Morgunblaðið - 13.05.1998, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 37
AÐSENDAR GREINAR
voru leikarar og starfsfólk við
Berliner Ensemble leikhús
Brechts á þvílíkum sultarlaunum
að þeir gátu varla dregið fram lífið
og kom fyrir að þeir hótuðu í ör-
væntingu verkfalli, sem var auðvit-
að stranglega bannað í Austur-
Þýskalandi. En annars ætlaði ég
aldrei að fara út í eitthvert
pólítískt þref um þetta. Ég vildi
helst að slíkt væri liðin tíð, nema
sem sagnfræðileg upplýsing. Það
verða engin stríðsglæparéttarhöld
haldin yfir Ulbricht eða Brecht úr
þessu.
Allt þetta virðist Þorsteinn Þor-
steinsson ekki hafa hugmynd um,
en um samskipti Brechts við Ul-
bricht er ijallað mikið af og til á
um 150 bls. í þýsku útgáfunni (bls.
720-870) í bók Fuegis. Það virðist
Þorsteini Þorsteinssyni með öllu
ókunnugt um og opinberar þannig,
svo ekki er um að villast, - já, ekki
um að villast - að hann hefur enn
aldrei lesið bók Fuegis sem hann er
alltaf að skrifa um gegnum gler-
augu annarra. Þetta finnst mér
dapurlegt og vildi nú án allrar
ögrunar eða stríðni bjóða honum að
skreppa til mín í Fjölvakjallarann í
Njörvasundi og fá hjá mér kaffi-
bolla með Sigurlaugu, ásamt
ókeypis eintaki af þýsku útgáfunni.
Hann kemst hvort sem er ekki hjá
því, ef hann ætlar að skrifa nokkuð
frekar í framtíðinni um Brecht, að
fá sér þessa ágætu bók, sem héðan
í frá hlýtur að verða grunnheimild-
in um allt sem við kemur Brecht og
leikstarfsemi hans.
Fyrir þónokkru frétti ég að
Þjóðleikhúsið ætlaði að sýna leik-
rit Brechts um Krítarhringinn (á
100 ára afmælinu), en því hefur
eitthvað verið frestað. Ég bíð
spenntur eftir því að hann verði
sýndur og hverjir verða tilgreindir
höfundar, því að það var eins með
hringinn og önnur spilverk
Brechts, að höfundar voru aðrir en
hann sjálfur. Hvernig verða höf-
undar nú kynntir í leikskrá? Verð-
ur Þorsteinn Þorsteinsson kannski
fenginn til að skrifa grein um
Brecht í leikskrána og tilurð Krít-
arhringsins? Ég held að upplýs-
ingar Fuegis um það verði ekki
sniðgengnar og Þjóðleikhúsið geti
nú auk þess komist í bobba um
greiðslu höfundarlauna.
Ég býst nú ekki við að taka
frekar til máls um þetta mál, öllu
má ofgera, jafnvel þó að það hafi
verið skemmtilegt að taka þátt í
þessu.
Höfundur er rithöfundur og bókaút-
gefandi.
cfii
i»JM íll
TJARNARGATA 44 (með rauða þakinu) á ísdegi Fáks á Tjörninni.
TVEIR bflar uppi á gangstétt 23. febr. 1996.
Tjarnarborg- - leik-
skóli án bílastæða
i
„Hannes Hafstein lét
reisa Tjarnargötu 33
árið 1909 og bjó þar um
skeið. Lárus Fjeldsted
hrl. eignaðist húsið
1927, en árið 1941 varð
Barnavinafélagið
Sumargjöf eigandi og
rak þar barnaheimili.
Uppeldisskóli Sumar-
gjafar tók til starfa í
þessu húsi árið 1946.
Hann vár forveri
Fósturskóla Islands.
Reykjavíkurborg eign-
aðist húsið árið 1965 og
hefur bamaheimili,
Tjarnarborg, verið rekið þar.“
Þessar upplýsingar eru úr bók
Páls.
II
Bílafjöldi á íslandi árið 1941 var
2476 bílar, en árið 1990 voru þeir
134181. Til undantekninga mátti
telja, að foreldrar kæmu á bifreið-
um með böm sín að Tjarnarborg á
fyrstu árum starfseminnar. For-
eldrar gengu eða hjóluðu þangað.
Var því ekkert ónæði að barna-
heimilinu fyrir nágrannana. Nú
þegar bílaeign landsmanna hefur
54-faldast á fimmtíu ámm, þá gef-
ur auga leið, að mörg vandamál
hafa skapast, þar sem flest húsin
við Tjamargötu voru
reist á fyrstu áratug-
um aldarinnar.
III
Fyrir nokkrum ár-
um var gerð mikil
breyting á Tjarnar-
götunni, frá nr. 10-40.
