Morgunblaðið - 09.06.1998, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 09.06.1998, Qupperneq 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Robert Altman fer sínar eigin leiðir LEIKSTJORINN Robert Altman átti erfitt uppdi'áttar á níunda ára- tugnum. Altman var þegar hér vai- komið sögu talinn úr leik. Hann var barn áttunda áratugarins. Myndir hans minntu um mai'gt á evrópskar myndir en áttu ekki miklu fylgi að fagna í heimalandi leikstjórans, með örfáum undartekningum þó. Gæfan hefur hins vegar verið Altman hliðholl undanfarin ár. Leikmaðurinn (The Player) fékk góða dóma árið 1992 og Altman hlaut uppreisn æru. Leik- stjórinn lét kné fylgja kviði. Næsta mynd hans, Klippt og skorið (Short Cuts), gaf Leikmanninum ekkert eft- ir. Robert Altman er risinn úr öskustónni. Vandræðaunglingar Robert Bernard Altman fæddist í Kansasborg árið 1925. Altman gekk í flugherinn bandaríska í seinni heims- styi'jöld. Herstöðin vai' í Los Angeles og ungliðinn fékk smjörþef af kvik- myndagerð. Þegai' stríðinu lauk réðst AJtman til starfa hjá tryggingafyi'ii'- tæki. Hann undi hag sínum illa og vildi verða leikari. Ti-yggingasaiinn reyndi fyrir sér á þessu sviði en Kansashreimurinn reyndist honum fjötui' um fót. Við svo búið sneri Alt- man sér að handritsgerð. Þessi hand- rit gáfú engin fyrirheit um að Altman yrði síðar talinn með frumlegri kvik- myndamönnum vestanhafs. Senn hélt hann aftur til Kansasborgar. Þai' starfaði hann við ýmiss konar kynn- ingarmyndir. Vandræðaunglingarnir (The Delinquents) var sveinsstykki leikstjórans. Myndin vakti ekki mikla athygli en varð eigi að síður til þess að Altman fékk vinnu við að leikstýra sjónvarpsþáttum. Leikstjórinn fékkst við þáttagerð fyrir sjónvarp næsta áratuginn. Tung'lið, tiuiglið... Niðurtalning (Countdown) segir frá tunglferð og einkahögum eins geim- farans. Myndin var fyrsta verkefni sem Altman fékk hjá þekktu mynd- veri. Framleiðendur styttu myndina um hálftíma í óþökk leikstjórans. Kansasmaðurinn hefur alia tíð reynst framleiðendum óþægur ljár í þúfu. Næsta mynd, sem Altman gerði, Kaldur dagur í garðinum (A Cold Day in the Park), var fyrsta eiginlega Alt- manmyndin. Kona ein rekst á um- komulausan táning í almenningsgarði. Hún býður honum heim til sín. Brátt áttai' strákur sig á þvi að hann er fangi. Tálsýnir (Images) var af sama toga spunnin. Myndin lýsfr hugai'- heimi geðveikrar konu og er öðrum þræði hryllingsmynd. Höfuðeinkenni Altmans voru þegar komin í ljós. Hið mannlega er ævinlega í fyiiiTÚmi. Sögupersónm- eru breyskai' og margræðar. Myndfrnar sverja sig engan veginn í ætt við aðrar myndir sömu tegundar heldur fer höfundm' sínai' eigin leiðir. Bestu og þekktustu myndir sínai' gerði Altman í byrjun áttunda ái'atug- arins. Spítalalíf (M*A*S*H) greinir frá lífinu á bandaiisku hersjúkrahúsi í Kóreustríðinu. Mynd þessi varð kveikjan að feikivinsælum sjónvarps- þáttum. Engum blöðum vai' um það að fletta að höfundar myndarinnar voru í raun að deila á Víetnamstríðið. Hafa ber í huga að Altman var fjöru- tíu og fjögurra ára að aldri þegar hann gat sér orð fyrir að vera reiður ungm' maður. Ef til vill var of mikið gert úr andstöðu Altmans við boð og bönn. Segja má að til þess hafi verið ætlast af honum aliar götur síðan að hann geri myndir í blóra við íikjandi hefðir þótt yrkisefni þau, sem hann velur sér, gefi ekki alltaf tilefni til þess. Altman fær kaldar kveðjur Söguþráður er einatt nokkuð los- aralegur í myndum eftfr Altman. Kveðjan langa (The Long Goodbye) var eins konai' nútímatilbrigði við samnefnda sögu eftfr Raymond Chandler. Leikaiinn Elliot Gould var fenginn til að leika Phillip Maiiow. Djarfara getur hlutverkaval vart orð- ið. Aðdáendur Mailowsagnanna urðu að vonum öskuillir. Segja má að túlk- un Goulds sé ný lesning á einkaspæj- aranum