Morgunblaðið - 13.05.1998, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK I' FRÉTTUM
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 55
Sími: 561-7115 • Fax:561-7116 • Heimasiða: www.kompass.is/memdyr
Nú tekur við tími nokkurra
þokkalegra meðalmynda eins
og Bye, Bye Bravermaa, (‘68)),
Máfurinn - The Seagull, (‘71),
Child’s Phiy, (72, The Offense,
(‘73). Þær vöktu ekki mikla at-
hygli, Lumet náði sér ekki aftur
á flug fyrr en með Serpico,
(‘73), fyrstu mynd hans um
löggulíf í New York, með allri
sinni spillingu, mútuþægni, of-
beldi, valda- og peningagræðgi.
A1 Pacino var óborganlegur
sem síðhærður og hippalegur
leynilögreglumaður sem þiggur
ekki mútur en leysir málin á
heiðarlegan hátt. Ein af mynd-
um áratugarins.Aforð í Austur-
landahraðlestinni - Murder on
the Orient Express, (‘74), er ein
besta mynd sem gerð hefur ver-
ið um Hercule Poirot, sem Al-
bert Finney leikur af sinni al-
kunnu snilld, fremstur í stór-
kostlegum leikhópi.
Nú er skammt stórra högga á
milli. Dog Day Afternoon, kem-
ur ‘75; Network. ‘76; Equua ‘77.
Önnur frábær New York löggu-
og bófamynd, Prince of the City
‘81, eftir stutta lægð. 1983 kem-
ur svo hin vel skrifaða (David
Mamet), og leikna The Verdict,
þar sem Paul Newman er
óborganlegur sem drykkjusjúk-
ur lögmaður sem tekur upp á
því að hlýða kalli samviskunn-
ar.
Nú verða kaflaskipti. Lumet
fer að missa taktinn. Garbo
Talks, (84); The Morning After,
(‘86); Family Business, (‘89);
gera ekkert meira en að hanga
í meðallaginu. Lumet minnir
aftur á forna frægð með Runn-
ing On Empty, (‘88), minnis-
stæðri mynd með fjölskyldu-
málin í sviðsljósinu, mjög
óvenjuleg að vísu - fólk á ára-
löngum flótta undan FBI. Gerir
góða hluti í enn einni NY-mynd-
inni, Q& A, ‘90.
Tíundi áratugurinn hef-
ur verið frekar lágsigld-
ur. 1992 kemur Stranger
Among Us, hans langversta, og
sú eina sem ég bið fólk að var-
ast af myndum leikstjórans.
Night Falls on Manliattan, (‘97)
var lagleg mynd en Lumet var
ekki að gera neitt sem hann
hafði ekki gert áður og betur.
Kaii er ennþá í fínu formi og er
önnum kafinn við að leikstýra
endurgerð hinnar frábæru
myndar Cassavetes, Gloria.
Hann er alténd á heimavelli, en
Lumet er New York-búi, með
andúð á LA, líkt og svo margir
austurstrandarmenn. Handritið
býður upp á fína Lumet-þætti,
spennu, spillingu, valdatafl - og
fjölskyldubönd. Honum er
treystandi til að fara í fötin
hans Cassavetes, seljum hins-
vegar spurningamerki við
Sharon Stone. Mér er stórlega
til efs að hún beri uppi kjólana
hennar Gene Rowlands af
nokkurri reisn. Hvað sem því
viðvíkur, þá er búið að ákveða
frumsýningardaginn á íslandi;
hann verður 6. nóvember.
SIDNEY LUMET
PETER Finch í Network.
AL PACINO og John Cazale sem örvinglaðir homm-
ar og mislukkaðir bankaræningjar.
KATHERINE Hepburn og Dean Stockwell í Long
Day’s Joumey Into Night.
Fjölskyldumálin eru ekki síð-
ur í brennidepli í hinni snilldar-
legu The Pawnbroker, (‘65),
sem segir af örvæntingarfullum
tilraunum veðmangara (Rod St-
eiger) sem tapaði fólkinu sínu í
Helförinni, til að ná til annarra
einstaklinga að nýju. Með sorg-
legum árangri. Ari síðar kemur
enn ein uppáhaldsmynd, The
HiII, þar sem Sean Connery
fékk að spreyta sig í fyrsta sinn
á bitastæðu hlutverki, og þeir
Harry Andrews, Ian Bannen,
Ian Hendry, Michael Redgrave
og Roy Kinnear fóru allir á
kostum. Að maður tali ekki um
Ossie Davis, í þessu rafmagn-
aða drama um menn undir
óbærilegu álagi í breskum her-
fangabúðum. Menn bera mikið
lof á The Deadly Affair, (‘68),
njósnamynd sem er ein sára-
fárra Lumet mynda sem ég hef
ekki séð. Með traustum leikur-
um; James Mason, Harriet And-
erson, Maximillian Schell og
Simone Signoret, sem sagði að
Lumet væri besti leikstjóri sem
hún hefði unnið með. Samur er
vitnisburður Connerys, og fjöl-
margra annarra stórstjarna.
