Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 51 BRÉF TIL BLAÐSINS Atvinnuleysi og hærri gjöld Frá Maríu J. Sigurðardóttur: FYRIR fjórum árum lofaði Ingi- björg S. Gísladóttir að hér í Reykja- vík yrði ekkert atvinnuleysi ef hún næði kosningu sem borgarstjóri. Ekki stóð hún við það, frekar en annað. Langtímaatvinnuleysi kvenna hefur fjórfaldast í Reykja- vík. Hvers vegna flytur svona margt fólk héðan, til útlanda eða út á land? Fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar vogar Ingibjörg S. Gísla- dóttir sér að halda sama loforði um atvinnu á lofti. Hver skyldi trúa því? Þetta er bara endurtekning á fyrri svikum. Það þarf ekkert tólf kónga vit til að skilja vinnubrögð R-listans, sem samanstendur af fjónim, sauðalit- um flokkum. Ingibjörg S. Gísladóttir segir stöðu borgarinnar mjög sterka núna. Hún ætti þá ekki að níðast á þeim sem minnst mega sín í borg- inni, öryrkjum, eldri borgurum og barnafjölskyldum, að ógleymdum einstæðum mæðrum. Og börnum er boðið upp á leikskóla eins og Lauf- ásborg, sem er í stórlega heilsuspill- andi húsnæði. Á sama tíma þarf að greiða meira fyrir leikskólapláss en á meðan Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði borginni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið góða lausn á miklum vanda, að gera foreldrum og einstæðum mæðrum kleift að vera heima með börnum sínum og greiða þeim þá peninga sem annars færu til að niðurgreiða leikskólann. í stað átta tíma leik- skólapláss yrðu greiddar 25 þúsund krónur á mánuði til foreldra og 12.500 krónur í stað fjögurra tíma vistunar. Það er öruggt að margir fagna þessu og kjósa að vera meira heima með börnunum. Oryrkjar og eldri borgarar virð- ast flækjast fyrir borgarstjóra. Þeg- ar fasteignagjöld hækkuðu um helming hjá þessu fólki skrifaði ég Ingibjörgu S. Gísladóttur bréf og bað um skýringar. Mánuði síðar fékk ég loðin svör frá ritara hennar, sem þéraði mig í hástert. Ég hélt að vísu að flestir væru hættir þéring- um, eins og hætt var að tala dönsku á Akureyri, en ritarinn var líklega að láta mig vita að það væri henni ekki samboðið að svara mér. Þessum R-lista er ekki sjálfrátt. Aðstoðarkona Ingibjargar S. Gísla- dóttur skrifar grein í DV 29. apríl sl. þar sem hún boðar betri aðstæð- ur fyrir hundaeigendur sem fara með hunda sína á Geirsnef. Hún segir borgaryfirvöld ekki hafa stað- ið við gefin loforð um úrbætur þar, en lofar nú að koma þarna fyrir bekkjum, lýsingu og afdrepi fyrir hundaeigendur. Hún ætlar, hvorki meira né minna, að setja á laggimar fimm manna nefnd til að ræða þetta stórmál. Hvað skyldi það nú kosta? Ég þekki fólk sem þarf að leigja húsnæði hjá borginni og veit að það hefur af engu að taka. Ef svo illa færi að R-listinn næði aftur meiri- hluta í borginni þá á þetta fólk von á 100% hækkun húsaleigu. Það á nú þegar margar andvökunætur og framkoman við það er ómannúðleg. Nú segir Ingibjörg S. Gísladóttir að eldri borgurum og öryrkjum verði boðið upp á heimaþjónustu, svo þetta fólk geti dvaiið sem lengst heima hjá sér. Hvað ætlar hún að láta þetta fátæka fólk borga fyrir þessa þjónustu? Þegar Sjálfstæðis- flokkurinn stjórnaði þurfti ekkert að greiða, en það breyttist þegar R- listinn tók við. Kona, sem býr í ein- staklingsíbúð og fær smá aðstoð, tvisvar sinnum í mánuði, við að ryk- suga og þrífa eldhúsblett, þarf að greiða á þriðja þúsund á mánuði. Þetta er ótrúlegt, en satt. Sunnudaginn 3. maí fylgist ég með útsendingu Ríkissjónvarpsins, sem fólki er skylt að greiða af hvort sem það kærir sig um eða ekki. Klukkan tvö hófst útsending kosn- ingavöku, með fjórum þátttakend- um. Þar kom m.a. fram að Ingibjörg S. Gísladóttir er ekki hrædd við að fara með ósannindi. Hún var spurð um 100% hækkun á húsaleigu hjá þeim sem leigja hjá borginni og þrætti fyrir það, án þess að blikna eða skammast sín fyrir að segja ósatt. Klapplið R-listans var greini- lega mætt á staðinn. Málefnalega fannst mér Árni Sig- fússon standa sig best. Eitt er víst, að loforðum hans er hægt að treysta. En í þessum umræðum fannst mér Árna haldið til baka, hann fékk ekki mikinn tíma til að tjá sig. Geldinganes er fallegur staður til að byggja heimili sitt á og ég styð þá skoðun Sjálfstæðimanna heils hugar. Ingibjörg S. Gísladóttir vill nýta þennan stað undir iðnaðarhús- næði og hafa þar gámasvæði. Þvílík sóun á fógrum stað. Vonandi eru Reykvíkingar farnir að átta sig á að Árni Sigfússon er besta borgarstjóraefni sem við eig- um völ á. Hann segir sannleikann og stendur við orð sín. Hann er heiðarlegur og betri maður í starfið finnst ekki. Þá eru allir þeir, sem