Morgunblaðið - 13.05.1998, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 5 7
FÓLK í FRÉTTUM
VÍSENDASKÁLDSAGAN „Deep
Impact“ féll heldur betur í kramið
hjá kvikmyndahúsagestum vestra
um síðustu helgi og þénaði tífalt
meira en sú mynd sem lenti í öðru
sæti eða rúma 41 milljón dollara.
Þessi spennu- og náttúruhamfara-
mynd leiksljórans Mimi Leder,
sem síðast gerði „The Peacema-
ker“, íjallar um loftstein sem ógn-
ar jarðlífínu en það er hinn 14 ára
Elijah Wood sem uppgötvar tilvist
hans fyrir tilviljun. Fréttakona,
leikin af Téa Leoni, kemst á snoð-
ir um málið og forsetinn, Morgan
Freeman, býður henni einkarétt á
fréttinni. Aðalhlutverkin eni skip-
uð vönu fólki og fara þar fremst
Morgan Freeman, Robert Duvall,
Téa Leoni, Elijah Wood, Vanessa
Redgrave og Maxmilian Schell.
Búist var við góðri aðsókn á
MORGAN Freeman leikur forseta Bandríkjanna í „Deep Impact" en
Téa Leoni leikur metnaðargjarna fréttakonu.
Loftsteinn aðdráttarafl vikunnar
„Deep Impact" en viðtökur fóru
fram úr björtustu vonum fram-
leiðenda og greinilegt að fyrsti
sumarsmellur ársins hefur litið
dagsins ljós. „Deep Impact"
verður frumsýnd í Háskólabíói á
föstudaginn.
Englaborg Meg Ryan og
Nicholas Cage hélt öðru sæti
Iistans en körfuboltamynd Spi-
ke Lee’s „He Got Game“ féll
niður í það þriðja. „Titanic“
virðist ekki ætla að láta deigan
síga og klifraði upp í fjórða
sætið en hugmyndir eru um að
gefa út lengri útgáfu af mynd-
inni. Önnur ný mynd á listanum
er „Woo“ sem er afrakstur leik-
stjórans Johns Singletons með
Jada Pinkett Smith í aðalhlut-
verki.
Nýtt mál-
verk af
drottning-
unni
NÝTT málverk af Elísa-
betu Bretadrottningu var
afhjúpað í miðborg Lund-
úna á dögunum.
Myndin er máluð af
listamanninum Robert
Wraith en drottningin sat
fyrir hjá honum í Buck-
ingham-höll.
Margir gerðu sér ferð
til að skoða listaverkið,
sumir betur en aðrir.
FYRIRSÆTUBRÚÐKAUP
ARGENTÍN SKA fyrirsætan
Valeria Mazza giftist á dögunum
samlanda sínum Alejandro Gra-
vier við hátíðlega athöfn í Sant-
isimo Sacramento kirkjunni í Bu-
enos Aires. Mazza er velþekkt í
heimi tískunnar og hefur prýtt
forsíður helstu tískutímarita
heims og sýnt hjá helstu hönnuð-
um hátískunnar.
Blað allra landsmanna!
pforgisstMaHfr
Stiídentamyndir
Laugavegi 24 • 101 Reykjavík
Sími 552 0624
Þu
qeRg"
utamandsrero
- í hverjum mánuöi!
í kvöld er dregið í Víkingalottóinu
um tugi milljóna krona!
Fáðu þér miða fyrir kl. 16 í dag.
( ATH! Aðeins^gkr. röðin )
■y
www.mbl.is/fasteignir