Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 39 AÐSENDAR GREINAR erlendis, ef námsmaður er verulega fatlaðm-, getur sannanlega ekki stundað nám sitt hér á landi að óbreyttum að- stæðum og sérstakar ástæður mæla með undanþágu. Allar miða þessar breytingar að því að koma til móts við þá, sem vilja afla sér menntunar og eru í samræmi við það meg- inmarkmið Lánasjóðs íslenskra námsmanna að stuðla að jafnrétti til náms. Námslán en ekki laun Hér hef ég lýst þeim sjónarmið- um, sem lágu til grundvallar þegar teknar voru ákvarðanir um úthlut- unaireglur LIN á næsta skólaári. I samræmi við þær má gera ráð fyr- ir, að ráðstöfunarfé námsmanns í leiguhúsnæði verði nálægt 74.000 krónum á mánuði. Sambærileg tala fyrir hjón með eitt barn, sem bæði em í námi og hvort um sig með meðaltekjur, er með barnabótum um 186.000 krónur á mánuði. Þess- ar tölur sýna glögglega, að ekki er unnt að skoða hækkanir á náms- lánum með sama hætti og launa- hækkanir. Hjá lánasjóðnum er tek- ið tillit til stöðu hvers lántaka og hún metin. Þeir, sem skoða tölurn- ar, geta ekki heldur af neinni sann- girni fullyrt, að illa sé gert við námsmenn á Islandi. í lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna er þess hvergi getið, að líta beri á lán til námsmanna sem laun. Þegai- hugað er að næstu breytingum á úthlutunarreglum sjóðsins koma ýmis álitaefni til skoðunar. Til dæmis hefm’ verið rætt um sérstakan lánaflokk handa þeim, sem búa við háan húsnæðiskostnað. Þá hefur því verið hreyft, að skapa mætti svig- rúm til að hækka grunnframfærslu nem- enda með því að miða upphæð námsláns til hvers og eins aðeins við þá daga, sem hann stundar nám í skóla sínum, en ekki við níu mánuði eins og nú er gert. Athygli hefur veríð vakin á því sjón- armiði, að óeðlilegt sé að miða framfærslu- grunn námslána við framreiknaða neyslukönnun frá árinu 1974, gera þurfi nýja könnun til að hafa hald- betri viðmiðun. Bent hefur verið á, að skynsamlegt sé að halda frí- tekjumarki lántakenda óbreyttu en minnka skerðingu lána vegna eigin tekjuöflunar námsmanns. Loks hefur sú hugmynd komið fram í fjölmiðlaumræðum um úthlutunar- reglurnar á þessu vori, að Lána- sjóður íslenskra námsmanna verði lagður niður í núverandi mynd og bönkum falið að veita námslán, ífk- ið semji við banka um lánakjör og niðurgreiði vexti til að tryggja námsmönnum óbreytt lánskjör. Ailar þessar hugmyndir er vert að skoða nánar. Að lokum vil ég árétta, að við setningu úthlutunar- reglna á þessu vori, var stigið skref til móts við marga hópa náms- manna. Var eðlilegt að leggja áherslu á það við endurskoðun reglnanna að þessu sinni. Þetta er í góðu samræmi við það höfuðmark- mið sjóðsins að auðvelda sem flest- um lántakendum að stunda fjöl- breytt nám. Höfundur er menntamálaráðherra. Björn Bjarnason Hlutverk tölvustuddrar hönnunar Starfsumhverfi tæknimanna hef- ur gjörbreyst á síðastliðnum 15 ár- um og veldur tölvutæknin þar mestu um. Bylting hefur orðið í miðlun upplýsinga og tölvustudd hönnun (CAD) er orðin veigamikill þáttur í störfum allflestra tækni- manna. Hönnun hefur færst af teikniborðinu, frá teiknivél og tús- spennum, yfir í teiknihugbúnað í tölvum. I tölvustuddri hönnun