Morgunblaðið - 13.05.1998, Síða 32

Morgunblaðið - 13.05.1998, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FÆREYSKT FULLYELDI HIN nýja landstjórn Færeyja, sem formlega tekur við völdum í lok vikunnar, hefur gert það að sínu helsta stefnumáli að taka upp viðræður við Dani um færeyskt fullveldi. Landstjórnin vill ná samningum ekki ósvipuðum þeim er íslendingar gerðu árið 1918. Þeir vilja fá viðurkenningu sem sjálfstæð þjóð en hafa áfram sameiginlegan þjóðhöfðingja og gjaldmiðil. Utanríkis- mál og fiskveiðieftirlit vilja Færeyingar hins vegar hafa á sinni könnu. Náist slíkt samkomulag hyggst stjórnin halda þjóðar- atkvæðagreiðslu á Færeyjum þar sem það verður borið undir þjóðina. Viðræðurnar við Dani verða vafalítið erfiðar. Ekki vegna þess að Danir séu líklegir til að setja sig upp á móti fullveldisáformum Færeyinga heldur sökum þess hversu nátengdar þjóðirnar eru efnahagslega. Árlega renna tíu milljarðar króna til Færeyja úr ríkissjóðnum danska og að auki skulda Færeyingar Dönum um 60 milljarða króna. Hins vegar telja Færeyingar sig eiga rétt á bótum vegna bankamálsins, sem valdið hefur miklum deilum í samskiptum Dana og Færeyinga und- anfarin misseri. Þetta eru mikil tíðindi fyrir okkur Islendinga. Færey- ingar eru líklega sú þjóð sem stendur okkur næst, jafnt landfræðilega sem menningarlega. Verði Færeyjar að fullvalda ríki má búast við að samskipti okkar eigi eftir að eflast og dafna enn frekar frá því sem nú er. STEFNUMÖRKUN íBYGGÐAMÁLUM FORSÆTISRÁÐHERRA hefur lagt fram þings- ályktunartillögu um stefnu í byggðamálum. Mark- miðið er að treysta búsetu á landsbyggðinni. Stefnt er að því að fólksfjölgun þar verði ekki undir landsmeðal- tali, nemi 10% til ársins 2010. Þessu markmiði á að ná með fjölbreyttara atvinnulífi, betri samgöngum og betri búsetuskilyrðum, m.a. á sviði menntunar, menningar og afþreyingar. Byggðastefna síðustu áratuga hefur ekki borið tilætl- aðan árangur. Fólksstreymi af landsbyggð til höfuð- borgarsvæðis hefur aukizt en ekki rénað. Síðustu fimm árin fjölgaði íbúum Reykjaness og Reykjavíkur um 7,6% en fækkaði um 3,1% á landsbyggðinni. Ef þróunin verður söm fram til ársins 2020 fjölgar enn á höfuðborg- arsvæðinu um 21% en fækkar um 7% utan þess. í þessu sambandi er talað um „hættusvæði" í sex kjördæmum. Mikilvægt er að styrkja byggð á landsbyggðinni. Þannig verða kostir lands og sjávar bezt nýttir, en nær öll fæðuöflun fer fram í strjálbýli, í sveit og við sjó. Það er og þjóðhagslega hagkvæmt að nýta þau verðmæti sem til staðar eru í strjálbýli: íbúðarhús, önnur mann- virki, fjárfestingu í verðmætri þjópustuaðstöðu, - sem og staðbundna þekkingu fólksins. I samantekt Háskól- ans á Akureyri, sem þingsályktunartillögunni fylgir, segir og, að áhætta geti fylgt því að 70% þjóðarinnar búi á höfuðborgarsvæðinu. Minnt er á virk náttúruöfl - möguleika á eldgosum og jarðskjálftum. Byggðastefna síðustu áratuga hefur að hluta til brugðizt. Eftir sem áður er nauðsynlegt að styrkja stöðu landsbyggðarinnar í samkeppninni um búsetu fólks. Það verður bezt gert með stærri og sterkari sveit- arfélögum, sem hafa burði til að bjóða þau búsetuskil- yrði og rísa undir þeim