Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 2
I 2 FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Svar dómsmálaráðuneytis til Sigurðar Gizurarsonar sýslumanns Flutningur vægasta úrræðið EKKI er útilokað að við áframhald- andi meðferð á máli Þórðar Þ. Þórð- arsonar verði tekin afstaða til emb- ættisfærslna Sigurðar Gizurarsonar sýslumanns á Akranesi. Þetta kem- ur fram í svari dóms-og kirkjumála- ráðuneytisins við beiðni Sigurðar um röksemdafærslm- fyrir flutningi hans i embætti sýslumanns á Hólmavík. I bréfí ráðuneytisins kemur einnig fram að fjárhagshalli sýslu- mannsembættisins á Aki-anesi hafí á undanförnum árum aukist jafnt og þétt og nemi nú 26 milljónum króna, eða tæpum helmingi rekstrarvanda allra sýslumannsembætta á landinu. Grípa verði til raunhæfra aðhaldsað- gerða og virkrar fjármálastjórnunar til að koma rekstri embættisins í viðunandi horf og fullreynt þyki að Sigurði muni ekki takast það. I bréfinu segir einnig að flutning- ur Sigurðar í viðaminna embætti, með minni fjárhagsleg og rekstrar- leg umsvif, hafi verið talið vægasta úrræðið. Þá er vísað til álits um- boðsmanns Alþingis þess efnis að embættismaður sem fluttur er til í starfi skuli eiga raunhæft val um það hvort hann taki við nýja starfinu eða láti af störfum og fari á eftir- laun. Sigurði er veittur frestur til 25. maí nk. til að koma að andmælum. 0 Arni Sigfússon um nýja skoðanakönnun Gallups Eigum góða von til sigurs þó að mér sé fullljóst að naumt verði „ÞESSU miðar í rétta átt og segir okkur að náum við að kynna mál- efni okkar og áherslur betur eigum við góða von til sigurs þó að mér sé fullljóst að naumt verði,“ segir Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæðis- manna í Reykjavík um skoðana- könnun Gallups sem birt var í gær um fylgi flokkanna í Reykjavík. „Eg verð að viðurkenna að ég hef lengi beðið eftir því að við næð- um að snúa stöðunni við og hef reyndar undrast að það skyldi ekki gerast fyrr miðað við þá vinnu og kynningu sem við höfum lagt í mál okkar en það er ánægjulegt að sjá það gerast nú,“ segir Árni enn- fremur. „Við höfum gagnrýnt það sem við höfum talið fulla ástæðu til að gagnrýna og komið með tillög- ur. Við erum það framboð sem leggur fram hugmyndir nú eins og áður.“ Ámi taldi aðspurður að umræð- ur um fjármál tveggja frambjóð- enda R-listans hlytu að hafa áhrif miðað við alvöru málsins. „Borgar- búar eiga rétt á að vita hið sanna í þvi máli og ef það er ekki lagt á borðið fara þeir að móta sér sjálfir skoðun, kannski á grundvelli óljósra upplýsinga sem engum er til góðs.“ Feluleikur bak við hreinan skjöld Árni segir Ijóst að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, sé að reyna að fela einhverja á bak við fólk með hreinan skjöld, með tillögu sinni um að farið verði yfir fjármálaferil 15 efstu manna á báðum framboðslistum. Tillaga borgarstjóra er fram komin eftir tillögu sjálfstæðis- manna um að hlutlaus aðili verði fenginn til að kanna fjármál þeirra Helga Hjörvar sem er í 1. sæti á framboðslista Reykjavíkurlistans og Hrannars B. Arnarssonar sem er í 3. sæti listans. „Ef borgar- stjóri telur að margir frambjóð- endur hafi skilað röð gjaldþrota, árangurslauss fjárnáms eða van- skiladóma í einum fimm fyrirtækj- um eða kennitölum, sem teygja sig allt fram á síðasta ár, þá veit hún meira en ég og þá er full þörf á að kanna feril manna,“ sagði Árni. D-listi fengi 43,4% SAMKVÆMT nýrri skoðana- könnun Gallup fengi R-listinn 55% atkvæða og 8 menn kjöma í borgarstjómarkosn- ingum ef kosið væri nú og D- listinn 43,4% og 7 menn kjörna. Miðað við fyrri kann- anir hefur munur á fylgi list- anna minnkað. í könnuninni fékk L-listi 1,2% og H-listi 0,5%. Úrtakið í könnuninni var 763 einstak- lingar búsettir á Reykjavíkur- svæðinu á aldrinum 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 70,5% og óákveðnir reyndust 12,2%. Könnunin var gerð á tímabil- inu 3.