Morgunblaðið - 13.05.1998, Page 30

Morgunblaðið - 13.05.1998, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Fullorðins- fræðsla fatlaðra í TILEFNIafþvíað tíu ár eru liðin síðan fyrsti námsvísirinn um námskeið fyrir full- orðna þroskahefta kom út er ástæða til að segja í fáum orðum frá aðdragandanum að því starfí sem nú er rekið undir heitinu Fullorð- insfræðsla fatlaðra. Það var fyrst með Lögum um grunnskóla frá 1974 að öllum börn- um án undantekningar var ætlað skyldunám við hæfi. Samkvæmt Reglugerð um sér- kennslu frá 1977 var síðan formlega stofnað til svokall- aðra þjálfunarskóla sem urðu alls 7 talsins og tengdust allir dag- eða sólarhringsstofnunum fyrir þroska- hefta og alvarlega fjölfatlaða. Einn þessara skóla, Þjálfunarskólinn í Bjarkarási, sinnti einnig eldri nem- endum en þeim sem voru á grunn- skólaaldri. Árið 1982 fóru aðstandendur eldra vistfólks á Kópavogshæli og Skálatúni fram á að Þjálfunarskól- inn á Kópavogshæli og Safamýrar- skóli (nýr þjálfunarskóli sem tók við af skólunum í Skálatúni og á Lyng- ási) tækju einnig upp fræðslu fyrir fullorðna. Að fengnu samþykki menntamálaráðuneytisins byrjuðu þessir tveir skólar síðan að gefa full- orðnum þroskaheftum námstilboð. Ágæt samvinna tókst á milli þjálfun- arskólanna þriggja á höfuðborgar- svæðinu og unnu kennarar og stjómendur skólanna saman að þró- un námstilboðanna sem lyktaði með því að skólamir þrír gáfu út haustið 1988 sameiginlegan námsvísi þar sem öllum fullorðnum þroskaheftum á höfuðborgarsvæðinu buðust nám- skeið á ýmsum sviðum. í skólunum þremur fór fram margvíslegt þróunarstarf á þessum árum. Nokkrir kennarar sóttu framhaldsnám bæði við Kennarahá- skóla Islands og erlendis. Hér heima stóðu skólarnir fyrir nám- skeiðum og fengu erlendis frá fær- ustu sérfræðinga til fyrirlestra- halds. Þar má nefna Willy Tore Mörck sálfræðing frá Emma Hjort stofnuninni í Noregi, Marianne og Christopher Knill músíkterapeuta frá Noregi, Lilli Nielsen sérfræðing við Refsnesskólann í Danmörku, prófessor Andreas Fröhlich frá Mainz Universitát í Þýska- landi og dr. Roy McConkey sem starf- aði fyrst við Hester Adrian Research Cent- er í Manchester og varð síðar forstöðu- maður við St Michael’s House Research Cent- er í Dublin. í tengslum við þetta endurmennt- unarstarf voru þýdd ýmis fræðirit svo sem Órvun ofurfatlaðra (Schulversuch zur Förderung schwerst- körper-behinderter Kinder) eftir U. Haupt og A. Fröhlich um aðferðir við kennslu al- varlega fjölfatlaðra; málörvunai-- 10 ár eru liðin síðan fyrsti námsvísir um námskeið fyrir full- orðna þroskahefta kom út. María E. Kjeld seg- ir að í boði séu sérhæfð námskeið fyrir fjölfatl- aða og þroskahefta. námskeiðið Að setja saman tvö orð (Putting two words together) eftir Roy McConkey og Mary O’Connor; músíkterapíunámskeið eftir M. og C. Knill; tvær fræðibækur um málörvun þroskaheftra, Aukið boð- skiptin I. og II. (Communicera mera) eftir Mats Granlund og Cecil- ia Olsson sérfræðinga við ALA- stofnunina í Svíþjóð. Allir kennarar skólanna þriggja tóku þátt í starfsleikninámi í Kenn- araháskóla íslands sem stóð í tvö ár samhliða starfi, og í framhaldi af því fóni fram í skólunum nokkrar starf- endarannsóknir sem skiluðu gagn- legum árangri bæði varðandi kennsluaðferðir og skólanámskrár- gerð. Sem dæmi um faglega stöðu starfsins má nefna að kennarar héðan hafa oft verið fengnir til fyr- irlestrahalds við Nordisk uddannel- sescenter for dovblindepersonale í Danmörku og sú stofnun styi-kti tvo kennara til rannsóknarstarfa og María E. Kjeld Fullor&insfræðsla fatla&ra Markmiö Kennslan á aO auka sjálfstœöi, öryggi og