Morgunblaðið - 05.06.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 05.06.1998, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbank- ans, og félagar hans héldu samráðsfund um framboð „Við ræddum hernaðarlistina“ Morgunblaðið/Theodór FRÁ Grundartangahöfn þar sem m/s Strilberg liggur en það er fyrsta SVERRIR Hermannsson, fyrr- verandi bankastjóri, og félagar hans undirbúa nú stofnun kosn- ingasamtaka og ætla að bjóða fram til Alþingis í öllum kjördæm- um landsins á næsta ári. Haldinn var samráðsfundur vegna fram- boðsmálanna í gær. „Þama var einvalalið og menn mjög á einu máli en það er mikið starf framundan í skipulagningu og við mótun ramma um stefnu," segir Sverrir. „Við ræddum hernaðarlistina alla saman,“ sagði Sverrir enn- fremur um fundinn í gær. Að sögn Sýning í Sjó- manna- skólanum SJÓMANNADAGSRÁÐ opnar sýningu í Sjómannaskólanum á sjómannadaginn í tilefni þess að þá verður í 60. sinn haldið upp á þennan dag. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, hélt erindi og síðan var boðs- gestum boðið að skoða sýning- una. Sýningin verður opnuð formlega fyrir almenning á sjómannadag kl. 14. Hún verð- ur opin fram til 20. júní. Á sýningunni verða sýnd á annað hundrað bátslíkön og skipslfkön frá upphafi báta- sóknar á íslandi til okkar daga. súrálsskipið sem kemur til Norðurálsverksmiðjunnar. Fyrsta skipið til Norðuráls Borgarnesi hans má búast við frekari fréttum af málinu í næstu viku. „Það ei-u vissar hugmyndir á lofti sem ég get ekki rætt að svo komnu.“ Skriðufall stuðningsmanna. „Þetta lofar mjög góðu og hér hefur ekki linnt hringingum fólks, sem lýsir yfir stuðningi sínum, úr öllum landsfjórðungum, hundruð- um saman. Eg hefði aldrei getað ímyndað mér annað eins skriðu- fall. Allt er þetta vegna þess að knýjandi nauðsyn er á að taka fiskveiðistjórnina til endurskoð- unar,“ sagði Sverrir. Hann bætti einnig við að hálendismálið væri af sömu rótum runnið. „Fólk finn- ur að hér er sama yfirdrifna frjálshyggjan á ferðinni,“ sagði Sverrir. Að sögn hans koma stuðnings- menn framboðsins úr öllum stjórnmálaflokkum. „Við leggjum mjög mikið upp úr því að ná sem mestu sambandi við ungt fólk. Þeirra er framtíðin og það mun takast. Það biður um að fá að vera með, af báðum kynjum. Því verð- ur heldur ekki gleymt í þetta skiptið,“ sagði Sverrir að lokum. FYRSTA flutningaskipið til að koma til Norðuráls á Grundartanga er þessa dagana að afferma um 17 þús- und tonn af súráli í 50 metra háan geymslutank Norðuráls á Grundar- tanga. Skipið sem heitir m/s Stril- berg er um 20 þúsund tonn, skráð í Noregi með norskum skipstjóra og yfirmönnum, en áhöfn er að öðru leyti skipuð Pólverjum. Skipið er jafnframt það fyrsta sem leggst að nýja hafnargarðinum á Grundar- tanga. Að sögn Gene Caudill forstjóra Norðuráls kemur skipið með hráefn- ið frá Irlandi og er þetta eina skipið sem mun koma til Grundartanga með sjálflosunarbúnaði. Þegar næsta súrálsskip kemur þá verður búið að reisa um 40 metra háan af- fermingartum á bryggjunni sem mun tengjast losunarbúnaði og dælukerfi að súrálsgeymslutanki Norðuráls. Sagði forstjórinn að framleiðsluferlið væri að komast í gang hjá verksmiðjunni og fram- leiðslan. hæfist nk. mánudag. Búið væri að selja framleiðsluna töluvert fram í tímann og hún færi öll á Evr- ópumarkað. Aðspurður sagði for- stjórinn að ekki væri ennþá búið að ákveða hvort framleiðslunni yrði til að byrja með ekið frá verksmiðjunni til annarrar hafnar eða flutt sjóleið- ina frá Grundartangahöfn, því þó að nýi hafnargarðurinn væri langt kom- inn þá væri enn eftir að steypa þar þekjuna. ----------------- Fékk flogakast undir stýri ÖKUMAÐUR missti stjórn á bifreið sinni og lenti á tveimur kyrrstæðum bílum á Skúlagötu í gærmorgun. Að sögn lögreglu er talið að mað- urinn hafi fengið flogakast og misst stjóm á bílnum af þeim sökum. Hann var fluttur á slysadeild til at- hugunar. Svipað atvik varð sl. mánu- dag, þegar annar ökumaður fékk flogakast og lenti á húsvegg á Snorrabraut. Morgunblaðið/Þorkell GRÍMUR Karlsson (t.v.), sem hefur smíðað um 60 líkön sem eru á sýningunni, og Hannes Hafstein, fyrrver- andi forseti Slysavarnafélags íslands, við líkön af skútu sem smíðuð var í Englandi árið 1874. Hún kom til ís- lands 1887 og hlaut nafnið Helga EA 2. I I I \ Formaður Tölvunefndar segir samstarfslækna ÍE eiga að safna persónuupplýsingum Aðskilnaðurinn verð- ur að vera bæði form- legur og efnislegur ÞORGEIR Örlygsson, formaður Tölvunefndar, segir að í bréfi Tölvu- nefndar