-12. maí og kom ekki fram munur eftir einstökum dögum í könnuninni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um minnkandi fylgi R-lista Hvergi bangin við þessa skoðanakönnun „ÉG ER hvergi bangin við þessa könnun, það hlaut að koma að því að fylgið hætti að fara upp á við og að eitthvað hrykki til baka. Ég hef verið að bíða eftir því frá því í febrúar að þetta gæti gerst,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, borgarstjóri og oddviti Reykjavíkurlistans, aðspurð, um nýja skoðanakönnun sem birt var í gær um fylgi flokkanna í Reykjavík. I þeirri Gallup-könnun varð niðurstaðan sú að R-Iistinn myndi fá 8 borgarfulltrúa og Sjálfstæðis- flokkurinn 7 en hinir tveir flokk- arnir, sem bjóða fram í Reykja- vík, fengju engan mann kjörinn. Segir könnunina sigur kjósenda „Þegar fylgið mælist svo mikið í könnunum eins og var orðið hjá R-listanum er eiginlega ekki nema ein leið, niður á við, og það er alltaf glíma þeirra flokka sem fara hátt, að þeir eru alltaf að tapa miðað við könnun þegar þeir stóðu hæst. En við erum yfir kjörfylgi okkar, 12% yfir Sjálf- stæðisflokknum, og ég er ekki ósátt við þessa niðurstöðu." Borgarstjóri taldi ekki að um- ræða síðustu daga um fjármál frambjóðenda R-listans í fyrsta og þriðja sæti hefði haft áhrif hér. „Ef hægt er að tala um sigur ein- hvers í þessari könnun þá er það sigur kjósenda vegna þess að eina ferðina enn hafa þeir sýnt og sannað að þeir láta ekki ófræging- arherferð á hendur einstaklingum hafa áhrif á sig í kosningabaráttu heldur taka afstöðu tO þeirra verka og þeirrar stefnu sem þeir standa fyrir. Það er kannski ánægjulegast í þessu öllu saman. En það er sótt að okkur úr öllum áttum, bæði L- og H-listi eru að taka af okkur nærri 2% og miðað við það allt eru þetta engin von- brigði.“ Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson Litlir kropp- ar á Litla- Kroppi Reykliolti. Morgunblaðið. HRAFNINN verpir með allra fyrstu fuglum á vorin. Á kletta- stalli fyrir ofan bæinn á Litla- Kroppi er laupur og í honum sex hrafnsungar og eitt fúlegg. Ekki er algengt að hrafninn verpi fleiri en sex eggjum í sama laupinn. Laupurinn var verklegur, gadda- vír, tijálurkar, bein, niðursuðudós og fóðraður með ull. I þjóðsögum segir um hrafna að „á vorþingum semja þeir um hvernig þeir skulu haga sér á sumrin, en á haustþingum skipta þeir sér niður á bæina og er það kallað að seíjast niður. Eftir það eru hrafnarnir kallaðir bæjar- hrafnar eða heimahrafnar". ♦ ♦♦ Spurt og svar- að á Netinu NOTENDUM Kosningavefjar Morgunblaðsins á Netinu gefst kost- ur á að senda umsjónarmanni vefjar- ins í tölvupósti spurningai' til fram- boðslista í einstökum sveitarfélögum um allt land. Spurningunum er kom- ið áfram til framboðanna og svörin birt á Kosningavefnum jafnskjótt og þau berast. Forsenda þess að hægt sé að veita þessa þjónustu er að viðkomandi framboð hafi búnað til að taka við spurningunum og svara þeim í tölvu- pósti. Forsvarsmenn framboðslista eru hvattir til að senda Kosninga- vefnum upplýsingar um netfang sitt. Netfang Kosningavefjarins er kosn- ing@mbl.is. Netnotendur, sem senda vilja íramboðslistum fyrirspurn, velja síð- una „Spurt og svarað" á Kosninga- vefnum, smella á hnappinn „Ert þú með spurningu?" og fylla út fyrir- spurnarfom, sem þá birtist á tölvu- skjánum. Kosningavefnum má tengj- ast frá Fréttavef Morgunblaðsins eða með því að slá inn slóðina http://www.mbl.is/kosningar. Sérblöð í dag - |ÉM|| VIÐSiaPn AIVINNULÍF VEXTIR Skráning á Reibor Reglur um milli- bankaviðskipti/BI KONNUN Vinsæl fyrirtæki Vilja vinna hjá Erfðagreiningu/B4 TVÍEFLDIR BYGGINGADAGAR '98 Islendingar gerðu jafntefli gegn Saudi-Aröbum/C3 Chelsea Evrópubikar- meistari í knattspyrnu/C4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.