Morgunblaðið - 09.06.1998, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Rannsókn Skipulagt og markvisst samstarf milli heimila og framhaldsskóla getur bætt árangur nemenda
verulega. Ný rannsókn sýnir að samstarfið hér á landi er lítið. Gunnar Hersveinn kynnti sér athugun um sam-
starfíð sem sýnir m.a. að nemendur eru hlynntir því að foreldrar fái upplýsingar um skólagöngu þeirra.
Arangur
nemenda
mælist betri
• Ekki var neinn framhaldsskóli í athug-
uninni með mikið samstarf við foreldra
• Meirihluti foreldra og kennara er
óánægður með núverandi samstarf.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
SAMSTARF gerir foreldrum hins vegar kleift að ræða skóladaginn við börn sín,“ segir Elín.
SAMSTARF heimila og
framhaldsskóla er óljóst í
hugum flestra foreldra sem
hafa átt gott samstarf við
grunnskóla. Sextán ára aldurinn og
sjálfræðið hafa skapað bæði foreldr-
um og skólamönnum óvissu. Eða
hvaða upplýsingar eiga foreldrar að
vænta frá skólunum um stöðu barna
sinna og hvað eiga starfsmenn skól-
anna að segja foreldrum um nem-
endur?
Hvert á m.ö.o. samstarf heimila
og framhaidsskóla að vera? Og hvað
vilja kennarar? Hvað vilja foreldrar
og hvað vilja nemendur? Þennan
vilja rannsakaði Elín Thorarensen í
meistaraprófsverkefni sínu við
Kennaraháskóla Islands undir leið-
sögn Dr. Guðrúnar Kristinsdóttur
með styrk úr Rannsóknarnáms-
sjóði.
Hik skóla í að miðla
upplýsingum
Elín gerði könnun á framkvæmd
samstarfsins í 24 framhaldsskólum
og heimti svör frá 21 þeirra. I rúm-
lega helmingi framhaldsskólanna
var um lítið eða ekkert samstarf að
ræða og í tæplega helmingi var
samstarfíð meira, t.d. var hringt
heim til nemenda ef eitthvað bjátaði
á. Samstarfið fólst einkum í miðlun
upplýsinga.
Hún gerði einnig viðhorfakönnun
í sex framhaldsskólum á Suður- og
Suðvesturlandi og spurði nemend-
ur, foreldra og kennara um afstöðu
þeirra til samstarfs heimila og
framhaldsskóla. í henni kom fram
að um helmingur nemenda var
ánægður með samstarf heimila og
skóla og fannst ekki taka því að
auka það. Meirihluti þeirra taldi
samt mikilvægt að gefa foreldrum
meiri upplýsingar um skólastai-fið
en nú tíðkast.
I viðhorfskönnuninni var meiri-
hiuti foreldra og kennara óánægður
með núverandi samstarf og taidi
brýnt að auka það. Þeir telja að það
skili sér í betri námsárangri og auð-
veidi foreldrum að fylgjast með
námi nemenda. Foreldrar og kenn-
arar telja að samstarfið eigi einkum
að miða að því að veita foreldrum
upplýsingar.
Elín telur að sextán ára sjálfræð-
isaldurinn hafi verið notaður sem
afsökun fyi’ir takmörkuðu samstai-fi
heimila og framhaldsskóla. Skóla-
menn veigri sér við að hringja heim
til sjálfráða einstaklinga. „I
Kvennaskólanum í Reykjavík var
þó farin sú leið að nemendur skrif-
uðu undir plagg um að skólinn
mætti hafa samband við foreldra ef
þörf yrði talin á því,“ segir Elín,
„núna verða þau hins vegar sjálf-
ráða 18 ára og í kjölfarið ætti upp-
lýsingamiðlun skóla til foreldra að
verða meiri.“
En hver eru áhrif samstarfs?
Hvers vegna er vilji fyrir góðu sam-
starfi? „Erlendar rannsóknir sýna
að samstarf eykur námshæfni nem-
endanna," segir Elín, „þeim gengur
betur og brotthvarf úr skóla minnk-
ar. Ef foreldrar fá upplýsingar um
námið sýna þeir iðulega meiri áhuga
á því og það verður algengara um-
ræðuefni á heimilunum."
Námið rætt á heimilum
Hún segir að foreldrar sem viti
ekkert hvað börnin þeirra eru að
gera í skólanum eigi oft bágt með að
fylgjast með heimanáminu og nem-
endum finnist tilgangslaust að ræða
það heima hjá sér. Uppiýstir for-
eldrar fylgjast hins vegar betur
með heimanáminu og hefur það góð
áhrif á árangurinn í skólanum.
Kostir samstarfs eni því ótvíræðir
þótt það sé á öðru formi en tíðkast í
grunnskólum, t.d. þurfi foreldrafé-
lög ekki að koma til. „Foreldrar eru
vanir góðu samstarfi við grunnskól-
ann en þeir koma hins vegar oftast
að lokuðum dyrum framhaldsskól-
anna. Viðhorf þeirra til framhalds-
skólans getur því orðið neikvætt og
það smitar viðhorf nemendanna til
skólans," segir Elín, „ef framhalds-
skólar opna sig betur fyrir foreldr-
um eiga þeir von á jákvæðari við-
horfum foreldra og geta komið í veg
fyrir ýmiskonar misskilning."
