Morgunblaðið - 09.06.1998, Page 35

Morgunblaðið - 09.06.1998, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 35 AÐSENDAR GREINAR ekkert í lagi að við vitum um nöfn einstakinga sem selja börnum fíkniefni jafnvel á skólalóðum án þess að aðhafast, það er ekkert í lagi að fíkniefnasalar séu alkunnir og fái að stunda iðju sína árum saman, það er ekkert í lagi að keyi-a svo og svo stóran hundraðs- hluta þjóðarinnar árlega gegnum meðferð, það er ekkert í lagi ef menn betrast ekki í afplánun held- ur forherðast, það er ekkert í lagi að haldnir séu tónleikar þar sem ástandið er eins og lýst er í skýrsl- unni og það eins þótt aðeins helm- ingurinn af því sem þar segir sé sannur. Þetta allt er viss blinda, við erum að láta eins og vandamál sé ekki til staðar þar sem það þó greinilega er. Það verður ekki fyrr en sú blinda rennur af okkur sem við - kannske - getum snúið und- anhaldi í vörn eða jafnvel sókn. I skýrslunni kemur fram viss gagnrýni á lögregluna, og frá því er sagt að annarsstaðar fari lög- gæsla fram með öðram hætti. Það er því skiljanlegt að andmæli heyr- ist ekki síst frá lögreglunni. Lög- reglan, og öðram fremur sú í Reykjavík, hefur orðið fyrir ýmsu ámæli að undanfömu og vafalaust er sumt í því satt, annað ýkt og enn annað logið. Það sem satt er þarf að lagfæra og það er mál sem kem- ur okkur öllum við. Eitt af því sem Carl-Filip sagði frá á fundi var, að hann hefði aldrei orðið fyrir því fyrr en í miðbæ Reykjavíkur að hrækt væri á sig við störf. Það er vissulega hægt að gagnrýna lög- regluna fyrir að láta hrækja á sig, en sá sem hrækir er væntanlega enn gagnrýniverðari. Það er orðið eitthvað bogið við samfélag sem hrækir á lögregluna sína. I þannig samfélagi er ekki líklegt að lög- regla geti rækt störf sín vel og þannig samfélag er í nokkrum vanda statt. Það ætti þess vegna enginn að fara ofan í skotgrafír vegna skýrsl- unnar, nema kannski helst áminnt- ur dópsali. Þar er okkur öllum bent á eitt og annað óþægilegt en von- andi beram við gæfu til að færa okkur það í nyt og bregðast við því. Eitt af því allra mikilvægasta sem við getum gert er að sameinast um að lögreglan fái aðstöðu og ímynd sem gerir henni kleyft að sinna störfum sínum vel. Höfundur er framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félags- mála hjá Reykjavíkurborg. Svör ríkisskattsljóra í GREIN í Morgun- blaðinu 4. júní sl. fer fyrrverandi starfsmað- ur Islenskra sjávaraf- urða hf. fram á það að ég svari nokkrum spurningum hans op- inberlega. Um er að ræða 5 spurningar sem ég mun leitast við að fjalla um hér á eftir: 1. Spurt er um hvort embætti mitt muni að- hafast nokkuð vegna upplýsinga sem fram hafa komið í fjölmiðl- um um dagpeninga og ferðakostnað banka- stjóra Landsbankans, þ.m.t. í or- lofsferðum undanfarin ár. Mér er samkvæmt lögum ekki heimilt að greina frá því hvort skattskil nafn- greindra fyrirtækja eða einstak- linga verði eða hafi verið til athug- unar. Orlofsferðir sem greiddar era fyrir starfsmenn af því fyrir- tæki sem þeir vinna hjá era að sjálfsögðu skattskyldar hjá starfs- manninum sem laun eða starfstengdar greiðslur. 