Morgunblaðið - 13.05.1998, Síða 49

Morgunblaðið - 13.05.1998, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 49 FRÉTTIR Afsteypa af Sæmundi á selnum afhjúpuð í Odda AFSTEYPA af „Sæmundi á seln- um“ verður afhjúpuð sunnudaginn 17. maí í Odda á Rangárvöllum. Eft- ir hádegi sama dag verður Odda- stefnan 1998 í „Hlíðarenda" á i Hvolsvelli. A Oddastefnu verður annars vegar fjallað um Sæmund fróða og kristni og hins vegar um Sæmund og Njáluslóð. Um nokkurt skeið hefur, undir forystu sr. Sigurðar Jónssonar í Odda, verið aflað fjár til að standa straum af kostnaði við afsteypu styttu Ásmundar Sveinssonar. Langflest framlög hafa komið úr héraðinu, segir í fréttatilkynningu. Hátíðardagskrá þessa sunnudags ( verður sem hér segir: Messa í Odda á Rangárvöllum hefst kl. 10.30. Par prédikar sr. Sig- urður Sigurðarson, vígslubiskup í Skáiholti. Síðan verður gengið út, sr. Sváfnir Sveinbjarnarson pró- fastur ávai-par söfnuðinn, segir af- mælisdagskrá Rangæinga vegna 1000 ára afmælis kristnitökunnar setta, og afhjúpar styttuna. Síðan flytur ávarp staðgengill rektors Há- skóla íslands, dr. Stefán Karlsson, i forstöðumaður Ámastofnunar. Þá segir formaður Oddafélagsins, dr. Þór Jakobsson, örfá orð. Að svo ' búnu les ung stúlka úr sókninni þjóðsöguna Sæmundur fær Odd- ann, sem er uppspretta myndverks Ásmundar Sveinssonar. Lokaorð flytur sr. Sigurður Jónsson í Odda. Áletrun er á steininum sem stytta mun hvfla á. Steinn þessi er íslensk- ur, brúnleitur og settur skófum hér og hvar. Hann mun standa einn metra upp úr jörð, og á honum stendur síðan bronsafsteypan sjálf, 93 cm há, þannig að mannvirkið stendur alls 193 cm upp úr jörð. Oddastefnan 1998 hefst síðan kl. 14 í Hlíðarenda á Hvolsvelli að loknu hádegishléi. Henni lýkur kl. 18. Ráðstefnugjald verður eitt til tvö hundruð krónur fram yfir veit- ingar í kaffihléi. Ráðstefnustjóri verður Friðjón Guðröðarson sýslu- maður. Dagskrá er nær fullmótuð. Fyrst er meginerindi sem tíðum hefur verið nefnt Oddastefnuer- indi. Það flytur nú dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson prófessor. Erindið nefnist Sæmundur og upphaf kristni á Islandi; Þór Jakobsson les óbirta ritgerð eftir Helga Hannes- son frá Sumarliðabæ í Rangárþingi (1896-1989) er nefnist Sæmundur fróði var frumkvöðull Njálu; Helgi Freysteinn Sigurðsson og Elsa G. Vilhjálmsdóttir jarðfræðingar flytja erindi er nefnist Náttúru- mótun sögusviðs Njálu; Magnús Finnsson frá Lágafelli verður með hugleiðingar og vangaveltur um Njáluslóð og Guðmundur Sæ- mundsson, kennari í Skógum, flyt- ur erindi er nefnist Njáluslóð á tölvu. Að erindum loknum verða al- mennar umræður. ( I I Iþróttavorleikar í Tennishöllinni IAK (íþróttafélag aldraðra í Kópa- vogi) efnir til íþróttavorleika í Tenn- ishöllinni, Dalsmára 9-11, Kópavogi, þriðjudaginn 19. maí. Allir íbúar 1 Kópavogs, 60 ára og eldri, eru vel- l komnir og sérstaklega hvattir til að , taka þátt. Markmiðið með vorleikunum er að kynna og auka fjölbreytni í