Morgunblaðið - 11.06.1998, Page 6

Morgunblaðið - 11.06.1998, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR A morgun eru 30 ár liðin frá því Landhelgisgæslan tók varðskipið Ægi í notkun Hefur siglt um 744 þús- und sjómilur Á MORGUN eru þrjátíu ár liðin frá komu varðskipsins Ægis til Reykjavíkur, en það var smíðað í Álaborg í Danmörku árið 1968. Á þessum þriggja áratuga ferli hefur skipið siglt samkvæmt lauslegri áætlun um 744 þúsund sjómílur, sem samsvarar um 34 hnattsigling- um um miðbaug. Ægir tók við af „gamla“ Ægi sem þjónað hafði Landhelgisgæsl- unni frá 1928 og hafa því aðeins tvö skip Landhelgisgæslunnar borið þetta nafn á síðustu 70 árum. Hall- dór B. Nellett skipherra segir að „nýi“ Ægir, sem lengst af hefur verið nefndur svo, beri aldurinn vel, hafi ávallt verið vel haldið við, en á síðasta ári voru gerðar vel heppnaðar breytingar á skipinu í Póllandi. Halldór fletti dagbókun- um í tilefni af þessum tímamótum og fann meðal annars eftirfarandi: Nærri 80 skip dregin til hafnar og af strandstað „Kafarar Ægis hafa á þessum 30 árum skorið úr skrúfum 142 skipa og hefur það gerst við ýmsar að- stæður, úti á rúmsjó, í höfnum eða inni á fjörðum. Þá hafa 69 skip af öllum stærðum verið dregin til hafnar og 10 skip hefur Ægir dreg- ið af strandstað. Ymis aðstoð hefur verið veitt alls 30 skipum og má til dæmis nefna flutning á slösuðum, aðstoð við að ná upp veiðarfærum, slökkvistörf, fylgd skipa og leit og raunar margt fleira.“ Halldór hóf feril sinn hjá Land- helgisgæslunni 16 ára sem messagutti og segist hafa unnið flest störf um borð í varðskipi nema í vél. - Hefur þá ekki mikið breyst á þessum árum? „Jú, það er óhætt að segja það. Verkefni varðskipanna eru að vísu svipuð, við erum í margs konar eft- irliti og þjónustu og alltaf til taks vegna björgunarstarfa. I lögum um Landhelgisgæsluna eru verkefnin skilgreind þannig að hún eigi að hafa með höndum almenna lög- gæslu á haflnu umhverfis Island, jafnt innan sem utan landhelgi, veita hjálp við björgun manna úr sjávarháska, sjúkraflutningar, veita afskekktum byggðum nauð- synlega hjálp, sjá um sjómælingar, aðstoða við framkvæmd almanna- varna, vitaþjónustu og fleira. Þetta eru enn verkefni okkar. Eg hugsa að meðal helstu breyt- inga sé aukin sjálfrirkni í sjó- mennskunni og um leið hefur orðið fækkun í áhöfn varðskipanna, en hún má þó ekki verða meiri. Áður voru 25 til 26 manna áhafnir á varðskipunum en í dag erum við 18. Við allar venjulegar kringum- stæður er það nægur mannskapur en það getur skipt máli þegar við þurfum kannski að senda nokkra menn yfír í annað skip vegna að- stoðar eða til eftirlits, þá deilast störfín í varðskipinu á færri menn og það munar um hvem og einn,“ sagði Halldór. En áfram með söguyfirlitið og Halldór rifjar upp að stærstu skip sem Ægir hefur bjargað era sænska olíuskipið Staholm sem var um 19 þúsund brúttótonn og flutningaskipið Euro Feeder sem er 6.000 brt. „Það var í nóvember árið 1969 sem Staholm varð vélar- vana skammt undan grynningum við Eldey og var mikil hætta á að skipið ræki þar upp. Skipverjum á Ægi tókst að koma dráttartaug um borð í skipið og draga það frá grynningunum áleiðis til Reykja- víkur. í apríl 1994 brotnaði sveif- arás í Euro Feeder um 670 sjómíl- ur suðvestur af landinu en skipið var um 120 metra langt og farm- urinn 200 gámar. Ægi tókst að Morgunblaðið/Ami Sæberg ÁTJÁN manna áhöfn er á Ægi. f aftari röð eru frá vinstri: Ögmundur Guðmundsson smyrjari, Óskar Skúla- son háseti, Vigfús Morthens smyrjari, Jóhann Sigurjónsson háseti, Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður, Gísli Hallsson háseti, Björn Straumland liáseti, Sigurður Óskarsson háseti, Hjördfs Ilalldóra Sigurðardóttir viðvaningur og Ingibjörg Sigursteinsdóttir viðvaningur. í fremri röð frá vinstri eru Walter Riedel bryti, Jó- hannes B. Jóhannesson annar vélstjóri, Rúnar Jónsson fyrsti vélstjóri, Ólafur Pálsson yfirvélstjóri, Halldór B. Nellett skipherra, Einar H. Valsson yfirstýrimaður, Guðmundur Guðmundsson annar stýrimaður og Björn Haukur Pálsson þriðji stýrimaður. ÆGIR við