þjónustukröfum, er ráða ferð í búsetuvali. Sem og með opinberri stefnumörkun af því tagi sem þingsályktunartillaga forsætisráðherra felur í sér - og stuðla á að öflugu þróunarstarfi á landsbyggð- inni. Þegar fólk velur sér búsetu horfir það helzt til at- vinnu- og afkomumöguleika, aðstöðu til að ala upp börn og mennta unglinga, samgangna og möguleika til að njóta menningar og afþreyingar. Landsbyggðin þarf að styrkja samkeppnisstöðu sína á þessum vettvangi. Þar þarf hvort tveggja til að koma framtak heimafólks og stuðningur stjórnvalda. Batnandi starfsumhverfi at- vinnuveganna og uppsveifla í þjóðarbúskapnum bjóða nú upp á tækifæri til að rétta hlut landsbyggðarinnar, sem nýta þarf vel. Nánar (Closer) hefur m.a. fengið verðlaun kennd við Laurence Olivier sem bezta nýja leikritið og gekk fyrir fullu húsi í vetur í Þjóðleikhúsinu brezka; fyrst á Cottesloe-sviðinu og svo Lyttleton. Nú er það sýnt í Lyric Theater við Shaftesbury Avenue. Höfundurinn leikstýrir því sjálfur og sagði í viðtali í tilefni af flutningnum í Lyric Theat- er, að hann hefði notað það tækifæri til að slípa verkið enn betur. Þetta er leikrit um ástina, gildi hennar og gjald og hvernig hún get- ur tendrað manninn og týnt honum, nært hann og niðurlægt. Leikritið segir frá tveimur kon- um; fatafellu og ljósmyndara, og tveimur körlum; eftirmælahöfundi dagblaðs og lækni. Fyi’st kynnast fatafellan og blaðamaðurinn og flytja saman. Það sama gera ljós- myndarinn og læknirinn eftir að blaðamaðurinn hefur komið þeim saman á fólskum forsendum á net- inu. Svo taka blaðamaðurinn og ljós- myndarinn upp samband og í fram- haldi af því framhjáhaldi taka lækn- irinn og fatafellan saman. Svo víxl- ast þau aftur til upphafsins, en nú ná þau saman til þess eins að skilja. Flókið? Nei. Reyndar furðulega einfalt á að horfa. En þar með er einfaldleikinn líka búinn. Því ástin, því eins konar ást er þetta allt sam- an, er aldrei einföld. Þú heldur að ástin sé einfalt mál, segir blaðamaðurinn við lækninn. Þú lítur á hjartað sem hvern annan upp- drátt. Hefur þú einhvern tíma séð mannshjarta? spyr læknirinn. Það er eins og hnefí, alblóðugur hnefi. Það er því hreint ekki von á góðu, ekki einu sinni, þegar allt virðist leika í lyndi, hvað þá þegar ástin birtist með þeim ósköpum, sem hún sækir í taum- lausa ákefð, heift og svik, afbrýði- semi, meðaumkun og örvæntingu. Og þá er ekki allt tínt til. En hvernig ganga nú þessi ósköp fyrir sig? Ekki er nektinni fyrir að fara eða einhverjum líkamslátum, heldur kemur Marber þessu öllu til skila með kjarnyrtum texta, hráum, oft grófum, en þrátt fyrir nístinginn er margt svo lipurt og létt, að gaman er að. (Leikritið hefur enda unnið til verðlauna sem gamanleikrit, en þau verðlaun segir höfundurinn hafa komið sér hvað mest á óvart af þeim undirtektum, sem verk hans hefur fengið.) Ástæða er til þess að nefna hér tvö atriði leikritsins sérstaklega. Blaðamaðurinn og læknirinn „hittast“ á klámspjallrás á netinu. Samtal þeirra verður anzi heitt því blaðamaðurinn segist vera kona og læknirinn er að leita að slíkum leik- félaga. Leikendurnir sátu við tölvur hvor sínum megin sviðsins og samtal þeirra mátti lesa á