Morgunblaðið - 09.06.1998, Page 42

Morgunblaðið - 09.06.1998, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ JON FINNBOGASON + Jón Finnbogason fæddist í Byggð- arholti, Fáskrúðs- firði, 21. desember 1915. Hann andaðist á sjúkrahúsi Nes- kaupstaðar 2. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Auð- björg Jónasdóttir, f. 13.2. 1888, dáin 24.9. 1951, og Finnbogi Jónsson, f. 1.1. 1888, dáinn 20.9. 1952. Jón giftist Margréti Þórðardóttur 23.10. 1937, f. 22.6. 1917, dáin 24.9.1962. Foreldrar: Auðbjörg Gunnars- dóttir, fædd 17.6. 1886, dáin 22.6. 1943 og Þórður Brynjólfsson, fæddur 27.12. 1883, dáinn 13.6. 1958. Jón átti þrjár systur. Helgu og Önnu sem eru látnar og Guð- nýju sem býr á Reyðarfirði. Börn Jóns og Margrétar. Guðbjörg, f. 17.12. 1934, d. 2.6. 1973. Maki Hörður Jakobsson, börn 3, bama- böm 5. Þóra f. 9.11. 1936. Maki Margeir Þórormsson, d. 5.5. 1985, börn 9 auk fóst- ursonar, barnabörn 17, barnabamabörn 2. Finnbogi f. 19.8. 1938. Maki S. Gunn- lúldur Stefánsdóttir, börn 6, bamabörn 9. Bjóla f. 30.7. 1947. Maki Þorvaldur Jóns- son, börn 4 barna- börn 5. Jóna Björg f. 21.10. 1948. Maki Ólafur Helgi Gunn- arsson, böm 3, barnabarn 1. Gunnar Jósep f. 6.5. 1951. Maki Bryndís Guðjónsdóttir, börn 3. Aðalheiður f. 15.8. 1955. Maki Einar Jóhann Gunnarsson, börn 2, barnabarn 1. Auk þess eignuðust Jón og Margrét 4 böm sem létust í fæðingu. títfór Jóns fer fram frá Fá- skrúösfjarðarkirkju og hefst at- höfnin klukkan 14. 4 Okkur langar í örfáum orðum til að minnast tengdaföður okkar sem lézt 2. þ.m. öllum að óvörum, þó að —-.'hann hafi átt við vanheilsu að stríða síðastliðin ár. Okkar fyrstu kynni af Jóni voru ákaflega hlýleg og var okkur strax tekið eins og öðrum í fjölskyldunni, alltaf með bros á vör. Líf Jóns var ekki alltaf dans á rós- um. Bam að aldri fékk hann lömun- arveikina, lamaðist og var fluttur suður á Landakotsspítala, en náði þó aftur bata. Um fermingu byrjaði Jón að stunda sjóinn með Siggeiri Jóns- syni fóðurbróður sínum og varð það hans ævistarf upp frá því. Á tímabili var hann í sinni eigin útgerð með Agli Eyjólfssyni æskuvini sínum, síð- ai- keyptu þeir bát ásamt Kristni Sörensyni en lengst af reri hann á Hafliða með Þorsteini Sigurðssyni viðloðandi í 24 ár og var alla tíð mik- ill kærleikur þeirra á milli. Síðustu starfsárin átti hann sér litla trillu MINNINGAR sem hann stundaði á í fjörðinn sem veitti honum mikla ánægju og oft og tíðum voru bamabörnin með í fór. Einnig vann Jón tilfallandi verka- mannavinnu. I janúar 1967 varð hann fyrir alvarlegu vinnuslysi í gömlu síldarbræðslunni hér á staðn- um, lá heima meðvitundarlaus í nokkra sólarhringa áður en hann ar fluttur á sjúkrahús í Reykjavík og náði hann aldrei fullri heilsu eftir það. Mörg áföll urðu í lífi Jóns. Mar- gréti konu sína missir hann frá mörgum börnum út frá fæðingu yngsta barnsins 1962 sem einnig lést og voru tvö barna þeirra innan við fermingu. Var þetta algjört reiðar- slag fyrir fjölskylduna. Reyndi mikið á dætui' hans Jónu Björgu 14 ára og Fjólu 15 ára en þær