vellföan nemenda innan heimilis og úti í samfélaginu meö því aö: * auka almennan skilning og þekkingu * efla félagsfæmi, tengsl og boöskipti * bæta veikkunnáttu * ýta undir þroskandi nýtingu tómstunda * bæta viö og viöhalda áunninni fasmi * stuÖIa aÖ almennu heilbrigði A. Grunnþjólfun A.l. Umhveríisupplifun I-samskiptí skynörvun- virkni A.2. U mh vcrfisupplifun II - Leikörvun-virkni- grunnverkefni B. 1. Vatnsörvun og slökun B.2. Valnsaölögun B.3. Sundkennsla B.4. Sundþjálfun B.5. Sund og útivera B.6. Vatnsleikfimi C.lJLeikörvun, viikni C.2. Leikfimi CJ. TækjaleikTimi C.4. Útiskokk C.5. VinnustaÖaleikfimi C.6. Eróbik C.7. Leikfimi fyriraldraöa F. Heimill / G. Mynd- og handllst / G.l. Myndmennt I F.l. Matreiðsla I / G2. Myndmennt II F.2. Matreiðsla II / G3. Blönduð handavinna F.3. Matreiðsla m / G.4. Vélsauinur F.4. Matreiðsla IV / G.5. Starfsþjálfun í vélsaumi F3. Matreiðsla V / G.6. Föndur-gcrÖ ýmissa muna F.6. Matreiðsla VI / G.7. Skaitgripagerð F.7. Matreiðsla VII / G.8. Smíöar F.8. Matrciðsla VIII / G.9. Myndræn tjáning D.l.Lesturogritun 1 D2. Lestur og ritun 2 D.3. Lestur og ritun 3 D.4. Einfaldur reikningur D.5. Tölvur I. -leikir D.6. Tölvur II.-ritvinnsla D.7. Tölvur m.-stæxöfræði D.8. Danska D.9. Enska E. Boösklpti E.l. Samþætting boöskiptaleiöa E.2. Tákn meö tali E.3. Táknmál heymleysingja H. Tónlist 1. Lelklist H.l. Tónlist I 1.1. Leiknen tjáning I H.2. Tónslist D 1.2. Leikræn tjáning U H.3. Kór 1.3. Perlufestin, leiklistarklúbbur H.4. Hljómsveit 1.4. Leikhópurinn Perlan K. Eigin persóna K.l. Snyxting og fataval K2. Framkoma og báttvfsi K.3. Samskipti kynjanna, siöfræði J. Tómstundir J.l. Urahverfi og tósmtundir J 2. Samfélag og tómstundir J.3. Ljósmyndun J.4. Algeng spil gaf síðan út niðurstöðuna, mats- gögn fyrir ofurfatlaða til dreifingar í skóla á Norðurlöndunum. Margir þekkja brautryðjandastarf Sigríðar Eyþórsdóttur kennara skólans í leiklist sem hlotið hefur viðurkenn- ingu víða erlendis. Þá hafa bók- námskennarar unnið merkilegt þróunarstarf í gerð lesefnis fyrir þroskahefta og árangur tónlistar- kennaranna og íþróttakennaranna á sínu sviði hefur einnig vakið at- hygli. Arið 1994 var svo komið þróun- inni að almennu gnmnskólamir og Safamýrarskólinn höfðu tekið við sérkennslunni á því stigi. Jafnframt var þá búið að sameina 6 af 7 þjálf- unarskólunum í eina stofnun undir nafninu Fullorðinsfræðsla fatlaðra og beindist starfið nú eingöngu að fullorðnum á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi og Suðurlandi. Fullorðinsfræðslan er ekki fram- haldsskóli fyrir nemendur sem iokið hafa gmnnskóla og óska að nýta sér réttindi til náms á framhaldsskóla- stiginu. Fullorðinsfræðslan býður hinsvegar upp á sérhæfð námskeið fyrir fullorðna þroskahefta og fjöl- fatlaða. Námið líkist skipulagslega námskeiðum Námsflokka Reykja- víkur en sérstaðan er fólgin í aðlög- un kennslunnar að mismunandi þörfum þroskahefts og fjölfatlaðs fullorðins fólks. Með þessari grein er birt miðopna Námsvísis 1998- 1999 og loks fara hér á eftir fáeinar tilvitnanir í skólanámskrá Fullorð- insfræðslunnar til frekari kynning- ar á starfinu: 7. NÁMSKRÁRGERÐ Fyrir hvert námskeið er gerð námskrá námskeiðs þar sem til- greint er eftirfarandi: markmið, námslýsing, efnisþættir, verkþætt- ir, marklistar og tilhögun náms- mats. Fyrir hvern nemanda er gerð einstaklingsnámskrá þar sem í upp- hafi námskeiðs er gerð úttekt á námsstöðu samkvæmt marklistum og síðan gert símat á framvindu til loka námskeiðsins. 