar, sólódansarar né hópdansarar. Verkin eru samblanda af klassísk- um ballett, nútímaballett og dans- leikhúsi, enda ólíkir höfundar að þeim öllum þó Jirí Kylián sé þar í fararbroddi. Aðrir danshöfundar sem hlotið hafa þann heiður að semja fyrir flokkinn eru til dæmis Mats Ek, Paul Lightfoot, Ohad Naharin, Niklas Ek, Nacho Duato og Johan Inger. Á efnisskrá Listahátíðar í Reykjavík verður boðið upp á fjög- ur verk. Kvöldið hefst með verkinu Un Ballo eftir Jirí Kylián sem NDT 2 dansar. Þetta er fyrsta verkið sem hann samdi sérstaklega fyrir þessa ungu og kraftmiklu dansara og ber verkið keim af því. Þar eru krafturinn og snerpan í fyrirrúmi og líkamsgeta dansar- anna nýtt til hins ýtrasta. Annað verkið er dansað af eldri flokknum og kallast The Old Man and Me. Danshöfundur er Hans van Manen en hann var listrænn stjórnandi Nederlands Dans Teater á árunum 1961 til 1971 og átti stóran þátt í að gera flokkinn að því „veldi“ sem hann er nú. Verkið samdi van Manen árið 1996 og hefur það fengið frábæra dóma, en í því túlka karl og kona samband sitt með hreyfingum og látbragði. I gagn- rýni um verkið segir að flokkurinn sýni og sanni að það sé til líf fyrir dansara eftir fertugt, og aðrir eru hvattir til að feta í fótspor þeirra. Þriðja verk kvöldsins er einnig dansað af elsta flokknum og samið af Jirí Kylián. Það heitir Compass, er dansað af fjórum dönsurum og veltir höfundurinn fyrir sér lögmál- um og takmörkum hringsins. Fjórða og síðasta verkið heitir Mellantid, samið af Johan Inger og dansað af NDT 2. Johan Inger er sænskur danshöfundur sem dans- aði með Konunglega sænska ball- ettflokknum áður en hann gekk til liðs við Nederlands Dans Teater. Innblásinn af menningu fjarlægra þjóða Jirí Kylián tók við stjórn Neder- lands Dans Teater árið 1975. Segja má að hann hafi hlotið alþjóðlega viðurkenningu og frægð árið 1978 þegar verk hans Sinfonietta sló í gegn á Spoleto hátíðinni í Banda- ríkjunum. Orðstír hans óx svo jafnt og þétt í kjölfarið og nokkrum ár- um síðar var hann orðinn einn virt- asti danshöfundur heims. Innblást- ur Kylián kom um tíma að miklu leyti frá japanskri menningu og menningu frumbyggja Ástralíu. Undanfarið hefur stíll hans hallast til þess að verða óhlutbundnari, og lýsir Kylián til dæmis verkinu Un Ballo sem „dans við hljómfall tón- listar; ekkert meira.“ Un Ballo og Compass eru ekki einu verkin sem við munum fá að sjá á Listahátíð eftir Kylián því ís- lenski dansflokkurinn mun einnig dansa verkið Stoolgame eftir hann í Borgarleikhúsinu hinn 4. og 5. júní. Börn skrifa BÆKUR Ljwð og sögur NÁTTÚRUBÖRN, ÆVINTÝRABÖRN OG NÚTÍMABÖRN eftir börn á ýmsum aldri. Útgefend- ur: Samstarfshópur nokkurra al- menningsbókasafna. 1998. BÖRN yrkja ljóð og segja sögur þótt sjaldan séu þau birt á prenti. Mest er vitaskuld skrifað í skólum en við og við standa einhverjir fyrir samkeppni um ljóð og sögur og viti menn. Állt fyllist af hugverkum. í til- efni af alþjóðlegum degi bókarinnar 23. apríl stóðu nokkur almennings- bókasöfn fyrir slíkri samkeppni sem haldin var í minningu Halldórs Lax- ness. Eftirtekjan var býsna góð því að á annað þúsund verka bárust inn á söfnin og það ótalmörg góð verk. Það má allténd sjá í þremur heft- um ljóða og sagna sem nú hafa verið gefin út og nefnast Náttúrubörn, Ævintýraböm og Nútímaböm. I þau er valið eftir aldursskiptingu og efni. Sex til níu ára böm eiga verk í Náttúrbörnum, tíu til tólf ára í Ævintýrabömum og þrettán til sextán ára í Nútímabörnum. Verkin era fjölbreytileg að efni og formi. Sum Ijóðin einkennast af knöppu formi, önnur era opin og margorð. Örsögur era innan um lengri smásögur og frásagnir, ævin- týri, hryllingssögur og sögur um vímuefni, geimverur og dauða. í samkeppninni vora margir sig- urvegarar. Bestu ljóðin að mati dóm- nefndar áttu þau Unnur Helgadóttir, Amhildur Hálfdánardóttir og Magn- ús Sveinn Jónsson. Verðlaun fyrir bestu smásögumar fengu þau Sjöfn Hauksdóttir, Sigríður Soffía Níels- dóttir og Aldís Asgeirsdóttir. En sig- urvegararnir vora fleiri því að ótal- mörg ljóðanna og sagnanna hitta í mark. Það er vandasamt