Morgunblaðið - 13.05.1998, Qupperneq 44
44 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLADIÐ
+
Ástkaer sambýlismaöur minn, faðir okkar
tengdafaðir og afi,
KRISTINN VALBERG GAMALÍELSSON,
Þórustöðum II,
Ölfusi,
sem andaðist föstudaginn 8. maí sl., verður
jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn
16. maíkl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Kristín Emma Finnbogadóttir,
og börn,
Aðalheiður Björg Kristinsdóttir, Jóhann Bessi Ólafsson,
Guðríður Bjarney Kristinsdóttir, Lýður Pálsson,
Sæunn Ósk Kristinsdóttir, Pétur Björnsson,
Gunnar Kristófer Kristinsson
og barnabörn.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ERIK KONDRUP,
áður til heimilis
að Hvannavöllum 2,
Akureyri,
lést á hjúkrunaheimilinu Seli, Akureyri,
daginn 9. maí.
Útförin fer fram frá Höfðakapellu á fi
föstudaginn 15. maí kl. 13.30.
Víking Eiríksson, Ellen S. Svavarsdóttir,
Sigmar Eiríksson,
Hanna Fjóla Eiríksdóttir, Jón M. Brynleifsson,
Sif K. Eiríksdóttir, Sigurður Thorlacius,
Gunnar J. Eiriksson, Sólveig H. Sverrisdóttir,
afabörn og langafabarn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tenda-
faðir, afi og langafi,
INGIMAR BALDVINSSON
bifreiðastjóri,
Suðurgötu 47,
Siglufirði,
varð bráðkvaddur sunnudaginn 10. maí.
Jarðsett verður frá Siglufjarðarkirkju laugar-
daginn 16. maí kl. 14.00.
Vilborg Jónsdóttir,
María Ingimarsdóttir, Eiður Helgi Sigurjónsson,
Birgir Ingimarsson, Birna Dís Benediktsdóttir,
Jón Helgi Ingimarsson, Agnes Þóra Björnsdóttir,
Baldvin Ingimarsson, Hrefna Katrín Svavarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
GUÐLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum sunriudaginn 10 maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Gísli ívar Jóhannesson,
Agnar Sigurbjörnsson, Jórunn Dóra Valsdóttir,
Páll Sigurbjörnsson, Lísa Dóra Sigurðardóttir,
Helgi Þór Sigurbjörnsson, Árdís Hrönn Jónsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og
afi,
BERGUR LÁRUSSON
frá Kirkjubæjarklaustri,
sem lést þriðjudaginn 5. maí, verður jarðsung-
inn frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn
16. maíkl. 14.00.
Jarðsett verður á Kirkjubæjarklaustri.
Sætaferðir verða frá B.S.Í kl. 9.30.
Elín Bergsdóttir,
Brynja Bergsdóttir,
Kristín J. Harðardóttir, Sigurður Konráðsson,
Hörður Á. Harðarson
og barnabörn.
+ Sólveig Guð-
mundsdóttir
fæddist á Breiðaból-
stað á Skógarströnd
7. september 1911.
Hún lést á hjúkrun-
ardeild Hrafnistu 5.
maf síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur
Halldórsson, f. 26.
febrúar 1871, d. 23.
apríl 1945, bóndi á
Breiðabólstað, á Kljá
og í Ólafsey og síðar
verkamaður í
Reykjavík, og Mar-
grét Björnsdóttir, f. 3. ágúst
1888, d. 7. nóvember 1962, hús-
móðir. Systkini Sólveigar eru:
Sólveig Guðmundsdóttir móður-
systir eða Veiga frænka eins og við
öll frændsystkinin kölluðum hana
fæddist á Breiðabólstað á Skógar-
strönd. Foreldrar hennar voru
Margrét Bjömsdóttir og Guð-
mundur Halldórsson sem lengi vel
var ráðsmaður hjá bróður sínum
séra Lárusi Halldórssyni á Breiða-
bólstað.
Veiga var næstelst níu systkina
auk þess að eiga eina hálfsystur.
Hún giftist aldrei en hélt lengst af
heimili með móður sinni og síðan
Gunnari bróður sínum.
Þótt langt sé um liðið síðan hún
stundaði nokkra atvinnu, þá þótti
hún listagóð saumakona hér áður
fyrr, sótti námskeið 1 þeim fræðum
og tók að sér heimaverkefni fyrir
verslun Haraldar Arnasonar og
Andrés Andrésson klæðskera.
Síðustu árin átti Veiga við mikla
vanheilsu að stríða og naut hún þá
góðrar aðstoðar systra sinna og
ber sérstaklega að þakka Unni.
