Morgunblaðið - 09.06.1998, Page 1

Morgunblaðið - 09.06.1998, Page 1
104 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 127. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Frakkland Air France setur flug- mönnum úrslitakosti París. Reuters. STJÓRNENDUR franska ríkis- flugfélagsins Air France ætla að reyna að binda enda á verkfall flugmanna félagsins með þvi að setja þeim úrslitakosti. Verkfallið hefur staðið á aðra viku og að mestu lamað starfsemi félagsins, og mikil hætta hefur verið talin á að það setti heimsmeistarakeppn- ina í knattspymu, sem hefst í Frakklandi á morgun, úr skorðum. I tilkynningu frá flugfélaginu í gær sagði að á morgun eða fimmtudag yrði haldinn einstæður stjómarfundur þar sem fram- kvæmdastjórnin myndi fara þess á leit að stjóm félagsins samþykkti nýtt launakerfi án þess að flug- mennimir þyrftu að samþykkja það. Segja verkfallið hafa kostað félagið um milljarð franka Samkvæmt áætlun stjómend- anna myndi nýja launakerfið spara þær 500 milljónir franka árlega sem fyrirhuguð launalækkun flug- manna átti að ná. Ailar fi-ekari við- ræður af hálfu félagsins yrðu af- boðaðar og flugmönnum í sjálfs- vald sett hvort þeir héldu áfram verkfallsaðgerðum eða snem aftur til vinnu. Yfirmenn félagsins segja að verkfallsaðgerðimar hafi þegar kostað félagið um milljarð franka. Talsmaður helsta stéttarfélags flugmanna, SNPL, sagði í gær að ef framkvæmdastjómin léti verða af þessari áætlun biði félagsins ekkert annað en skipbrot. Sum stéttarfélög hafa hins vegar sagt einarða afstöðu flugmannanna vera ógn við tilveru flugfélagsins. Flugmenn höfiiuðu fyrsta tilboði flugfélagsins um 15% launalækkun sem yrði bætt upp með hlutabréf- um í félaginu. Þeir höfnuðu einnig tillögum um lækkun byrjunar- launa. Hin nýja áætlun fram- kvæmdastjórnarinnar, sem líklega verður lögð fram í vikunni, felur aðeins í sér eitt launaþrep og enga uppbót með hlutabréfum. Abacha einræðisherra Nígeríu látinn Óvissa um hver taki við Abiya. Lagos. Reuters. HERRÁÐ Nígeríu kom saman til fundar í gærkvöldi í kjölfar fráfalls Sanis Abachas, fyrrverandi hers- höfðingja og ein- ræðishema í landinu, í gær- morgun. A fund- inum átti að ræða hver mundi taka við af Abacha. Abdusalam Abubakar, yfir- maður varnar- Abacha mála- st.Vrði fundinum, en hann tilkynnti andlát Abachas síð- degis í gær. í yfirlýsingu frá hon- um var ekki getið um dánarorsök, en vestrænir stjórnarerindrekar í Lagos, sem heyrt höfðu um fráfall- ið áður en það var tilkynnt opin- berlega, sögðu Abacha hafa fengið hjartaáfall. Hann var 54 ára. Fréttaskýrendur sögðu í gær að líklegir eftirmenn Abachas væru Abubakar sjálfur, Jeremiah Useni undirhershöfðingi og núverandi ráðherra Abuja og Ishiaya Bamai- yi, hershöfðingi og starfsmanna- stjóri hersins. Nígería er fjölmennasta ríki Af- ríku, íbúar eru um 104 milljónir. Abacha tók völdin í landinu 1993 þegar mikil ringuleið hafði i'íkt í stjórnmálum í kjölfar þess að her- inn ógilti forsetakosningar áður en úrslit lágu fyrir. Búist hafði verið við að hann yrði borgaralegur for- seti í kosningum sem fyrirhugaðar voru í ágúst nk. og hann einn í framboði. Samkvæmt íslömskum sið var Abacha borinn til grafar áður en sólarhringur leið frá andláti hans. Ekki var ljóst í gær hver myndi taka við völdum að Abacha gengn- um. Fyrrverandi varamaður hans, Oladipo Diya, undirhershöfðingi, var dæmdur til dauða fyrir tilraun til valdaráns í apríl og enginn hafði verið útnefndur í hans stað. Gagnrýndur bæði erlendis og heima fyrir Abacha kom sjaldan fram opin- berlega, en hélt sig yfirleitt í for- setahöllinni í höfuðborginni Abuja og hafði stranga öryggisgæslu. Bæði erlendis og heima fyrir hafði hann verið harðlega gagnrýndur fyrir ólýðræðislega stjómarhætti og vestræn ríki höfðu beitt við- skiptaþvingunum gegn stjórn hans í smáum stfl. Nígería flytur út allt að tveim milljónum tunna af hráolíu á dag, en fregnimar af fráfalli Abachas höfðu lítil áhrif á verð á mörkuðum í gær. ESB bannar nýjar fjárfestingar í Serbíu Varað við blóð- baði í Kosovo Pristina. Reuters. EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) bannaði í gær nýjar fjárfestingar í Serbíu til að refsa Slobodan Milos- evic, forseta Júgóslavíu, fyrir að beita hervaldi í Kosovo-héraði. Pa- skal Milo, utanríkisráðherra