Maiiow. Aitman greinir einnig frá glæpamönnum í myndun- um Þjófunum (Thieves Like Us) og Kansasborg (Kansas City). Sterkur leikur er aðal mynda Altmans. Frægir leikarar sækjast eftir að vinna með leikstjóranum þótt ekki séu há laun í boði miðað við það sem gengur og gerist. Altman er þekktur fyrir að gefa leikurum frjálsar hendur. Mynd- fr eftir Altman eru mun mannlegri en almennt tíðkast í Hollywood. Leik- stjórinn nýtui' mMUar virðingar hjá öllum kynslóðum leikara þótt myndfr hans hafi ekki skilað miklum arði í krónum og aurum talið. Altman er mistækur leik- stjóri. Höfuðkostui' hans er sá að hann er óhræddur við að taka listræna áhættu og menn vita aldrei við hverju þeir mega búast af honum. Dæmigerð Altmanmynd er annaðhvort fyrir neðan allar hellur eða skarar fram úr. Það eina sem menn geta ekki vænst af Alt- man er meðalmennska. Handbragð hans er áreynslu- laust jafnvel kænileysislegt. Slík efnistök hentuðu þeim myndum sem gerðar voru fyrir hartnær þrjátíu árum einkar vel. Leikstjórinn fékk því byr undir báða vængi á áttunda áratugnum. Altman gat teldð hefðbundin stef úr kvikmyndunum, til að mynda vestranum í McCa- be og frú Miller (MeCabe og Mrs. Miller) og Vís- unda-Villa (Buffalo Bill) eða sexpensareyfaranum í Kveðjunni löngu, gjörbylt þeim og fært þau nær tíð- arandanum. Altman hættii' til að gefa sér um of lausan tauminn og bera þolinmæði áhorfand- ans ofurliði þegar verst lætur. Má gera því skóna að stundum sé til bóta að framleiðendur hafi vit fyrir honum. í skuggsjá Altmans Mai-gir telja McCabe og frú Miller (McCabe and Mrs. Miller) bestu mynd leikstjórans. Kvikmyndataka Vilmos Zsigmond var meistaraverk þótt sagan sjálf væri nokkuð ruglings- leg. Altman gerir gjai'nan lítinn grein- aiTnun á aðal- og aukaatriði. Bíógestir koma annaðhvort himinlifandi eða sáireiðir af myndum hans. Segja má að Altman sé milli steins og sleggju. Hann er Ameiíkumaður í húð og hár en getur ekki lagað sig að þeim kröf- Kaeliskápar á ótrúlegu uerBi í miMu úrvalil Mál hxbxdx Tegund Vörunúmer Kælirymi Lítrar Frystirými Lítrar Frystir Staðsetning Staðgreitt 85x50x60 AEG SANTO 1533TK 140 L 37.570,- 85x51x56 INDESIT RG 1150 134 L 26.900,- 85x55x60 AEG SANTO 1443TK 115 L 19 L Innbyggður 43.191,- 85x60x60 General Frost C 175 158 L 17 L Innbyggður 25.900,- 117x50x60 INDESIT RG 2190 134 L 40 L Uppi 37.900,- 127x54x58 AEG SANTO 2532 KA 241 L 59.990,- 127x54x58 AEG SANTO 2232 DT 167 L 46 L Uppi 62.900,- 127x54x58 AEGSANTO 2332 KA 219 L 18 L Innbyggður 62.900,- 130x60x60 General Frost C 275 222 L 28 L Innbyggður 33.900,- 139x55x59 INDESIT RG 2250 184 L 46 L Uppi 39.900,- 144x54x58 AEG SANTO 2632 DT 204 L 46 L Uppi 64,900,- 147x55x60 INDESIT RG 1285 232 L 27 L Innbyggður 37.900,- 149x55x60 AEG SANTO 2632 KG 161 L 59 L Niðri 65.900,- 150x55x60 General Frost SCD 260 186 L 59 L Uppi 37.900,- 150x55x60 INDESIT CG 1275 175 L 56 L Niðri 53.900,- 155x60x60 AEG SANTO 1555 KS 302 L . 72.900,- 162x54x58 AEG SANTO 3032 DT 225 L 61 L Uppi 69.949,- 164x55x60 INDESIT RG 2290 215 L 67 L Uppi 48.900,- 165x55x60 General Frost SCD290 225 L 62 L Uppi 39.900,- 165x60x60 INDESIT CG 1340 216 L 71 L Niðri 59.900,- 170x60x60 INDESIT RG 2330 258 L 74 L Uppi 49.900,- 170x60x60 AEG SANTO 3232 KG 216 L 79 L Niðri 75.900,- 177x60x60 AEG SANTO 3633 KG 238 L 90 L Niðri 104.900,- 185x60x60 AEG SANTO 1855 KS 354 L 82.900,- 185x60x60 AEG SANTO 1855 KF 178 L 112 L Niðri 89.900,- 186x60x60 General Frost SCB 340 207 L 88 L Niðri 59.900,- 195x60x60 AEG SANTO 4133 KG 293 L 90 L Niðri 110.974,- AEG ^indesil’ Jp 'ENERAL FROST STJÁNA bJáa er no'g boðið. ROBERT Altman með gjallarhornið við tökur á Piparkökukarlinum. vegar óþvingaðar og eðlileg- ar; hins vegar bregður stund- I um við að rneiri ögunar sé þörf. Athygli vekur hve fjöl- breytt efnisval Altmans er. Hann