Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 53 i FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli HESTAR á leið í Viðey. Grillskálinn í Viðey öllum opinn síðdegis Landsþing Lions á Akureyri LIONSHREYFINGIN á íslandi heldur landsþing sitt dagana 5. og 6. júní á Akureyri. Þingið sækja um 250 fulltrúar hvaðanæva af landinu. Alls er gert ráð fyi-ir að um 450-500 Lionsfélagar, makar og börn tengist þinginu nú um helgina. Meðal verkefna þingsins er end- urskoðun laga hreyfingarinnar, skipulag líknarstarfa og fjármögnun þess. Lionshreyfmgin er virk í bar- áttunni við vímuefni og hefur kostað gerð og kennslu námsefnisins „Lions Quest“ í 7. og 8. bekk grunn- skóla. Það námsefni hefur líka verið kallað lífsleikni og mun þaðan komið heitið á nýrri námsgi-ein sem á að taka upp í öllum grunnskólum á næstum árum enda verður Lions Quest stór þáttur í faginu. Þá er að fara í gang kennsla í nýju námsefni fyrir elstu bekki grunnskóla þar sem tekið er á ofbeldi og unglingum kennt hvernig hægt er að vinna úr tilfinningum og ágreiningsefnum á jákvæðan hátt, segir í fréttatilkynn- I ingu. Fjöldi skóla og námsstefna eru haldin í tengslum við þingið, fyrir embættismenn og stjórnir Lions- klúbba, en nýtt starfsár hefst hjá hreyfmgunni 1. júlí nk. Fráfarandi fjölumdæmisstjóri er Jón Gröndal. Fráfarandi umdæmisstjórar eru Halldór Kristjánsson og Sigurður H. Þorsteinsson og verður annar hvor þeirra nýr fjölumdæmisstjóri. Nýir menn í forystu umdæmanna ■ eru Þór Steinarsson og Elías Rúnar Elíasson. -------♦—------- 1 Fjölskyldusjó- ferðir um Reykjavík- urhöfn | ÁHUGAFÓLK um fjölbreyttar sjó- ferðir fyrir einstaklinga og fjöl- skyldur stendur fyiir sjóferðum | föstudag, laugardag og sunnudag ef veður leyfir. Farið verður um Sundahöfn/gömlu höfn og ytri-höfn. í kvöld, fóstudagskvöld, verður farið frá Klettavör í Sundahöfn (Við- eyjarferjubryggju) kl. 20 með far- þegabátnum Skúlaskeiði. Siglt verð- ur meðfram skipum í höfninni og hafnarmannvirkjum inn í Elliðavog og út með Gufunesi, Viðey og Langanesi til baka. Á laugardag verður farið frá flot- bryggjunni í Suðurbugt, við Ægis- garð, í gömlu höfninni kl. 16 og einnig með farþegabátnum Skúla- skeiði og siglt meðfram skipum og hafnarbökkum, þ. á m. franska tundurspillinum Latouche-Tréville. Tekin verður botndýragildra og veiðin sett í sælífskerin á Miðbakka eða henni sleppt. Á sunnudag, sjómanndaginn, gefst öllum kostur á að fara í stutta siglingu með skemmtiskipinu Árnesi | út á ytri-höfn. Sjóferðirnar eru við allra hæfi, ungra sem aldinna, gegn vægu gjaldi, segir í fréttatilkynningu. SUMARDAGSKRÁIN í Viðey hófst um hvítasunnuna. Sam- kvæmt henni verður farið í gönguferð tvisvar í viku og stað- arskoðun á sunnudögum, hesta- leigan verður starfrækt og reið- skóli sem Hestaleigan í Laxnesi rekur. Til nýjunga telst að grill- skálinn Viðeyjarnaust verður op- inn öllum síðdegis í sumar og þar verða leiktæki úti við. Einnig er hægt að leigja reiðhjól gegn vægu verði. Það sem í boði er um komandi helgi er tæplega tveggja stunda gönguferð á laugardag kl. 14.15. Farið verður um norðaustur- eyna. Þar er fallegt landslag og gott að ganga. Komið verður við í skólahúsinu og ljósmyndasýn- ingin þar skoðuð. Á sunnudag verður staðarskoðun kl. 14.15. Hún tekur um þtjá stundarfjórð- unga, er öllum auðveld og margt ELLEFU flautunemendur koma fram á tónleikum í Hafnarborg föstudaginn 5. júní kl. 20. Á efnis- skrá verða mörg helstu verk flautu- bókmenntanna, en tónleikunum mun ljúka með verkinu „Ra’s Dozen“ fyr- ir 12 flautur eftir Þorkel Sigur- athyglisvert að sjá og heyra, seg- ir í fréttatilkynningu. Það sem er svo kannsi mesta nýmælið er að nú geta allir nýtt sér grillskálann á tímanum frá kl. 13.30-16.30 alla daga. Þangað geta menn komið með nestið sitt til snæðings en einnig haft með sér kol og olíu og grillað á einu besta útigrilli Iandsins. Einnig er hægt að fá þarna molakaffi og svaladrykki á vægu verði. Við skemmuna að baki Viðeyj- arstofu er hestaleigan til húsa og einnig hjólaleigan. Veitingahúsið í Viðeyjarstofu er opið og leggur áherslu á fjöl- skylduvænar veitingar síðdegis, bæði í verði og gæðum. Bátsferðir úr Sundahöfn verða á klst. fresti kl. 13-17 og á hálfa tímanum í land aftur. Þess utan eru kvöldferðir og hægt er að panta aukaferðir eftir þörfum. björnsson, sem Gunnsteinn Ólason stjórnar. Undirleikari á tónleikunum er Iwona Jagla. Tónleikarnir eru lokaverkefni á námskeiði sem Áshildur Hai'alds- dóttir hefur staðið að. Aðgangur er ókeypis. FLAUTUNEMARNIR ásamt stjórnandanum Gunnsteini Ólasyni. Ellefu flautunemar í Hafnarborg Sýning í Snorrastofu ------------- Sj ómannadagur- inn í Ólafsvík SJÓMANNADAGSHELGIN í | Ólafsvík hefst á föstudagkvöld með barnadansleik kl. 20 í Klifi og síðan tekur við unglingadansleikur kl. 22.30. Á laugardeginum verður m.a. kappróður og sjómannahóf verður haldið í Klifi og hefst það kl. 19.30 með fjölbreyttum skemmtiatriðum og dansleik á eftir. Á sunnudeginum verður hátíðin sett kl. 13.30 í Sjó- mannagarðinum, þar verða ræðu- höld og skemmtiatriði. Messa verð- ur kl. 14.30 og eftir messu verður kaffisala Slysavarnadeildarinnar Sumai'gjafar í safnaðarheimilinu. SÝNING á myndverkum eftir norska listamanninn Jarle Rosseland verður opnuð í safnasal Reykholts- kirkju á morgun, laugardag. Sýning- in er myndröð með 19 myndum, sem höfundur nefnir „Snorre-Suiten". Myndefnið hefur skírskotun til ævi og verka Snorra Sturlusonar og tjáir skáldlega sýn á einkenni hins ís- lenska landslags. Norska olíufélagið Saga Petroleum gaf Snorrastofu þessi myndverk á síðastliðnu ári. Listamaðurinn kemur Noregi til að opna sýninguna. Athöfnin hefst með samkomu í Reykholtskirkju kl. 14. Þar lesa Jónína Eiríksdóttir og Ármann Bjarnason úr verkum Snorra Sturlu- sonar og Dagný Sigurðardóttir syng- ur við undii-leik Steinunnar Ama- dóttur. Jarle Rosseland er mjög afkasta- mikill og virkui' listamaðui'. Hann hefur haldið meira en 200 sýningar víða um heim. Hann er m,jög fjölhæf- ur í list sinni og beitir margvíslegri tækni. Eftir hann liggja margar myndraðir og grafísk verk með stefj- um úr norrænni sögu, náttúru og menningu. Snorrastofa sýnir einnig í mót- tökusal yfirlit yfir sögu Reykholts og tengsl hennar við landssöguna. Út- gáfur á verkum Snorra Sturlusonar og Ijósmyndir úr handritum eru jafn- an til sýnis í safnaðarsal kirkjunnar. Hatíðarblað Sjómanna- dagsblaðsins komið út SJOMANNADAGURINN í Reykjavík og Hafnarfirði fagnar 60 ára afmæli sínu 7. júní og er þegar tekið að minnast þess með margvís- legu móti. Þar á meðal má nefna að Sjómannadagsblaðið, sem nú kemur út í 60. sinn, er sérlega veglegt í til- efni af afmælinu. Itarlega er fjallað um menntunar- mál sjómanna og eru málefni Sjó- mannaskólahússins rædd og skýrt frá stofnun og starfi Hollvinasam- taka Sjómannaskóla Islands. Að vanda er að finna í blaðinu viðtöl við ýmsa eldri sjómenn. Má þar nefna viðtal við einn skipverja af vélbátn- um Ki'istjáni sem lenti í ótrúlegum hrakningum árið 1940 og viðtöl við skipstjórana