Morgunblaðið - 13.05.1998, Síða 36

Morgunblaðið - 13.05.1998, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ahuginn nægir ekki Hœtt er við að rekstur leikfélaganna þyngist enn, ef sveitarfélögin verða ekki lengur bundin lagaskyldu um fjárframlag Eitt af þvi sem gjarnan er nefnt sem dæmi um al- mennan menning- aráhuga okkar er blómleg leiklistarstarfsemi áhugamanna um land allt. Læt- ur nærri að 25-30 þúsund manns komi árlega að sýning- um áhugaleikfélaganna með beinum eða óbeinum hætti, sem þátttakendur eða áhorf- endur. Það er ekki svo lítið. A nýafstöðnu ársþingi Bandalags íslenskra leikfélaga, (áhugamannahreyfíngin) kom ýmislegt fróðlegt fram sem vert er að halda á lofti. Tals- menn leikfélaganna voru t.a.m. sammála um það að eftir að sveitarfélögin VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson tóku við rekstri grunn- skólanna (auk alls annars sem sveitarfé- lögin hafa á sinni könnu) hafí reynst æ erfiðara að leita eftir stuðningi við starfsemina. í gildandi leiklistarlögum frá 1977 segir svo um stuðning sveitarfélaga við leikfélög: „Sveitarstjórnir veita fé til leik- listarstarfsemi í sveitarfélögum eftirþví sem ákveðið verður í fjárhagsáætlun þeirra, þó eigi lægri fjárhæð til hvers leikfé- lags en ríkissjóður greiðir skv. 3. gr. (leturbr. mín).“Þriðja greinin hljóðar svo: „Mennta- málaráðuneytið úthlutarfé því sem veitt er í fjárlögum sam- kvæmt IV. lið í 2. gr. að fengn- um tillögum Bandalags ís- lenskra leikfélaga. “ Leikfélögin hafa því getað reitt sig á að sveitar- eða bæjar- stjórnirnar reiði fram sambæri- lega upphæð og fæst frá ríkinu í gegnum BIL. Form þessa stuðnings hefur verið með ýms- um hætti ef ekki er um beinar peningagreiðslur að ræða; t.a.m. hafa sum leikfélög fengið fellda niður húsaleigu af hálfu bæjar- yfirvalda eða á einhvern hátt fengið heimastyrkinn greiddan „í fríðu“. Einstaka sveitarfélög hafa reyndar komist upp með að brjóta lögin og hunsað sitt leikfélag en sjaldnast mörg ár í röð. Nú bregður svo við að þau eru fleiri en nokkru sinni sem draga að reiða fram sinn hlut og bera við fjárskorti, rekstur grunnskólans gleypi alla fjár- muni sveitarfélagsins og rúm- lega það. Með nýju frumvarpi til leik- listarlaga sem lagt var fram á Alþingi í vetur er gert ráð fyrir að létta byrðinni af sveitar- stjórnunum því ofangreind skylda um stuðning til jafns við ríkið er felld niður. í frumvarp- inu segir um þetta: Sveitar- stjórnir veita fé til leiklistar- starfsemi í sveitarfélögum eftir því sem ákveðið er í árlegri fjárhagsáætlun þeirra. “ I skýr- ingum með frumvarpinu segir að brottfelling ákvæðisins um að framlag sveitarfélags skuli ekki vera minna en ríkisjóðs sé gerð „... með tilliti til megin- reglu um fjárhagslegt sjálfræði sveitarfélaga.“ Þannig er þetta útskýrt á viðeigandi hátt en staðreyndin stendur eftir að rekstur áhugaleikfélaganna hefur sjaldan verið erfiðari en einmitt nú. Leiklistarlagafrumvarpinu hefur nú verið frestað til haustsins eftir að margvíslegar athugasemdir bárust Mennta- málanefnd Alþingis í vetur. Væntanlega verður frumvarpið endurskoðað með tilliti til at- hugasemdanna sem fram komu og þ. á m. hlutur áhugahreyf- ingarinnar því hætt er við að rekstur leikfélaganna þyngist enn, ef sveitarfélögin verða ekki lengur bundin lagaskyldu um fjárframlag og hlutur leik- félaganna ekki réttur með öðr- um hætti í staðinn. A þingi BIL kom fram að í vetur hafi talsvert færri leikfélög sett upp leiksýningu en árin þar á und- an, þó endanlegar tölur um fjölda verkefna liggi ekki fyrir fyrr en lengra er komið fram á sumar. Stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga bar sig vel í skýrslu sinni á ársþinginu og benti á að þó heildarfjöldi verkefna stefndi í að verða minni eftir veturinn en árin á undan þá væri jákvætt hversu mörg ný íslensk verk væru á efniskrá leikfélaganna. Það er þróun í rétta átt. Því má samt ekki gleyma í þessu samhengi að starfsemi leikfélags byggist á áhuga þeirra sem þar gefa kost á sér til starfa. Þegar sífellt erfiðara verður að afla nauðsynlegra fjármuna til starfseminnar dregur úr áhuganum. Þó