Að sögn las afi alltaf húslestur,
er við hæfi að kveðja Veigu með
einum slíkum:
Hver dagur, vika, ár og öld
sér á að lokum síðast kvöld.
Að settri tölu á sömu lund
vor svo mun koma dauðastund.
Oss unn þá, Jesú, - ég þess bið -
með öruggt geð að skiljumst við.
Stefanía.
Elsku Veiga frænka. Nú ert þú
horfín á braut, burtu frá þínum
stóra frændgarði. Þegar við hugs-
um til baka koma margar góðar
minningar upp í hugann. Sam-
heldni ykkar systkinanna var al-
veg einstök. Þú varst alltaf svo hlý
og góð og nærvera þín vakti ávallt
með okkur ró og gleði.
Með Veigu frænku er gengin
ljúf og hógvær manneskja. Veiga
ólst upp í foreldrahúsum vestur í
Breiðafírði. Hún var næstelst
systkina sinna og kom það því í
hennar hlut, öðrum fremur, að
hjálpa til á heimilinu, bæði við bú-
störfín sem og við að gæta og ala
önn fyrir yngri systkinum sínum.
Veiga var mikil handavinnukona
og jafnframt því að hjálpa til á
heimilinu prjónaði hún mikið og
saumaði bæði á systkini sín og
skyldmenni. Árið 1935 fluttist hún
til Reykjavíkur þar sem hún bjó
með foreldrum sínum og ól önn
fyrir þeim er heilsu þeirra fór að
| “Wmblómaverkstæði i
I IJlNNA I
Gunnar Þórarinn, f.
1909, Halldór, f.
1913, d. 1994, Björn
Valdimar, f. 1914, d.
1948, Sigríður, f.
1917, Lárus, f. 1919,
d. 1992, Elín, f. 1923,
Unnur, f 1925, og
Þóra f. 1928. Hún
átti eina hálfsystur,
Aðalheiði Guð-
mundsdóttur, f.
1899, d. 1984.
Sólveig var ógift
og varð ekki barna
auðið.
Utför Sólveigar
fer fram frá Fossvogskapellu í
dag og hefst athöfnin klukkan
15.
hraka. Hún stundaði hannyrðir
heima við og saumaði m.a. fyrir
verslun Haralds Árnasonar. Þá
vann hún einnig við saumaskap hjá
Andrési klæðskera. Eftir að móðir
hennar féll frá bjó Veiga með
Gunnari bróður sínum í Hvassa-
leitinu, þar sem þau áttu hlýlegt
heimili. Veiga var heimakær og
naut þess mest að sitja við sauma
og hannyrðir. Veiga var alltaf boð-
in og búin að rétta okkur hjálpar-
hönd. Reyndist hún móður okkar
oft vel því barnahópurinn var stór
og um margt að hugsa. Eftir að
heilsu hennar fór að hraka svo að
hún þurfti stöðugrar umönnunar
við var hún flutt á Landakot og
síðar á hjúkrunarheimilið Hrafn-
istu.
Þegar komið er að leiðarlokum á
löngum lífsferli þínum viljum við
systkinin færa þér okkar bestu
þakkir fyrir allar samverustund-
irnar. Kæra frænka, megi ljós
drottins lýsa þér á æðri vegum.
Blessuð sé minning þín.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgarþraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
(V. Briem)
Margrét Gunnarsdóttir
og systkini.
Nú er hún Sólveig móðursystir
mín eða Veiga frænka horfm úr
þessu jarðlífi. Hún var sérstaklega
prúð og hlédræg manneskja sem
lifði einföldu og fábrotnu lífi. Og
var sæl með sitt. Veigu einkenndi
einstök þjónustulund og góðsemi
við sína nánustu. Hún hafði unun
af því að hjálpa til og vera þeim
innan handar þegar þörf var á.
Veiga hélt fyrst heimili með móður
sinni og eldri bróður Gunnari. Þau
Gunnar voru bæði ógift og barn-
laus og héldu heimili saman allt til
síðustu ára er heilsuleysi fór að
gera vart við sig. Veiga reyndist
yngri systrum sínum ómetanleg
aðstoð þegar börn þeirra voru lítil
og saumaði meðal annars föt á þau
og aðra. Hún var mikil listasauma-
kona og virðist í raun hafa verið al-
ger snillingur á því sviði því hún
var algjörlega ómenntuð í faginu.
Veiga vann á sínum yngri árum við
saumaskap og var gjarnan sett í
flókin og vandasöm verkefni svo
sem að sauma kjólföt, smókinga og
annað er krafðist vandvirkni og
þekkingar.
