Morgunblaðið - 09.06.1998, Síða 29

Morgunblaðið - 09.06.1998, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ___________________ÞRIÐJUDAGUR 9, JÚNÍ 1998 29 AÐSENDAR GREINAR Á ÚTSKRIFTARDEGI: Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari, Guð- rún Edda Hólmgrímsdóttir, Elínborg Lúðvíksdóttir, Árni Ragnarsson, Lára Ingimundardóttir, Valþór Andrésson, Elínrós Benediktsdóttir, Sóley Valsdóttir og Magni Iljálmarssson deildarstjóri. Fatlaðir bæta starfsandann á vinnustöðum ÚTSKRIFAÐ var í sumar af nýrri braut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem nefnist starfsbraut fyrir nem- endur með sérþarfir. Þessi braut svarar brýnni þörf í samfélaginu en starfsdeildinni í Oskjuhlíðarskóla hefur verð lokað og eiga framhalds- skólar að sinna fötluðum nemend- um í framtíðinni. „Suðumesjamenn unnu vel saman að þessu verkefni; kennarar, aðrir nemendur í skólan- um og atvinnurekendur eni ákveðn- ir í að láta þetta heppnast," segir Magni Hjálmarsson, deildarstjóri starfsbrautarinnar. Hann segir að það hafí tekið þrjár annir að undirbúa brautina því engin námskrá var til. Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari átti frumkvæði að brautinni og hóf starfið með Samtökum sveitarfé- laga á Suðurnesjum og Skólastjóra- félagi Suðumesja og réðu þeir Magna sem framkvæmdastjóra verkefnisins og síðar deildarstjóra en hann hefur góða reynslu að norð- an í að búa fatlaða undir líf og starf. „Ég sótti þekkinguna til kennara því í ljós kom að þeir kunnu ýmis- legt sem nýttist vel á þessari braut,“ segir Magni og að einnig hafi verið haft víðtækt samstarf við félög og stofnanir sem sinna þörfum fatlaðra. „En markmiðið var að nýta kennslukrafta skólans, kosti áfanga- kerfisins og skólasamfélags fjöl- brautaskólans. Einnig að ná góðu samstarfi við atvinnulífið því út- skrifaðir nemendur eiga að vera hæfir til að vinna á almennum vinnumarkaði a.m.k. hálfan dag- inn.“ „Ég tel að hver vinnustaður geti verið með einn starfsmann með skerta starfsgetu og reynslan sýnir að það getur haft mjög jákvæð áhrif á allan vinnustaðinn, þvi gleðin eykst,“ segir Magni, „hinn fatlaði er oft svo glaður og opinn persónuleiki að samskiptin á vinnustaðnum batna.“ Hann segir að umsækjendur á brautina séu vandlega valdir og að áhugi þeirra sé skilyrði. Áhugi for- eldra er ekki nóg, og ekki má líta á brautina sem tímabundinn geymslustað, að mati Magna - og því séu allir útskrifaðir af brautinni. Einingarnar sem nemendur fá hafa merkingu í augum atvinnurekenda og þær geta dugað til að fá örorku- vinnusamning, en eru ónothæfar í annað nám. Sjö nemendur útskrifuðust af brautinni núna og flutti einn þeirra, Lára Ingimundardóttir, stutta ræðu af því tilefni á útskriftardaginn. Hún sagði m.a. „Okkur fannst mjög gaman að vera hér í skóla, gaman að læra eitthvað nýtt. Til dæmis var mjög gaman í tímum hjá Söru. - Sara, you are a great teacher. - Við erum mjög ánægð með það hve vel var tekið á móti okkur af öllum skólanum. Við eigum eftir að sakna ykkar.“ Magni segir að sterk vinabönd hafi myndast í hópnum og þau verið ófeimin. Hann segir að námskrá hafi verið sniðin að þörfum hvers nemanda og að kennarar hafi ann- aðhvort útbúið þær fyrir hópinn eða einstaklinga. Hann segir áherslu hafa verið lagða á félaglega þáttinn því hann hamli flestum á vinnustöð- um, „ef hann er í lagi, ganga málin iðulega vel“. Á starfsbrautinni verða yfirleitt ekki tekin próf í bóklegum fögum og því eru nemendur hennar á vinnustöðum þegar aðrir nemendur skólans eru í prófum. Hver nemandi fær svo einkunnina staðið eða fallið og umsagnir. Dæmi um bóklegar greinar á brautinni er íslenska, stærðfræði, heilbrigðisfræði, enska, náttúrufræði og bókfærsla. Dæmi um list og verkgreinar er smíði, myndlist, matreiðsla, líkamsrækt og heimilisfræði. Magni segir að nú standi starfs- deildin traustum