Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hæstiréttur um reglur skaðabótalaganna um uppgjör minnihátt ar örorkutjóna til ungmenna og tekjulítilla Jafnræðisregla brotin HÆSTIRETTUR kvað í gær upp þann dóm að það fari í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að greiða engar bætur vegna varan- legs örorkutjóns til þeirra sem hafa haft engar eða takmarkaðar'tekjur á liðinni tíð, sé miskastig þeirra metið minna en 10-15%, eins og skaðabótalögin gera ráð fyrir. Þetta var niðurstaðan í máli sem höfðað var fyrir hönd stúlku sem var nemandi í menntaskóla þegar hún lenti í umferðarslysi árið 1994 og hlaut áverka sem metnir eru til 10% varanlegrar örorku. Hún fékk greiddar bætur vegna þjáninga og varanlegs miska en ekki fyrir annað fjártjón. Það byggðist á þágildandi ákvæði 8. greinar skaðabótalaganna um að þeir sem nýta vinnugetu sína þannig að þeir hafi litlar eða tak- markaðar tekjur skuli ekki fá bætur vegna örorkutjóns undir 15%. Það hlutfall var lækkað niður í 10% árið 1996. „Þeir tjónþolar, sem 8. gr. skaða- bótalaga tekur einkum til, hafa eng- ar eða takmarkaðar vinnutekjur haft á liðinni tíð. Það jafngildir ekki því, að þeir muni ekki verða fyrir tekjutjóni í framtíðinni af völdum varanlegrar örorku þótt miskastig þeirra sé metið minna en 10 eða 15%,“ segir í dóminum. Síðar segir á þá leið að staða tjón- þola með miskastig vegna varan- legrar örorku undir tilteknu lág- marki sé augljóslega mismunandi eftir því hvort þeir hafi haft tekjur fyrir slysið eða ekki. Mismunun fer í bága við stj órnarsj krána „Þá er og ljóst að bótaákvörðun- um vegna fyrmefnda hópsins er ætlað að styðjast við fjárhagslegt örorkumat en hins síðamefnda við læknisfræðilegt mat. Þessar mis- munandi forsendur mega hins veg- ar ekki leiða til þeirrar niðurstöðu, að annar hópurinn undir tilteknu örorkustigi fái líklegt tjón sitt bætt en hinn eigi þess engan kost. Slík mismunun fer í bága við 65. grein stjómarskrárinnar, sbr. 72. gr. og verður ekki réttlætt með því, að um smávægilegt tjón sé að ræða, sem erfítt sé að færa sönnur að,“ segir í dóminum og er þar vísað til ákvæða stjómarskrárinnar til vamar jafn- ræði manna og eignarrétti en rétt- urinn segir að í aflahæfí manna séu fólgin eignarréttindi sem njóta vemdar eignarréttarákvæðis stjómarskrárinnar. Því var Vátryggingafélag íslands dæmt til að greiða stúlkunni 547 þúsund krónur til viðbótar þegar greiddum bótum, auk 400 þúsund króna í málskostnað sem renna í ríkissjóð. Fyrningar- frestur ekki útrunninn HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær þann dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að fymingarfrestur refsingar hafí ekki verið liðinn þegar maður var handtekinn 14. apríl sl. og færður til afplánunar á 11 mánaða fangelsis- vist. Um var að ræða vararefsingu vegna 4,3 mkr. sektar, eftirstöðva á 5,5 mkr. sekt sem maðurinn var dæmdur til að standa skil á. Maðurinn taldi sök sína fyrnda en ákvörðun dómsmálaráðuneytisins, sem héraðsdómur og nú Hæstiréttur hafa staðfest, byggðist á því að ekki bæri að miða fyrningarfrestinn við þann dag þegar dómur var kveðinn upp heldur þann dag þegar frestur mannsins til að greiða sektina rann út. Samkvæmt því hefði málið verið fymt hefði maðurinn verið handtek- inn tveimur dögum síðar. Fær ágætiseinkunn í tveimur skólum Morgunblaðið/RAX F engsælt undir Ölfusárbrú GUÐLAUGUR Jónasson sjóbirt- ingsveiðimaður og fastagestur á veiðisvæðinu undir Ölfusárbrú lyftir upp feng dagsins, Qögurra punda sjóbirtingi, fyrir ljósmynd- ara Morgunblaðsins sem var á ferð um Suðurland nýlega. Guð- laugur sagði vel fískast á þessum slóðum. Guðlaugur sagði að