Tryggva Blöndal, löng- um skipstjóra hjá Ríkisskip og Gunnar Auðunsson, togaraskip- stjóra. Einnig má geta um frásögn eftir Pétur K. Bjarnason frá Isafirði um mb Richard og siglingar hans á stríðsárunum. Formaður Sjó- mannadagsráðs skýrir frá því sem efst er á baugi á starfi Sjómanna- dagsins í Reykjavík og Hafnarfirði og Hrafnistuheimilin eru heimsótt. Blaðið fæst m.a. á bensínstöðvum Olíufélagsins hf. ESSO og á skrif- stofu Sjómannadagsráðs Hrafnistu í Laugarási. Athygli er vakin á því að í tilefni þessara merku tímamóta vai' í gær, fimmtudaginn 4. júní, opnuð í hátíð- arsal Sjómannaskóla íslands sýning á líkönum nær 100 báta og skipa frá FORSÍÐA Sjómanna- dagsblaðsins. fyrri tíð til okkar daga. Er þetta einstök sögusýning sem verður öll- um opin. Síðast en ekki síst er vakin at- hygli á að Fulltrúaráð Sjómanna- dagsins býður ungum sem öldnum að sjá hina frábæru heimildarmynd Island þúsund ár sem fjallar um sjósókn fyrri alda. Sýningar á myndinni verða í Laugarásbíói -- laugardaginn 6. júní nk. og hefjast kl. 15 og 16. Er hér um kjörið tæki- færi að ræða fyrir foreldra sem kynna vilja börnum sínum sögu ís- lenski-ar sjósóknar, segir í fréttatil- kynningu. Harmonikulist um landið SAMBAND íslenskra harmoniku- unnenda stendur fyrir tónleikum og dansleikjum á sjö stöðum á land- inu dagana 5.-13. júní með sænska harmonikutríóinu „Nya Bröderna Farm“. Hljómsveitin „Brödema Fárm“ hefur verið starfandi í Svíþjóð í rúmlega fimmtíu ár og eru hljóm- plötur og diskar með hljómsveitinni orðnar á þriðja tug. „Nya Brödema Fárm“ er í raun annar og þriðji ættliður sem heldur nafninu á lofti. Þeir sem hingað koma að þessu sinni em bræðurnir Arne og Börje auk sonar Börje, Frederiks. Allir leika þeir á harmonikur en Arne er talinn einhver besti hljómaskreyt- ingameistari á Norðurlöndum, seg- ir í fréttatilkynningu. I Islandsheimsókninni leika þeir fyrst í Súlnasal Hótel Sögu föstu- daginn 5. júní og síðan í Þingborg í Flóa, þá á Isafirði, í Dölum, Varmahlíð í Skagafirði, á Akureyri og að lokum á Breiðumýri í Reykjadal. Sjómanna- dagshelgin á Eskifírði SJÓMANNADAGSHELGIN verð- ur haldin hátíðleg á Eskifirði og hefst á fóstudagskvöldinu með ung- lingadansleik í Valhöll með hljóm- sveitinni Spur. Á laugardag verður m.a. hópsigl- ing, þyrluæfing Landhelgisgæsl- unnar og kappróður í Móreyravík. Á sunnudeginum verður messa í Eskifjarðarkirkju kl. 10. Um kl. 14 hefst síðan skemmtidagskrá í og við íþróttahúsið. Kaffisala Slysa- varnadeildarinnar Hafrúnar hefst síðan kl. 14.30 íValhöll. Um kvöldið verður dansleikur í Valhöll með hljómsveitinni Sixties. LEIÐRÉTT Naustkjallarinn og Næturgalinn I skemmtanarammanum a-ö í gær duttu uppákomur í Naustkjall- aranum út og mátti skilja að það sem er um að vera um helgina á Næturgalanum ætti við Naustkjall- arann. í Naustkjallaranum um helgina leikur Skugga-Baldur létta og ljúfa tónlist fóstudags- og laug- ardagskvöld til kl. 3. í Næturgalan- um leikur Galabandið ásamt Önnu Vilhjálms fóstudags- og laugardags- kvöld. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Útskrift Menntaskólans við Sund I blaðinu í gær misritaðist nafn semidúx Menntaskólans við Sund. Nafn hans er Reynir Freyr Braga- son en í grein um útskrift úr Menntaskólanum er hann nefndur Ragnar Freyr Bragason. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Morgunblaðið/Bernhard JARLE Rosseland, Geir Waage, Kari Flaata Halling og Bjarni Guð- ráðsson, formaður Snorrastofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.