2. Nefnt er að í einhverjum til- fellum hafí ríkið og/eða ríkisbank- arnir greitt allan kostnað vegna ferða æðstu starfsmanna sinna jafnframt því að greiða þeim dag- peninga og spurt um viðbrögð rík- isskattstjóra. Það gilda alveg skýr- ar reglur um þetta atriði. Þannig er það að ef vinnuveitandi greiðir starfsmanni sínum fulla dagpen- inga og greiðir þar að auki t.d. gistingu, fær starfsmaðurinn að sjálfsögðu ekki frádrátt fyrir þann hluta dagpeninganna sem ætlaður er til greiðslu gistikostnaðar. Þetta þýðir það að um það bil helmingur dagpeninga í slíkum til- fellum er skattskyldur. Þetta get- ur þó verið mismunandi eftir lönd- um sem ferðast er til. Þessar regl- ur koma fram í árlegu skattmati ríkisskattstjóra og era aðgengileg- ar öllum. Samkvæmt reglum fjár- málaráðuneytisins um greiðslu ferðakostnaðar eru ráðherrum og forseta Hæstaréttar greiddir fullir dagpeningar og auk þess skal greiða þeim m.a. gistikostnað. Helmingur dagpeninga er skatt- skyldur í þessu tilviki, sbr. fram- angreint og er inn- heimt staðgreiðsla af þeim. Þarna gilda að sjálfsögðu sömu regl- ur um ráðherra og aðra ríkisstarfsmenn og um ríkisstarfsmenn og starfsmenn einka- fyrirtækja. Þegar þessu var komið í þetta horf á sínum tíma var ekki eintóm lukka með það og leyfi ég mér í því sambandi að vitna til svars Steingríms Her- mannssonar, þáver- andi forsætisráðherra, við áramótaspurningum Morgun- blaðsins 30. desember 1990, en þar segir orðrétt: „A greiðslu dagpen- inga hygg ég að engin breyting hafí orðið nema hvað Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra ákvað í sinni ráðherratíð að hækka greiðslu dagpeninga til aðstoðar- manna ráðherra. Hins vegar þegar staðgreiðsla skatta hófst, var sá siður upp tekinn að skattleggja með fullri staðgreiðslu hálfa dag- peninga ráðherra og allt álagið. Eða m.ö.o. tæplega 60 af hundraði af heildardagpeningum ráðherra. Þannig virðist ríkisskattstjóri hafa ákveðið að líta á meginhlutann af dagpeningum ráðherra sem tekju- auka. Um þessa ákvörðun ætla ég ekki að fjölyrða. Hitt fullyrði ég, að sá hluti dagpeninganna, sem ekki er skattlagður, hrekkur sjald- an fyrir útgjöldum". 3. Vísað er til ferðalaga eins af bankastjórum Seðlabanka Islands og lagðar fram spurningar um hann m.a. hvort skattyfirvöld horfi til tilgangs ferða á vegum vinnu- veitanda. Mér er samkvæmt lögum ekki heimilt að greina frá því hvort skattskil einstakra fyrirtækja eða einstaklinga verði eða hafi verið til athugunar. Almennt er hægt að upplýsa það, sem flestir vita sem vinna í skattamálum, að spurningin um það hvort kostnaður eins og ferðakostnaður og risna sé frá- dráttarbær eða skattskyldur er daglega uppi á borðum starfs- manna skattakerfisins. Má í þessu sambandi nefna ítrekaðar eftirlits- aðgerðir skattyfirvalda á síðari ár- Fyrirtæki mega eiga von á því að skattyfír- völd muni, segir Garðar Valdimarsson, í auknum mæli leitast við að koma fram ábyrgð á hendur þeim fyrirtækjum sem ekki fara að reglum varð- andi dagpeninga. um sem mjög hafa lotið að gagn- rýni á skattalegri meðferð þessara liða hjá fyrirtækjum og starfs- mönnum þeirra. 4. I þessum lið era uppi fullyrð- ingar um dulbúin laun til flugliða í fonni dagpeninga. Við upptöku staðgreiðslunnar á árinu 1988 var af hálfu embættis ríkisskattstjóra farið ítarlega yfir skattareglur um dagpeninga flugliða með fulltrúum stéttarfélaga þeirra og vinnuveit- enda þeirra. I framhaldi af því gaf ríkisskattstjóri álit sitt á þeim regl- um sem hann taldi að ættu að gilda. Ég fæ ekki séð að aðstæður starfsmanna íslenskra sjávai'af- urða hf. í Kamchatka hafi á nokkurn hátt verið sambærilegar aðstæðum flugliða, auk þess sem Islenskar sjávarafurðir, eða starfs- menn þeirra, leituðu ekki álits skattyfii’valda fyrirfram áður en ráðist var í verkefnið í Kamchatka. 