Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 64
rijs5 1 _ ir T Drögum næst ÍSLANDSFLUG gorir ff&trum fært aö fifúga 570 8090 26.maí JHAPPDRÆTTI HÁSKÓLA (SLANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3010, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Columbia Ventures eigandi Norðuráls Skoða staði ytra fyrir nýtt álver COLUMBIA Ventures Corporation, eigandi Norðuráls, skoðar þrjá staði í Norðvesturríkjum Bandaríkjanna og Kanada í tengslum við staðsetn- ingu á nýju álveri fyrirtækisins. Þessir staðir eru Boardman í Oregon, Richland í Washington og Trail í Bresku Kólumbíu. Fyrirtækið hefur undirritað viljayfirlýsingar um samstarf við hafnarstjórn Morr- owhafnar í Oregon, við orkuveitu Washingtonfylkis og við yfirvöld Bresku Kólumbíu, að því er fram kemur í frétt frá Columbia Ventures Corporation. Ken Peterson, eigandi fyrirtækis- ins, segir að með þessu sé verið að skoða framtíðarkosti í byggingu ál- vera. „Þar sem nú hillir undir gang- setningu Norðuráls á Islandi er næsta markmið okkar að finna sam- keppnishæfa staðsetningu á nýju ál- veri í Norðvesturríkjunum eða Kanada sem hentar viðkomandi svæðum og hefði í för með sér ný at- vinnutækifæri og efnahagslegan ávinning. Viðbrögðin á öllum þremur stöðunum hafa verið mjög upp- örvandi og við finnum fyrir sterkum stuðningi," segir Peterson. Nærri 30 ár eru síðan nýtt álver var reist á þessum slóðum og síðan hafa markaðsskilyrði varðandi raf- magn og umhverfisleyfi breyst veru- lega. í fréttinni segir að Columbia Ventures Corporation hafi valið of- angreinda þrjá staði með hliðsjón af því að þarna séu nauðsynlegar skipulagsforsendur fyrir hendi og næg orka. „Við viljum velja þann stað sem getur útvegað nauðsynleg leyfi og gengið frá málum með sem greiðust- um og árangursríkustum hætti,“ segir Jim Hensel, aðstoðarforstjóri Columbia Ventures Corporation. „Hver þessara þriggja staða hefur sínar sterku hliðar og hver um sig getur uppfyllt þarfir okkar en það er of snemmt að segja til um hver þeirra á bestu möguleikana. Nú ligg- ur fyrir að ganga skrefinu lengra og tryggja hráefni til álversins, samn- inga um orkukaup og nauðsynleg leyfi,“ segir Jim Hensel. Wim Wenders við tökur á íslandi ÞÝSKI leikstjórinn Wim Wenders er staddur hér á landi ásamt á þriðja tug breskra kvikmynda- gerðarmanna til að vinna að gerð auglýs- ingamyndar fyrir breskt bjórfyrirtæki. Saga-Film framleiðir auglýsinguna ásamt bresku fyrirtæki. Wenders kom hing- að til lands á laugar- daginn síðasta og dvelst hérlendis ásamt breska hópnum fram Wim Wenders að næstu helgi. Alls starfa um íjörutíu manns að gerð auglýsingamyndarinnar hérlend- is, þar á meðal ís- lenskir og erlendir leikarar. Kostnaður við gerð auglýsingar- innar er sambærileg- ur við aðrar erlendar auglýsingar sem gerðar hafa verið hérlendis á undan- förnum misserum, um eða yfír 100 milljónir samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Upp- tökur fara meðal ann- ars fram við Skóga- foss. Wim Wenders er einn þekktasti evr- ópski leikstjóri samtímans og tal- inn vera einn af forvígismönnum endurreisnar þýskrar kvik- myndagerðar á áttunda áratugn- um ásamt Rainer Werner Fass- binder og Werner Herzog. Mynd hans, Ótti markvarðar við víta- spyrnu, sem hann gerði 1972 eft- ir sögu Peter Handke, vann hon- um hylli á alþjóðavísu. Wenders hefur verið í farar- broddi framsækinna listrænna leikstjóra í heiminum og hafa myndir hans unnið til ótal viður- kenninga og verðlauna. Þar á meðal má nefna kvikmyndir á borð við Ameríski vinurinn, Hammett, París Texas, Himinn- inn yfír Berlín og Svo fjarri, svo nærri. Síðustu árin hefur hann talsvert starfað í Bandaríkjun- Sextán ára í