til íslenskrar erfðagreining- ar felist ekki að starfsemi Þjónustu- miðstöðvai’ rannsóknarverkefna í Nóatúni verði lokað. Á blaðamanna- fundi, sem haldinn var í fyrradag kom fram að forsvarsmönnum IE hefði komið verulega á óvart að Tölvunefnd hefði gripið til þess ráðs að loka starfsemi Þjónustumiðstöðv- arinnar sl. föstudag. Haft var samband við Þorgeir, þar sem hann er staddur erlendis, og sagðist hann hafa átt fund með Kára Stefánssyni, framkvæmdastjóra ÍE, í Kaupmannahöfn þar sem rætt var um ýmsar leiðir til að leysa þann vanda, sem upp er kominn um nafn- leynd og trúnað um persónugreindar upplýsingar sjúklinga, sem ÍE og samstarfslæknar hennar hjá Þjón- ustumiðstöðinni vinna með. Sagði Þorgeir að Tölvunefnd hefði ekkert við það að athuga að ÍE legði sam- starfslæknum til húsnæði í Nóatúni eins og nú er gert en Ijóst sé að þeim persónuupplýsingum, sem safnað er í Þjónustumiðstöðinni eigi sam- starfslæknar að safna. ÍE eigi ekki að hafa aðgang að upplýsingum um hvaða einstaklingar eru þar að baki. „Við erum að tala um að aðskilnaður- inn eigi ekki eingöngu að vera á pappírunum heldur einnig í raun bæði form- og efnislega," sagði hann. Sammála um misfellur Þorgeir sagði að þeir Kári hefðu verið fullkomlega sammála um að misfellur væru á því starfi, sem fram færi í Þjónustumiðstöðinni sam- kvæmt skilmála Tölvunefndar. Þeir hefðu einnig verið sammála um að finna þyrfti lausn á málinu. Sagði Þorgeir að í bréfi Tölvunefndar fælist ekki að starfseminni hefði verið lokað. „Bréfið felur í sér að óheimilt sé að halda starfseminni áfram óbreyttri og að þeir hafi frest til að koma málunum í lag,“ sagði hann. „Við höfum hugsað þetta þannig að fundin yrði bráðabirgða- lausn, sem myndi gilda þar til varan- leg lausn væri fundin. Eg hef verið í stöðugu sambandi við lögmann IE til að finna þessar lausnir og ég veit ekki til að starfsemi Þjónustumið- stöðvarinnar hafi verið lokað enda fólst það ekki í bréfinu. Mér finnst þetta mál sýna að eftirlitskerfi Tölvunefndar virkar ágætlega og að nefndin hafi brugðist rétt við. Hún hafi ekki átt neinna annarra kosta völ eins og málum var háttað." í bréfi Tölvunefndar til ÍE, sem undirritað er af Sigrúnu Jóhannes- dóttur framkvæmdastjóra, segir orðrétt: „Er hér með veittur frestur til 20. júní nk. til að gera úrbætur og sjá til þess að í hvívetna verði farið að þeim fyrirmælum sem Tölvu- nefnd hefur sett um framkvæmd umræddra rannsókna. Fram að þeim tíma er öll frekari vinnsla óheimil. Skal fyrir 20. júní nk. tryggja virkan aðskilnað þeirra sem nú vinna með hin persónugreindu (- greinanlegu) gögn íslenskrar erfða- greiningar hf. og eyða allri óvissu um sjálfstæði þeirra gagnvart fyrir- tækinu. Skulu engir aðrir koma að vinnslu slíkra upplýsinga en sam- starfslæknar eða menn sem vinna samkvæmt skriflegu umboði þeirra og lúta hvorki boðvaldi Islenskrar erfðagreiningar hf. né nokkurra óviðkomandi aðila.“ Sammála um tilsjónarmenn Á fundinum með blaðamönnum kom fram hjá Kára Stefánssyni að ÍE greiddi laun tilsjónarmanna Tölvunefndar samkvæmt tilskipun nefndarinnar og sagði hann það ekki gott og að á því yrði tekið á rólegan og yfirvegaðan hátt. Þorgeir sagði að samkomulag væri milli Tölvu- nefndar og ÍE um að ÍE greiddi laun tilsjónarmanna. „Við höfum hvorki starfsfólk né fjárveitingu til að sinna eftirliti með þeiiri starf- semi sem þarna fer fram,“ sagði hann. „Okkur kom því saman um að heppilegast væri að Tölvunefnd til- nefndi sjálfstæða og hlutlausa eftir- | litsaðila, og íyrirtækið bæri kostnað af eftirlitinu. Tölvunefnd er ekki að J þvinga skilmálum upp á ÍE. Menn eru sammála um þetta fýrirkomu- lag. Þetta er sama fyrirkomulag og er hjá Hjartavernd og Krabba- meinsfélaginu. Þar eru tiljónarmenn Tölvunefndar með starfseminni rétt eins og hjá EÍ og þessir aðilar greiða fyrir þann kostnað." Vegna ummæla samstarfslækn- anna sjö vildi Þorgeir taka fram að | Tölvunefndin liti ekki á það sem sitt hlutverk að standa í vegi fyrir vís- indarannsóknum. „Við lítum ekki svo á og hegðum okkur ekki þannig," sagði hann. „Það sem okk- ur ber skylda til er að tryggja per- sónuvernd við vísindarannsóknir og ég held að þetta eftirlitskerfi hafi sannað að það virkar.“ Þorgeir sagði að fyrir einhver mistök hafi Reyni Árngrímssyni lækni verið sent bréf Tölvunefndar, l sem einum af samstarfslæknum, en hann hafi dregið sig úr samstarfinu h og biðst hann velvirðingar á þessum mistökum Tölvunefndar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.