Morgunblaðið - 13.05.1998, Page 50
50 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
1Í
Dýraglens
Grettir
Tommi og Jenni
Ferdinand
''WHO LEFT THE D00R OPEN?"
THAT'5 MV NEW PHILOSOPHT..
|‘m 5l)RE IT LOILL BE A
6REAT 50URCE OF C0MF0RT
DURIN6 TIME5 0F STRESS..
„Hver skildi dyrnar eftir opnar?“
Þetta eru nýju einkunnarorðin
mfn...
Ég er viss um að þau verða til mik-
iilar huggunar í öllu stressinu...
Ég sé að þú ert búinn með alla
mjólkina einu sinni enn.
Hver skildi dyrnar eftir opnar?
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Snúið út úr
þjóðg'arðinum!
Frá Jóhanni Jónssyni:
VIÐ lestur greinar eftir Ai-na
Bragason, forstjóra Náttúruvemd-
ar ríldsins, í Morgunblaðinu 8. maí
1998, þar sem hann í lok greinar
segir að Sigurjón Benediktsson og
aðrir landsmenn séu velkomnir í
þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum,
langar mig til að upplýsa hann um
heimsókn mína í þann tiltekna
þjóðgarð fyrir nokkrum árum, sem
breytti afstöðu minni til fyrirkomu-
lags náttúruverndar og ríkisfyrir-
hyggju.
Þannig er mál með vexti að ég
og bræður mínir tveir ei-um vanir
að hittast um verslunarmannahelg-
ina ásamt fjölskyldum okkar og
njóta útiveru saman, í þetta skipti
var ákveðið að bræður mínir kæmu
frá Akranesi þar sem þeir búa til
Akureyrar þar sem ég bý og við
myndum fara í þjóðgarðinn í Jök-
ulsárgljúfrum og ganga í Hólma-
tungur, sem ég hafði áður farið.
Ekki komst annar bróðir minn í
það skipti þannig að við fórum
tveir með fjölskyldur okkar, sam-
tals átta manns. Allt gekk sam-
kvæmt áætlun þar til við vorum
komnir niður í Vesturdal um kl. 4
e.h. Þegar við komum inn á svæðið
koma tveir landverðir hlaupandi á
móti okkur og segja að tjaldsvæðið
sé orðið fullt og við getum ekki
tjaldað þar, en þar sem veðrið var
mjög gott og við vissum ekki hvað
við ættum að gera var ákveðið að
ganga inn í Hljóðakletta og sögð-
um við landvörðunum það og ókum
síðan í áttina að bílastæðinu sem er
næst Hljóðaklettum. Á leiðinni sá-
um við að ekki var neitt óvenjulega
mikið af tjöldum á svæðinu. Við
gengum inn í Hljóðakletta og
ræddum málin á leiðinni og vorum
alls ekki sátt við ástand mála,
ákváðum síðan að ég skyldi fara og
tala við landverðina. Þegar ég kem
að landvarðahúsinu eru landverð-
irnir að ræða við tvo útlendinga
sem höfðu komið á reiðhjólum á
meðan við vorum í gönguferðinni.
Eg sagði við landverðina að það
væru næg tjaldstæði laus á svæð-
inu og ég skildi ekki hvers vegna
við mættum ekki tjalda. Sögðu þeir
þá að þeir færu bara eftir reglu-
gerð frá heilbrigðisfulltrúanum á
Húsavík þar sem tiltekið væri hvað
margir gestir ættu að vera um
hvert salerni á svæðinu. Það skal
viðurkennt að verulega var farið að
fjúka í mig við þessar röksemdir og
ég spurði hvar ég mætti þá tjalda
og sögðu þeir að það væri fullt í
Asbyrgi þannig að ég yrði þá að
fara á næsta tjaldstæði, sem væri á
Húsavík. Ég spurði þá hvort út-
lendingamir sem væru hjólandi
væru reknir af svæðinu en þeir
sögðu það mjög erfítt þar sem þeir
þyrftu að hjóla svo langt. Það skal
viðurkennt að þessi umræða og
röksemdirnar fyrir brottvísun okk-
ar voru með þeim hætti að ég
ákvað að láta betur reyna á þessi
mál og óskaði eftir að fá að sjá þá
reglugerð sem heimilaði þeim að
vísa okkur brott af svæðinu. Fóru
þau þá inn í landvarðahúsið og leit-
uðu að þessari tilteknu reglugerð
án árangurs. Þegar þeirri leit var
lokið óskaði ég eftir að lögregla
yrði tilkvödd til að færa okkur
brott af svæðinu þannig að skýrsla
yrði tekin og réttur minn til veru
þar yrði staðfestur. Að því loknu
tilkynnti ég þeim að við myndum
tjalda þar stutt frá og þeir gætu
annaðhvort rukkað okkur eða feng-
ið okkur fjarlægð með lögreglu-
valdi. Gerðist síðan ekkert meira í
okkar málum fyrr en kl. 22 um
kvöldið að áðurnefndir landverðir
komu til þess að lægja þær ófriðar-
öldur sem þeir höfðu skapað, og
sögðu þá að þeir hefðu verið
hræddir um að svæðið væri að fyll-
ast af unglingum sem stefnt væri
þangað. Eg sagði þeim að ég hefði
ekki getað trúað svona nokkru og
málinu væri ekki lokið af minni
hálfu, ég hafði haldið að fjölskyldur
sem komnar væru hundiuð kíló-
metra til dvalar í þjóðgarði yrðu
ekki reknar burtu eins og búfénað-
ur. Fólkið sem var áður búið að
tjalda þarna kom og spurði hvers
vegna í ósköpunum hefði átt að
vísa okkur í burtu, þannig að það
voru ekki bara við sem voru
hneyksluð á þessari framkomu.
Eftirmál urðu þau að ég ritaði heil-
brigðisfulltrúanum á Húsavík bréf
og óskaði eftir skýringu á því að
hann bannaði vei-u fólks í þjóðgarð-
inum. Hann svaraði fljótt og vel og
sagðist ekki hafa bannað einum eða
neinum að gista í þjóðgarðinum en
sendi mér reglugerð um fjölda
gesta miðað við kamarfjölda á
svæðinu. Þá hringdi ég í formann
eða framkvæmdastjóra Náttúru-
verndarráðs og skildist mér á því
símtali að fólk ætti ekki að ferðast
um óbyggðir fyrr en komin væru
upp vatnssalemi með 10 km milli-
bili. Niðurstaða mín er því sú að
náttúruvernd á vegum Náttúru-
vemdarráðs sé fólgin í því að fólk
eigi helst ekki að vera á þeim
svæðum þar sem landverðir sem
„eigendur náttúru íslands“ hafa
aðsetur. Afstaða mín til þessa máls
gjörbreyttist við þessa upplifun í
Vesturdal og ég varð ekkert hissa
þegar ég las umfjöllum í Morgun-
blaðinu um ráðstefnu hjá landvörð-
um u.þ.b. ári seinna þar sem þeir
vildu að landverðir fengju lög-
regluvald. Þá fyrst hefði verið
virkilega gaman að gista í sameign
þjóðarinnar.
Það er óþolandi að vera vísað
burt úr þjóðgarði okkar allra, al-
gjörlega að ástæðulausu, þar sem
engin viðunandi rök vom fyrir
hendi. Að lokum lýsi ég yfír fullum
stuðningi við grein Sigurjóns
Benediktssonar í Morgunblaðinu
fyrir nokkm.
JÓHANN JÓNSSON,
Gmndargerði 3e, Akureyri
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.