Veiga var hvers manns hugljúfí
og fór vel með sitt. Það er í raun
synd fyrir okkur yngstu systkina-
börnin að hafa ekki kynnst Veigu
fyrr því á síðari árum dró hún sig
að sumu leyti nokkuð í hlé frá
skarkala hins daglega lífs og varð
því erfiðara að kynnast hennar
innri manni, sem ég veit að hafði
margt gott að geyma.
Eg votta systkinum Veigu sam-
úð mína en þó einkum Gunnari
sem nú hefur misst lífsförunaut
sinn og góðan vin. Blessuð sé
minning Sólveigar.
Ástríður M. Sigurðardóttir.
Hinn 5. maí lést Solveig Guð-
mundsdóttir á Hrafnistu í Reykja-
vík. Solveig var fædd að Breiðaból-
stað. Foreldrar hennar voru þau
Margrét Björnsdóttir frá Emmu-
bergi á Skógarströnd og Guð-
mundur Halldórsson, bóndi á Mið-
hrauni, Breiðabólstað, Ólafsey og
víðar. Þau hjón fluttust síðar til
Reykjavíkur. Solveig var önnur í
röð níu alsystkina, Guðmundur átti
dóttur frá fyrra hjónabandi en
fyrri kona hans var Solveig
Jónatansdóttir sem lést af veikind-
um. í þessum stóra systkinahóp
við uppeldis aðferðir sem lítið
höfðu breyst frá landnámsöld, varð
Solveig fljótt fullorðin og tók til
hendinni við hin ýmsu verk sem til
féllu á stóru heimili. Það var ekki
spurt hvað langar þig að verða, en
hún hefði vafalaust svarað lista-
kona hefði hún verið spurð. Sol-
veig var listakona í höndunum, hún
gat breytt hvaða tusku sem var í
dýrindis flík og þurfti ekki á sniði
að halda svo að vel tækist til. En
heimilið þurfti ekki á hirðklæðum
að halda þannig að uppistaðan í
saumaskapnum var að útbúa
vinnufatnað á föður og bræður,
kot, klukkur og kjóla á yngri syst-
ur. Seinna meir vann Solveig á
saumastofu í Reykjavík.
Solveig var ógift og barnlaus en
bjó í Hvassaleiti 46 með bróður
sínum Gunnari. Síðustu árunum
eyddi Solveig á Landakoti og síðan
á Hrafnistu. Móðir mín naut góðs
af því að eiga þessa ógiftu systur
sem alltaf var hægt að leita til ef
fjölgaði í fjölskyldunni eða fá eitt-
hvað saumað í hvelli og alltaf brást
hún vel við. Hún var róleg, yfir-
veguð og hafði gott lag á okkur
krökkunum og sagði okkur frá lið-
inni tíð. Það var ekki alltaf létt lífið
hennar, hún hafði fengið Akureyr-
arveikina og náði sér aldrei til fulls
eftir það. Þá lenti hún einnig í
þeirri h'fsreynslu að standa við
gluggann á heimili sínu í Skerja-
firði þegar flugvél hrapaði á næsta
hús, í dag væri vafalaust veitt
áfallahjálp eftir svona reynslu en
frænka mín lifði með þessari erfiðu
minningu í hugskotinu og fékk
lengi vel martraðir og þorði ekki
að fljúga. Eitt minningarbrot að
lokum en þá bjó ég í Hveragerði.
Þær systur Aðalheiður og Solveig
gistu hjá mér. Við höfðum átt
ánægjulegan dag, Aðalheiður var
kvöldsvæf og fór snemma í koju en
við sátum eftir og spjölluðum. Það
var komin mið nótt þegar Aðal-
heiður vaknaði við skvaldrið í okk-
ur og kom fram þá orðin úthvíld.
Þær systur gengu út í garð. I næt-
urkyrrðinni og gróðurilminum
urðu þær eins og litlar stelpur,
þær fóru að rifja upp jurtir og
blóm bernskunnar. Síðan settust
þær í grasið, fóru með þulur og
ljóð, rifjuðu upp liðna tíð og
flissuðu. Þegar ég frétti andlátið
skein sól í heiði og í huga minn
kom setning úr Davíðssálmi en þar
segir: „Á grænni grundu lætur
hann mig hvílast“, þá minntist ég
Solveigar í garðinum í Hveragerði
og það létti í huga mér við þetta
fyrirheit.
Far nú í friði, frænka mín kær.
Foreldrar mínir vilja koma
kveðjum og þakklæti til allra sem
önnuðust um Solveigu síðustu árin.
Margrét M. Ragnars.
SÓLVEIG
G UÐMUNDSDÓTTIR
Skólavöröustíg 12.
á horni Bergstafíastrætis,
sími 551 9090
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.