Morgunblaðið - 14.05.1998, Side 13

Morgunblaðið - 14.05.1998, Side 13
h MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1998 13 FRÉTTIR Hvar verður Danadrottn- ingu að finna? ALMENNINGI gefst kostur á að fylgjast með og taka þátt í eftirfar- andi atburðum í heimsókn Margrét- ar Þórhildar Danadrottningar og Henriks prins. Fimmtudagur 14. maí: Við Faxagarð í Reykjavík getur almenningur fylgst með komu drottningar og fylgdarliðs til kon- ungsskipsins Dannebrog kl. 12.15. A Þingeyri við sóknarkirkjuna kl. 14.30. Á Flateyri við minnismerkið kl. 16.00. Á ísafirði, fyrst á Silfurtorgi kl. 16.40 og síðan við Turnhúsið í Neðstakaupstað kl. 19.00. f Bolungarvík við Ósvör kl. 17.10 og við handverkshúsið Drymlu kl. 17.35. Föstudagur 15. maí: Á Eyrarbakka við kirkjuna kl. 19.15 og við Húsið kl. 20.00. Laugardagur 16. maí: í Reykjavík við konungsskipið Dannebrog kl. 13.45 og við göngu- leið þaðan að Hafnarhúsinu. Við Hljómskálann kl. 15.45. Við Þjóðminjasafnið kl. 16.00. Sunnudagur 17. maí: Dönsk-íslensk guðsþjónusta í Dómkirkjunni sem hefst kl. 10.30 og er öllum opin. Við Ráðhús Reykjavíkur kl. 14.00. Við Höfða kl. 18.00. Við Þjóðleikhúsið kl. 20.00. MENN í þjónustu hennar hátignar, Margrétar Þórhildar Danadrottningar, festu niður fjúkandi segl á drottn- ingarskipinu Dannebrog í rokinu í gær. Morgunblaðið/RAX DROTTNINGARSKIPIÐ Dannebrog sigldi inn Reykjavíkurhöfn í gærmorgun, en þar mun Margrét Þórhildur Danadrottning, Henrik prins og fylgdarlið dvelja á meðan á heimsókn þeirra stendur. Víðförul Danadrottning MARGRÉT Þórhildur Dana- drottning, Henrik prins og fylgdarlið þeirra koma í óopin- bera heimsókn til landsins á há- degi í dag og mun heimsóknin standa til mánudagsins 18. maí. Drottningin er hingað komin í boði forsetahjónanna en hún mun jafnframt hafa umsjón með uppsetningu sýningar sinnar á kirkjulist sem opnuð verður í Þjóðminjasafninu laugardaginn 16. maí. Drottningin, prinsinn og fylgdarlið munu fara víða í hinni sex daga heimsókn sinni. Strax í dag halda þau til Vestfjarða, en það er eini landshluti Islands, sem drottningin hefur ekki áður heimsótt. Á Vestfjörðum munu þau meðal annars skoða Þing- eyrarkirkju, kirkjuna í Holti í Onundarfirði, minnisvarða við Flateyrarkirkju og togara í fsa- fjarðarhöfn auk þess sem þau munu snæða kvöldverð í Neðsta- kaupstað. Drottningin kemur aftur til Reykjavíkur í kvöld og dvelur í Drottningarskipinu Dannebrog. Hún tekur þátt í margvíslegum viðburðum, verður meðal annars viðstödd opnun Listahátíðar í Reykjavík á laugardaginn, mun hitta listamanninn ERRÓ og skoða með honum sýningu hans auk þess sem hún skoðar mynd- list frá Mozambique. Hún fær einnig að sjá lítið eitt af íslenskri náttúru, fer í sjóstangaveiði og hvalaskoðun og heimsækir Eyrarbakka. Auk þessa mun hún snæða hádegis- og kvöldverði í boði forsætisráð- herra borgarstjóra, forseta ís- lands og biskups. Hin listræna drottning Hún var ung og óörugg er hún tók við konungdæminu, en kemur nú fram af öryggi konu, sem hefur víða far- ið. Auk skyldna, sem starfið leggur henni á herðar, sinnir hún listiðkun. Og eins og margir listamenn hef- ur hún næmt auga, segir Sigrún Davíðsdóttir. Reuters MARGRÉT Danadrottning gengur fram hjá konunglegri varðsveit í Krisfjánsborgarhöll. LÍF hennar er mótað þeim skyldum, sem drottningarhlutverkið leggur henni á herðar. Einn dag í viku