íþróttaiðkun, þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi. I boði er m.a. leikfimi, blöðru-blak, krokkett, bandí, dansar, boccia, pílukast, pútt, boltaspörk og -köst og ýmsir smá- leikir. Dagskráin hefst kl. 10 með inn- 1 marsi og setningu og lýkur kl. 15. I Þátttökugjald er 800 kr. og er léttur ( hádegisverður innifalinn. Þátttaka tilkynnist sem fyrst í félagsmiðstöð- inni Gjábakka og Gullsmára. Gengið með ströndinni HAFNAGÖNGUHÓPURINN gengur með strönd Reykjavíkur- borgar miðvikudaginn 13. maí og að ( skipshlið skipanna í höfninni. Farið | verður frá Hafnarhúsinu, að austan- verðu við akkerið, kl. 20 og út í fræðslutorgið á Miðbakkanum, það- an með höfninni út í Reykjanes í Örfirisey og áfram með ströndinni að fjörumörkum Reykjavíkurborgar og Seltjarnamesbæjar. Til baka um Landakotshæð og Arnarhólsholt, Skólavörðuholt, niður að Sólfari við Sæbraut og með ströndinni að Ing- ólfsgarði og síðan höfninni á I fræðslutorgið. Gönguferðinni lýkur i við Hafnarhúsið. A leiðinni verður farið um borð í langskipið Islending. Myndakvöld Ferðafélagsins SÍÐASTA myndakvöld Ferðafélags Islands fyrir sumarið verður haldið í Ferðafélagssalnum, Mörkinni 6, í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30. Myndakvöldið verður tileinkað há- lendi Islands, en fyrir hlé mun Bjöm Hróarsson jarðfræðingur sýna fjölbreyttar myndir af nátt- úruperlum á hálendinu og af svæði nýju árbókarinnar: Fjallajarðir og Framafréttur Biskupstungna. Eftir hlé verða nokkrar sumarleyfisferðir kynntar, auk hvítasunnuferða. Hægt verður að skrá sig í Ferða- félagið á myndakvöldinu og fá þar nýju árbókina. Afmælistilboð á ferðabók Konrads Maurers er framlengt út þessa viku. Helgarferðir um næstu helgi em Þórsmörk - Langidalur og Eyja- fjallajökull - Hátindaleið, skíða- ganga. Gist verður í Skagfjörðs- skála. Vorí Vesturbæ EFNT verður til vorhátíðar í Fé- lags- og þjónustumiðstöð aldraðra, Aflagranda 40, Reykjavík, dagana 14., 15. og 16. maí. Þessa daga verður margt til gam- ans gert, m.a. bingó með góðum vinningum, danssýning, harmoníku- leikur og dansleikur. Þar munu Hjördís Geirs og félagar sjá um fjörið. Allir eru velkomnir í félags- miðstöðina. Eldri borgarar eru hvattir til að taka þá yngri með sér og eiga með þeim notalega stund í félagsmiðstöðinni. Kaffiveitingar verða alla dagana. Á VORLEIKUM ÍAK verður keppt í ýmsum íþróttum. BJARTMAR Guðlaugsson ásamt Tómasi Tómassyni, James Olsen og Friðþjófi Isfeld heldur tónleika á Fógetanum í kvöld. Tónleikar á Fógetanum BJARTMAR Guðlaugsson heldur tónleika á Fógetanum í kvöld, mið- vikudag, kl. 22. Þar mun hann mæta með gítarinn og munnhörpuna og njóta aðstoðar þeirra Tómasar Tómassonar gítar- leikara, James Olsen trommuleik- ara og Friðþjófs ísfeld bassaleik- ara. Rúnar Júlíusson mun blanda sér í hóp þeirra félaga og ætla þeir Rúnar og Bjartmar að frumflytja tvö lög sem þeir hafa nýlega samið. Laugardagskvöldið 16. maí verða Bjartmar og félagar i Mosfellsbæn- um í Álfafoss fót bezt, þar