Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI stjórnunar og þeim áhrifum sem hún getur haft á samkeppnislega yf- irburði. „Til að svara þessari þörf hefur menntamálaráðherra heimilað Há- skólanum á Akureyri að bjóða upp á nýtt nám í tölvu- og upplýsinga- tækni. Námið hefst við rekstrar- deild haustið 1998. Um er að ræða þriggja ára nám tO B.Sc. gráðu. Mikill áhugi er á þessu námi og ljóst að fleiri umsóknir eru um það en hægt er að sinna. Nám þetta mun styrkja mjög stöðu Háskólans á Akureyri varðandi notkun allra starfseininga háskólans á sviði upp- lýsingatækni. Jafnframt mun námið í framtíðinni efla starfsemi atvinnu- lífsins á landsbyggðinni sem mjög þarf á þessari þekkingu að halda.“ Einnig kom fram í máli Þorsteins að næsta haust hefst nám í ferða- þjónustu og er um að ræða þriggja ára nám til B.Sc. gráðu. Þá hefst í kennaradeild á næsta hausti sér- skipulagt nám fyrir starfandi leik- skólakennara til B.Ed. gráðu. Eyjafjarðarháskóli í landsháskóla Háskólinn á Akureyri mun hefja fjarkennslu í hjúki’unarfræði á Isa- firði næsta haust. Kennslan fer fram með aðstoð gagnvirks sjónvarps sem þýðir að kennari við HA kennir nemendum samtímis á Akureyri og Isafirði. Einnig er unnið að upp- byggingu háskólamenntunar á Norðurlandi vestra. Gerður hefur verið samningur við Hólaskóla um uppbyggingu náms á háskólastigi í ferðaþjónustu sem fram fer í báðum skólunum og lýkur með B.Sc. gráðu frá HA. Þá eru í gangi viðræður við fulltrúa Austfirðinga um háskóla- kennslu á Austurlandi og sagði Þor- steinn að fulltrúar frá öðrum lands- hlutum hefðu einnig sýnt áhuga á að starfsemi skólans næði til þeirra með einum eða öðrum hætti. „A þeim 10 árum sem Háskólinn á Akureyri hefur starfað hefur hann þróast hratt frá því að vera Eyja- fjarðarháskóli til þess að vera lands- háskóli,“ sagði Þorsteinn Gunnars- son. 66 kandídatar brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri Skólinn reiðubúinn að vinna að framganffi bygfgðastefnunnar HÁSKÓLINN á Akureyri braut- skráði 66 kandídata frá skólanum sl. laugardag. Alls stunduðu 422 nem- endur nám við háskólann í vetur og hafa aldrei verið fleiri. Sem fyrr voru fjórar deildir starfræktar í Há- skólanum á Akureyri, heilbrigðis- deild, kennaradeild, rekstrardeild og sj ávarútvegsdeild. I máli Þorsteins Gunnarssonar, rektors HA kom fram að umræða um samspil byggðaþróunar og há- skólamenntunar hefði aukist að und- anförnu. Forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsá- lyktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998-2001. Þar er mörkuð sú stefna að fólksfölgun á lands- byggðinni verði ekki undir lands- meðaltali og nemi 10% til ársins 2010. Heildstæð byggðastefna komin fram „Fagna ber þessari þingsályktun- artillögu forsætisráðherra og þeim áherslum sem þar koma fram sér- staklega á þýðingu háskólamennt- unar og hlutdeild hins opinbera í at- vinnuuppbyggingu á landsbyggð- inni. I raun má segja að hér sé í fyrsta skipti komin fram heildstæð byggðastefna á íslandi sem byggist á almannahagsmunum, tekur mið af aðstæðum á landsbyggðinni og er að einhverju leyti í takt við byggða- stefnu þeirra nágrannaþjóða sem við helst viljum bera okkur saman við. Háskólinn á Akureyri er reiðu- búinn að vinna að framgangi byggðastefnunnar í samráði við og samkvæmt nánari ákvörðun stjórn- valda.“ Morgunblaðið/Björn Gíslason BRAUTSKRÁNINGARHÁTÍÐ Háskólans á Akureyri var haldin í Glerárkirkju sl. laugardag en þá braut- skráðust 66 kandídatar frá skólanum. Þörf á að auka færni stjórnenda Alls brautskráðust 22 sjávarút- vegsfræðingar frá skólanum sl. laugardag og hafa aldrei verið fleiri. Þorsteinn sagði menntunarstig í sjávarútvegi almennt lægra en í öðr- um atvinnugreinum og aðeins 1-2% starfsmanna í fiskvinnslu og fisk- veiðum hafi lokið háskólaprófi en meðaltal þeirra sem ljúka háskóla- prófi í öðrum starfsgreinum er 13-14%. Þorsteinn sagði að í athug- un erlendra sérfræðinga hefði komið í ljós að hér á landi væri brýn þörf á þvi að auka færni stjórnenda til að reka arðbær fiskvinnslufyrirtæki. „Ætii sjávarútvegurinn að halda velli í nútíma tæknivæddu þjóðfélagi þá er nauðsynlegt að hann hafi yfír að ráða svipuðu hlutfalli af háskóla- menntuðu fólki og aðrar atvinnu- greinar í landinu. Ég geri því ráð fyrir að á næstu 5-10 árum muni sjávarútvegsíyrirtæki hér á landi skapa störf íyrir að minnsta kosti 1.000-1.500 háskólamenntaða starfs- menn. Jafnframt er brýn nauðsyn að efla starfsmenntun og endur- menntun þeirra sem starfa í sjávar- útvegi og hafa ekki lokið háskóla- prófi.