er ekki verið að tala um stórupp- hæðir eða umfangsmikinn rekstur. Kostnaður við eina leiksýningu áhugamannafélags liggur að meðaltali á milli 700 þúsunda króna og einnar millj- ónar. Þar í eru laun til leik- stjóra (ef hann er þá launaður) og ýmiss konar aðkeypt efni til gerðar leikmyndar, þúninga og kynningarefnis svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa leikfélögin ýms- an annan kostnað s.s. af tækni- búnaði og húsaleigu sem ekki verður undan vikist. I fæstum tilfellum ná leikfélögin að end- urheimta útlagðan kostnað með miðasölu einni saman, oftast er reynt að láta styrk ríkis (og bæjar) brúa bilið. Þó er fjarri því að dæmið gangi alltaf svo þægilega upp, heldur verða stjórnir leikfélaganna að beita ýtrustu útsjónarsemi til að setja ekki starfið snyrtilega á hausinn. Starfsemi áhugaleikfélag- anna er einn af hornsteinum menningarstarfs á landsbyggð- inni enda fullyrða pólitíkusar og menningarpáfar iðulega að ekkert pláss sé svo aumt að þar sé ekki starfræktur a.m.k. einn kór, kvenfélag og að sjálf- sögðu leikfélag. Gleymum því ekki að möguleiki á þátttöku í menningarstarfi vegur oft býsna þungt þegar fólk kýs að setjast að á tilteknum stað, eða - og það skiptir kannski meira máli - ákveður að vera um kyrrt eða flytjast burt. AÐSENDAR GREINAR Enn um ólæsi menning-arvita BRECHT-ÞÝÐANDINN Þor- steinn Þorsteinsson hefur nú svar- að langri gi'ein minni um ævisögu Fuegis um Bert Brecht. Svar hans er kurteist og manneskju- legt eins og hans var von og vísa, enda er hann víst mesti sóma- maður, hann rifjar meira að segja upp góða og gamla við- kynningu við Sigur- laugu konu mína. Eg verð var við nokkra hugarfars- breytingu hjá honum, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu, að þók Fuegis um Brecht hafi „tvímælalaust batnað og geti nú kall- ast ævisaga" - aftan í þetta hnýtir hann að vísu alls konar fyrirvöi'um um minni háttar atriði, sem ég er að vísu ósammála um, - bók- menntaleg smáatriði sem er ekki hægt að fara langt út í með pistli í dagblaði, það gæti tekið margar blaðsíður. Eg læt ekki toga mig út í það, heldur kýs ég að halda mér við aðalatriðin. Þorsteinn Þorsteinsson klykkir svo út með hugðnæmum lokaorð- um að hann óski mér alls velfarn- aðar í bókaútgáfu minni. Svona vináttuhót, þrátt fyrir nokkuð hörð „brektísk" smánaiyrði mín, met ég að sjálfsögðu mikils, og því flögraði satt að segja strax að mér, að nú ætti ég að biðja nafna minn að þýða hina þýsku bók Fuegis um Brecht á íslensku. Eg er nefnilega ekki alveg búinn að gefast upp og er að koma fyrir nýjum ífærum um hugsanlegan þýðingarstyrk - ef ég fengi hann gæti ég boðið verðug þýðingarlaun. En - En - En því miður era enn einhverjar sálrænir hindranir í vegi. I hinni stóru Brecht-grein minni fjallaði ég um tvö meginatriði sem svar við fordómafullum greinum Þorsteins Þorsteinssonar og Þorsteins Gylfasonar 1) Eg taldi að bók Fuegis væri frábær ævisaga sem í fyrsta skipti fjallaði á verðugan hátt um allar hliðar, bjartar og dimmar, á lífi og starfi Brechts. Eg tel söguna „án hneigðar“ en ekki var hægt að komast hjá því, hvað sárt sem manni þykir það, að Brecht var í rauninni siðlaus bulla. 2) Ég benti á þá furðulegu staðreynd, að af greinum þeirra nafnanna kæmi skýrt í ljós, að þeir hefðu aldrei lesið þessa bók sem þeir voru að gagn- rýna. Þess vegna kall- aði ég þá „ólæsa“ sam- kvæmt mælikvarða sem Guðbergur Bergs- son hafði sett upp nokkru áður í blaðagrein í DV. Þeir fóru bara með sleggjudóma Brecht var svo háður Ulbricht, segir Þorsteinn Thoraren- sen, sem leyfði honum skattfrítt að safna milljónum dollara á banka- innstæðu í Ziirich. eftir ómerkilegum óbeinum heim- ildum, hvað aðrir segðu um bók- ina. Þorsteinn Gylfason byggði grein sína t.d. mest á fréttagrein úr Time magasín!! Og nú hryggir það mig að verða að upplýsa, þrátt fyrir alla þá vin- semd sem Þorsteinn Þorsteinsson sýnir mér, að hann er enn „ekki læs“ og ég endurtek, - já, endurtek í „brektískri" kaldhæðni, að hann þyrfti að fara aftur í sjö ára bekk til að læra að lesa! Hann afhjúpar sig um þetta með umfjöllun sinni um samband harð- stjórans Ulbrichts við skáldið. Þar segir Þorsteinn Þorsteinsson: „Sagan um að Ulbricht hafi haldið sérstakri verndarhendi yfir Brecht er fremur neyðarleg ... o.s.fi-v.