Morgunblaðið - 09.06.1998, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
120 metra breið og allt að 10 metra djúp skriða féll úr Lómagnúp
Morgunblaðið/Þorkell
SKRIÐAN sem féll er innan við Hellisfláa vestan og austan við Stóragil á Lómagnúp. Alls
nær skriðan um 200 metra fram á jafnsléttu og er hún rúmir 10 metrar þar sem hún er hæst.
Morgunblaðið/Þorkell
„MIKIÐ afl leystist þarna úr læðingi." Lárus Helgason bóndi á Kálfafelli II virðir
fyrir sér skriðuna.
í
N
s
l
i
i
(
i
Fannst á jarð-
skj álftamælum
í 150 kílómetra
flarlægð
UPP úr hádegi á sunnudag féll stór
skriða úr Lómagnúp vestan Skeið-
arársands og fór hún yfir vegar-
slóða þann sem liggur að Núps-
staðarskógum. Einar Kjartansson,
jarðskjálftafræðingur hjá Veður-
stofu Islands, sagði að afl skrið-
unnar hefði verið slíkt að hún hefði
komið fram á jarðskjálftamælum á
Hveravöllum sem eru í um 150
kílómetra fjarlægð. Að hans sögn
kom hún einnig fram á mælum á
Kálfafelli vestan Lómagnúps en
þar mældist höggið 2 stig á
Richterskvarða.
Greinilegt er að mikið afl hefur
leyst úr læðingi við þessar hamfar-
ir en lengst nær skriðan um 200
metra út frá fjallinu. Skiptist hún í
tvo hluta og er annar á hæðina en
hinn á lengdina og líkja menn lykt-
inni á staðnum við lykt af jökul-
ruðningi. Hæst nær skriðan rúm-
um 10 metrum en að jafnaði er hún
um 4 metrar á hæð og um 70 til 120
metrar á breidd. Við fjallsrætumar
er nokkuð djúp geil sem myndast
hefur þegar skriðan kom á jafn-
sléttu. í bland við bergið er jarð-
vegur og birkihríslur sem skriðan
ýtti á undan sér úr hlíðinni.
Þegar blaðamaður og ljósmynd-
ari Morgunblaðsins fóru á staðinn
féllu enn litlar skriður úr fjallinu.
Með þeim í fór var Lárus Helga-
son, bóndi á Kálfafelli II, en hann
þekkir vel aðstæður við Ló-
magnúp. Hann telur skriðuna rúm-
an hektara og vera að hluta svo-
kallað gusthlaup.
Náði miklum hraða
„Fljótt á litið þá sýnist mér þetta
vera um einn og hálfur hektari að
stærð og miðað við hæð gætu þetta
verið um 80.000 rúmmetrar. Það
sést að skriðan hefur náð miklum
hraða þar sem hún hefur náð að
renna um 200 metra út frá fjallinu.
Mér sýnist þó að þar hafi loftþrýst-
ingur hjálpað til þar sem öldugang-
ur er í skriðunni en slíkt kallast
Tónleik ar
KRISTINS SIGMl
óperusöngvara
ásamt
JONASI
þriðjudaginn
9. júní
kl. 20.30
ÞJOÐLEIKHUSINU
Miáasala í Þjóáleikkúsinu
fiMKlMn
úlu-
jökull
Framhlaupið sem
féll á sunnudag
Morgunblaðið/Þorkell
MAÐURINN verður agnarsmár í samanburði við þau öfl sem þarna
voru að verki. Jafnframt bergstáli og grjótmulningi fylgdi með mikið
af trágróðri og moldaijarðvegi úr hiíðinni.
held ég gusthlaup og er þekkt með
snjóflóð. Þá er greinilegt að skrið-
an hefur náð að ýta á undan sér
miklu af þeim gróðri sem var í hlíð-
inni undir berginu og era merki
þess víða í jaðri skriðunnar." Láras
telur skriðuna vera mun minni en
þá sem féll í Lómagnúp árið 1789,
og að nú sé ástæðan líka önnur.
„Þessi skriða er aðeins brot af
þeirri sem féll í júlí 1789 sem sumir
telja að hafi orðið vegna jarðhrær-
inga. Hún er miklu stærri á allan
hátt, er nokkrum sinnum breiðari
og lengri og þá féllu einnig mun
stærri björg. Ekki eru heldur
sömu ástæður fyrir þessum skrið-
um. Nýja skriðan er líklega til
kominn vegna þreytu í móbergs-
lögum og líklega hefur sprangið
meðfram bjargbrúninni sem opn-
ast samfara frosti og leysingum." A
þessari öld minnist Láras eins ann-
ars framhlaups af þessari gerð.
„Um 1962-63 féll fylla í Fossnúpi
austan við Dverghamra. Henni
svipar mjög til þessarar skriðu
bæði að lengd og breidd.“
Rismik-
ill fjalls-
núpur
LÓMAGNÚP er lýst svo í
bókinni Landið þitt að hann
sé rismikill fjallsnúpur, sem
standi 688 m yfir sjávarmáli
og gangi fram úr Birninum
vestanvert við Skeiðarársand.
Lómagnúpur er í röð hæstu
standbjarga á íslandi. Undir
lok átjándu aldar brotnaði
stór spilda úr fjallinu og sjást
björgin á víð og dréif um
sandinn fram undan núpnum.
Svæðið, sem hrapið þekur, er
kallað Haugar og er talið að
Lómagnúpur hafi áður náð í
sjó fram.
I bókinni er rifjað upp að
frásögn Njáls sögu af draumi
Flosa á Svínafelli er hann sá
jötuninn ganga út úr núpnum
sé fræg. Þá orti Jón Helgason
svo í Áfóngum:
Vötnin byltast að Brunasandi,
bólgnar þar kvikan gljúp;
landið ber sér á breiðum herðum
bjartan og svalan hjúp;
jötunninn stendur með járnstaf í
hendi
jafnan við Lómagnúp,
kallar hann mig og kallar hann þig
kuldaleg rödd og djúp.
!
h