tóku við heimil- inu en leituðu þær mikið til eldri systra sinna sem fluttar voru að heiman. Hélt Jón heimili áfram í Auðsbergi þar til hann flytur með yngstu dóttur sinni Aðalheiði þegai' hún stomar sitt heimili 1978. Og bjó þar þangað til hann flutti á Dvalai'- heimili aldraða 1995. Fleiri stór áfóll urðu í lífi Jóns er elsta dóttir hans Guðbjörg lést eftir mikil veikindi árið 1973 aðeins 38 ára gömul. Eitt barna- bama hans Guðjón Gunnarsson lést í umferðarslysi 1993 tæplega 18 ára og varð þetta honum mikill harmur en alltaf hélt hann ró sinni. Fjölskyldan var honum ætíð mikils virði, barna og bamabamabömin hændust að hon- um og vom honum til mikillar gleði. Jón var alla tíð mjög iðjusamur sem sýndi sig best síðustu árin. Var hann þá gjarnan að moka snjó frá dyrum á dvalarheimilinu og fór út á göngu þegar stætt var þó heilsan væri farin að bila. Við viljum að endingu þakka tengdafóður okkar fyrir alla hans vin- áttu og biðjum góðan Guð að blessa minningu hans. Ýms eru áranna kynni sem einum mér kveða brag ogvekm'ímínuminni, svo margt um liðinn dag. Minningar margar hlýjar og myndir af ýmsri gerð, sem eru mér ávallt nýjar á ellinnar gönguferð. (Friðbert Pétursson) Hvíl þú í friði. Þínar tengdadætur, Gunnhildur og Bryndís. Ég kveð þig afi með hafsjó af minningum um dugnað og elju. Með- an starfsþrek þitt leyfði varstu alltaf að. Sú minning er við lögðum daglega kolanetin í fjörðinn, þar sem ég fékk það hlutverk að selja aflan og sölu- launin voru hærri en aflaverðmætið lýsa lífshlaupi þínu. Þú hugsaðir meh'a um að gefa og rétta öðrum hjálparhönd en um eigin hag. Lifandi er minning um mann sem endaði allt tiltal við uppátækjasaman dreng með því að segja „elskan mín“ til að undirstrika að allt væri vel meint. Með þökkum fyrir allar stundunar í Auðsbergi og í kringum sjéttuna þína þar sem alltaf var eitthvað við að vera bið ég Guð að geyma þig. Grétar Finnbogason. H H H H H H H H H H Érfidrykkjur H H H H H H H H H H ^ Sími 562 0200 ^ rrxxxxxxxxxxl aílDMUA JIÓTÍL ÍOK iISTíyMlil • (flfí Upplýsingar í s: 551 1247 1 (LjrficfryÁÁj ur É VEISLUSALURINN SÓLTÚNI 3 AKOGESHÚSIÐ 1 sími 562-4822 Biynjar Eymundsson 1| matreiðslumeistari Guðbjörg Elsa Guðmundsdóttir smurbrauðsjómfrú 1 VEISLAN A 1 1 aTm VEITlNGAELDHtíS 1 Frábærar veitingar Sími: 561 2031 Fyrirrnyndar þjónusta Sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps Starf sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps er laust til umsóknar. Sveitarstjóri er framkvæmda- stjóri sveitarfélagsins. Hann siturfundi sveitar- stjórnar með málfrelsi og tillögurétt og hefur á hendi framkvæmd þeirra ákvarðana sem ^•sveitarstjórn tekur. Hann er prókúruhafi sveit- arsjóðs og er yfirmaður annars starfsliðs sveit- arfélagsins Umfangsmikil verkefni eru í gangi. Áskilin er góð menntun, reynsla og þekking á sveitarstjórnarmálum æskileg. Starfskjör sveitarstjóra verða ákveðin í ráðn- ingarsamningi. íbúðarhúsnæði ertil staðar ef með þarf. Ráðningartími sveitarstjóra er sá sami og kjör- tímabil sveitarstjórnar, eða 