Einstefna frá Skot-
húsvegi að innkeyrslu
Ráðhúss Reykjavíkur
og ýmsar fleiri breyt-
ingar, sérstaklega við
Ráðherrabústaðinn,
nr. 32. Ibúar við
Tjamargötu voru
boðaðir á fund með
skipulagsstjóra Þor-
valdi S. Þorvaldssyni og bað hann
um ábendingar og óskir frá íbú-
um. M.a. hét hann því, að bíla-
stæði yrðu látin fylgja ákveðnum
húsum, þannig að þeir kæmust
þar með bíla sína. Því miður hefur
ekki orðið við neinum af óskum og
ábendingum íbúanna og bréfum til
borgarstjóra ekki verið ansað.
Ríkir nú fullkomið öngþveiti við
Tjarnarborg á vissum tímum
dagsins, t.d. kl. 9, 12, 13 og 17,
þegar komið er með börnin og þau
sótt. Bílum er lagt upp á gang-
stéttir fyrir framan glugga okkar
nágrannanna, þeir hafðir í gangi
og dioxíð leggur inn um opna
glugga. Þau hörmulegu mistök
áttu sér stað við endurhæfingu
Tjarnargötunnar í einstefnugötu,
að halli er rangur, þannig að í
stórrigningum myndast stórir
pollar við Tjarnargötu 33 og 34.
Nefna íbúarnir stærri pollinn
krúsapoll eftir þáverandi borgar-
stjóra, en minni pollinn Valdatjörn
eftir skipulagsstjóra. Hreinsunar-
deild Reykjavíkurborgar hirðir
aldrei um að hreinsa úr niðurföll-
um, eða hreinsa úr rennusteinum,
svo þetta er ákaflega ólystugt um-
Nú gerum við
Tj arnargötubúar
þær kröfur, segir
Leifur Sveinsson,
að bflastæðismálum
Tjarnarborgar
verði komið í lag.
hverfi, sem blessuðum börnunum
er boðið upp á. Það er mannlegt
að gera mistök. Skipulagsyfírvöld
ættu því að gera gangskör að því,
að koma fyrir bílastæðum fyrir
neðan Ráðherrabrekkuna, t.d. á
Tjarnarbakkanum fyrir framan
húsin 28 og 30. Þar yrðu eingöngu
stæði fyrir foreldra barna frá
Tjarnarborg. Auðvitað án gjalds í
stöðumæla. Lokað yrði þá bæði
dyrum og hliði að vestan hjá
Tjarnarborg, aðeins innkoma að
austan.
rv
Lokaorð
Mér þykir vænt um Tjarnar-
borg. Omæld er sú ánægja sem ég
og fjölskylda mín höfum haft af því
að fylgjast með börnunum í leik og
starfi. Báðar dætur mínar hafa
verið á Tjarnarborg og líkað þar
vel. Foreldrar bamanna mættu
vera löghlýðnari og leggja bílum
sínum þar sem það er leyft, en
ekki ala böm sín upp í lögbrotum.
Það er ógæfulegt.
En nú líður senn að borgar-
stjórnarkosningum og nú gerum
við Tjarnargötubúar þær kröfur,
að bílastæðismálum Tjarnarborg-
ar verði komið í lag. Við annað
verður ekki unað. Borgarverk-
fræðingur hefur hundsað beiðni
mína um hreinsun á rennistein-
um. Gegni hann ekki skyldu sinni
mun ég hreinsa rennusteininn
sjálfur og gera Reykjavíkurborg
reikning á taxta lögmanna og
draga upphæðina frá fasteigna-
gjöldum mínum v. Tjarnargötu
36.
Höfundur er lögfræðingur í Keykja-
vfk og býr í Tjamargötu 36.
Leifur
Sveinsson
ir hann. íslendingar eru þar á
meðal en íslensk stjórnvöld hafa
frá upphafi stutt alþjóðlegt bann
við jarðsprengjum.
Enn er þó verk að vinna því ein-
ungs átta ríki hafa staðfest sátt-
málann en til þess að hann öðlist
gildi þurfa fjörutíu ríki að stað-
festa hann. Islenskir stjórnmála-
menn geta því sýnt hug sinn í
verki með því að staðfesta sáttmál-
ann sem fýrst og hvetja önnur ríki
til þess sama.
Atburðir síðustu mánaða sýna
að almenningur og stjórnvöld á ís-
landi eiga samleið með Rauða
krossinum í því að hjálpa fórnar-
lömbum jarðsprengna og koma í
veg fyrir að fleiri verði þessum
voðavopnum að bráð. Það er
ánægjulegt og ber að þakka.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur
og skrifstofustjóri alþjóðadeildar
Kauða kross íslands.
FLÍSASKERAR
OG FLÍSASAGIR
Stórhöfða 17, við Guilinbrú,
sími 567 4844
Girðingarefni
í úrvali
Túngirðingarnet, staurar,
gaddavír og rafgirðingarefni
og allt í rafgirðinguna
Staurar fyrir allar girðingar
V/ð leggjum rækt við ykkar hag
MR búðin • Laugavegi 164
Símar: 551 1125« 552 4355* Fax: 552 4339