Morgunblaðið - 09.06.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 45
FRÉTTIR
Fréttatil-
kynning frá
ARLIS/Nord-
en - Island
DAGANA 11. - 13. júní n.k. verður
ársfundur og ráðstefna ARLIS/
Norden haldin í Reykjavík. ARLIS
(Art Libraries Society) eru alþjóð-
leg samtök listbókasafna og hefur
sérstök deild þeirra verið starfandi
á Norðurlöndum um 11 ára skeið.
Um tíu íslensk bókasöfn á sviði
myndlistar, listiðnaðar, hönnunar,
byggingarlistar, ljósmyndunai’ og
skyldra greina eiga aðild að sam-
tökunum fyrir Islands hönd.
Meginefni fyrirhugaðrar ráð-
stefnu, sem verður haldin í Þjóðar-
bókhlöðunni 12. júní, tengist „bók-
list“, þ.e. prentlist, prenthönnun,
bókverkum og ljósmyndum og ber
hún yfirskriftina Bogkunst. Hefst
hún kl. 9.00 með erindi Aðalsteins
Ingólfssonar, listfræðings, um ís-
lensk bókverk. Aðrir fyrirlesarar
eru Jan Voss, bókverkafræðingur
frá Hollandi, Tove Thage, ljós-
mynda- og listfræðingur frá Dan-
mörku, Magdalena Gram, bóka-
safns- og listfræðingur frá Svíþjóð,
og Sigurborg Stefánsdóttir, mynd-
listarkona frá íslandi.
Samhliða ráðstefnunni verður
haldin sýning í anddyri Þjóðarbók-
hlöðu á íslenskum bókverkum og
einnig verður sett upp sýning í
Nýlistasafninu á verkum lista-
mannsins Dieter Roth.
í lok ráðstefnudags verður
snæddur kvöldverður í Viðey þar
sem heiðursgestur ráðstefnunnar,
Jan van der Wateren, forstöðumað-
ur National Art Library, Victoria &
Albert listasafninu í London, heldur
hátíðaræðu.
Vefslóð samtakanna er:
http://\TO’w.ub.uio.no/uhf/art/arlis-
norden.html
Auglýsinga-
herferð DV
AUGLÝSINGAHERFERÐ DV
sópaði til sín verðlaunum í alþjóð-
legri auglýsingasamkeppni sem
haldin var á vegum tímaritsins
Editor and Publisher og Inter-
national Newspaper Marketing As-
sociation. Auglýsingar voru valdar
úr rúmlega 1.800 innsendingum frá
27 löndum. Verðlaunin voru afhent
við hátíðlega athöfn á Heimsþingi
INMA 98 í Amsterdam en þingfull-
trúar eru um 350 frá 40 löndum.
Auglýsingar DV hlutu fyrstu
| verðlaun í flokki auglýsingaher-
| ferða, fyrstu verðlaun í flokki sjón-
varpsauglýsinga og sérstök verð-
laun í flokki dagblaðaauglýsinga í
sínum upplagsflokki.
Auglýsingarnar þóttu að mati
dómnefndar innihalda öflug skila-
boð sem komu styrkleika blaðsins
vel á framfæri. Auglýsingaherferðin
í heild var talin myndræn og sterk
, og útfærsla hugmyndarinnar frá-
■< bær, segir í fréttatilkynningu frá
•i Hvíta húsinu.
i INMA, sem eru helstu hags-
munasamtök dagblaða á markaðs-
sviði, stendur nú í 63. skipti fyrir
keppni sem þessari. Dagblaðaaug-
lýsingarnar verða í kjölfarið gefnar
út í bók sem inniheldur bestu aug-
lýsingar sem birtust á prenti og
myndband verður gefíð út með
bestu sjónvarpsauglýsingunum.
Jafnframt segir: „Auglýsingaher-
* ferðin, DV segir allt sem segja þarf,
4 var framleidd af auglýsingastofunni
| Hvíta húsinu. Þeir Halldór Guð-
mundsson framkvæmdastjóri og
Sverrir Björnsson hönnunarstjóri
stýrðu verkefninu fyi'ir hönd Hvíta
hússins. Starfshópur á vegum DV
vann jafnframt náið með auglýs-
ingastofunni við undirbúning, mót-
un og skipulag herferðarinnar.
Markmiðið með herferðinni var
a að skerpa ásýnd DV með því að
^ undirstrika það hlutverk sem DV
4 gegnir í íslensku samfélagi sem
| frjáls og óháður fjölmiðill og hvern-
ig blaðið sinnir því hlutverki.“
JÓN Sigurðsson og Gyðríður
Steinsdóttir.