“ Síðan dregur hann upp úr pússi sínu, eins og það sé eittþvað óvænt - að Ulbridht hafi njósnað um Brecht og þetta á að sýna að þeir hafi sosum ekki verið neinir vinir. - En veit Þorsteinn? Þorsteinsson virkilega ekki að Ulbricht njósnaði um alla? Veit hann ekki að það var Ulbricht sem hóf fyrstu þreifingar í Los Angeles 1945 að Brecht sneri heim? Veit hann ekki að Brecht var svo háður Ulbricht að hann lét hafa sig í það að lýsa yfir fullum stuðningi við hann þegar hann bældi niður í blóði uppreisn verkamanna í Berlín 17. júní 1953? Yfirlýsing Brechts birtist áberandi á forsíðu Neues Deutschland og hafði svo geigvænleg áhrif að Brecht iðrað- ist síðar þessara svika við verka: lýðinn og orti ljóðið sem byrjar „I nótt sá ég í draumi fingur sem benti á mig.“ (Heut nacht im Traum sah ich Finger auf mich deutend). En Brecht forðaðist að birta þetta ljóð nokkurs staðar og það fannst ekki fyrr en hann var liðinn. Eftir dauða Stalíns lét Brecht stundum í það skína, eink- um við vestræna vini (upp á mark- aðinn), að hann hefði óbeit á kommúnísku einræði, Ulbricht sem alltaf njósnaði um hann vissi það vel, en haggaði ekki við Brecht sem forðaðist líka að láta þetta í Ijósi opinberlega. Hann sneyddi einnig hjá því að koma nokkurs staðar fram í hópi þeirra austur- þýsku rithöfunda sem kröfðust aukins frjálsræðis eftir dómadags- ræðu Krúsjeffs 1956 og hann studdi Ulbricht af öllum ki-öftum, þegar hann herti enn tökin eftir Ungverjalandsmálið, ofsótti og fangelsaði marga bestu vini Brechts sem höfðu orðið of opin- skáir, en við Brecht hreyfði hann ekki. Brecht var svo háður Ulbricht, sem leyfði honum skattfrítt að safna milljónum dollara á bankainnstæðu í Zúrich og hirða þar að auki handa sér um 5 milljón króna Stalínsverðlaun í hörðum gjaldeyii skattfrítt. A sama tíma Þorsteinn Thorarensen Jarðsprengjur - við leysum vandann saman JARÐSPRE N G J- UR valda þúsundum manna þjáningum og erfíðleikum á degi hverjum. Á undanförn- um mánuðum hefur hins vegar ýmislegt gerst - bæði hérlendis og erlendis - sem gefur fyrirheit um að vilji sé til að leysa þann vanda sem jarðsprengjur valda. Á degi hverjum verða um eitt hundrað manns fyrir jarð- sprengju, þrjátíu þeirra týna lífi en hinir verða örkumla fyrir lífstíð. Langflestir eru óbreyttir borgarar, fólk sem hvorki hefur klæðst einkennisbúningum né tek- ið sér vopn í hönd. Mörg fórnar- lambanna eru börn sem eru t.d. að leik á óbyggðum svæðum eða á leið í skóla. íslendingar styðja fórnarlömbin Rauði kross íslands hefur að undanförnu safnað styrktarfélög- um en framlög þeirra á þessu ári munu renna óskipt til stuðnings fórnarlamba jarð- sprengna. Framlögun- um verður varið til að endurhæfa fólk í Irak sem hefur misst útlim, oftast fótlegg, vegna jarðsprengju og einnig til að fræða íbúa í ríkj- um gömlu Júgóslavíu um hættuna af jarð- prengjum. Hvort tveggja er jafn mikilvægt. Rauði krossinn rekur sex endur- hæfingarstöðvar í Irak þar sem fólk fær ókeypis gervilimi og þjálf- un í að nota þá. I gömlu Júgóslavíu Sigríður Guðmundsdóttir íslendingar hafa sýnt fádæma góð viðbrögð, segir Sigríð- ur Guðmundsdóttir, við beiðni Rauða krossins um stuðning við fórnarlömb jarðsprengna. eru nú um þrjár milljónir jarð- sprengna í jörðu og þess vegna er mjög brýnt að fræða fólk þar - ekki síst börn - um hvernig forðast megi þessar vítisvélar. Islendingar hafa sýnt fádæma góð viðbrögð við þessari beiðni Rauða krossins. Þúsundir hafa sýnt stuðning sinn í verki og það er gleðilegt til þess að vita að al- menningur á Islandi vill styðja þá sem höllum fæti standa í öðrum löndum. Rauði kross íslands vill hér með þakka öllum þeim sem hafa lagt þessu máli lið. Algjört bann í augsýn Á alþjóðavettvangi hefur einnig orðið ánægjuleg þróun. I desem- ber sl. var gengið frá alþjóðleguum sáttmála um bann við jarðsprengj- um og nú hafa 124 ríki skrifað und-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.