8. NÁMSMAT Mat á námsárangri nemenda byggist á markmiðum einstakra námskeiða og eru viðmiðanir mark- listar efnisþáttanna sem tilgreindir eru í námskrá námskeiðsins. Matið fer fram með eftirfarandi hætti: 1. í upphafi námskeiðs er gert greinandi stöðumat, sem verður grundvöllur einstaklingsnámskrár nemenda. 2. Meðan á námskeiðinu stendur fer fram símat á framvindu sam- kvæmt viðeigandi marklistum. Hér er um að ræða leiðsagnarmat sem er sívirkt og stýrir náminu. 3. I lok námskeiðs fer fram loka- mat með sömu viðmiðunum og fyrr. Kennari námskeiðs skráir fram- vinduna í einstaklingsnámskrá nemenda. 9. KENNSLUSKIPAN Kennslan fer fram í námskeiðs- formi. Kennt er í hópum af mismun- andi stærð eftir eðli viðfangsefn- anna. Lengd námskeiða er yfirleitt ein önn en styttri eða lengri nám- skeið koma einnig til. Vikuiegur tímafjöldi á námskeiðum er mis- munandi eftir viðfangsefnum. 10. NÁMSTÍMI Námskeið sem spanna heila önn eru ýmist haldin fyrir hádegi, eftir hádegi eða síðdegis eftir óskum nemenda. I vissum tilvikum kann að vera æskilegt að halda stutt nám- skeið að kvöldi til, um helgi eða að sumarlagi. 11. INNTAKA NEMENDA Námskeið Fullorðinsfræðslunnar eru auglýst í fjölmiðlum. Námsvísi og umsóknareyðublöðum er dreift í apríl. í námsvísinum eru upplýsing- ar um námskeiðin. Einnig eru þar leiðbeiningar um útfyllingu um- sókna. Kennarar veita ráðgjöf um val á námskeiðum ef óskað er eftir. Umsóknir fyrir haustönn og vorönn verða að berast fyrir 27. apríl. Nið- urstöður um inntöku á haustönn liggja fyrir í júní og á vorönn í des- ember. Ollum umsóknum er svarað bréflega og greint frá niðurstöðum, s.s. inntöku á námskeið, kennslu- tíma og kostnaði. Við mat á umsóknum er tekið til- lit til aldurs og væntanlegs heildar- tímafjölda umsækjenda á önninni. Sæki fleiri um námskeið en unnt er að taka inn ganga þeir fyrir sem sótt hafa færri námskeið undanfarin ár. Höfundur er skólastjóri hjá Fullorðinsfræðslu fatlaðra. Umhyggja Baldur Pálsson tíma og í tilfelli Kögun- ar þurfti skrifstofan stöku sinnum að sinna erindum starfsmanna hér á íslandi. Það lenti þó hygg ég aðallega á skyldmennum og vin- um, enda oft um per- sónuleg mál að ræða. Þar með er nokkurn veginn upp talið það sem skrifstofa Kögunar framkvæmdi í þágu starfsmanna í Banda- ríkjunum. Starfsmenn þessir voru flestir margi-eyndir í því að bjarga sér erlendis, margir búnir að dvelja í Bandaríkjunum áður og höfðu þá jafnvel þurft að búa á námsárum sín- ALLTAF heyrir maður eitthvað nýtt. I frétt Morgunblaðsins þ. 12. maí er rætt við Þor- geir Eyjólfsson vegna viðskila Gunnlaugs M. Sigmundssonar við Þróunarfélagið á sínum tíma. Þar segir Þorgeir, að ástæða þess, að stjórn Þróunarfélagsins bar fyrir borð hags- muni félagsins, og farg- aði hundruðum milljóna króna í fang Gunnlaugs M. Sigmundssonar, þegar hann var rekinn úr starfi framkvæmda- stjóra, hafi verið um- hyggja fyrir starfsmönnum Kögun- ar, þar á meðal mér. Það er upplýst í frétt Morgun- blaðsins, að vegna hinnar gífurlegu þekkingar Gunnlaugs og Sigríðar, eiginkonu hans, á málefnum Kögun- ar treysti Þróunarfélagið sér ekki til að fá nýja aðila til að taka við rekstri fyrirtækisins. Á Islandi voru ekki finnanlegir menn til að leysa af slíka þekkingu og snilld. Það er nokkuð ljóst að fyrirtækið þurfti að standa sína plikt gagnvart starfsmönnum sínum. Það felst í því m.a. að greiða þeim laun á réttum um í banvænum stórborgarhverfum af fátæktarsökum. Hér var ekki um að ræða börn sem þurftu barnfóstru. Allan þann tíma, sem Kögun hf. starfaði í Bandaríkjunum á árunum 1989-95, hafði Gunnlaugur M. Sig- mundsson, framkvæmdastjóri, eink- um samband við starfsmenn fyrir- tækisins símleiðis eða í gegnum tölvupóst, þar sem hann var ekki á staðnum nema fjórum sinnum á ári, u.