Morgunblaðið - 13.05.1998, Síða 33

Morgunblaðið - 13.05.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 33 itafellan Alice í Nánar. olar aferð dkrit Patrick Marbers; ftir David Hare - fjall- 3 og er enn í minnum í London og segir frá. lander í Júdasarkossinum. hvergi“ gerist á hóteli í London 1895, þegar ljóst er að Wilde verður handtekinn. Síðari hlutinn „Farinn“ gerist tveimur árum síðar í Napólí, þegar Wilde er á ný hjá ástmanni sínum Alfred Douglas, lávarði, „Bosie“, sem yfirgefur hann aftur og heldur heim til mömmu. 1895 reiddist markgreifinn af Queensberry sögum af sambandi sonar hans, Alfred Douglas lávarðs, við írska skáldið Oscai- Wilde. Hann sakaði Wilde um samkynhneigð og Wilde stefndi honum fyrir rógburð. Markgreifinn safnaði þá á lista nöfn- um ungra manna, sem voru reiðu- búnir til að vitna gegn Wilde og ónýttist skáldinu þar með málið. En þar með átti Wilde yfir höfði sér handtöku og opinbera ákæru fyrir stórfellt siðleysi með öðrum körlum. ■f Reyndar hefst nú leikritið með ástarleik karls og konu og vantar þar ekkert upp á nekt eða nánd. Þar eru að þjónn og þjónustustúlka, sem eiga að þrífa hótelherbergið og búa það undir komu Bosie og Wilde. Ást- arleikurinn er svo stöðvaður af yfir- þjóninum og er ljóst, að þjónninn ungi mun taka út refsingu sína sem yfirþjóninum þóknast. Fara svo allir að taka til. Kemur þá Robbie Ross, fyrsti ástmaður Wilde, sem enn er honum óeigingjarn vinur, og síðan Bosie, ástmaður Wilde og skapa- norn. Síðastur kemur Wilde og er nú stuttur tími til stefnu, ef hann á að ná að flýja. Bosie finnur flótta allt til for- áttu. Og er þá fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig, því hann veit, að án Wilde er hann ekki í sviðsljósinu. Ross á hinn bóginn hvetur Wilde til flótta. Sjálfur er Wilde tvístígandi í fyrstu, sest að snæðingi og veltir málunum fyrir sér; heimsmaðurinn Wilde er örlátur á fé fyrir veitta þjónustu og skáldið andríkt í athugasemdum sínum og stundum hranalegii krafningu á inn- ræti enskra. En það mega enskir leikhúsgestir eiga; þeim var skemmt. Einhvern veginn kemur ákvörðun Wilde til af tvennu; annars vegar skáldlegri sýn hans á vanmátt mannsins gegn örlögunum og hins vegar þótta hans gagnvai-t ensku yf- irstéttinni, sem hann neitar að renna af hólmi fyrir. En Bosie flýr, þó ekki fyrr en Wilde hefur beðið um koss og fengið. Ross aftur á móti sítur hjá Wilde, þegar lögreglan kemur. egar Wilde er sleppt úr fang- elsi, heldur hann rakleitt til Italíu, ekki til eiginkonu sinn- ar, sem flúði England með syni þeirra tvo, heldur til Bosie, sem bíð- ur hans í Napólí, reyndar með ungan ítalskan karlmann í ráminu hjá sér. En ást Wilde er sem fyrr hafin yfir allt og um leið jafnberskjölduð fyrir Bosie, sem aftur verður að svíkja, nú fyrir silfurdali frá mömmu. Og aftur biður Wilde um koss og fær. Svo segir hann Bosie frá því, að í fang- elsinu hafi Biblían verið honum kær lesning. En hann fann galla á píslar- sögunni. Svikarinn Júdas er næsta óþekktur. Það hefði verið listrænna að láta Jóhannes svíkja Jesúm, af því Jóhannes er sá sem Kristur elsk- ar heitast. Liam Neeson hefur stærðina til að leika Wilde. Hlutverkið gaf honum líka færi á að fara á kostum og hann gerði margt mjög vel, einkum fór hann glæsilega með mörg tilsvör Wilde og skáldlega þanka. En það vantaði allan háska í hann og ástin var honum ekki einlæg nema í orði. A borði var hann ekki samur og Rob Roy, þegar Neeson í hlutverki hans sagði: „Þú ert mér svo góð, kona.