HÚMAR HÆGT AÐ KVÖLDI -
LONG DAYS JOURNEY
INTO NIGHT (‘62)
■k-k-k-k
Óaðfinnanleg kvikmyndgerð Lu-
mets á einu fremsta verki banda-
rískrar leikritunar ber þess vott,
eins og fleiri myndir leikstjórans, að
hann er hagvanur á fjölunum. Segir
af einum degi í hnignandi lífi fjöl-
skyldu á Nýja Englandi á öðrum
áratug aldarinnar. Heimilisfaðirinn
(Sir Ralph Richardson) er leikari og
aurasál, tekinn að reskjast, kona
hans (Katherine Hepburn) forfall-
inn eiturlyfjaneitandi. Eldri bróðir-
inn (Jason Robards) alki, sá yngiá,
(Dean Stockwell), berklaveikur.
Maður sér fjölskylduböndin rofna,
eyðilegginguna ágerast eftir því
sem á líður verkið, þó ekki niður-
drepandi, texti O’Neill (sem er að
lýsa eigin heimilishögum, hann er
yngri bróðirinn), er jafn kaldhæðinn
og hann er dramatískur. Leikurinn
er stórkostlegur, Sir Ralph fremst-
ur jafningja. Leikhúsverk hafa ekki
verið flutt með betri árangri yfir á
tjaldið
DOG DAY AFTERNOON
(1963) ★★★★
Grátbrosleg mynd um þrjá
ólánsama homma (A1 Pacino, Chris
Sarandon og John Cazale), sem eiga
ekki fyi’ii' kynskiptiaðgerð á einum
þeirra og gn'pa til örþrifaráða.
Ræna banka, en er sjálfsagt flest
betur gefið, og verða að fjölmiðla-
fóðri. Lygileg en byggð á sönnum
atburðum. Nokkur tímamótamynd í
umræðunni um samkynhneigð, sem
hún meðhöndlar af samúð. And-
rúmsloftið er eftirminnilega
tragikómískt, Pacino og Cazale
óborganlegir, svo broslegir og um-
komulausir í senn.
Sæbjörn Valdimarsson
pólitískar spennumyndir, lög-
reglumyndir í efsta gæðaflokki
eru honum hugleiknar, bæði
spennandi og dramatískar, þar
sem hann hefur tekið miskunn-
arlaust á þeim hliðum sem illa
þola dagsljósið. Hann kom við
gamanmyndir og músíköl, en
eftirlætisefni hans hefur jafnan
verið fjölskyldan og hinar
margbrotnu hliðar fjölskyldu-
lífsins. Lumet fellur vel að aute-
ur skilgreiningu Fransmanna;
hann er kvikmyndaskáld, er yf-
irleitt höfundur handrita
mynda sinna og hefur a.m.k.
fengið eina Óskarsverðlaunatil-
nefningu á því sviði, fyrir hand-
rit Prince of the City.
Sjöundi áratugurinn hófst
með smelli, kvikmyndagerð
leikrits Tennessee Williams,
Orpheus Descending, sem hlaut
nafnið The Fugitive Kind, (‘60).
Með Marlon Brando og Önnu
Magnani, Joanne Woodward, og
fleira góðu fólki. Þá var röðin
SIDNEY Lumet.
komin að Horft af Brúnni - A
View From the Bridge, (61),
eftir Arthur Miller, og sneri sér
síðan að höfuðverki þriðja
meistara bandarískra leikhús-
bókmennta, Húmar að kveldi
(‘62), eftir Eugene O’Neill.
inSECT-OÍUTOR
FLUGNABANAR OG
Flugnabanar og öryggisplast-
húðaðar perur, þar sem matvæli
og flugnabanar fara saman.
Græna Ijósið frá Insect-O-Cutor hefur
30-50% meira aðdráttarafl á flugur heldur
en hið hefðbundna bláa Ijós.
Flugnanet I0C er einföld lausn í glugga og dyr
Sérfræðiráðgjöf um rétta staðsetningu fylgir
öllum forvarnarbúnaði.