eru með honum á framboðslista, mjög traustvekjandi. MARÍA J. SIGURÐARDÓTTIR Suðurhólum 14, Reykjavík. Osómi Landsbréfa Frá Einari Baldvinssyni og Markúsi Eiríkssyni: ÖÐRU tímabili í Verðbréfaleik Landsbréfa er nýlokið. Undirritað- ir voru þátttakendur í leiknum og síðustu vikuna vorum við í 5. sæti. Við áttum þá einungis eftir að gera ein viðskipti í leiknum og með því móti hefðum við farið í 1. sæti. Það var afar mikilvægt fyrir okkur að gera þessi viðskipti á lokadegi leiksins. Þar sem upplýsingar á heimasíðu Landsbréfa um hvenær tímabilinu átti að ljúka voru afar óljósar höfðum við samband við umsjónarmann leiksins, Sigurð Ragnarsson, símleiðis til að fá upp- lýsingar um lok leiksins. Hann full- yrti að hann myndi enda á miðnætti aðfaranótt páskadags. Daginn fyrir skírdag höfðum við aftur samband við Sigurð þar sem hann ítrekaði við okkur að leikurinn myndi enda á miðnætti aðfaranótt páskadags. Þetta voru einu upplýsingamar sem við höfðum um lok leiksins og þar sem við fengum þær frá sjálf- um umsjónarmanni leiksins, töld- um við að við gætum treyst þeim. Annað kom á daginn. Á laugardeg- inum fyrir páska þegar við fórum á Netið í þeim tilgangi að tryggja okkur sigur í leiknum var búið að loka honum. Við vomm gáttaðir á þessu og afar ókátir því að við vor- um búnir að leggja á okkur mikla vinnu til að sigra í leiknum. Þama urðum við fyrir tjóni því við fengum ekki þær 150.000 krónur sem við hefðum fengið fyrir sigurinn og við urðum einnig af heiðrinum sem sigrinum fylgdi. Eftir páska höfð- um við samband við Landsbréf til að fá leiðréttingu á þeirra mistök- um því við áttum að geta treyst orðum umsjónarmanns leiksins. Þá var okku tilkynnt að hann væri hættur hjá Landsbréfum og máli okkar var vísað til markaðsstjóra Landsbréfa, Kristjáns Guðmunds- sonar. Við voram boðaðir á fund Kristjáns Guðmundssonar miðviku- daginn 21. apríl. Þar tjáði Kristján Guðmundsson okkur að þeim fynd- ist leitt hvernig fór fyrir okkur því við treystum upplýsingum þeirra. Við ítrekuðum við Kristján Guð- mundsson að við vildum að þeir öxl- uðu ábyrgð á þessum röngu upplýs- ingagjöfum. Kristján sagði þá að hann ætlaði að sjá til þess að allir gæta staðið upp frá málinu upprétt- ir. Síðan sagði hann okkur að hringja í sig nk. fóstudag. Við gerð- um það og þá var komið allt annað hljóð í strokkinn og Kristján Guð- mundsson sagði að þeir hygðust hvorki lagfæra eitt eða neitt. Hann sagði jafnframt að þetta væri bara leikur og því þyrftu þeir ekki að standa við orð sín. Það er okkar til- finning að allan tímann hfai átt að sópa ósómanum undir teppi og geyma hann þar því óæskilegt væri að hann sæist. Það sem eftir stend- ur er að þeir í Landsbréfum bera enga ábyrgð á sínum orðum og þeir láta sín mistök bitna á öðram. Okk- ur finnst á okkur brotið með því að láta okkur gjalda fyrir þehTa mis- tök. Það er öraggt að við munum ekki eiga nein viðsldpti í framtíð- inni við fyi'irtæki sem kemur fram með þeim hætti sem Landsbréf gerðu í þessu tilfelli því þeim er ekki treystandi. Maður furðar sig á að svona fyrirfinnist í íslensku við- skiptalífi. Þetta var leiðinleg reynsla og vonum við innilega að aðrir lendi ekki í neinu sem svipar til þessa á komandi tímabilum í Verðbréfaleik Landsbréfa. Að lok- um viljum við skora á starfsmenn Landsbréfa að endurskoða þetta mál. EINAR BALDVINSSON, Njálsgötu 73, Reykjavík. MARKÚS EIRÍKSSON, Látraseli 8, Reykjavík. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 3. flokki 1994 Innlausnardagur 15. maí 1998. l.flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.079.506 kr. 107.951 kr. 10.795 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 953.071 kr. 95.307 kr. 9.531 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.904.805 kr. 190.480 kr. 19.048 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.770.561 kr. 177.056 kr. 17.706 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.81.3.525 kr. 1.562.705 kr. 156.271 kr. 15.627 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.208.534 kr. 1.441.707 kr. 144.171 kr. 14.417 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.501.877 kr. 1.300.375 kr. 130.038 kr. 13.004 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.383.017 kr. 1.276.603 kr. 12t.660 kr. Ú.766 kr. I Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. , [S] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRfFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • jíMI 561 6900 Tvíefldir byggingadagar í Laugardalshöll 16.-17. maí byggingar um ina *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.