“ En þá spilar það ef til vill einhverja rallu, að Bosie reyndist Wilde allt annar en Mary MacGregor sínum ektamanni. Með hlutverk Bosie fór Tom Hollander. Hann var á mörkunum í afkárahætti, en fór aldrei yfir strikið og tókst þrátt fyrir allt að skapa þessum volæðingi ákveðna samúð. En útlitið hafði hann því miður ekki með sér. Fríðleiki Bosie var fjarri og aldursmunurinn milli þeiira var ónógur. Aðrir leikendur fóru vel með sín hlutverk. Svo sérkennilega vildi til að einmitt á þeim dögum, sem ég var að falast eftir miða á Júdasarkossinn, fluttu brezk blöð frásagnir af því að minningu Con- stance Lloyd hefði verið sómi sýnd- ur í Genúa á Ítalíu. Constance Lloyd var 26 ára þegar hún giftist Oscar Wilde og ól honum tvo syni. Sagt er, að hún hafi vonað að Wilde kæmi til þeirra, þegar hann yrði látinn laus úr fangelsi. En hann lagði ekki leið sína til Genúa fyrr en ári eftir andlát hennar og segir sagan, að þá hafi hann grátið beiskt við gröf hennar og þakið hana rauðum rósum. Hún lést 7. apríl 1898 og hann hálfu öðra ári síðar í París. Björffliðust naumlega þegar bátur þeirra sökk í Skagerrak HLUTFÖLLIN ættu að vera nokkurn veginn rétt á þessari tölvuteikningu á milli 8 þúsund tonna þýska gáma- skipsins og 35 tonna báts feðganna Vals Valssonar og Gunnars Valssonar. Eins og sjá má er bátur þeirra feðga agnarsmár í samanburði við risastórt gámaskipið og mikil mildi má heita að ekki fór verr. „Það er hálfgert kraftaverk að við skyldum bjargast“ Tveir íslenskir feðgar, þeir Valur Valsson og Gunnar Valsson, björguðust naumlega er gámaskip sigldi bát þeirra niður í Skagerrak. Valur er þó ekki smeykur við að halda á sjó aftur, eins og Sigrún Davíðsdóttir heyrði er hún ræddi við hann. AÐ ER lítið um þetta að segja,“ segir Valur Valsson með hægð, þegar hann er spurður um atburði helgarinnar. Valur og sonur hans Gunnar, 32 ára, sluppu naumlega er um 8 þúsund tonna gámaskip sigldi 35 tonna bát þeirra niður sautján sjómílur undan Hanstholm undir miðnætti á laugar- dagskvöld. Þar sem skipið var búið góðum siglingatækjum er engin önn- ur skýring á árekstrinum en það sem stýrimaðurinn sagði við Val er þeir skildu: „Eg var í fasta svefni.“ Þetta risaskip er aðeins búið sex manna áhöfn, skipstjóra, stýrimanni, bátsmanni og þremur hásetum, „en þetta er löglegt", eins og Valur seg- ir. Valur handleggsbrotnaði, tognaði og marðist illa, „en það er vel sloppið miðað við aðstæður“, bætir hann við. Enginn svaraði í gámaskipinu Þeir feðgar voru að toga, höfðu verið að veiða rauðsprettu og þorsk og séð skipið í ratsjánni. „Það var þrjár sjómílur frá okkur og það var lítið annað en að vona að það færi framhjá okkur,“ segir Valur. „Það er mikið af skipum, sem fer þarna um og þau leika sér að vera kannski þetta fimmtíu faðma frá manni. Stefnan var beint á okkur miðja, versti vinkillinn, því þá er erfitt að sjá hvert skipið muni fara.“ Gáma- skipið fór sjómílurnar þrjár á um fimmtán mínútum. „Það er góð ferð á svona skútu,“ segir Valur. Þeir feðgar notuðu tímann til að kúpla frá, auk þess sem þeir kölluðu skipið upp á rásinni, sem allir eiga að hafa opna, en enginn svai'aði. „Það er því miður lítið að gera við þessar að- stæður. Trollið var úti og við á grjót- botni.“ Undan árekstri varð ekki komist. „Skipið lenti á bátnum rétt um miðj- una með miklu höggi. Stefnið fór beint inn í bakborða og skipið hent- ist 90 gi'áður til. Svo rétti það sig og skall þá aftur á skipið. Síðan skröngluðumst við aftur með skips- hliðinni, sem er svona 150 metrar á lengd.“ Valur segir að við slíkar að- stæður hugsi maður ekki rökrænt. Bara stærðarmunur skipanna er ógnvekjandi, 7-8 þúsund tonna skip andspænis 35 tonna bát. „Maður horfði upp á fimm hæðir af gámum og svo sjálft skipið. Það var óhugn- anleg sýn.“ Valur segist hafa beðið eftir að þeir færu undir skipið, en svo illa fór ekki. „Það er hálfgert kraftaverk að við skyldum bjargast.“ Þeir feðgar reyndu að halda sér við áreksturinn, en við svona höggi má mannlegur máttur sín lítils. Þeir köstuðust til af miklum krafti. „Gunnar slapp sem betur fer. Hann blotnaði en annars kom ekkert al- varlegt fyrir hann.