Morgunblaðið - 11.06.1998, Side 4

Morgunblaðið - 11.06.1998, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Á þriðja tug veiðiskipa á sfldarmiðunum norðaustur af landinu Morgunblaðið/Helgi Garðarsson TVÖ síldveiðiskip komu til heimahafnar á Eskifirði í gær með fullfermi. Hólmaborgin með um 2.700 tonn og Guðrún Þorkelsdóttir með 1.100 tonn. Sfldin í kurteisis- heimsókn líkt og kóngafólkið Morgunblaðið/Kristín Kjartansdóttir JÚPÍTER með fullfermi á Þórshöfn í gær. ALLS voru 23 síldveiðiskip á miðunum djúpt norðaustur af landinu í gærkvöld og ein fimm til viðbótar voru á landleið en 32 skip mega stunda veiðamar. Veiðin gekk vel og ýmis met voru slegin. Þannig fékk Hólmaborgin frá Eskifirði 2.700 tonn á aðeins 10 tímum. Náðust tvö 700 tonna köst. Kom hún til heimahafnar síðdegis í gær, Guðrún Þorkelsdóttir landaði einnig á Eskifirði í gær. Júpiter fékk 1.150 tonn í einu kasti og er ekki ólíklegt að um met sé að ræða. Skipið Iandaði á Þórshöfn í gær. Síldin veiddist á nokkuð stóru svæði í íslensku lögsögunni í fyrradag en í gær voru skipin á svæði um 200 til 230 mílur norðaustur af Langanesi. Auk síldarskipanna hefur haf- rannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson kannað veiðislóðina og tók hliðarspor úr hefðbundnum vorleiðangri sínum. Að sögn Rafns Jónssonar, verk- smiðjustjóra Hraðfrystihúss Þórs- hafnar hf., sem gerir Júpíter út, kom skipið með ágætis afla að landi. „Þetta er ágætis síld, um 15 til 16% feit og við búumst við að hún eigi eftir að fitna enn meira. Við munum reyndar ekki landa úr Júpíter íyrr en í kvöld eða á morg- un en okkur sýnist þetta líta vel út.“ Alls bárust til fyrirtækisins um 1.500 tonn af síld en auk Júpíters landaði danska skipið Lena Polaris um 350 tonnum. Kom í kurteisisheimssókn Lárus Grímsson, skipstjóri á Júpíter, var hæstánægður með túrinn þegar Morgunblaðið ræddi við hann skömmu áður en lagst var að bryggju, en Júpíter var fyrsta skipið til að fylla sig á síld- armiðunum í fyrradag. „Þetta var þrusugott á þriðju- daginn,“ sagði Lárus. „Við fengum risakast upp á 1.150 tonn og ég held að það sé eitt stærsta kast sem fengist hefur í íslenskri lögsögu úr norsk-íslenska síldar- stofninum í 30 ár, ábyggilega Is- landsmet. Við náðum ekki að nýta allt kastið og gáfum Guðrúnu Þor- kelsdóttur restina sem fyllti sig líka. Annars hagar síldin sér nokkuð skemmtilega. Hún dólar þarna á línunni og kemur í kurt- eisisheimsókn líkt og kóngafólkið en nú sýnist okkur hún vera að snúa í okkur baki og halda í áttina til Jan Mayen.“ 11 milljónir á tveimur sólarhringnm En hvemig er stemmningin við að fá svona risakast? „Hún er agalega stressuð. Menn standa á tánum. Það getur valdið miklum skaða ef nótin rifn- ar, bæði veiðafæratapi sem og töf frá veiðum. Slíkt getur skipt millj- ónum. Hins vegar skapast líka gíf- urlega góð stemmning þegar þetta er yfirstaðið og skipið er á leið í land.“ í heildina kom Júpíter með um 1.300 af síld og lætur nærri að afla- verðmæti eftir þá tvo sólarhringa sem túrinn tók sé rúmar 11 millj- ónir króna en greiddar eru 9 krón- ur fyrir síldarkílóið. Júpíter fékk um 4.400 tonna kvóta úthlutað og eiga þeir um 1.200 tonn eftir. Lundará heimssýn- ingunni LUNDAR, álkur og langvíur voru flutt frá Vestmannaeyjum til Lissa- bon í stærsta sædýrasafn Evrópu sem var reist sérstaklega fyrir heims- sýninguna þai’. Sædýrasafnið sem var opnað 22. maí hefur verið vinsælasti viðburður á sýningunni og gestir ver- ið