Ættarmót
að Laugalandi
í Holtum
ÆTTARMÓT afkomenda Gyðríðar
Steinsdóttur frá Steinsbæ á Eyrar-
bakka og Jóns Sigurðssonar frá
Brekkum í Holtum verður haldið að
Laugalandi í Holtum helgina 3.-5.
júlí.
Búið er að taka staðinn frá fyrir
ættarmótið og getur fólk komið síð-
degis á fóstudag og dvalið fram á
sunnudag. Hægt er að panta gist-
ingu fyrir þá sem ekki vilja gista í
tjaldi, einnig er hægt að kaupa veit-
ingar, en áætlað er að fólk grilli
saman á laugardagskvöldinu.
Á Laugalandi er sundlaug og
gott leiksvæði fyrir börnin. Nánari
upplýsingar veita Magnús Már
Guðmundsson og Ásta Steinsdóttir.
Kvöldganga
um Viðey
ÖNNUR kvöldganga sumarsins
verður um Suðaustureyna. Farið
verður með Viðeyjarferjunni kl.
20.30 úr Sundahöfn. Gengið verður
frá kirkjunni austur á Sundabakka.
Þar verður farið inn í Viðeyjar-
skóla, hann skoðaður og ljósmynda-
sýningin um lífið í Viðeyjarstöðinni
á árunum 1907-1943. Síðan verða
rústir byggðarinnar skoðaðar og
loks gengið fyrir Þórsnesið, yfir á
Kríusand og þaðan eftir suður-
ströndinni heim að kirkju með við-
komu í Kvennagönguhólunum.
Ferðin tekur um tvo tíma. Fólk
er áminnt um að klæða sig eftir
veðri. Sérstaklega skal minnt á að
vera vel skæddur. Þetta er önnur
ferðin af fimm í raðgöngunni, en
þeir sem koma fimm þriðjudags-
kvöld í röð eða laugardagseftirmið-
dag kl. 14.15 sjá allt það helsta sem
skoðunarvert er í eynni, segir í
fréttatilkynningu.
Nýr Viðeyjarbæklingur er kom-
inn út og er hann sérstaklega sam-
inn fyrir göngufólk ekki síst þá sem
koma á eigin vegum. Bæklingurinn
fæst afhentur við miðasöluna.
Vakin skal athygli á því, að ferðir
til eyjarinnar hefjast nú daglega kl.
13. Grillskálinn er opinn frá kl.
13.30-16.30. Fólk getur komið með
sinn eigin mat, kol og olíu á grillið.
Reiðhjólaleiga, hestaleiga og veit-
ingasala er í Viðeyjarstofu.
Gjaldið í kvöldgönguna er ferju-
tollurinn, sem er 400 kr. fyrir full-
orðna og 200 kr. fyrir börn.
Samkynhneigð
frá sjónarhóli
guðfræði og
biblíufræða
FRÆÐSLU- og þjónustudeild
kirkjunnar, Kjalarnesprófastsdæmi
og prófastsdæmi Reykjavíkur efna
til samræðu um samkynhneigð í
Digraneskirkju í dag kl. 17. Til
samræðunnar er boðið prestum,
djáknum, starfsfólki safnaða þjóð-
kirkjunnar og sóknarnefndarfólki.
Flutt verða fjögur stutt erindi,
tveir aðilar munu bregðast við þeim
og loks verða almennar umræður.
Léttur kvöldverður verður reiddur
fram gegn vægu verði.
Frummælendur eru Gunnar Jó-
hannes Gunnarsson lektor sem flyt-
ur erindi um kærleikann, dr. Gunn-
laugur A. Jónsson prófessor sem
fjallar um ritskýringu texta í GT er
tengjast umræðuefninu, sr. Krist-
ján Búason dósent sem fjallar um
ritskýringu texta í NT er tengjast
umræðuefninu, og dr. Sigurjón
Árni Eyjólfsson héraðsprestur sem
fjallar um hjónabandið. Dr. Ai’n-
fríður Guðmundsdóttir og Lára
Oddsdóttir cand. theol. munu
bregðast við erindunum og hefja
umræður.
Fundarstjóri verður Ragnheiður
Sverrisdóttii’ djákni.
Lögreglan á Hólmavík
28 kærðir fyrir
hraðakstur
28 ÖKUMENN hafa undanfama
daga verið kærðir fyrir of hraðan
akstur í umdæmi Hólmavíkurlög-
reglu. Umdæmið nær frá Holta-
vörðuheiði miðri og vestur í botn
Isafjarðar.