fótum og verði auglýst eftir deildarstjóra, hann heldur hins vegar í nýtt starf og verður námsráðgjafi í Foldaskóla næsta vetur. RYK- & VATNSSUGUR IBESTAI Urvalið er hjá okkur Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001 Brúðhjón Allur boröbiindður - Glæsilcg gjafavara Briióarhjóna lislar VERSLUNIN I.augavegi 52, s. 562 4244. Sveigjanlegur eftirlaunaaldur NÚ ER svo komið í þjóðfélaginu að ráðn- ingarstofur sinna lítið eða ekkert umsóknum 50 ára fólks og eldra um vinnu. Þessi við- brögð fjölga óvirkum borgurum í þjóðfélag- inu. Nú virðast breyt- ingar vera í aðsigi a.m.k. í nágrannalönd- um. Bankastjóri í Skandinavíu auglýsti nýlega eftir fólki til starfa. Sérstaklega var tekið fram að fólk 55 ára og eldra væri vel- komið. Skýring banka- stjórans var að vissu- lega væri þörf á ungu fólki með tæknikunnáttu og þekkingu en margt benti til þess að áhrif banka- hrunsins, sem gekk yfir fyrir nokkrum árum, hefði orðið minna ef ekki hefði verið búið að segja upp öllu eldra fólki í bönkum. Fyrir rúmum 100 árum taldi Bis- mark að við 67 ára aldur væru flestir hvíldar þurfi og veitti 67 ára gömlum hennönnum ellilaun. Nú erum við enn við sama hey- garðshornið í þessum efnum. Um- ræða er varða 67 ára og eldri snýst aðallega um umsjá, umönnun og upphæð vasapeninga en ekki um virka ellidaga! Sveigjanlegur eftirlaunaaldur 64-75 ára Margir virðast álíta að starfs- hæfni minnki hratt eftir 50-60 ára aldur. Líkamleg hæfni t.d. vöðva- styrkleiki nær að vísu hámarki á 40-50 ára aldrinum en andleg hæfni er byggist á greind og reynslu eykst eða helst óbreytt lengi uns hægfara hrörnun gerir vart við sig eftir sjötugt. Fram til 70 ára aldurs er andleg hæfni flestra lítt eða ekkert skert og má jafna við getu þrí- tugra eða fertugra. Þá vill gleymast að margskonar starfs- hæfni er hægt að bæta með þjálfun sé þess gætt í tíma. Niðurstöður rannsókna í ná- grannalöndum og hérlendis leiða í ljós að heilsufar fólks á aldrinum Rétt er að huga að lagabókstaf, segir Olafur Olafsson, sem gefur 67 til 75 ára fólki rétt til hlutastarfs. 50-69 ára hefur batnað verulega á sl. 15-20 árum. Sem dæmi má nefna: I hóprannsókn Hjarta- vemdar á heilsufari 50-69 ára karla og kvenna komu í ljós eftir- farandi breytingar á sl. 15-18 ár- um. Meðalblóðþrýstingur og með- alkolesterol hefur lækkað mark- tækt. Lungnaþol aukist marktækt. Dánartíðni vegna kransæðasjúk- Ólafur Ólafsson dóma hefur lækkað um nær 50% og vegna heilablæðinga meira en 60%. Orsakir þessara breytinga má m.a. rekja til þess að fjöldi iðkenda líkamsræktar hefur tvöfaldast og mjög hefur dregið úr reykingum. En fleira kemur til svo sem fram- farir í læknisfræði, lyfjameðferð o.fl. Þversögnin Um 80% karla og kvenna á aldr- inum 60-69 ára stunda störf utan heimilis og margir hverjir fulla vinnu en missa síðan starfið á aldr- inum 67-70 ára. Kannanir leiða í ljós að 40-50% ellilífeyrisþega kjósa að halda rétti til a.m.k. hlutastarfs en nú er það háð vilja og leyfi atvinnurekenda. I könnun Hjai-taverndar meðal 74-84 ára kom í ljós að yfir 70% studdu þingsályktunartillögu um sveigjanlegan eftirlaunaaldur 64-75 ára sem samþykkt var á Al- þingi 1991. Þingsályktunartillagan var m.a. studd rökum undirritaðs og Þ. Halldórssonar yfirlæknis. Ríkisstjóminni var falið að athuga þetta mál en því miður höfðu menn ekki erindi sem erfiði og má e.t.v. rekja það til atvinnuleysis á þeim tímum. Lokaorð Nú er tækifæri að taka þessa þingsályktunartillögu til nánari skoðunar t.d. með lagabókstaf um að gefa 67-75 ára rétt til hluta- starfs. Það gleymist að þeir er lifa virka ellidaga halda lengur heilsu og færni og þurfa því síður á aðstoð frá heilbrigðis- og félagsþjónustu að halda en þeir er „neyðast" til óvirkni um aldur fram. Með hlið- sjón af að fólki 67 ára og eldra mun fjölga verulega í framtíðinni gæti slík skipan mála dregið