4 ár. Á Vopnafirði búa um 850 íbúar. Atvinnulíf er fjölbreytt og góð félagsleg þjónusta fyrir unga sem aldna. Menningarlíf með miklum blóma ,rog veðursæld mikil eins og alþekkt er. Nánari upplýsingar um starfið veita Vilmundur Gíslason, sveitarstjóri, hs. 473 1113, vs. 473 1300, ÓlafurÁrmannsson, hs. 473 1330, vs. 473 1333, Ólafur Sigmarsson, hs. 473 1414, vs. 473 1200. Umsóknarfrestur er til 18. júní nk. Umsóknir berist á skrifstofu Vopnafjarðar- hrepps, Hamrahlíð 15, 690 Vopnafirði, merktar: „Sveitarstjóri". Heildverslun Röskur maður óskast til starfa í heildverslun við sölu-, lager- og skrifstofustörf. Umsóknir um starfið sendist afgreiðslu Mbl. >merktar: „H — 4981" fyrir 18. júní. Forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar Sjávarútvegsráðuneytið auglýsir lausttil um- sóknar embætti forstjóra Hafrannsóknastofn- unarinnar. Sjávarútvegsráðherra skipar for- stjóra stofnunarinnarfrá og með 1. ágúst 1998, til fimm ára í senn. Umsækjendurskulu uppfylla skilyrði 13. gr. laga nr. 64/1965 um rannsóknir í þágu atvinnu- veganna. Umsóknir skulu sendar sjávarútvegsráðuneyt- inu fyrir 18. júní nk. Nánari upplýsingarfást hjá sjávarútvegsráðuneytinu. Sjávarútvegsráðu neytið, 9. júní 1998. Leikskólar Árborgar Leikskólakennarar Leikskólastjóri óskast í leikskólann Æskukot, Stokkseyri, frá 1. september nk. Leikskóla- kennaramenntun er áskilin. í leikskólanum eru 18 börn samtímis ýmist í heilsdags- eða hálfs- dagsdvöl. Umsóknarfrestur er til 29. júní. Nánari upplýsingargefa Þorlákur Helgason fræðslustjóri og Heiðdís Gunnarsdóttir, leik- skólafulltrúi í síma 482 1977, Ráðhúsinu, Aust- urvegi 2, Selfossi. Leikskólafulltrúi Árborgar. „Au pair" — Osló íslensk „au pair" óskast til að gæta tveggja barna, 3ja og 4ra ára og vinna heimilisstörf á heimili í miðborg Óslóar og á sumrin í sum- arhúsi út við ströndina. Þarf að geta byrjað 1. ágúst nk. og vera í eitt ár. Mikilvægt er að viðkomandi geti talað norsku eða dönsku. Vinsamlega sendið umsóknirtil afgreiðslu Mbl. merktar: „Osló — au pair — 8/98". Kennara vantar í Grunnskóla Grindavíkur Um er að ræða kennslu á unglingastigi, byrjendakennslu og íþróttir stúlkna og drengja. Upplýsingar veita skólastjóri vs. 426 8020, hs. 551 3663 og aðstoðarskólastjóri vs. 426 8020, hs. 426 8363. Grindavík er blómlegt bæjarfélag með 2200 íbúa í aðeins 55 km fjar- lægð frá Reykjavík. Nemendur eru um 370 11.—10. bekk. í skólanum er unnið framsækið starf með áhugasömu starfsliði. Viðbygging við skólann stendur yfir og verður skólinn einsetinn að framkvæmdum loknum. Grindavíkurbær greiðir staðaruppbót til kennara sem eiga lögheimili á staðnum. MÚLAKAFFI Smurbrauðsdama óskast Múlakaffi/Veisluréttir óska eftir að ráða smur- brauðsdömu. Upplýsingar gefnar á staðnum. Leikskólakennarar Leikskólinn Krakkakot í Bessastaðahreppi óskar eftir leikskólakennara til starfa. Um er að ræða 50% starf eftir hádegi. Upplýsingar gefur Erla Thomsen leikskólastjóri í síma 565 1388 eftir hádegi virka daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.