“ Mikil eftirspurn eftir sérfræðingum Þorsteinn sagði að mikil eftir- spurn væri eftir sérfræðingum sem hafi bæði haldgóða þekkingu á rekstri fyrirtækja og á stjórnun upplýsingakerfa. Fyirirtæki séu að átta sig á mikilvægi upplýsinga- JÓHANN Vilhjálmsson, byssusmiður í Reykjavík, með verklegan riffil sem hann smíðaði fyrir landa sinn, sem hyggst fara með gripinn til veiða í Afríku. SIGURÐUR Kr. Guðmundsson, mjólkurfræð- ingur og hamskeri, sýndi uppstoppuð dýr á sýningunni sem vöktu mikla athygli. þá til að leiðrétta þær vitleysur sem menn væru að gera. Hámenntaður byssusmiður Jóhann Vilhjálmsson, byssu- smiður úr Reykjavík, sýndi glæsileg vopn, bæði sem hann hefur smíðað og gert upp. Jó- hann er hámenntaður í sínu fagi en hann útskrifaðist með láði frá byssusmiðaskólanum í Liege í Belgíu vorið 1994 og hlaut flestar þær viðurkenningar sem hægt er að hljóta. Jó- hann hafði góða undir- stöðu áður en hann hóf nám í byssusmíði. Hann lærði vélvirkjun og kynnt- ist rennismíði og eldsmíði og er með meistarabréf í þeirri iðn. Einnig er hann með 3. stig frá Vélskóla ís- lands. Jóhann sagðist hafa lært þessa evrópsku byssusmíði og hún byggðist á mjög gamalli hefð. „Sú tegund byssusmíði sein ég lærði hefur ekki þekkst hér á landi áður og þetta er margra ára nám. Skeftis- smíðin er alveg sér fag og ég veit ekki til þess að menn hér á landi hafí lært það sér- staklega fyrr. Hins vegar hafa margir verið að þessu og ég hef oft séð fallega smíðuð skefti hér.“ Jóhann sagðist gera blámann sem notaður er á byssu- hlaupin sjálfur og blandar einnig sín- ar skeftisolíur. Mjólkurfræði og uppstoppun Sigurður Kr. Guðmundsson, mjólkurfræðingur hjá Mjólkursamlagi KEA, sýndi fugla og tófur sem hann hefur stoppað upp. Sigurður kallar sig ham- skera en hann lærði uppstoppun í Danmörku, samfara námi í mjólkurfræði og einnig hefur hann farið til náms f Englandi f faginu. Hann sagði þetta fyrst og fremst tómustundagaman með mjólkurfræðinni en hann sýndi m.a. uppstoppaðar anda- tegundir frá íjarlægum löndum. Byssu- og veiðisýning Skotfélags Akureyrar Alveg rosalegt að fá dellu fyrir byssum „HORFIÐ þið ekki bara á gaml- ar stríðsmyndir alla daga,“ spurði einn gestanna þá Steinar Einarsson og Hannes Haralds- son á Byssu- og veiðisýningu Skotfélags Akureyrar í Iþrótta- höllinni fyrir skömmu. Þeir fé- lagar sýndu þar yfir 30 skot- vopn frá ýmsum löndum og af ýmsum gerðum, m.a. frægar skammbyssur og riffla, sem sést hafa í mörgum bíómyndum í gegnum tíðina. Sýningin í Höllinni var nokk- uð fjölbreytt, byssusmiðir, áhugamenn um uppstoppun dýra og söluaðilar á byssum og stangveiðivörum voru á meðal sýnenda, auk þess byssur og rifflar af öllum stærðum og gerðum til sýnis. Steinar Einarsson er varafor- maður Skotfélags Kópavogs og félagi hans Hannes Haraldsson er þar stjórnarmaður. Vopnin sem þeir sýndu eru í þeirra eigu og er elsta byssan frá því fyrir aldamót og allir eru gripimir í fínu lagi. „Við höfum verið með þessa dellu frá því við vorum smápollar og það er alveg rosa- legt að fá þessa bakteríu,“ sagði Steinar og bætti við að vissu- lega hefðu þeir gaman af því að sjá góðar bíómyndir en einnig alls kyns myndir um veiði. Þá stunda þeir veiðar á dýrum samhliða því að skjóta í mark. Steinar sagðist hafa farið í Morgunblaðið/Kristján STEINAR Einarsson, varaformaður Skotfélags Kópavogs, sýnir gestum riffílskot af stærstu gerð. Við borðsendann stendur félagi hans, Hannes Haraldsson, en þeir félagar sýndu um 30 byssur og riffla frá ýmsum löndum og af ýmsum gerðum. skóla í Bandaríkjunum og lært m.a. meðferð á byssum ... „og við gagnrýnum oft hvernig að- alleikararair handleika byssur sínar í bíómyndum". Þeir félagar sjá um skotfími í sínu félagi en Steinar sagði að hér á landi væri lítill skilningur yfirvalda varðandi þessa grein og reyndar nokkuð um for- dóma. Steinar sagði að ákveðið hefði verið að lækka aldur þeirra sem vilja æfa skotfími niður í 16 ár en hann benti á að í Þýskalandi væri sá aldur mið- aður við 8 ára böra. „Það er al- gjört skilyrði að byrja ungur ætli maður að ná árangri.“ Á sýningunni var skothermir í eigu Skotfélags Kópavogs og gátu sýningargestir fengið að reyna hæfni sína á staðnum. Steinar sagði að hermirinn væri notaður til æfinga í félaginu og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.