eru verkefnin sett fram myndrænt í tvívídd eða þrívídd þannig að við- skiptavinurinn sjái fyrh- sér verk- efnið sem næst raunveruleikanum. Nútímahönnun gefur einnig kost á hvort sem er kyrrmyndum eða hreyfimyndum. Þessi nýja tækni breytist og þróast mjög hratt og gerir sífellt meiri ki'öfur til tækni- manna. Staða tölvustuddrar hönnunar hérlendis er með því besta sem gerist í heiminum í dag. Tækni- fræðingafélag Islands og Verk- fræðingafélag Islands hafa, eins og fýrr var getið, fengið mörg af fram- sæknustu fyrirtækjunum hér á landi á þessu sviði til samstarfs um viðamikla kynningu á tölvustuddri hönnun í Perlunni 6.-7. júní nk. Þar að auki hefur Nils Lykke lekt- or frá Danmörku verið boðið hing- að til lands. Hann er talinn vera í fremstu röð í Evrópu á sviði töivu- studdrar hönnunar. A sýningunni verður beitt nýj- ustu tækni við framsetningu kynn- ingarefnis. M.a. verða mörg verk- efni, stór og smá, sýnd á 13 fm sýn- ingartjaldi. Verkefnin verða út- skýrð af sérfróðum fagmönnum. Þá má geta þess að hægt verður að sjá og heyra alla fyi-irlestrana á heimasíðum félaganna meðan á sýningu stendur. Veffangið er www.vortex.is/vfi eða www.vor- tex.is/vfi/tif. Fyrirlestur Nils Lykke 9. júní Nils Lykke gestafyrirlesari mun halda sérstakan fyrirlestur á vegum TFI og VFI þriðjudaginn 9. júní. Fyrirlesturinn er opinn öll- um áhugamönnum um tölvustudda hönnun. Skráning fer fram á skrif- stofu félaganna í síma 568-8505, netfang vt@vortex.is Höfundur er formaður Tæknifræð- ingafélags íslands. Gleymum Islenzkri erfða- greiningu ... í bili, nú þegar frið- ur hefur fengizt til að ræða eitt stærsta mál, sem rekið hefur á fjörur íslenzkrar heilbrigðis- þjónustu um ára bil, frumvarp til laga um gagnagrunna á heil- brigðissviði. Frumvarp þetta, ef að lögum verð- ur, mun veita heilbrigð- isráðherra heimild til að safna öllum upplýsing- um, sem til eru um heilsufar íslendinga, í einn gagnagrunn. Jafn- framt er ráðherranum heimilt að semja við einhvern aðila t.d. utan heilbrigðiskerfisins um að mynda grunninn, vinna við hann og varð- veita í tiltekinn tíma. Mun sá aðili fá einkaleyfi til þess arna. Læknum hefur verið borin á brýn þröngsýni, afturhald og öfund, segir Sigurbjörn Sveinsson, í umfjöllun um gagnagrunnsfrum- stuðning læknastéttar- innar. Að fullnægðum kröfum um trúnað er vinna af því tagi, sem nú er stunduð hjá Is- lenzkri erfðagreiningu, læknum alls ekki til ama. Síður en svo. Frumvarpið um gagnagrunna á heil- brigðissviði er annars eðlis. Það varðar ekki þær rannsóknir, sem nú er unnið að hjá ís- lenzkri erfðagreiningu. Frumvarpið _ skiptir ekki máli fyrir Islenzka erfðagreiningu til að uppfylla gerða samn- inga við lyfjaiðnaðinn. Það hefur forstjóri íslenzkrar eifðagreiningar staðfest. Þetta frumvarp verður að skoðast í miklu víðara samhengi. An þess að litið sé til markmiða fiumvarpsins er það almennt viður- kennt í vísindaheiminum, að sam- eindarannsóknir á erfðamengi mannsins velta upp mai’gvíslegum spurningum, sem tengjast iögfræði- legum, siðfræðilegum, félagslegum og pólitískum úrlausnarefnum. Nú þegar er umtalsverðum fjánnunum veitt í rannsóknir á félagslegum af- Sigurbjörn Sveinsson leiðingum