þ.b. viku í senn. Þann tíma sem hann var viðlátinn dvaldi hann í svo- nefndri Kögunaríbúð í Kaliforniu, sem fyrirtækið leigði. Allir starfs- menn Kögunar, milli 15 og 20 tals- ins, voru mest allan þennan tíma við störf í Bandaríkjunum nema Gunn- laugur sjálfur og eiginkona hans, Sigríður Sigurbjörnsdóttir. „Þorgeír Eyjólfsson, af hverju segir þú ekki sannleikann?“ spyr Baldur Pálsson. „Þú vildir ekki sjá Gunn- laug M. Sigmundsson vegna þess að þú vissir hvern mann hann hefur að geyma.“ Skömmu eftir að Gunnlaugur var rekinn frá Þróunarfélaginu, þ.e. í maí 1993, kom hann í heimsókn. Hann hélt þá fund með starfsmönn- um, þar sem hann lýsti aðdraganda brotthvarfs síns frá Þróunarfélaginu á þá lund sem hann hefur ætíð gert síðan, þ.e. að hann hefði sagt upp sjálfur eftir að hlutafé Þróunarfé- lagsins í Kögun hafði verið ,,bjarg- að“, eins og hann orðaði það. Á þess- um fundi lýsti hann því einnig yfir að nú myndi hann taka sér hvíld eft- ir mikið annriki. „I sumar ætla ég ekki að gera neitt“. Þetta breytti nú raunar engu fyrir starfsmenn, þar sem þeir unnu alla tíð undir stjórn bandarískra yfirmanna hjá Hughes Aircraft. Gunnlaugur hafði ekki og sóttist ekki eftir aðgangsheimild inn á vinnustað starfsmanna sinna. Fljótlega eþtir að Gunnlaugur hvarf aftur til Islands tóku að berast frá honum undarleg tíðindi. Nú væri svo komið, að bandarískir viðsemj- endur Kögunar væru orðnir fyrir- tækinu óþægur ljár í þúfu. Þeir krefðust þess að hagnaður fyrirtæk- isins yi’ði minnkaður úr 10% á ári í 8%. Hér væri erfitt mál á ferðinni og óhjákvæmilegt að skera niður. Jóla- bónus starfsmanna yrði sennilega ekki hægt að reiða af höndum þetta árið af þessum sökum og óhóflegur sjúkratryggingakostnaður starfs- manna yrði að fara undir hnífinn. Hann benti þá meðal annars á að nú væri svo komið á íslandi, að yfirvöld væru farin að innheimta stórfé af sjúklingum, sem kæmu í heimsóknir til lækna og sanngjarnt væri að starfsmenn Kögunar yrðu undir sömu sök seldir í Bandaríkjunum. Starfsmenn ráku upp stór augu, því að þeir höfðu ekki heyrt það áður að fjárhagsumræður af þessu tagi færu fram á sumrin milli aðila. Þá mundu menn eftir því að á áðurnefndum fundi hafði Gunnlaugur sagt að Þró- unarfélagið myndi greiða sér laun út árið 1993. Gunnlaugur var með öðr- um orðum u.þ.b. að missa lífsviður- væri sitt hjá Þróunarfélaginu og þurfti að sækja meiri laun í sjóði Kögunar en áður, en meðan hann var í fullu starfi hjá Þróunarfélag- inu, iét hann sér nægja hálfa stöðu framkvæmdastjóra hjá Kögun. Þetta brölt Gunnlaugs, hallærisleg- ar útskýringar hans og augljós ósannindi, gerði ég að umtalsefni í bréfi sem ég sendi Gunnlaugi og samstarfsmönnum í tölvupósti í október 1993. Bréf þetta var skrifað í góðlátlegum giánstfl. Gunnlaugi þótti bréfið ekki fyndið, en hann hef- ur nokkuð sérkennilegan húmor, eiginlega „svartan“, eins og sjá má á lokahnykknum í bréfi hans til þingsystkina sinna nú nýverið. Hann taldi sig hafa verið gerðan að athlægi hjá starfsmönnum sínum og má það til sanns vegar færa, en til þess hafði hann þó mest unnið sjálf- ur með atferli sínu. Þrátt fyrir til- raunir til að koma á sáttum, varð það að ráði hjá Gunnlaugi að segja mér upp störfum fyrirvaralaust í þakklætisskyni fyrir hina misheppn- uðu fyndni mína. Þorgeir Eyjólfsson, af hverju seg- ir þú ekki sannleikann? Þú vildir ekki sjá Gunniaug M. Sigmundsson vegna þess að þú vissir hvern mann hann hefur að geyma. En þér fannst hann fjandans nógu góður fyrir okk- ur, starfsmenn Kögunar. Höfundur er fyrrverandi starfsmaður Kög^mar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.