reynir hún þó alltaf að taka frá fyrir listsköpun. Á fimmtudögum er hún því í fríi frá skyldustörfum, ef því verður við komið. Elsta dóttir Friðriks 9. og Ingiriðar drottn- ingar fæddist 1940. Þá var hún líka íslensk prinsessa og skýrð fullu nafni Margrethe Alex- andrine Þorhildur Ingrid. Samkvæmt stjórn- arskránni átti konungsdæmið að erfast til elsta sonar. Þegar það lá fyrir að konungshjónin höfðu eignast þrjár dætur var stjórnarskránni breytt 1953, svo elsta barnið yrði ríkisarfí án tillits til kynferðis og Margrét Þórhildur varð krónprinsessa. Sjálf hefur hún sagt frá því að henni hafí verið gerð grein fyrir hvað breyt- ingin þýddi fyrir hana, þó slíkar skýringar væru heldur fjarstæðukenndar fyi-ir þrettán ára stúlkubarn. Hið listræna á hún ekki langt að sækja. Móðir hennar Ingiríður stundar útsauma af miklum krafti og þykir bera gott skynbragð á listir, eins og heimili hennar og híbýli bera vitni. Dóttirin hefur einnig yndi og ánægju af að koma hlutunum fyrir heima fyrir. Þannig sá blaðamaður Morgunblaðsins til drottningar- innar á útsölu í gardínubúð fyrir nokkrum ár- um, þar sem hún var að kaupa sér stranga af gulu gardínuefni. Listaánægjan eru mæðgunum sameiginleg og þær hafa í sameiningu saumað kirkjuklæði, líkt og hefðarkonur gerðu oft á fyrri öldum. Mikið af þeim útsaumi, sem til er frá fyrri öld- um er einmitt saumaður af hefðarkonum, því aðrar konur höfðu ekki efni né aðstæður til að leggja stund á útsaum í skrautskyni. En drottningin hefur ekki látið sér útsauminn nægja, því hún hannar og teiknar mynstur og velur liti. Það er engin tilviljun að hún hefur verið afkastamikil í að sauma út og hanna kirkjuklæði, því hún er mikil trúkona. Hún er sem danskur þjóðhöfðingi ekki yfLrmaður kirkjunnar, en rækir kirkjuna vel og á það einnig við um listrænt starf hennar. Auk út- saums hefur hún lagt stund á vatnslitamálun. Einnig hefur hún gert sviðsmynd við ballettinn „Þjóðsögu", einn af ballettum fransk-danska ballettmeistarans August Bournonville, sem starfaði I Danmörku á síðustu öld. Ballett er einmit annað áhugamál drottning- ar og ástundunarefni síðan á barnsaldri. Fast- ur liður í lífí hennar eru balletttímar á þriðju- dagsmorgnum og hún og ballettvinkonur frá því í æsku halda enn hópinn. Þeir sem fara á ballettsýningar í Konunglega ballettinum vita líka að drottningin kemur þangað ekki aðeins á frumsýningar, heldur er þar tíður gestur. Fjölskyldulíf bak við hallarmúra Þegar hún tók við ríkinu við lát föður síns 15. janúar 1972 var hún tæplega 32 ára, gift og tveggja barna móðir. Hún hefur síðar sagt frá því að hún hafi hræðst að verða drottning ein og ógift, en þeim ótta sleppti er hún gekk í hjónaband 1967, 27 ára gömul. Sá útvaldi var franskur diplómat og greifi, 32 ára piparsveinn að nafni Henri de Laborde de Monpezat. í sjálfsævisögu hans sem kom út fyrir tveimur árum, „Skæbne forpligter", segir hann frá því að þótt hann hafi á þessum tíma verið hæstá- nægður með diplómata- og piparsveinalífið hafi hann lítillega verið farinn að hugleiða að hann vildi gjarnan fara að stofna fjölskyldu. Fyrir þá sem hafa áhuga á kóngafólki er bók prinsins hin mesta skemmtilesning, því prins- inn er andríkur og kemur víða við. Aldurinn, reynslan, hjónabandið og listræn ástundun hafa styrkt hana og eflt og þá líka „kvennahópurinn", en svo kallar hún móður sína og systurnar