Morgunblaðið - 09.06.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.06.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 15 Morgunblaðið/Ágúst KEPPT var m.a. í handflökun í Neskaupstað á sjómannadaginn. Fjórar konur heiðr- aðar á Neskaupstað Neskaupstað - Sjómannadagshátíð- in var með hefðbundnum hætti í frekar köldu veðri fyrstu tvo dag- ana en ágætu veðri á sjálfan sjó- mannadaginn. Hátíðarhöldin hófust á fóstudag með sjóstangaveiðimóti og þann dag var miðbærinn skreyttur með fánum. Mótið hélt svo áfram á laug- ardag. Hestamannafélagið Blær hélt firmakeppni; þyrla Landhelgisgæsl- unnar kom í heimsókn; dorgveiði- keppni fyrir börn og keppt var í handflökun og kappróðri. A sjómannadaginn fóru skip og bátar í hópsiglingu. Hátíðarmessa var í Norðfjarðarkirkju og blóm- sveigur lagður á leiði óþekkta sjó- mannsins. Hátíðarhöldin við sund- laugina hófust síðan um miðjan dag. Ræðumaður dagsins var Steingrím- ur J. Sigfússon alþingismaður. Síð- an voru ýmis skemmtiatriði, s.s. stakkasund, reiptog o.fl. Fjórar konur hlutu heiðursmerki sjómannadagsins að þessu sinni. Þær Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, Björg Helgadóttir, Gíslína Sigur- jónsdóttir og Sigríður Sigurðardótt- ir Mýrdal. Þátttaka í hátíðarhöldun- um var góð á sjómannadaginn en minni hina dagana, enda veður kalt og hráslagalegt þá. Ljósmynda- sýning opnuð á vigtinni Grundarfirði - Hátíðadagskrá sjómannadagsins var með hefð- bundnum hætti. Á laugardag- inn var sigling um fjörðinn, skemmtidagskrá við sundlaug- ina fyrir krakkana, síðan fót- bolti milli áhafnanna á togurun- um. Um kvöldið var sjómanna- dagshófið í Samkomuhúsinu. Skúli R. Skúlason matreiðslu- meistari sá um hlaðborð. Að loknu borðhaldi og skemmtiat- riðum var dansleikur með hljómsveitinni Pöpum frá Vest- mannaeyjum. Á sunnudeginum var gengið frá höfninni til kirkju, sjó- mannadagskórinn söng. Við höfnina var hefðbundin dag- skrá, reiptog, koddaslagur, stakkasund o.fl. Hátiðaræðuna að þessu sinni flutti Jóhannes Ragnarsson. Um kafflsöluna sá kvenfélagið Gleym-mér-ey í samkomuhúsinu. Elías Guðjónsson og Rósant Egilsson á Hafnarvoginni opn- uðu Ijósmyndasýningu á vigt- inni á sjómannadaginn. Það eru ljósmyndir af nær öllum skip- stjórum mótorbáta sem gerðir hafa verið út frá Grundarflrði í ríflega hálfa öld. Morgunblaðið/Guðlaugur KODDASLAGUR í höfninni í Grundarfirði. Mot'gunblaðið/Kari Sjómannámessa við höfnina Hvammstanga - Hátíðarhöld sjómannadagsins á ^ sveitin Káraborg annaðist aðra dagskrárliði dagsins Hvammstanga hófust á guðsþjónustu við höfnina. og fylgdist fjöldi manns með og tók einnig þátt í sigl- Predikunarstóll sóknarprestsins, Kristjáns Björnsson- ingu á smærri bátum. Veðurblíða var allan daginn og ar, var Sigurborgin sem var í heimahöfn. Slysavarna- var það tilbreyting frá norðankulda liðinna vikna. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson BLÍÐSKAPARVEÐUR var á sjómannadaginn i Grindavík. „Sjóarinn síkáti“ í Grindavík - Það var mikið um dýrðir eins og alltaf á sjómannadaginn í Grindavík. Mikil og vegleg dagskrá var alla helgina með yfirskriftinni „Sjóarinn síkáti“, en það er nafnið á þessari hátíð sem hefur fest sig í sessi í Grindavík. Mikill fjöldi fólks var á röltinu, enda veðrið með besta móti og vonandi komin hefð á það líka. Greinilegt er að. „Sjóarinn síkáti" er að festa sig í sessi í skemmtanalífi landsmanna því mikið var af gestum í bænum alla helgina. Sjómannadagurinn Hátíðarhöld með hefðbundnum hætti Hornafirði - Hátíðarhöld sjómanna- dagsins á Homafirði fóru fram með hefðbundnum hætti á laugardag og sunnudag. Á laugardaginn voru ýmsai' uppá- komur við höfnina sem lauk með hóp- siglingu báta út fyrir Hornafjarðarós. Dagskráin á sunnudaginn hófst með sjómannamessu í Hafnarkirkju þar sem sóknarpresturinn, Sigurður Kr. Sigurðsson, predikaði og Halldóra B. Jónsdóttir, formaður útvegsmannafé- lags HornaQarðar, flutti hugvekju. Hátíðardagskrá var að venju á hóteltúninu. Ræðu dagsins flutti Björn Traustason verksmiðjustjóri og Sólveig Edda Bjamadóttir og böm hennar voru heiðruð. Sértilboð iM Parísar 30. júní Irá kr. 17.052 Heimferðir selja nú síðustu sætin til Parísar 30. júní og 7. júlí á hreint ótrúlegum kjörum. Nú get- ur þú komist til þessarar mest heillandi borgar Evrópu á ótrúlegu verði og valið um hvort sem þér hentar að kaupa eingöngu flug- sæti, flug og bíl eða flug og hótel og valið um eitthvert af af- bragðsgóðum hótelum Heimsferða í heimsborginni. íslenskur fararstjóri Heimsferða í París. Verð kr. 17.052 M.v. hjón með 2 bom, 2-11 ára, flug- sæti. Verð kr. 19.980 Flugsæti fyrir fullorðinn með sköttum. Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.