Morgunblaðið - 11.06.1998, Page 19

Morgunblaðið - 11.06.1998, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 19 Morgunblaðið/Sig. Fannar DYRIN una hag sínum vel í Dýragarðinuin í Laugarási. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Sláttur haf- inn undir Eyjafjöllum Holti - Sigurður Grétar Ottósson, bóndi að Asólfsskála, hóf slátt sl. laugardag viku fyrr en í fyrra. Sig- urður sló Gerðið, fjóra hektara, og síðan sló hann á mánudeginum í rigningu fyrir þurrkinn, sem er að koma, Blautumýri, tveggja hektara spildu með vallarfoxgrasi, sem var að gulna í rótina. Aðspurður sagðist hann hafa borið á þessi tún 21. apríl, vorið hefði verið sérstaklega gott og spretta góð þannig að hann hefði ekki mátt vera seinni með að slá. Hann sagði það skipta meginmáli fyrir kúabúskapinn að ná inn góð- um heyjum og þegar þetta hey væri komið í rúllur, vonandi innan tveggja daga, væri það ígildi fóður- bætis. Dýrin heilla Selfossi - Dýragarðurinn í Laugar- ási, Biskupstungum, var opnaður á dögunum við hrifningu yngri kyn- slóðarinnar. Starfsemin hefur ver- ið vaxandi seinustu ár og er nú meðal vinsælla áningarstaða inn- lendra ferðamanna á Suðurlandi. Börnin eru sérstaklega hrifin af dýrunum í garðinum enda kennir þar ýmissa grasa. Þarna má finna kanínu, ketti, hunda, kindur, hæn- ur, kalkúna, geitur og kálfa. Kalli kanína er vinsæll hjá börnunum enda er hann sérstaklega spakur og barngóður, sem og flest dýrin í garðinum enda vön því að um- gangast mannfólkið. Dýragarður- inn er opinn í alit sumar fyrir gesti og gangandi. Tilboð í 3. áfanga sundlaug'- arbygging- ar opnuð Stykkishólmi - Tilboð í 3. áfanga sundlaugarbyggingar í Stykkishólmi voru opnuð 9. júní sl. Hér er um að ræða að ljúka við uppsteypu búnings- klefa og innisundlaugar ásamt fullnaðarfrágangi og tengingu við núverandi byggingu. Þá skal steypa undirstöður og botnplötu útisundlaugar, leggja lagnir í lóð og fylla að útisund- laug. Alls bárust tvö tilboð frá eft- irfarandi aðilum: Skipavík hf. Stykkishólmi 97.392.282 kr. og Sprettur hf. Grundarfirði 94.800.000 kr. Kostnaðaráætlun Stykkis- hólmsbæjar sem unnin var af Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hljóðaði upp á 78.359.300 kr. Tilboðin er því þó nokkuð hærri en kostnaðar- áætlun, tiiboð Spretts 121% af kostnaðaráætlun og tilboð Skipavíkur hf. 124% af áætlun. Tilboðin verða nú yfirfarin á allra næstu dögum, því lögð er áhersla á að verkinu ljúki á þessu ári. i ' ! ! • i fimmtudag til sunnudags JíT i)Oi) Frjálst val úr þessum tegundum: Blátoppur Hansarós Runnamura Yllir Japanskvistur Flatsópur B j arkeyj arkvistur Þymirós Snjóber Loðvíðir o.fl. o.fl... ISirki 70-90 sm kr 299 kr 399 ISirkikmstur kr 299 10 Stjúpur kr 399 QlwmmmpiR ybmetudii kr 19t?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.