hefur leikstýrt geim- mynd, gamanmyndum, hryll- ingsmynd, glæpamyndum, ein- földum leikritum, vestrum, vís- indaskáldsögu, bamamynd og nú síðast spennumyndinni Pipai'kökukarlinum eftir sögu Johns Grishams sem mörgum þykir góður. Eigi að síður má kenna handbragð leikstjórans á hveni einustu mynd. Á slóðum Dolly Parton Nashville er ein frægasta mynd Altmans. Leikstjórinn lýsir hér höfuðbóli dreifbýhssöngsins, Nash- ville. Sögupersónur eru margar og skrautlegar. Altman svipar að þessu leyti nokkuð til Federico Fellini þótt hann hafi ekki sama vald á miðlinum. Nashville á það sammerkt með öðrum myndum eft- fr Altman að hún er helst til löng. Áhorfendur fá að kynnast persónum myndanna mun betur í sárabót. Skipta má myndum Altmans í tvennt. Annars vegar hópverk (Nashville, Brúðkaup, Klippt og skorið, Beint af slánni,). Hins vegar kammerverk (Tálsýnfr, Þrjár konui’, Að feigðarósi (Sfreamers), Vincent og Theo) þai' sem Altman sækh' efnivið sinn oftar en ekki í leikrit. Þai' á milli eru til- brigði við hefðbundnai' myndfr (McCabe og frú Miller, Kveðjan langa, Quintet, Vísunda-Villi) þai' sem leikstjórinn kemur með eigin fram- setningu á gömlum minnum úr sögu kvikmyndanna. Biúðkaup (A Wedding) er með sér- viskulegi'i myndum sem Altman hefui' gert. Leikarar tala hver ofan í annan. Höfundur hefur gi-einilega enga sam- úð með brúðkaupsgestum. Altman er maður veisluglaðm'. Sumai' lakai'i mynda hans minna frekar á langt teiti en eiginlega sögu, til að mynda Brúð- kaup (A Wedding) og Beint af slánni (Pr' et a Porter). Altman hefrn- nokk- uð sérkennilegt skopskyn. Brewster McCloud, Spilagosamfr (California Split), Kæri sáli (Beyond Therapy) og Vísunda-Villi eru gamanmyndfr að nafninu til. Þessum gamanmyndum hefui' verið fálega tekið þótt þai' megi iðulega finna góða spretti. Heill til stranda, Sljáni blái... Altman var fenginn til að leikstýra Stjána bláa (Popeye) eða Skipper Slfl'æk eins og fyrri kynslóðir kölluðu sjóarann. Robin Williams lagði sig all- an fram við að ná tökum á hlutverk- inu. Shelley Duvall var fædd til að leika þokkadísina Olífu Oyl. Eigi að síður átti myndin ekki miklu fylgi að fagna. Altman er framúrstefnumaður og á öndverðum meiði við leikstjóra af gamla skólanum. Nær hefði verið að fá einn slíkan til að leikstýra þessari mynd. Ófarir Stjána bláa urðu til þess að Altman vai'ð sífellt að gera ódýi'ari myndfr. Honum var í raun úthýst úr Hollywood. Reyndar virtust slík kammerverk hæfa honum betur en stórmyndfr. Sumar þessara mynda voru gerðar eftir leikritum eftfr ekki ómerkari menn en Harold Pinter og Sam Shepard. Nægh' þar að nefna Komdu aftur Jimmy Dean, Jimmy Dean (Come Back to the Five and Dime, Jimmy Dean, Jimmy Dean), Að feigðarósi (Streamers) og Sjúk í ást (Fool for Love). Sem betur fer urðu það ekki örlög þessa merkilega leik- um sem gerðar em til leikstjóra í Hollywood. Ekki verður sagt um Alt- man að hann sé að rembast við að vera öðru vísi en aðrir þótt ekki fari á milli mála að hann gerir myndfr af öðnim hvötum en flestfr landa hans. Einn Ijóður er á ráði þessa ágæta leikstjóra. Altman á það til að kasta höndum til verks síns. Þetta er sér í lagi áberandi þegai' hann velur sér yrkisefni sem aðiir leikstjórar hafa gert betri skil, Kæri sáli (Woody Al- len), Þrjár konur (Ingmar Bergman), Beint af slánni (Federico Fellini), Þjófarnir (Arthur Penn). Þó má telja að hann temji sér þetta vinnulag að yfirlögðu ráði. Helsti kostur og galli mynda hans er sá að þær eru annars ............................. Gail flísar (Jfi i\\\ & 4- Stórhöföa 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Þakrennur og rör úr Plastisol- vörðu stáli Heildarlausn á þakrennuvörum í mörgum litum Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata KÓPAVOGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.