allt að fimmtán þúsund á dag að sögn Mark Smith sjávarlíffræðings sem vann að uppsetningu safnsins. I sædýi-asafninu hafa verið sett upp svæði sem líkja eftir náttúrufari við haf á mismunandi svæðum í heiminum. Eitt svæðið líkir eftir Norður-Atlantshafi og þar er að fínna tegundir sjávai’fugla sem Is- lendingar kannast við. „ísland var einn af valkostunum vegna þess hve fuglalífið þar er mik- ið. Við sóttum um leyfi til íslensku ríkisstjórnarinnar og réðum svo ís- lenskan fuglaveiðara til að hjálpa okkur við að fanga.“ I allt voru flutt- ir 60 fuglar í búrum til Lissabon í tveimur ferðum. Tímaritið Time fjallaði nýlega um sædýrasafnið og kom fram í grein tímaritsins að fæði fyrir fugla í safn- inu væri flutt inn frá Islandi. Það rétta er að fóðrið er flutt frá Hollandi en fuglarnir frá Islandi eins og áður sagði. Smygl á 4.000 lítrum af vodka FJÓRIR menn voru handteknir á mánudag grunaðir um innflutning á rúmlega 4 þúsund lítrum af áfengi, mestmegnis bandarísku vodka. Afengið var flutt inn í gámi frá Bandaríkjunum með íslensku skipi og lagði lögreglan hald á það í Sundahöfn, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Tveimur mannanna var sleppt eft- ir yfirheyrslur en gerð krafa um gæsluvarðhald yfir hinum tveimur til 16. júní. Málið tengist ekki áhöfn skipsins. Ekkert af áfenginu var komið í sölu. Samkvæmt upplýsingum blaðsins voru farmskýrslur vegna gámsins falsaðar. Lögreglan vildi ekki láta annað hafa eftir sér en að málið væri í rannsókn. ---------------- Sóttur á Breiða- merkurjökul ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í gær mann upp á Breiðamerk- urjökul. Á jöklinum var hópur manna á gönguferð og einn þeirra hafði örmagnast. Nýr afgreiðslutími verslana Hagkaups: Skeifan, Smáratorg, Akureyri, Njarðvík: Virka daga til 20:00 Laugardaga: 10:00-18:00 Sunnudaga: 12:00-18:00 Kringlan 2. hæð:-------- Mán. - fim. 10:00-18:30 i Föstudaga: 10:00-19:00 i Laugardaga: 10:00-18:00 { Sunnudaga: 13:00-17:00 j IHAGKAUP AHtafbetri kaup Morgunblaðið/Golli KRISTINN Sigursteinsson virðir grjótgarðinn fyrir sér. Yfírvegun aðalsmerki gröfumanna GRJÓTGARÐURINN meðfram Sæbraut lengist smám saman og þykir að honum mikil prýði. Fyr- irtækið Suðurverk heftir séð um hleðslu garðsins og fjórir gröfu- menn hafa stýrt beltagröfunni sem notuð er við hleðsluna. Garðurinn, sem nær frá Ingólfsgarði, nálgast nú Kringlu- mýrarbrautina en í þessum áfanga er ætlunin að hlaða inn fyrir hana. Grjótið í garðinn er að mestu fengið úr húsgrunnum sem þarf að sprengja fyrir og eru stærstu björgin allt upp í 5 tonn. Þykir leikmönnum enda ótrúlegt að sjá hvernig hægt er að ráða við þessa hnullunga og fella þá jafn listavel saman og gert er í Gijótgarðinum meðfram Sæbraut. Gísli Gíslason er nýlega tekinn við hleðslunni og hefur hlaðið um 100 metra, en það er u.þ.b. vikuverk. Gísli segist hafa tekið við af Kristni Sigursteinssyni sem sé einn besti gröfumaður landsins og það sé vandaverk að feta í fótspor hans. Gísli segir aðalmálið vera að grjótið Iæsist vel saman svo það tolli þar sem það á að vera, yfirvegun og þol- inmæði séu líka lykilatriði. Auk Gisla og Kristins hafa Grétar Ólafsson og Guðmundur Jónsson unnið við hleðsluna. Kristinn segir gröfumennina læra vinnubrögðin hver af öðrum og hann hafi lært margt af Grét- ari. Hann segir að athuga þurfi vel lag steinanna og fara eftir þeim teikningum sem lagðar eru til grundvallar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.