eifðarannsókna. í Banda- ríkjunum er jafnvirði milljarða króna varið árlega til slíkra rann- sókna, sem þó liggja utan ramma raunvísindanna í ströngum skilningi þess orðs. Mönnum er ljóst, að hag--- - nýting þekkingarinnar á erfðaefn- inu er vandasöm og krefst nýrrar sýnar og endurmats á eldri gildum. Hlutverk stjórnmálamanna er veigamikið við alla löggjöf, sem vís- ar til vegar í þessum efnum. Hún gerir kröfur um yfirgripsmikla þekkingarleit, sem ef til vill er þeim framandi. Síðast en ekki sízt er nauðsynlegt, að rödd almennings nái eyrum stjórnmálamannanna og að sjónarmið þeirra, sem í minni- hluta eru, fái einnig að njóta sín. í frumvarpi til laga um gagna- ^ grunna á heilbrigðissviði er gengið lengra á þessu sviði en áður hefur þekkzt. Engin þjóð hefur áður sett slík lög. Þess vegna er nauðsynlegt, að almenn umræða fari fram um ýmis álitaefni, sem tengjast því, sem að framan er getið. Það er brýnt, að þeirri umræðu verði ekki drepið á dreif með deilum um einka- leyfi og hugsanlega hagnaðarvon einkafyrirtækis. Látum þá umræðu liggja á milli hluta, þar til vilji okkar og ásetningur er ljós, hvað verkefn- ið sjálft varðar. Hagsmunir ís- lenzla-ar erfðagreiningar mega ekki trufla þá umræðu. Skoðanaskiptum við einstaklingana, sem að baki ís- lenzkri erfðagreiningu standa, ber >-- hins vegar að fagna. Umfram allt er mikilvægt, að höfð sé að leiðarljósi sú staðreynd, að ekki er allt gerandi í þágu vísind- anna. Málssvarar þeiirar skoðunar hafa verið fleiri en mannkynið hefur þurft á að halda. Höfundiir er læknir. varpið. Um tíma leit út fyrir, að ekki gæfist ráðrúm til að ræða þetta frumvarp frá öðru sjónarhorni en sjónarhorni vísinda, ágóðavonar og sérhyggju. Sem betur fer var komið í veg fyrir það með þvingu skyn- seminnar og hjálp raunsærra stjórnmálamanna. Þáttur lækna var stór í því máli sem og margra ann- arra og frumkvæði Læknafélags Is- lands verður ekki frá því tekið. Læknum hefur verið borin á brýn þröngsýni, afturhald og jafnvel öf- und og þeir sakaðir um að tefja framsókn vísindanna. Þeir hafa ver- ið sagðir fylkja sér undir fána skammsýninnar eins og bændur forðum, sem riðu til Reykjavíkur árla aldar til að mótmæla símanum. Það er mín skoðun, að fullyrðing þessi sé sett fram af fordómum og takmörkuðum skilningi á því við- fangsefni, sem til úrlausnar er. Læknum eru fyllilegar Ijósar þær tæknilegu forsendur, sem frum- varpið gi-undvallast á. Þeim eru Ijósir möguleikarnir, sem í erfða- rannsóknum felast, hin hrífandi sýn um ónumin lönd á vettvangi lækn- inga, lönd, sem opnast með lykli stökkbreyttra gena. Sú vinna, sem forvitnir vísindamenn leggja af mörkum við grunnrannsóknir undir agaðri og viðurkenndri forsögn hinnar vísindalegu aðferðar á fullan Vestmannaeyja er komið út og tæst á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Grandakaffi, Grandagarði, Bókabúð Árbæjar við Rofabæ, Fljótt og gott, Umferðarmiðstöðinni. Hafnarfjörður: Skeljungur, Kænan. Sjómannadagsráð Vestmannaeyja. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks í fasteignaleit v'M %J www.mbl.is/fasteignir 20% afsláttur af sólgleraugum dagana 4. til 7. júní e
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.