að taka ein- hver verk fram yfir önnur úr þessum fríða flokki. En merkileg þótti mér verðlaunasaga Sigríðar Soffíu Níels- dóttur sem fjallar um harðneskjuleg- an dauðdaga stúlku sem treðst tO bana undir hófum hesta. í ljósi þess að höfundur er einungis 12 ára verð- ur að segjast eins og er hér búa óvenjulegir hæfileikar að baki. Ljóð Magnúsar Sveins Jónssonar Um lífið og ástina er líka vert skoð- unar. Þar segir m. a.: Ástin Eins og snjóbolti sem við bítum í. Við þörfnumst hennar ekki, þar til við finnum hana. Þá getum við ekki hætt að borða hana. En hún getur verið ansi köld. Yngstu börnin eiga líka mörg fal- leg ljóð og skemmtilegar sögur. Verðlaunaljóðin eru öll góð. En þó þóttu mér nokkur önnur ekkert síðri og sum þeirra voru skemmtilega skrítin. Þórir Garðarsson yrkir til að mynda þannig um Káinn: „Hann Káinn / er dáinn. / Hann fór út í bláinn. / Sér hann ei smásjá- inn.“ Við finnum jafnvel ungan mann, Gylfa Sigríðarson, níu ára, sem veldur því að yrkja meitlað ljóð undir japönskum hækuhætti: Uppi í fjalli, fossinn í gljúfri djúpu, snemma morgunsins. Ég hygg að aðstandendur þessara bóka geti vel við unað enda hafa þeir náð því markmiði sínu að gefa okkur sýn inn í skáldlegt hugarflug ungs fólks nú á dögum. Það fólk fæst greinilega ekki bara við tölvuleiki og netsprang. Skafti Þ. Halldórsson Vortónleik- ar Tónlist- arskólans í Keflavík TÓNLEIKAR verða á fóstu- dag, laugardag og sunnudag í röð vortónleika Tónlistarskól- ans í Keflavík. Föstudaginn 15. maí verða vortónleikar samspilshópa úr Tónlistarskólanum. Fjölbreytt efni verður flutt og meðal ann- ars koma fram strengjasveit, málmblásarakvintett, saxófón- kvartett, gítarsamspil og yngri kór skólans. Tónleikarnir hefj- ast kl. 20 og eru í Frumleikhús- inu við Vesturbraut. Aðgangur er ókeypis. Laugardaginn 16. maí kl. 16 verða tónleikar Suzuki fiðlu- nemenda úr báðum Tónlistar- skólunum í Reykjanesbæ. Þetta eru lokatónleikar þeirra áður en þau fara í tónleikaferð til Danmerkur 10. júní. Sunnudaginn 17. maí munu lúðrasveitir Tónlistarskólans halda sína tónleika kl. 15 í Frumleikhúsinu við Vestur- braut. Auk Lúðrasveitar Tón- listarskólans munu báðar yngri lúðrasveitir skólans koma fram. Aðgangur er ókeypis. Vortónleikar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar AÐRIR vortónleikar Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar verða fimmtudaginn 14. maí; það era tónleikar söngdeildarinnar og verða þeir haldnir á torginu í nýja skólanum og hefjast þeir kl. 20.30. Kammersveit skólans heldur sína vortónleika laugardaginn 16. maí kl. 17 í Víðistaðakirkju. Efnisskráin er fjölbreytt. Stjórnandi er Óliver Kentish. Mánudaginn 18. maí verða vortónleikar granndeildarinnar í Víðistaðakirkju kl. 18. Á tón- leikunum koma fram margir tónlistarnemendur og leika á hin ýmsu hljóðfæri. Mánudag- inn 18. maí verða einnig tón- leikar framhaldsdeildarinnar í Víðistaðakirkju og hefjast þeir kl. 20. ForskóHnn verður með vor- tónleika miðvikudaginn 20. maí í Víðistaðakirkju kl. 18 og era þá um leið skólaslit forskólans. Miðvikudaginn 20. maí eru vortónleikar miðdeildar í Víði- staðakirkju og hefjast þeir kl. 20. Aðgangur er ókeypis á tón- leikanna. Skólaslit Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar verða föstudaginn 22. maí í Víðistaða- kirkju og hefjast kl. 18. „Skugginn“ í Óháða söfnuðinum LEIKÞÁTTURINN „Þá mun enginn skuggi vera til“ eftir Björgu Gísladóttur og Kol- brúnu Emu Pétursdóttir verð- ur sýndur föstudagskvöldið 15. maí kl. 20.30. í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. Einleikurinn ijallar um sifja- spell og afleiðingar þess. „Sýn- ingar hafa legið niðri um tíma en vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að efna til opinn- ar sýningar á föstudagskvöld," segir í kynningu. Á undan sýn- ingu mun Bryndís Petra Bragadóttir leikkona flytja Ijóð og eftir sýningu verður boðið upp á umræður. Miðasala fer fram í kirkju Óháða safnaðarins á sýningar- dag frá kl. 17. Miðaverð er 1.000 kr. Aðeins verður þessi eina sýning.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.