úr kostnaði ríkisins. Höfundur er landlæknir. Menntamálaráð- herra, hvar ert þú? ÞAÐ getur stundum verið skemmtilegt að sjá ýmiss konar fínt fólk hittast og skiptast á vinsælum, viðteknum klisjum. Undanfarinn áratug hafa fjölmiðlar óteljandi sinnum verið við athafnir (les leik- sýningar), þar sem for- setar, forsætisráðherr- ar, menntamálaráð- herrar og fleira fyrir- fólk hefur komið saman og brosandi klingt glös- um, á milli þess sem einhver stígur í pontu og styður málflutning verkastarfsemi gegn einhvem mestu ger- semi Evrópu, hálendi Islands. Eru ríkisstjóm og Alþingi að hafa Islend- inga að fíflum? Hvað gengur þeim til með svona skrípaleik? Há- skóli Islands er smám saman að koðna niður og missa hið ágæta orð, sem hann hefur haft. Óláns sjóður Sigurður Hrafn Lánasjóður ís- Guðmundsson lenskra námsmanna er ófær um að lána til eðlilegrar framfærslu námsfólks, þess, sem síðast trufl- aði glasaglauminn. Sá síðasti var líkast til með ræðu um að Island væri vel upplýst þjóðfélag og fram- tíðin lægi í menntun (klapp og glös klingja). Næsti leikari bætir um betur og segir með áhersluþunga, að besta fjárfesting Islendinga sé í öflugu menntakerfi og lánasjóði, sem tryggi öllum tækifæri til að stunda sem fjölbreyttast nám hér- lendis sem erlendis; hver króna, sem fari í menntun þjóðarinnar, ávaxti sig betur en nokkur önnur króna (enn meira klapp). Svona einskisnýtar, steingeldar og hræsni blandnar jásamkomur eru verri en engar samkomur. Með þeim glæða áðurnefnd fyrirmenni fyrirfram borna von í brjóstum nemenda og skólamanna um, að í þessari „bestu fjárfestingu“ verði fest meira fé. Það er ekki gert. Samkvæmt orðanna hljóðan er að- eins ein fjárfesting best (hástig lýs- ingarorðs) og þannig hljóti aðrar að vera minna fýsilegar, t.d. virkj- anir, sem tugir milljarða hafa farið í undanfarið. Menntun þjóðarinnar hefur það umfram virkjanir, að hún hefur ekki í för með sér hryðju- Einskisnýtar, stein- geldar og hræsni blandnar jásamkomur eru, segir Sigurður Hrafn Guðmundsson, verri en engar samkomur. hvað þá skólagjalda, sem geta ver- ið allnokkur byrði, meira að segja hér á landi. Lán til einstaklings í leiguhúsnæði hér á landi er 56.200 kr. Leiga 30-50 fm íbúðar í Reykjavík er á bilinu 25-35.000 krónur á mánuði. Þar við bætist sími, hiti og rafmagn, auk þess sem námsmaðurinn hlýtur einhvern tíma að þurfa á næringu að halda. Útgjöld til bókakaupa hlaupa oft á tugum þúsunda á ári. Skólagjöld í sérskólum eru sjaldnast undir 100.000 kr. á vetri og sums staðar miklu hærri. LIN Ktur yfirleitt ekki á skólagjöld sem hluta af kostnaði við nám, hvernig sem sú niðurstaða getur fengist. Menntun í skattsvikum Fyrst ég er á annað borð að ræða menntun, þá er LÍN sjálfur frábær skóli í því að svíkja undan skatti og vinna svart. Þannig er, að nánast hver uppgefin króna, sem nemi vinnur sér inn á sumrin um- fram „lágmarksframfærslu“, ákvarðaða af hinni hagsýnu stjóm sjóðsins, skerðir lánið. Meira að segja húsaleigubætur! Sjálf stjóm LÍN virðist ekki skilja gildi námslána yfirleitt, þannig lætur Steingrímur Ari Ara- son, varaformaður, hafa eftir sér í DV 2. þ.m.: „Það er í mínum huga öfugsnúið að óska eftir því í miðju góðærinu að ungt fólk auki skuld- setningu sína,“ þegar undir hann eru bornar kröfur námsmanna um hærri námslán! Á svona fólk erindi í stjórn? Ég á yfirleitt auðvelt með að sjá spaugilegar hliðar á málum, en mér var ekki hlátur í huga, þegar rausnarlegt tilboð um 2,5% hækk- un á grunnláni var borið fram af stjórn þessarar lítt lánsömu stofn- unar eftir mikið þvarg, hækkun úr 56.200 krónum í 57.600 á mánuði. Bjöm Bjarnason! Hversu lágt er hægt að leggjast sem ráðherra menntamála í velferðarþjóðfélagi? Höfundur er tónlistarmaður með frekara nám í huga. slime-line' dömubuxur frá gardeur Oáuntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.