Af þessum 28 ökumönnum hafa
verið margir fjölskyldufeður á ferð
með fjölskylduna. Enginn af þess-
um ökumönnum hefur verið sviptur
ökuleyfi vegna akstursins en tveir
þeirra fór nærri því. Einn ökumað-
ur, af þessum 28, ók stórri fólks-
flutningabifreið með stóran hóp af
börnum innan borðs og er lögreglu
til efs að það hafi verið með vitund
og vilja foreldra barnanna. Við
skoðun á ökurita bifreiðarinnar
kom í ljós að rútunni hafði verið ek-
ið með meiri hraða en 100 km/klst.
bróðurpart leiðarinnar.
Lögreglan á Hólmavík mun
áfram, sem hingað til, fylgjast með
hraða bifreiða um umdæmið. Rétt
er að benda á að nú er sauðfé komið
út og hafa þegar nokkur lömb orðið
fyrir bifreiðum.
LEIÐRÉTT
Rangt nafn
í FRÉTT í blaðinu á laugardag, um
brautskráningu nemenda Kvenna-
skólans, var rangt farið með nafn
Drafnar Aspar Snon’adóttur.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
Fundum frestað í umboði
forseta Islands
í FRÉTT Morgunblaðsins á laug-
ardag var greint írá því að forsæt-
isráðhen-a hefði frestað fundum Al-
þingis fram á haust. í því sambandi
ber að taka fram að forsætisráð-
herra frestar fundum Alþingis í
umboði forseta Islands. Áður en
fundum var frestað, sl. föstudag,
las Davíð Oddsson forsætisráð-
hen-a upp úr forsetabréfi, þar sem
forseti Islands, Ólafur Ragnar
Grímsson, gerði kunnugt að hann,
með skírskotun til samþykkis Al-
þingis, veitti forsætisráðhen’a um-
boð til þess að fresta fundum Al-
þingis 122. löggjafarþings frá 5.
júní 1998 til septemberloka. Sam-
kvæmt því umboði lýsti forsætis-
ráðherra því síðan yfir að fundum
Alþingis 122. löggjafarþings væri
frestað til hausts.
ÞAK-0G
VEGGKLÆÐNINGAR
Í SVAL-30RGá\ e rl r.
WÖFÐABAKKA 9. 112 REYKJAVÍK
SiMI 587 8750 - FAX 587 8751
Elskuleg móöir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
JÓNÍNA ÁRNADÓTTIR
fyrrum húsfreyja á Finnmörk,
andaðist á Sjúkrahúsinu Hvammstanga
sunnudaginn 7. júní.
Jóhanna Kristófersdóttir,
Erla Kristófersdóttir,
Jóhannes Kristófersson,
Árný Kristófersdóttir,
Gunnar Kristófersson,
Hörður ívarsson,
Soffía Pétursdóttir,
Skúli Axelsson,
Guðrún Sigurðardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
+
Úttör móður okkar, ömmu, langömmu og langalangömmu,
BJARNEYJAR SIGRÍÐAR JÓHANNSDÓTTUR,
hjúkrunarheimiiinu Grund,
áður Snorrabraut 48,
fer fram frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 11. júní kl. 13.30.
Þökkum starfsfólki góða umönnun.
Erna Þórarinsdóttir,
Helga Þórarinsdóttir,
Lilja Þórarinsdóttir,
Jóhann Þórarinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Bestu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför bróður
okkar og mágs,
SIGURÐAR Þ. GUÐJÓNSSONAR.
Sérstakar þakkir til deildar 6A á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur og Starfsmannafélags Stál-
smiðjunnar.
Guðmundur Guðjónsson,
Geirlaug Þórarinsdóttir,
Kristján B. Guðjónsson, Guðlín Kristinsdóttir,
Guðrún Guðjónsdóttír,
Sigríður Guðjónsdóttir,
Þórður Guðjónsson,
Guðni Guðjónsson, Barbara Stanzeit.
+
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og
útför okkar ástsæla sambýiismanns, föður,
tengdaföður og afa,
KRISTINS VALBERGS
GAMALÍELSSONAR,
Þórustöðum II,
Ölfusi.
Kristín Emma Finnbogadóttir
og börn,
Aðalheiður Björg Kristinsdóttir, Jóhann Bessi Ólafsson,
Guðríður Bjarney Kristinsdóttir, Lýður Pálsson,
Sæunn Ósk Kristinsdóttir, Pétur Björnsson,
Gunnar Kristófer Kristinsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vi-
narhug við andlát og jarðarför eiginmanns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓHANNS HAFLIÐA JÓNSSONAR
húsasmíðameistara,
Árskógum 6,
Reykjavík.
ingibjörg Eggertsdóttir.
Björgvin J. Jóhannsson, Sigríður Þórsdóttir,
Eggert Þ. Jóhannsson, Valborg Harðardóttir,
Hörður Jóhannsson, Tonje Fossnes,
Herdís Jóhannnsdóttir, Frosti Hreiðarsson,
Ingvar J. Jóhannsson, Árborg Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.