stórum skjá. Það voru ekki bara orðin, sem sögðu sitt, heldur líka hitt, hvernig þau birtust og hvernig blaðamaðurinn og lækn- irinn báru sig að í samtalinu. Reynd- ar er gefínn kostur á því að leikend- ur mæli textann af munni fram, ef tækninni er ábótavant, en ekki get ég ímyndað mér að sú aðferð taki hinni fram. Hitt atriðið er uppgjör fatafell- unnar og blaðamannsins undir lokin. Það eiga þau sameiginlegt blaða- maðurinn, ljósmyndarinn og læknir- inn, að starf þeirra felst í að skoða manninn og skilgreina utanfrá. Þeim hættir því til að horfa fram hjá inn- rætinu. Og þau eru vör um sig. Vilja ekki að aðrir sjái þeirra innri mann. En fatafellan lifir af því að láta aðra skoða sig og hún kynnist þeim innri manni, sem viðskiptavinurinn geym- ir. Því verður hennar ást þeim mun einlægari sem hún getur gefið óhrædd og án þess að krefjast stöðugt einhvers meira á móti. Á þessu flaskar blaðamaðurinn. Hann ætlar að ná taki á henni í sannleik- ans nafni, en hún veit, að hún getur ekki treyst honum fyrir sannleikan- um og vill ekki ljúga að honum. Þetta veit hann líka innst inni, þótt hann segi annað. Og þegar hann gengur æ lengra, hættir hún að elska hann. Þá er honum hnefinn LLOYD Owen sem blaðamaðurinn Dan og Liza Walker sem fa Leikhúsm úr Lundún ✓ Astarsögu áratugarins kalla menn m.a. nýtt le Nánar. Og annað nýtt leikrit - Júdasarkoss ei ar líka um ástarsögu, sem bar hátt á sinni tí( höfð. Freysteinn Jóhannsson sá þessi leikrit FRANCES Barber sem ljósmynd- arinn Anna í Nánar. einn eftir. Þetta atriði var sérlega magnað og vel leikið. Leikendurnir fjórir fara mjög svo vel með hlutverk sín. Einn þeirra, Liza Walker, sem leikur fatafelluna, hefur verið með frá byrjun og hlotið verðskuldað lof fyi-ir leik sinn, þar á meðal verðlaun gagnrýnenda sem efnilegasti nýliðinn á leiksviðinu. Nánar hefur þegar verið sýnt víða utan Englands og er væntanlegt á svið á enn fleiri stöðum, m.a. í leik- stjórn höfundar í New York. Annað leikrit var bara sýnt í rúman mánuð í London og fór svo beint til New York . Þetta er Júdasarkoss (The Judas Kiss) David Hare, þar sem Liam Neeson leikur Oscar Wilde. Leikstjóri er Richard Eyi-e og er þetta fyrsta leikritið sem hann stjórnar utan Þjóðleikhússins, þar sem hann var við stjórnvölinn til skamms tíma. Síðasta verk hans á sviði þar var einmitt annað leikrit eftir David Hare; Sýn Amy, þar sem Judy LIAM Neeson og Tom Holl Dench fór á kostum í aðalhlutverk- inu og áfram eftir að leikritið var flutt á svið í West End. Urðu fram- leiðendur kvikmyndarinnar Frú Browne að kaupa tvær sýningar af Aidwych Theatre svo Judy Dench kæmist til Hollywood á Óskarshátíð- ina. Ekki fékk hún Óskarinn fyrir túlkun sína á Viktoríu drottningu, þótt margir, þar á meðal Helen Hunt sem fékk verðlaunin, teidu svo eiga að vera. En brezku verðlaunin sem bezta leikkona í aðalhlutverki fékk hún refjalaust. Júdasarkossinn fjallar, eins og Nánar, um ástina, en nú milli tveggja karlmanna, sem speglast ýmist í sjálfselsku eða sjálfsfórn. Leikritið segir frá tveimur tímum í ævi Oscar Wilde, sem lítið er vitað um með vissu; fyrri hlutinn „Að fara

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.