Alb- aníu, varaði við því að albanski meirihlutinn í Kosovo stæði frammi íyrir álíka blóðsúthelling- um og urðu í Bosníu vegna aðgerða serbneskra öryggissveita. Bill Clinton Bandaríkjaforseti ákvað í gær að stjórn Milosevics skyldi beitt efnahagsþvingunum og skyldu allar eigur Serba í Banda- ríkjunum frystar og fjárfestingar í Serbíu bannaðar. James Rubin, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði að Bandaríkjamenn hefðu ekki með öllu útilokað að grípa til hern- aðaríhlutunar í héraðinu. ígor Sergejev, varnarmálaráðheira Rússlands, sagði að Rússar myndu ekki leggjast gegn hernaðaríhlutun af hálfu Atlantshafsbandalagsins ef öryggisráð Sameinuðu þjóðanna heimilaði hana. Utanríkisráðherrar ríkja Evr- ópusambandsins komu saman í Lúxemborg og létu í ljós áhyggjur af því að ný hrina „þjóðemis- hreinsana" væri í uppsiglingu. Júgóslavneska fréttastofan Tanjug sakaði ráðherrana um að trúa „sögusögnum, sem auðvelt er að sjá í gegnum, um meinta þjóðemis- hreinsun í Kosovo“. „Það er furðu- legt að ESB skuli ekkert minnast á Albaníu, þar sem hermdarverka- menn hafa verið þjálfaðir og reynt hefur verið daglega að smygla það- an vopnum til Kosovo." Evrópusambandið telur að Milosevic beri mesta ábyrgð á átökum milli serbneskra öryggis- sveita og skæmliða í Frelsisher Kosovo, sem hafa kostað að minnsta kosti 250 manns lífið frá því í febrúar. Serbneskir heimildarmenn sögðu að átökin hefðu haldið áfram í gær og vopnaðir Albanar gert árás á tvö serbnesk þorp. Albansk- ir heimildarmenn segja að rúmlega 50 manns hafi beðið bana í árásum serbnesku öryggissveitanna í vik- unni sem leið. ■ Deiluaðilar hvattir/21 Erítrea vill viðræður HERMENN gráir fyrir járnum á leið til víglínunnar í nágrenni borgarinnar Zalambessa á landa- mærum Erítreu og Eþíópíu í gær. Stjórnvöld í Erítreu sögðust vilja eiga viðræður við stjórnvöld í Eþíópíu með aðstoð milligöngu- manna til að hægt væri að binda enda á landamæradeilur sem kost- uðu hundruð manna lífið í síðustu viku. 169 skilaboð á dag London. Reuters. HVERJUM og einum skrif- stofumanni berast að meðaltali 169 skilaboð á hverjum vinnu- degi um síma, tölvu, talhólf og með hefðbundnum pósti auk annarra boðleiða. Er þetta nið- urstaða rannsóknar er fram fór í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada og greint var frá í gær. Það voru Pitney Bowes skrif- stofuvörufyrirtækið og Framtíð- arrannsóknarstofnunin í Kali- forníu sem unnu að könnuninni. Meredith Fischer, samskipta- fulltrúi Pitney Bowes, sagði á fréttamannafundi í London í gær að svo væri komið að starfs- fólk ætti sér það eitt að mark- miði að svara samviskusamlega öllum þeim skilaboðum sem því bærust. Könnunin fór fram með þeim hætti að þátttakendur vom spurðir og einnig fylgdist hópur mannfræðinga með mörgum þeirra að störfum. í ljós kom m.a. að þriðjungur framkvæmdastjóra taldi fjölda þefrra skilaboða sem þeim bár- ust vera „yfirþyrmandi". Margir kvörtuðu yfir því að fá sömu boðin oft. Fischer kvaðst ekki kunna neina töfralausn á vandanum, en ýmislegt mætti gera til þess að draga úr skilaboðafarganinu. Vinnuhópar innan fyrirtækja þyrftu að koma sér saman um vinnutilhögun sem ekki krefðist þess að sífellt væri verið að tmfla starfsfólk. Bítlarnir sungu saman London. Reuters. EFTIRLIFANDI meðlimir hljómsveitarinnar The Beatles, eða Bítlanna, komu saman í gær til minningar um Lindu McCartney, eiginkonu Pauls, en hún lést í apríl sl., 56 ára. Minningarathöfnin um Lindu fór fram í kirkju við Trafalgar- torg í London og var þetta í fyrsta sinn síðan 1969 sem þeir Ringo Starr, George Harrison og Paul McCartney stigu sam- an á svið. Þeir stjórnuðu fjölda- söng 700 kirkjugesta á laginu „Let it be“, sem var á síðustu hljómplötu The Beatles. Lagið samdi Paul á sínum tíma til móður sinnar, en brjóstakrabbamein dró hana til dauða eins og Lindu. John Lennon var enn á lífi þegar The Beatles sungu síðast saman op- inberlega en lokatónleikar hljómsveitarinnar árið 1969 fóru fram á þaki byggingar Apple-útgáfunnar í London. Fræga fólkið lét sig ekki vanta á minningarathöfnina í gær og meðal boðsgesta vora Elton John, Sting, Peter Ga- briel og Pete Townshend, gítar- leikari The Who. Voru fluttar minningarræður um Lindu sem og ýmis söngatriði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.