Morgunblaðið - 09.06.1998, Qupperneq 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
SANYL ÞAKRENNUR
Fást í flestum byggingavöruverslunum landsins.
TlAJLFABORG?
' KNARRARVOGI 4 • g 568 6755
flöskur
vekjo.
ögnuð!
FÓLK í FRÉTTUM
Dauft
danskvöld
Rafmögnuð danstónlist átti laugardaginn á
Popp í Reykjavík. Hildur Loftsdóttir ætl-
aði að fá sér snúning en kom að daufum
áheyrendum.
LAUGARDAGUR var síðasti dagur-
inn á þriggja daga tónlistarhátíðinni
Popp í Reykjavík. Fyrri hluti tón-
leikanna var haldinn í Loftkastalan-
um og var helgaður raftónlist. Um
kvöldið var hins vegar pakkað í
skemmu Héðinshússins þar sem
dansmenningin átti að taka öll völd.
Sitjandi dans
Það voru ekki margir áheyrendur
að raftónlistinni, sem reyndar er
veigamikill hluti poppmenningarinn-
ar í Reykjavík. Tónlist þessi á sér
ófáa aðdáendur en áhugaleysið gæti
stafað af því hversu furðulegt er að
láta þessa danstónlistarmenn koma
fram á „sitjandi" tónleikum þar sem
leikurinn er upphaflega gerður til
þess að fá fólk til að hreyfa skankana.
Ekki er framkoma tónlistarmann-
anna neitt til að gleðja augað, þar
sem hljómsveitir samanstanda oftast
af einum til tveimur náungum sem
grúfa sig yfír tölvurnar sínar. Hljóm-
sveitin Plastic inniheldur einn með-
lim sem var svo vinsamlegur að
mæta með bangsasafnið áitt til að
sýna hlustendum. Hann fræddi þá
líka um það að bassatromman sendir
frá sér alfabylgjur sem streyma um
líkama áheyranda og á að skapa
vellíðan hjá þeim. Það er þó eitthvað
til að sækjast eftir.
Þeir sem skemmtilegastir þóttu í
Loftkastalanum, af viðbrögðunum að
dæma, var hljómsveitin Slowblow.
Hljómsveitaskipan þeirra er frekar
klassísk og ólík hinum sveitunum;
kassagítar, rafgítar og -bassi, tromm-
ur og forláta orgel í ferðatösku. Það
vai- gaman að því að meðlimh-
Slowblow skiptust á að spila á hljóð-
færin og virðast vera grúskarar eins
og kollegar þeirra í tölvutónlistinni.
Þeir voru samt mun meira heillandi í
sviðsframkomu; látlausir og einlægir
þegai' þeh' sungu skemmtilega texta
með músarlegri röddu. Daníel Agúst
söng seinasta lagið með þeim sem
gestasöngvari og gerði það vel sem
endranær. Hann er einstakur sviðs-
maður sem er gjörsamlega tengdur
áhorfendum sínum þótt hann sé ekki
síblaðrandi. Virkilega flottur gæi sem
bar líka af í hópi frekar tilgerðai'legra
félaga sinna í Gusgus, sem voru samt
bestir.
Margir biðu með eftirvæntingu
fyrstu tónieika Móu á Islandi. Hún
DANÍEL Ágúst er frábær söngvari og sviðsmaður.
spilar ansi skemmtilega blandaða
tónlist með textatilvitnunum úr
djassstandördum sem kemur vel út
og eru mörg Iögin líkleg til vinsælda.
Fólki virtist líka framlag hennar og
sérstaklega smástúlkunum í fremstu
röðum við sviðið sem ráku upp
skræki á misjöfnum stöðum um leið
og þær mændu á kvenlegu fyrir-
myndina sína Móu ofurpæju. Því
miður var þetta ekki gott kvöld hjá
henni, raddleysi hrjáði hana og hún
hefði mátt vera líflegri á sviði.
Eitt af því skemmtilegi'a sem ég
heyrði og sá var án efa rappdrottn-
ingin Ragna í Subterranean. Hún er
frábær rappari með flottar hreyfing-
ar og fína rödd. Hún er tengiliður
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
MÓA lifir sig inn í nýja
lagið sitt „Toy“.
hljómsveitarinnar við áhorfendur, og
gerði sitt til að hreyfa við þeim og fá
þá með. Hún var áberandi frjálsleg-
ust og eðlilegust bæði í framkomu og
tónlistarflutningi. Virkilega heillandi
stelpa sem vonandi treður sér áfram
á poppbrautinni.
Eg þarf greinilega að poppa mig
eitthvað upp áður en ég mæti á
næstu popptónlistarhátíð. Mér finnst
áberandi skorta einlægni í fram-
komu og það að tengjast áhorfend-
um við tónlistai'flutninginn. Tónlistin
er um margt ágæt og auðvitað
smekksatriði út af fyrir sig. Kannski
að einhvers konar samskiptafirring
sé að þróast meðal tölvugi'úskar'anna
þegar tilgerðin er að drepa hina. En
á tónleikakvöldi sem var helgað
danstónlist sást varla áheyrandi
hreyfa sig, hvað þá kippast til óvart.
Ég held að málið sé að fá Pál Oskar
til að rassskella liðið.
Á Fótboltavef Morgunblaðsins
finnur þú
alla réttu
takkana
Hverjir skora
Nýjustu fréttir,
innlendar og
erlendar
www.mbl.is/boltinn
Beinar útsendingar
Staðan og næstu leikir
Fótboltavefur mbl
Þar sem þú getur fylgst með boltanum í sumar.