Morgunblaðið - 13.05.1998, Page 60

Morgunblaðið - 13.05.1998, Page 60
60 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ~7> r HASKOLABIO HASKOLABIO Hagatorgi, simi 552 2140 ■PV'CM W.® TTHA.S COSK & 30E.L COEN HINN MIKLI LEBOWSKI Gegn framifisun aðgöngumiða ns fæst 25% atslattur i LEBOWSKI Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. b.i. m. Sýnd kl. 5, 7 og 9. www.dee Sýnd kl. 11. Næstsíðustu sýningar swBtffl*i awrttfWíi mnimi JWiRtBBH *&&& WiffAfflBH iTOWIMY LE.E JONES WESLEY SNIPES ROBERT DOWNEY JR. -LLLMARSHILS ANNAR FLÓTTANtAÐUR ER í FELUR/l li AÐEtNS EENN | MAÐUR GETUR NÁÐ HONUNI A - A \ x rar-f AT MBL OG ERU tlNA CETUR BJARGAÐ Eddie Rabbitt látinn ► TÓNLISTARMAÐURINN Eddie Rabbitt lést í síðustu viku aðeins 56 ára gamall. Banamein hans var lungnakrabbamein sem kántrý- og popptónlistarmaðurinn hafði barist við í rúmt ár en í maí á síðasta ári var fjarlægður hluti af öðru Iunga hans. Rabbitt fæddist í New York en bjó um árabil í höfuðborg kán- trýtónlistarinnar, Nashville. Hann átti samtals 26 Iög sem náðu í efsta sæti kántrývinsældalistans en er líklega þekktastur fyrir lagið „I Love Rainy Night.“ Önnur vinsæl lög með Eddie Rabbitt eru „Drivin’ My Life Away“, „Every Which Way But Loose“ úr hinni frægu kvik- mynd Clint Eastwood um órangút- an og „Someone Could Loose A He- art Tonight." Eddie Rabbitt hóf feril sinn sem lagasmiður og fékk fyrsta alvöru tækifærið þegar Elvis Presley söng Iagið hans „Kentucky Rain“. Hann hvarf frá tónlistinni um tíma þegar ungur sonur hans greindist með lifrarsjúkdóm og lést árið 1985 tæplega tveggja ára gamall. Tfct Rabbitt lætur eftir sig eiginkonuna Janine og tvö börn. EDDIE Rabbitt var afkastamik- ill lagasmiður en hápunkti fer- ils síns náði hann með laginu „I Love A Rainy Night“. ÞRÁÐLAUSU KALLTÆKIN Kalltækjunum frá Hapé er stungið í tengil í 230 volt og hægt er að tala og hlusta úr báðum tækjunum. Tilvalið í sveitabæinn, fjárhúsið, stór hús og vinnustaði. kr. 5.995 parið SENDUM I POSKROFU Glóey ehí. Ármúla 19, sími 568 1620 Heimskur er hattlaus maður Nýstárleg menningarstarfsemi ÝMISLEGT er hægt að gera til að auka fjölbreyti- leika og reisn mannlífs á hverju svæði en nýlega var stofnað Hattafélag Þórshafnar og nágrennis sem ein- setur sér að efla þá menningarstarfsemi sem í hatta- burði felst. Á framhaldsaðalfundi félagsins var reisn yfir stofnfélögum sem báru höfuðfót af fjölbreytilegri gerð en í samþykktum félagsins, alls 10 greinum, kveður á um að félagsmenn sýni frumleika við höfuð- fatakaup og beri þau við sem flest möguleg og ómögu- leg tækifæri. I samþykktum félagsins kveður meðal annars á um að íostudagar skuli vera sérstakh- hattadagar og er félagsmönnum þá uppálagt að ganga með hatt. Sinni þeir ekki um ákvæðið skapar það viðkomandi félaga skömm og hneisu, sem skammari sér um að fram- fylgja á næsta fundi eða atburði á vegum félagsins. Stjórn félagsins skipa þrír félagar, formenni, skammari og skrásetjari og skulu aðalfundir haldnir þegar ástæða þykir til, þó eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. Samþykktir félagsins eru stuttar og hnitmiðaðar og má breyta þeim á aðalfundi - sé hann haldinn undir fullu tungli og nægjanlega margir félagsmenn mættir að mati formennis. Félagar geta allir þeir orðið, konur og karlar, sem náð hafa lögaldri, búa á Islandi og vilja gera markmið félagsins að menningar- og yndisauka lífs síns, enda er kennisetning félagsins: „Heimskur er hattlaus maður.“ Síðbúin góugleði slysavarnafélaga Dragdrottning björgunar- sveitarinnar valin BJÖRGUNARSVEITIN Hafliði og kvennadeild SVFÍ á Þórshöfn héldu árshátíð sína fyrir skömmu og var ýmislegt til skemmtunar, grín og gaman af ýmsu tagi en auk þess ágæt söngatriði. Veislustjórinn Stefán Már Guðmundsson hélt uppi fjöldasöng í anda skátanna. Samkórinn á Þórshöfn kom fram undir stjórn tónlistarkennaranna á staðnum en einnig lögðu nýbúar á staðnum ft-am sinn skerf. Hin rúss- neska Ásía Leskova söng einsöng við undirleik sam- landa síns við frábærar undirtektir áheyrenda. Nokk- uð margir útlendingar eru búsettir í plássinu og þyk- ir mikilsvert að virkja alla í félagslífið. Hápunktur samkomunnar var kosning dragdrottn- ingar bjs. Hafliða og hreppti fyrrum gjaldkeri björg- unarsveitarinnar, Reinhard Reynisson, þann eftir- sótta titil. Verðlaun voru eðalkoníak ásamt kórónu og borða. Alls voru fimm þátttakendur í keppninni, þar sem einnig var valin vinsælasta „stúlkan", besta ljós- myndafyrirsætan, fegurstu fótleggirnir og efnileg- asta dragdrottningin. Hljómsveitin Antik frá Raufarhöfn lék f'yrir dansi fram á nótt og mun samkoman hafa skilað vel þegn- um ágóða til björgunarsveitar og kvennadeildar, sem huga bráðlega að endurbótum á húsnæði sínu, Haf- liðabúð, auk annarra mála. Morgunblaðið/Líney STOFNFÉLAGAR í Hattafélagi Þórshafnar og nágrennis, auðþekktir á því að allir bera virðu- leg höfuðfót. ÞEIR félagar sem ekki bera höfuðfat á hatta- degi eru skammaðir af sérstökum skammara. Morgunblaðið/Líney DRAGDROTTNING Hafliða, Reinhard Reynis- son, skartaði sínu fínasta í síðum rauðum kjól. KEPPENDUR þurftu að sjálfsögðu að segja frá sjálfum sér því persónuleiki keppenda skiptir ekki síður máli en glæsileiki þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.