menn stefndu að því að landa þarna og að takmarkið væri að landa þarna 200 fiskum í sumar. Lýkur stúdents- og einleikaraprófi ÁLFHEIÐUR Hrönn Hafsteinsdóttir hafði ríka ástæðu til að gleðjast í gær. Hún útskrifaðist með ágætiseinkunn frá Menntaskólanum í Reykjavík, var þriðja hæst og hlaut fjölda verðlauna. Álfheiður er einnig nýútskrifuð úr Tónlistarskóla Reykjavíkur. Hún lauk þaðan einleik- araprófi í fiðluleik og hlaut ágætiseinkunn. Að sögn Álfheiðar var veturinn stremb- inn. „Þetta var mjög erfitt sérstaklega þar sem skólamir gera hvomgur ráð fyrir að maður sé í öðm námi með. Ég hef skipulagt námið þannig í gegnum tíðina að ég hef einbeitt mér að þeim skóla þar sem meira er að gera hverju sinni.“ Þrátt fyrir að stúdentsprófin Álfheiður Hi-önn Hafsteinsdóttir. Mikil fjölgnn er- lendra ferðamanna Komur erlendra ferðamanna jan.-maí FJÖLGUN erlendra ferðamanna er um 8.800 fyi-stu 5 mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra eða um 16%, samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálaráði. I maímánuði sl. komu alls 18.852 erlendir ferðamenn til landsins, sem er um 16% aukning miðað við sama mánuð í fyrra, en þá komu alls 16.303. Flestir hinna erlendu gesta komu frá Bandaríkjunum eða 4.044, írá Bretlandi komu 2.525. Frá Dan- mörku 2.277 og 1.918 frá Svíþjóð. Frá Þýskalandi kom 1.851. „Eins og áður hefur komið fram hefur náðst verulegur árangur í auknum umsvifum í ferðaþjónustu utan hins hefðbundna ferðamanna- tíma á undanfömum árum enda ver- ið meginþáttur í allri markaðsvinnu. Aldrei fyrr hafa jafnmargir erlendir gestir komið hingað fyrstu mánuði ársins og nú. Þessa fyrstu mánuði ársins er einnig um að ræða athygl- isverða breytingu í samsetningu ferðamannahópsins með tilliti til markaðssvæða," segir í frétt frá Ferðamálaráði. Ferðamenn frá Svíþjóð Bretlandi Danmörku Noregi Bandaríkjunum Þýskalandi öðrum ríkjum Samtals Fjöldi 1997 1998 4.686 6.237 8.051 10.478 5.766 7.237 5.124 6.155 11.158 13.098 5.257 5.559 13.642 13.748 53.684 62.512 Aukning (%) Norðurlöndin 3 15.574 19.629 33 20 17 16 26 væru yfirvofandi var enn meira að gera í Tónlistarskólanum þar sem Álfheiður hélt tvenna tónleika í tengslum við einleik- araprófíð. Fyrri tón- leikarnir voru 28. jan- úar en þá lék Álfheið- ur með Sinfóníu- hljómsveit Islands og þeir síðari 16. apríl þegar hún hélt ein- leikaratónleika sína. „Þannig að það má segja að ég hafi ekki haft tíma til að ein- beita mér að Mennta- skólanum fyrr en nú í stúdentsprófunum," segir Álfheiður. „En ég lærði þó alltaf fyrir skyndipróf." Það virðist hafa dugað til því lokaeinkunn Álfheiðar var 9,18 og var hún þriðja hæst. Hún hlaut verðlaun í dönsku, ensku, frönsku, sögu og fyrir ágætisein- kunnina. Álfheiður útskrifaðist úr eðlisfræðideild II og segir uppá- haldsgreinarnar vera sögu, eðlis- og efnafræði og íslensku. Þrátt fyrir að Álfheiður hafi lagt námsbækurnar á hilluna í bili verður ekki það sama sagt um fiðluna. I sumar tekur hún þátt í Sinfóníuhljómsveit ungs fólks á Norðurlöndum, Orkester Norden. „Það er enginn í nánustu fjöl- skyldu sem spilaði á hljóðfæri." I haust er stefnan svo tekin á Bandarikin en Álflieiður hefur fengið skólavist í Yale-háskólan- um í Bandaríkjunum. „Ég verð við nám í tónlistardeildinni þar en ég get líka tekið bóklegar grein- ar. Ég vil halda því opnu næstu tvö árin hvað ég geri í framtíð- inni.“ Nýstúdentar Ieiti/12 8SÍDUR A FOSTUDOGUM Faðmlög fyrir stóra jafnt sem smáa Hvað segja þjónar réttvísinnar? Hermann Hauksson til ís- landsmeistara Njarðvíkur/C1 Monica Seles í úrslit á Opna franska í tennis/C3 Boltinn á Netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.