síbrotagæslu LÖGREGLAN í Reykjavík stóð sextán ára pilt að verki við innbrot í Þingholtunum á sunnudag en hann hefur verið ötull við slíka iðju að undanförnu, að sögn lögreglu. Hér- aðsdómur varð við kröfu um síbrota- gæslu yfir piltinum í mánuð vegna þessa máls og annarra sem eru í rannsókn og ákærum. FlugTimferðarstjórum úr- skurðaður verkfallsréttur FÉLAGSDÓMUR hefur tekið til greina kröfur Félags íslenskra flug- umferðarstjóra á hendur ríkinu um að það nægi að 32 flugumferðar- stjórar séu við vinnu til að fullnægja nauðsynlegustu öryggisgæslu með- an aðrir eru í verkfalli. Fram til þessa hafa allir flugumferðarstjórar verið á skrá fjármálaráðuneytisins yfir þá sem ekki mega fara í verk- fall. Ríkið var auk þess dæmt til að greiða félaginu 1.794.000 kr. í máls- kostnað. Loftur Jóhannesson, for- maður Félags íslenskra flugumferð- arstjóra, segir að þetta séu merk tímamót fyrir flugumferðarstjóra. „Við erum loks komnir með sömu lýðréttindi og önnur stéttarfélög hjá ríkinu," sagði Loftur. Arið 1987 boðuðu flugumferðar- stjórar verkfall. Stjórnvöld stefndu þeim fyrir félagsdóm sem felldi þann úrskurð að verkfallið væri ólöglegt þar sem allir flugumferðar- stjórar féllu undir lagagrein um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna og þyrftu allir að sinna nauð- synlegustu öryggisþjónustu. 1995 höfðaði Félag íslenskra flug- umferðarstjóra mál gegn fjármála- ráðherra og krafðist þess að skrá yf- ir þá aðila sem mega ekki fara í verkfall yrði ógild. Skráin er gefin út árlega. Allir flugumferðarstjórar hafa verið á skránni allt frá 1987. Flugumferðarstjórar töpuðu málinu og í kjölfarið sögðu flestir flugum- ferðarstjórar upp störfum. Félag flugumferðarstjóra höfðaði að nýju mál í fyrra til að mótmæla lista fjármálaráðherra. Félagsdóm- ur vísaði málinu frá og áfrýjuðu flugumferðarstjórar málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur staðfesti frávísun félagsdóms. Flugumferðar- stjórar stefndu fjármálaráðherra aftur fyrir félagsdóm 23. júní 1997 sem vísaði málinu að nýju frá. 32 flugumferðarstjórar á skrá samkvæmt matsgerð Aftur áfrýjuðu flugumferðarstjór- ar til Hæstaréttar sem felldi þann úrskurð 11. september 1997 að fé- lagsdómur skyldi taka fyrir vara- kröfu flugumferðarstjóra en stað- festi frávísunina hvað varðaði aðal- kröfuna, sem snerist um að allir flugumferðarstjórar yrðu teknir út af skrá fjármálaráðherra. Vara- krafan var sú að 32 flugumferðar- stjórar yrðu á skránni í samræmi við matsgerð sem félagið lét gera. Flugumferðarstjórar eru nú alls 96 talsins. Félag íslenski-a flugumferðar- stjóra lagði íyrir félagsdóm mats- gerð dómkvaddra manna sem mátu hve marga flugumferðarstjóra þyrfti í vinnu meðan aðrir væru í verkfalli til þess að fullnægja nauð- synlegustu öryggisgæslu. Niður- staða matsgerðarinnar var sú að 32 fiugumferðarstjórar gætu sinnt nauðsynlegustu öryggisgæslu. A þetta féllst félagsdómur. Málið dæmdu Auður Þorbergs- dóttir, Gylfi Knudsen, Ingibjörg Benediktsdóttir, Guðmundur Skaftason og Sveinn Sveinsson. Morgunblaðið/RAX Kanínur viðraðar á milli skúra ÞEIR þurfa ekki að vera háir í loftinu, eða aldnir að árum, til þess að geta hafíð kanínubú- skap. Þessi ungi kanínubóndi sem ljósmyndari hitti í Safamýr- inni í Reykjavík í gær notaði tækifærið á milli skúra og skaust út til að viðra kanínurn- ar sínar fímm. Róbert Rafn Óð- insson heitir pilturinn en ekki fylgdi sögunni hvað kam'nurnar heita. Eitt er þó nokkuð víst; þeim hefur sjálfsagt líkað vel að komast sem snöggvast út undir bert loft - vonandi hefur Róberti tekist að koma þeim í húsaskjól áður en flóðgáttir himinsins opnuðust á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.