“ Valur segist marinn frá nefi og niður úr, auk þess sem hann brotnaði á vinstri hendi og tognaði á vinstra fæti. I gær var hann allur helaumur enn. Um leið og höggin vora gengin yfir og þeir höfðu náð áttum kveiktu þeir á öllum dælum, en ekkert hélt undan vatn- inu. Rafkerfið fór af, loftnet brotin og fjarskiptatækin úr leik. Dræmar nióttökur á gámaskipinu A gámaskipinu höfðu menn greini- lega áttað sig á að eitthvað hafði hent, því skipið bakkaði. En svona fleyta stöðvar ekki á punktinum, svo það tók skipið um hálftíma að kom- ast aftur að bátnum. Feðgarnir ákváðu að fara um borð í skipið, bæði vegna lekans og eins til að komast í fjarskiptasamband við land og fá hjálp við að bjarga bátnum. Með því að klifra upp á stýrishúsið gátu þeir kom- ist upp á fyrsta þilfar gámaskipsins, sem ekki liggur hærra en svo á þessum risaskipum. Aðspurðui' um viðtök- urnar um borð segir Valur þær ekki hafa veiið séiiega góðar. Stýrimað- urinn, sem var á vakt þegar árekst- urinn átti sér stað, hafði greinilega vakið skipstjórann á þeim tíma, sem liðinn var frá árekstrinum. „Skip- stjórinn var rétt að koma á fætur, þegar við komum um borð og var hálfúrillur," segir Valur. „En þeir voru auðvitað jafn miður sín og við. Það var ekki þægilegt fyrir þá að vita að þeir hefðu næstum því haft mannslíf á samviskunni. En við feng- um kaffi eftir smátíma." Leiðin lá strax upp í brú og þar voru þeir þá tvo tíma, sem þeir vora um borð í gámaskipinu. Þeir voru allan tímann í stöðugu sambandi við land og kölluðu meðal annars á þyrlu með dælu til aðstoðar. „í fyrstu pældum við í að setja dráttartaug í bátinn og láta draga hann til Hanst- holm, en þegar við fóram aftur um borð í bátinn sáum við að stefnið var nærri undir sjó og það yrði von- laust.“ Þegar þyrlan kom var ljóst að ekkert yrði að gert og síðan sökk báturinn. Bjöi'gunarbátur fi'á Hanst- holm kom síðan út og sótti þá feðga og flutti þá í land um nóttina. „Ég er 200 prósent viss um að þeir voru í órétti“ Sjópróf yfir þýska skipinu hefjast í Bremerhaven á mánudag. „Eg er 200 prósent viss um að þeir voru í órétti,“ segir Valur, sem segist ekki sjá aðra skýringu á árekstrinum en þá sem stýrimaðurinn gaf: Hann hafi verið í fastasvefni - því skipið var bú- ið fullkomnum siglingatækjum. Að- eins sex voru í áhöfn þessa risaskips. „Það er mikið af svona fleytum á siglingu. Það er svolítið rosalegt að hugsa til þess, en þetta er leyfilegt," segir Valur. Valur segir þá feðga ti-yggða í bak og fyrir, svo nú reyni á hvernig ti-yggingarnar bregðist við. Trúlega verðm' ti-yggingarfélag þýska skips- ins skyldað tO að taka bátinn upp, þar sem hann liggur á litlu dýpi í siglingaleið. Það kemur svo í ljós hvort tryggingarfélagið lætur gera við bátinn eða hvort þeim verður bætt skipið. I fljótu bragði segist Valur ekki reikna með því að það borgi sig að gera við bátinn, sem er þrjátíu ára stálskip, reyndar sterkt og gott skip en eins og er hefur hann ekki hugmynd um hver niðurstaðan verði. Auk Gunnars á Valur dóttur, sem býr í Horsens á Jótlandi. Fjöl- skyldan flutti til Hirtshals frá Vestmannaeyjum 1981, en móðir hans og bróðir höfðu flutt þangað nokkram árum áður. „Ég ætlaði reyndar að flytja til að hætta að vera á sjó og það gerði ég líka í nokkur ár, en svo endaði ég nú samt sem áður á sjó aftur,“ segir Valur. Það má á honum skilja að hafið laði og erfitt sé án sjó- sóknar að vera. Um það hvort hann geti hugsað sér á sjó aftur svarar hann hress í bragði að hann sé ekk- ert hikandi við að fara á sjóinn aftur, „en það getur vel verið að það kom eitthvert sjokk yfir mig seinna“. í gær var hann allur þrælaumur, en hafði sofið vel og lengi. „Þetta er allt að lagast. Við sluppum með skrekk- inn og erum ánægðir að hafa komist lifandi í land.“ Þetta risaskip er aðeins búið sex manna áhöfn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.