Þrídranga í fyrradag, en skipið kom í gær úr 16 daga vita- leiðangri. Næsta verkefni segir skipherrann vera sjómælingar og venjubundin eftirlitsstörf sem farið verður í eftir helgina. draga skipið til Reykjavíkur en fárriðri tafði mjög ferðina," sagði Halldór. Verkefnin alltaf að aukast „Verkefnin hafa verið að aukast heldur en hitt síðustu árin og það er meðal annars vegna þess að al- mennt eftirlit er í dag meira en áð- ur var, til dæmis eftirlit með smá- fiskadrápi, athuganir á ýmsum réttindamálum skipverja, eftirlit með öryggisbúnaði og fleira." - Og á Ægir eftir að þjóna Landhelgisgæslunni lengi enn? „Eg geri alveg ráð fyrir því, en okkur hjá Landhelgisgæslunni er það mikið ánægjuefni að loks skuli vera hafínn undirbúningur að smíði nýs varðskips sem leysa á Oðin af hólmi, en hann verður 40 ára á næsta ári.“ Eistlandsheimsókn forseta Islands Fórnarlamba sovéttímans minnzt í vinaskogi Tartu, Tallinn. Morgunbladið. Á ÞRIÐJA degi opinberrar heim- sóknar forseta Islands, Ólafs Ragn- ars Grímssonar, og frú Guðrúnar Katrinar Þorbergsdóttur til Eist- lands var í gær haldið frá Tallinn til háskólaborgarinnar Tartu. Á leið- inni frá höfuðborginni til Tartu, sem er inni í miðju landi, var áð í smá- bænum Poltsamaa. Þar gróðursetti forsetinn tré í „vinaskógi“ Eist- lands. Upphafsmaðurinn að plöntun trjáa þar, Ants Paju, sýndi forseta- hjónunum trjágarðinn og aðstoðaði forsetann við gróðursetninguna. Pa- ju þessi, sem nú á sæti á eistneska þinginu, var fiest æskuár sín með foreldrum sínum í útlegð í Síberíu, en slíkt var hlutskipti margra Eista á dögum sovézkra yfírráða. Paju hafði með sér úr útlegðinni mold af gröfum þeirra landa sinna sem lét- ust fjarri heimahögum og hóf rækt- unarstarfið í Poltsamaa upp úr henni. Sú hefð hefur myndazt að þegar tignir erlendir gestir sækja Eistland heim koma þeir rið í „rina- skóginum" í Poltsamaa til þess að minnast fómarlamba sovéttímans með því að gróðursetja trjáplöntu í garðinum. I Tartu tók borgarstjórinn Rom- an Mugur og forseti borgarráðs, Váino Kull, á móti forsetahjónunum í ráðhúsinu, þar sem þau rituðu nöfn sín í hina gullnu bók. Þá rifjaði forsetinn upp fyrra hlutverk sitt sem háskólakennara í stjómmála- fræði og hélt fyrirlestur í hátíðarsal hins fomfræga háskóla Tartu undir yfirskriftinni (!lítil lýðveldi í Evr- ópu“. Ræddi Ólafur Ragnar stöðu smáþjóða í nýrri Evrópu, áhrif breyttrar heimsmyndar og þróun lýðræðis og öryggismála í álfunni. Kvútakerfi í fiskveiðum í gær var flogið með Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra í þyrlu til eyjarinnar Saaremaa, þar sem hann heimsótti eistnesk sjávarút- vegsfyrirtæki. Halldór sagði eist- nesk yfirvöld mjög áhugasöm um að auka samstarfíð á sjávarútvegssvið- inu. Aðspurður um í hverju hann teldi slíkt samstarf helzt geta falizt sagði hann að íslendingar byggju yfír ákveðinni þekkingu og reynslu á þessu sriði en Eistar hefðu meiri þekkingu á mörkuðunum í Rúss- landi og öðrum fyrrverandi lýðveld- um Sovétríkjanna. „Það er alveg ljóst að hér eru möguleikar á því að vinna meira hráefni inn á þessa markaði," sagði Halldór. Þá sagði hann það hafa vakið athygli sína að Eistar hefðu í fyrra innleitt kvótakerfí í fiskveið- um með sripuðu sniði og íslenzka kerfið frá 1984. Vandamálin í stjórnun fískveiða væru þau sömu og íslendingar þekktu; „vandinn er sá að þeir geta veitt allar aflaheim- ildirnar á 50 skipum en eiga 250“. Halldór hélt auk þess fyrirlestur um öryggismál í Concordia-háskól- anum í Tallinn, þar sem hann ræddi fyrst og fremst riðhorf íslenzkra stjórnvalda til stækkunar Atlants- hafsbandalagsins. Dagskrá dagsins lauk með mót- töku í boði íslenzku forsetahjónanna til heiðurs eistnesku forsetahjónun- um Lennart Meri og Helle Meri. Heimsókninni lýkur í dag, þegar haldið verður til Riga í opinbera heimsókn til Lettlands. Morgunblaðið/Ásdís FORSETI Islands gróðursetur tré í eistneskum „vinaskógi" með upphafsmanni hans, þingmanninum Alts Paju. Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú fylgist með.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.