sem þeir munu spila á miðnæturtónleikum. í sumar er væntanleg hjá Spori hf. hljómplata með 20 vinsælustu lög- um og ljóðum Bjartmars. Paul Welch kynnir námskeið í innri vinnu KYNNINGARKVÖLD undir kjör- orðinu „Lifum af ástríðu, opnum hjartað og látum okkur annt um hvert annað“, verður haldið fimmtudaginn 14. maí kl. 20 í Lífs- sýnarsalnum, Bol- holti 4, 4. hæð. Þar kynnir Paul Welch námskeið sitt „Living a Passion Dancer’s Heart“. Paui Weich Námskeiðið fer fram 3.-7. júní á Reykhólum á Barðaströnd. Þetta er fjögurra daga innri vinna og andleg fræðsla þar sem þátttakendur læra að fella vinnuna með sjálfan sig inn í dag- lega lífið, kyrra hugann og tengjast æðri vitund, segir í fréttatilkynn- ingu. Aðgangseyrir er 500 kr. Hafnarfjörður Framsóknar- menn boða til opins fundar FRAMSÓKNARMENN í Hafnar- firði efna til opins fundar fimmtu- dagskvöldið 14. maí um fjölskyldu- og heilbrigðismál í bænum. Fundur- inn verður haldinn í Hraunholti, Dalshrauni 15 og hefst kl. 20.30. Yfirskriftin er „Bætum einstakling- inn, fjölskylduna og bæjarfélagið“. Frummælendur verða Halldór Ás- grímsson utanrfldsráðherra, Þor- steinn Njálsson heimilislæknir og Guðrún Hjörleifsdóttir leiðbeinandi. Þorsteinn skipar fyrsta sæti á B- listanum en Guðrún annað sætið. Pallborðsumræður verða á eftir og stjómandi þess verður Jóhanna Engilbertsdóttir fjármálastjóri og formaður Landsambands fram- sóknarkvenna. Aþjóðaheilbrigð- isráðstefna um heilsu kvenna ALÞJÓÐLEGA ráðstefnan Heilsa kvenna: vinna, krabbamein og frjó- semisheilbrigði verður haldin á Hótel Loftleiðum dagana 14.-16. maí og fer hún fram á ensku. For- seti Islands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, er verndari ráðstefn- unnar. Þekking á heilsufarsháttum í vinnuumhverfi kvenna er takmörk- uð, en um langa hríð hafa áhrif vinnu á heilsufar karla verið við- fangsefni rannsókna. Víða um lönd er nú lögð sértök áhersla á að efla rannsóknir á þessu sviði og má þar nefna átaksverkefni hjá bandarísku heilbrigðisstofnununum og Rann- sóknarstofnun vinnuverndar í Sví- þjóð. Markmið ráðstefnunnar í Reykja- vík er að draga saman nýjustu þekkingu á þessu sviði og hvetja til frekari rannsókna. Vísindamenn hvaðanæva að úr heiminum munu nú kynna rannsóknir sínar með stuttum erindum og veggspjöldum. Fjögur lengri lykilerindi verða flutt af erlendum fyrirlesurum. Fjölmargar erlendar stofnanir og samtök styrkja ráðstefnuna, t.d. Bandaríska krabbameinsstofnunin og fleiri bandarískar heilbrigðis- stofnanir, Alþjóðlega krabbameins- stofnunin, Evrópubandalagið og Rannsóknarstofnun vinnuverndar í Svíþjóð. Meðal innlendra styrktar- aðila má nefna félagsmálaráðuneyt- ið, heilbrigðisráðuneytið, Reykja- víkurborg og Vinnueftirlit ríkisins, sem hafði forgöngu um að ráðstefn- una. í undirbúnings- og vísindanefnd hafa setið: Hólmfríður K. Gunnars- dóttir og Vilhjálmur Rafnsson frá atvinnusjúkdómadeild Vinnueftir- lits ríkisins, Shelia Hoar Zahm frá bandarísku krabbameinsstofnun- inni í Lyon í