Framhaidsskólinn er vinnustaður
nemenda og það getur haft slæm
áhrif ef enginn á heimili þeirra sýn-
ir vinnu þeirra áhuga eða nhefur
innsýn í starfið. „Samstarf gerir
foreldrum hins vegar kleift að ræða
skóladaginn við börn sín, en kann-
anir sýna að því lengra sem líður á
skólagönguna því minna fylgjast
foreldrar með þeim.“
Elín leggur á hinn bóginn áherslu
á að framhaldsskólanemar séu hálf-
fullorðið fólk og hún sé ekki að
leggja til með betra samstarfi að
ábyrgð þeirra sé minnkuð. Þeirra er
ábyrgðin. Upplýstir foreldrar eru
aftur á móti betur undir það búnir
að hjálpa þeim ef eitthvað bjátar á
og það er ókostur ef þeir fá ekkert
að vita um að börn þeirra hafi hlotið
viðvaranir í skólanum.
Minnihluti fær aðstoð á heimil-
um með námið
En vilja nemendur samstarf?
„Það hefur verið sagt að þeir vilji
ekki samstarf en það hafði aldrei
verið kannað," segir hún en athug-
un hennar sýndi að helmingur fram-
haldsskólanema vill aukið samstarf.
Þegar nemendur eru spurðir hvort
þeir vilji að skólarnir miðli upplýs-
ingum til foreldra svarar meirihlut-
inn játandi. „Samstarf í framhalds-
skólum er annars konar en í grunn-
skólum, ekki er um sérstök for-
eldrakvöld að ræða heidur fyrst og
fremst að miðla upplýsingum," seg-
ir Elín og að kynna þurfi fyrir nem-
endum hvað átt er við með hugtak-
inu samstarf. Spurningunni um
hvort viðkomandi væru hlynntir
viðtali foreldra og umsjónarkenn-
ara, svöruðu 55% nemenda játandi,
83% foreldra og 42% kennara.
Ástæðan fyrir lágu hiutfalli hjá
kennurum getur faiist í hræðslu um
aukna vinnu á kostnað kennslunnar.
Samstarf heimila og framhalds-
skóla hefur verið svo lítið að senni-
lega gætir ranghugmynda um áhrif
þess, að mati Elínar, til dæmis kom
í ljós að nemendur hafa ekki trú á
því að aukið samstarf hafi jákvæð
áhrif á námsárangur þeirra. Banda-
rískir nemendur þekkja þetta sam-
starf hins vegar betur og eru mjög
hlynntir því í könnunum og trúa að
það bæti hag þeirra.
Þörfin á samstarfi er að öllum lík-
indum mest á fyrsta ári, þá reynir
mest á og þar er mesta brotthvarf-
ið. Ef foreldrar gætu fylgst betur
með heimanáminu og hefðu grunn-
þekkingu á skólanum og náminu
myndi það skila betri námsárangri.
En 59% nemenda í könnun Elínar
sögðust sjaldan eða aldrei fá aðstoð
við heimanám sitt á heimilinu.
Samstarf fækkar fjarvistum
Athugun Elínar er sú fyrsta sinn-
ar tegundar hér á landi. Hún sýnir
að samstarf heimila og framhalds-
skóla er lítið hér á landi, en sökum
þess að það getur borið mikinn ár-
angur fyrir nemendur má búast við
að það batni á næstu árum. „Skólinn
er handa nemendum og því verður
hver skóli með stuðningi mennta-
málaráðuneytis að skoða stöðu sína
og möguleika á samstarfi við heimil-
in,“ segir Elín, „upplýsingamiðlunin
verður að eiga bækistöð í ráðuneyt-
inu og þurfa skólamir að vinna sína
heimavinnu og finna rétta útfærslu."
Samstarf er, að hennar mati, for-
vöm sem huga þarf að af alvöru og
rannsóknir sýna að áhrifin em: Auk-
inn námsárangur, bætt hegðun nem-
enda, betri skil á heimavirinu, færri
fjarvistir, jákvæðara viðhorf nem-
enda til skóla og aukin vellíðan í
skóla.
Elín segir að lokum að í flestum
skólum hvíli samstarfið á mörgum
höndum. I 67% þeirra beri enginn
einn ábyi'gð á því. Hún segir að í er-
lendri könnun (Shcaeffer og Betz
1992) komi hins vegar fram að sam-
starfið verið markvissara ef einn að-
ili beri ábyrgð á framkvæmd þess.
Rccbok
stórútsala
á bakvið Bónus, Faxafeni
Allt að 70% afsláttur
Skór — töskur — fatnaður o.fl.
Interval
áður JJd&tí
nú 4.990
Spitfire
áður5*99tf
nú 3.990
Slice Canvas
áður iMSÖ’
nú 2.990
Odyssey
áður J*99tJ
nú 4.990
Prophet
áðurSÆ9tí
nú 4.990
Síðosta sending af vor- og sumarlínunni fró Brandtex var að koma I
|\/|QPP m —_______________mmm m fyrslur kemur,fyrslufær! |
Stærðir frú 44-58
Jakkar fró 5.900
Buxur fró 2.900
Pilsfró 2.900
Blússur fró 2.800
Jokkar frú 2.900
Buxur fró 2.900
Pils fró 2.900
Blússur fró 2.800
Ot&d
Nýbýlovegi 12, sími 554 4433.