Morgunblaðið - 13.05.1998, Side 56

Morgunblaðið - 13.05.1998, Side 56
56 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998__________________________ FÓLK í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ Aðdráttarafl hj ólhýsabyggða „HJÓLHÝSASTEMMNINGIN heillar mig en henni kynntist ég vel í Sibbarp Camping í Svíþjóð síðasta sumar. Þar var til dæmis Pólveiji í hjólhýsi við hliðina á mér. Tælensk kona og sænskur maður með Sheffer-hunda í öðru. Sumt af þessu fólki býr þarna allt árið og er með gervihnattadisk og þvott úti um allt,“ sagði Áslaug Snorradóttir ljósmyndari um ástæðu þess að hún gerði sér ferð að Laugarvatni í leit að áhuga- verðu mannlífi. „Það vildi svo skemmtilega til að það var Eurovision-kvöld þegar ég kom í heimsókn á Laugarvatn og allir með gasgrill fyrir utan. Á boðstólum voru hvítlauksinariner- aðar svínakótelettur, lambakótel- ettur, paprikuskrúfur, súkkulað- irúsínur, bjór og romm í hverju hýsi. Þetta var virkilega skemmti- legt og mér var tekið opnum örm- um alls staðar. Það er mikil stemmning þarna. Allir svo vinalegir, glaðir og ró- legir, hafa skilið stressið eftir í Reykjavík. Sitja í lopapeysunum og láta fara vel um sig. Það var forvitnin sem rak mig í þessa heimsókn á Laugarvatn. Fólk býr þarna jafnvel í margar vikur í senn og byggir palla í kringum hjólhýsin sem eru með flestum nútímaþægindum. Þetta er lúxusbyggð og af allt öðrum toga en margar hjólhýsabyggðir erlendis þar sem efnaminna fólk hefur komið sér fyrir í neyð. Það er hægt að koma sér mjög vel fyrir í hjólhýsi. Mér fínnst ekkert ólíklegt að ég kaupi mér sjálf hjólhýsi en þó með þeim möguleika að geta fært það um landið. Jafnvel sett risadekk und- ir hýsið ef ég ætla upp á hálend- ið. _ Ég hitti mann sem hefur eytt mörgum sumrum á Laugarvatni sem sagði: „Að koma í hjólhýsi um hveija helgi er eins og að horfa á sömu bíómyndina aftur og aftur.“ Kona á sama stað sagði þennan Iífsmáta vera mjög þægilegan þvi viðhaldskostnaður væri enginn, hjólhýsið væri bara bónað eins bíll.“ —----"ts-T-— I — | j I WUm—waB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.