Sérfræðiráðgjöf
Búnðaður
Sérfræðiþjónusta
Meindýravarnir SBS
* Professional pestcontrol SBS lceland
FLUGNANET
; 1
_'-py
Verð á tveim algengum perum,
"U"25w kr. 3.055,- (blá)
18" 15w kr. 2.546,- (græn)
Sígild myndbönd
EIN af eftirlætismyndun-
um er Húmar hægt að
kveldi, eða Dagleiðin
langa inní nótt, báðir
eru þessir titlar úr leikhúsunum
hinir ágætustu. Hún var sýnd í
Hafnarbíói á sjöunda áratugn-
um, ég sá hana fljótlega aftur
og seinni árin hef ég átt þess
kost að skoða hana af og til á
myndbandi - jafnan til mikillar
ánægju. Húmar hægt að kveldi
- A Long Days Journey into
Night, (‘62) vakti athygli mína á
einum af úrvalsleiksfjórum
samtíðarinnar, Sidney Lumet.
Síðan hefur hann veitt kvik-
myndahúsgestum ómældar
ánægjustundir. Eftir fjölmarga
leiksfjóra liggja tvær, þijár
myndir sem komast í þann
gæðaflokk sem telur þau verk
sem ég fjalla sérstaklega um á
þessum síðum. Öðru málir
gegnir með Lumet. Utan
Network, Long Days Journey
Into Night og Dog Day
Afternoon, sem skipa heiðurs-
sætin, fá myndirnar 12 Angry
Men og The Hill ★★★★. Þá fá
þær allar ★★★% Serpico, The
Pawnbroker og The Verdict.
Litlu síðri eru Running on
Empty, Prince of the City,
Equus, Q & A„ og Murder on
the Orient Express. Allt gæða-
myndir sem óhætt er að mæla
með fyrir hvern sem er. Slíkur
afburða kvikmyndasmiður er
Lumet.
Hinn Qölhæfi Sidney Lumet
er af gyðingaættum, fæddur
1924, sonur frægs leikara sem
starfaði við Jiddíska leikhúsið í
New York. Það lá því beint við
að sonurinn byijaði á því sviði,
og fimm ára var hann farinn að
leika í útvarpsleikritum. Þaðan
lá Ieiðin á Broadway en her-
þjónusta tók við 1942. Þangað
hélt hann aftur er stríðinu lauk
og helgaði leikhúsinu krafta
sína, einkum sem leiksijóri,
næstu árin.
Líkt og margir af hans kyn-
slóð hlaut Lumet sína eldskírn
og þroska sem kvikmyndaleik-
sfjóri við gerð sjónvarpsmynda
á sjötta áratugnum, meðan þær
voru sendar beint í loftið; mis-
tök hreinlega bönnuð. Þeir sem
sluppu í gegnum þann harða
skóla komust flestir í fremstu
röð.
Árangurinn lét ekki á sér
standa eftir að hann sneri sér
að hvíta tjaldinu. Strax með
sinni annarri mynd, 12 Angry
Men, (57), var hann kominn í
hóp efnilegustu leiksfjóra
Bandarikjanna og hlaut sína
fyrstu Óskarsverðlaunatilnefn-
ingu af mörgum. Sjöundi ára-
tugurinn var samfelld sigur-
ganga. Þessi ungi leiksfjóri
sýndi að ekkert var honum of-
viða, myndir hans voru af hin-
um ólíklegasta toga. Vestrar,
NETWORK (1976)
irHrk
Stórfengleg, meinhæðin ádeila á
fjölmiðla, einkum sjónvai-pið. Hand-
ritshöfundurinn Paddy Chayefsky
gefur áhorfendum dæmalausa inn-
sýn í allt það baktjaldamakk, spill-
ingu, valdagræðgi og hið skítlega
vinsældastríð sem þar er háð á
hverjum degi í baráttunni um áhorf-
ið. Ein besta mynd Lumets, hár-
beitt og mögnuð satíra sem stendur
ekki síður fyrir sínu í dag og gerir
okkur, áhorfendurna, hálfvand-
ræðalega, það erum við sem gónum
á trakteringamar. Leikhópurinn er
einn sá besti sem settur var saman
á níunda áratugnum. Faye
Dunaway, Peter Finch og Beatrice
Straight fengu Óskarinn, þau Willi-
am Holden, Robert Duvall og Ned
Beatty gefa þeim ekkert eftir.
Chayefsky vann einnig til
Óskarsverðlauna.