5. Að lokum segir greinarhöf- undur frá því að skattyfirvöld hafi krafið starfsmenn fslenskra sjáv- arafurða hf. í Kamchátka um nótur er sanni kostnað sem þeir urðu fyrir vegna dvalar ytra á vegum vinnuveitenda og spyr hvort emb- ætti ríkisskattstjóra muni krefja alla aðra aðila sem fengið hafa greidda dagpeninga á undanfórn- um árum um nótur sem sýni fram á hver raunverulegur kostnaður á ferðum þeirra hafi verið. Til þess að svara þessu er nauðsynlegt að skýra örlítið frá málavöxtum í stuttu máli. Eins og kunnugt er höfðu íslenskar sjávarafurðir með höndum starfsemi í Kamchatka á Garðar Valdimarsson sjó og landi í samvinnu við rúss- neskan aðila. Stór hópur íslend- inga var ráðinn til þessara starfa og fékk greidda dagpeninga auk launa. Að áliti skattyfirvalda full- nægja þessar greiðslur ekki þeim <' skilyrðum sem sett eru um frá- dráttarbæra dagpeninga og eru því lagaskilyrði fyrir því að hafna öllum frádrætti vegna þeirra og telja þá að fullu til skattskyldra tekna auk reiknaðs 25% álags. Eft- ir að þetta mál kom upp var af hálfu ríkisskattstjóra rætt við fyr- irsvarsmenn þeirra starfsmanna sem unnu í Kamchatka og einnig var haft samband við Islenskar sjávarafurðir hf. þar sem meðal annars komu fram nánari lýsingar á starfsskilyrðum og aðstöðu starfsmanna í Kamchatka. í fram- haldi af því beindi ríkisskattstjóri því til skattstjóra að þeir beittu ekki álagi í þessum málum og féllust á 15% frádrátt á móti „dag- peningagreiðslunum". Var í því sambandi tekið fram að ekki yrði fallist á frekari frádrátt nema krafa um slíkt væri studd með framlagningu kostnaðargagna sem skattstjóri mæti fullnægjandi. Greinilegt er að talsmaður starfs- manna Islenskra sjávarafurða hf. í Kamchatka kann ríkisskattstjóra litlar þakkir vegna þessara af- skipta hans af málinu. Nauðsynlegt er að fylgjast reglulega með greiðslum til starfs- manna þar sem frádráttur er veitt- ur á móti. Þar má nefna ökutækja- styrki og dagpeningagreiðslur. Það hefur verið áhyggjuefni skattyfir- valda hversu dagpeningagreiðslur hafa vaxið á síðustu áram. Þannig má nefna að dagpeningagreiðslur hafa vaxið um 250% á tímabilinu 1984 til 1996 á meðan ökutækja- styrkir hafa nánast staðið í stað á sama tímabili. Svo virðist sem nokkur stór íyrirtæki hafi túlkað ^ dagpeningareglur mjög frjálslega og þar með komið starfsfólki sínu í veraleg vandræði. Það er ástæða til þess að vara starfsfólk við þess- ari þróun og hvetja það til þess að afla upplýsinga um þessi mál fyrir- fram áður en starfskjör era ákveð- in. Þá mega fyrirtæki eiga von á því að skattyfirvöld muni í auknum mæli leitast við að koma fram ábyrgð á hendur þeim fyrirtækjum sem ekki fara að settum reglum varðandi dagpeninga. Höfundur er ríkisskattstjóri. o o o o m o ööTO'Qjoi 003X0111 loiomoinooöoomiooo S%iey.l8iV(9<fl8RfiMUfc9 OptiPlex™ með Intel Pentium®ll örgjön/um Dell, Dell meridð og PowerEdge™ eru skrásett vörumerki Dell Computer Corporation. Intel inside meridð og Intel Pentium® eru skrásett vömmerid Intel Corporatioa IOOOIOOOOII! Ný Dell OptiPlex™ GX1 266 MHz Pentium II örgjörvi • 32 MB minni 3,2 GB diskur • 15" VL skjár • AGP 4MB skjákort Hljóðkort • Uppfæranleg í 400 MHz Pentium II Verð kr. 130.000,- stgr. m. vsk* *Verð fyrir aðila að rammasamningi Ríkiskaupa RK-302 Tilboðið gildir til 1. júlí 1998 v

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.