tvær, Benedikte og Önnu Maríu. Þær eru samrýndar og samhentar og þessar fjórar ákveðnu konur hafa lagt línurnar í fjölskyldunni. Mæðgurnar Margrét og Ingríður hafa mikið saman að sælda. Sameig- inleg áhugamál auk útsaums eru meðal annars ballett og leikhús og þær sjást oft saman þar. Fjölskyldulífinu heldur konungsfjölskyldan fyrir sig, en stórfjölskyldan hittist nokkrum sinnum á ári, meðal annars hjá Ingiríði drottn- ingarmóður í sumarhöll hennar við Grásten á Suður-Jótlandi. Friðrik krónprins og Jóakim bróðir hans hafa þó aðeins rifað huluna með því að segja svolítið frá hallarlífinu í bamæsku. Þeir voru í umsjón barnfóstra, hittu foreldra sína yfirleitt um kl. 17, en borðuðu ekki með þeim fyi'r en þeir voru orðnir stálpaðir. Franski prinsinn var greinilega hinn strangi uppalandi, sem fylgdist með heimanámi og hegðan sem ægivaldur. „Þú kenndir okkur að vera strangur við þann, sem manni þykir vænt um - og.við vonim aldrei í vafa um að þér þótti mjög vænt um okkur,“ sagði krónprinsinn í ræðu til fóður síns er hann varð sextugur. Sjálf hefur drottningin látið að því liggja að eftir á að hyggja hefði hún gjarnan viljað sinna son- unum meira. Krónprinsinn verður þrítugur 26. maí. Tölu- verðar vangaveltur hafa verið í slúðurblöðum um samband hans við dönsku dægurlagasöng- konuna Mariu Montell, vinkonu hans til nokk- urra ára, og blöðin birt myndir af þeim við rómantískar aðstæður. Þau hafa farið í frí saman og sagt er að stúlkan búi að hluta í íbúð krónprinsins í Amalienborg. Slúðurblöðin geta sér þess til að móðirin sé ekki fyllilega ánægð með ráðahaginn, en eins og allar fréttir af fjöl- skyldunni eru þær með öllu óstaðfestar og ekkert annað en getgátur. Ef hefðinni verður haldið verður ráðahagur prinsins opinberaður með formlegri tilkynningu og blaðamanna- fundi, þar sem drottningin verður viðstödd og lýsir velþóknun sinni á ráðahagnum. Upplýst og áhugasöm Danadrottning virðist ör, horfir sjaldnast á þá sem hún talar við og lætur heldur augun reika. Sjálf segist hún vera svolítill flautaþyr- ill, þótt það sjáist ekki í opinberri framkomu. Hún hafi hins vegar lifandi áhuga á hugðarefn- um sínum og geti bæði hlustað, spurt og lagt orð í belg. Drottningin er þéruð og ávörpuð sem „Deres majestæt" og sjálf segir hún að þéringar séu sér tamari en þúun, vísast eins- dæmi í hennar kynslóð, sem varla bregður nokkurn tímann fyrir sig þéringum. Hún er áköf reykingakona og reyndar fjölskyldan öll, sem hefur orðið nokkurt feimnismál eftir að farið var að vara við reykingum. Afi drottningar, Gústaf 6. Adolf, var annál- aður kunnáttumaður um fornleifafræði og sjálf er drottningin áhugasöm um þá grein, en einnig um sögu. Hún þykir einkar vel að sér. Sem drottning er hún hæstráðandi hersins að titli til og það hlutverk sitt rækir hún vel og ræktar tengslin við herinn og stofnanir hans. Hernaðaráhugi hennar teygir sig einnig til Atlantshafsbandalagsins og hugar hún að tengslunum við það eftir því sem við á. Hún hefur ánægju af útiveru og ferðalögum og meðan prinsinn sækir til Afríku og Asíu fer hún oft norður á bóginn. Á hverjum vetri gengur hún á skíðum milli fjallakofa í Noregi með Sonju Noregsdrottningu. Það er því enginn vafi á að það verður áhugasamur gestur, sem sækfr Island heim til að opna sýningu sína og litast aðeins um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.