Frakklandi, Kristina Kjærheim frá Krabbameinsskránni í Noregi og Lucy Carpenter frá Bretlandi, sem mú er við störf í Ug- anda í Afríku. Fjölmargir vísindamenn hvaðanæva að úr heiminum hafa lagt ráðstefnunni lið með því að sitja í vísindanefnd, sem ásamt með fyrrgreindum aðilum undirbúnings- og vísindaenfndar hafa lagt dóm á aðsent efni fræðimanna. Hal’naríjörður Eldri borgarar funda með fram- bjóðendum FRAMBOÐSFUNDUR verður haldinn í félagsheimili Félags eldri borgara í Ilafnarfirði, Reykjavíkur- vegi 50, fimmtudaginn 14. maí kl. 14. Fulltrúar allra framboðslista til bæjarstjómar munu gera grein fyr- ir stefnumálum sínum og svara fyr- irspurnum. Fyrirlestur um nýju trygginga- lögin FORELDRAFÉLAG misþroska barna heldur fyrirlestur um trygg- ingamál og nýju tryggingalögin í Safnaðarheimili Háteigskirkju í dag, miðvikudag kl. 20.30, gengið inn frá bflastæði bak við kirkjuna, Fræðslufulltrúi Tryggingastofn- unar ríkisins, Sæmundur Stefáns- son, kynnir félagsfólki nýju trygg- ingalögin, einkum með tilliti til þessa hóps barna. Aðgangur er ókeypis. Jóga undir Jökli GRUNNNÁMSKIÐ í Hatha-jóga verður haldið í Brekkubæ, Hellnum - á Snæfellsnesi, dagana 15.-17. maí. Á námskeiðinu verða kenndar grunnlíkamsstöður jóga, önd- unaræfingar og slökun. Auk þess verða gefnar upplýsingar um mataræði, föstur, hreinsanir og far- ið lauslega í jógaheimspekina. Gisting og fæði er innilfalið í verði auk þess eru kvöldvökur og gönguferðir skipulagðar. LEIÐRÉTT „Rétt“ féll niður MORGUNBLAÐIÐ birti grein eftir Gunnstein Gunnarsson lækni fimmtudaginn 7. maí, sem fjallaði um Haneshjónin. I niðurlagi grein- arinnar, raunar síðustu setningu hennar, féll niður eitt orð og er beð- izt velvirðingar á því. Setningin átti að vera svona: „Reynum að fá úr því skorið hvort bandaríska réttarkerf/ ið hafi réttað rétt í máli þeirra." / Ártölin skoluðust til Halla Halldórsdóttir, forseti bæj- arstjórnar Kópavogs og skipar 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Kópa- vogi, bað Morgunblaðið að koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingu við grein hennar um þjónustu við íbúa í Lindahverfi í Kópavogi: „Nýr leikskóli rétt vestan við Lindaskóla (við Núpalind) verður tekinn í notkun árið 1999 en ekki ár- ið 2001, eins og sagt var í greininni. En leikskóli í Salahverfi verður tek- inn í notkun árið 2001. Halla Halldórsdóttir." Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla í Ármúlaskóla í frétt um utankjörfundarkosn- ingar i blaðinu í gær, er sagt að í Ármúlaskóli sé einungis opinn virka daga frá kl. 10-12, 14-18 og 20-22. Rétt er að hann er opinn alla daga fram að kosningum og á uppstign- ingardag 22. maí. Beðist er velvirðingar á þessum, mistökum. + Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur hlýhug og velvild við andlát og útför sambýlismanns míns, föður og afa, LÝÐS KR. JÓNSSONAR, Blikahólum 4. Kristin Vigfúsdóttir, Vigfús Lýðsson, Kristinn Lýður Vigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.