Morgunblaðið - 11.06.1998, Síða 20

Morgunblaðið - 11.06.1998, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ fbúa Önundarfjarðar lengir eftir nýrri bensínstöð Veðurstofan vill að skálinn verði sérstaklega styrktur ÍBÚAR Önundarfjarðar eru óá- nægðir með framgang mála í tengslum við endurbyggingu Essó- skála á Flateyri. Esso-skáli Olíufélagsins var meðal þess sem snjófljóðið braut niður á Flateyri 1995. Fyiir ári sótti Olíufélagið um leyfi frá bæjar- stjórn Isafjarðarbæjar til að byggja samskonar þjónustustöð á sama stað. En nú hafa snjóflóða- garðar verið reistir þar fyrir ofan. Stefán Guðbergsson fram- kvæmdastjóri nýbygginga hjá 01- íufélaginu segir þá enn ekkert svar hafa fengið frá réttum aðilum. Þeir hafi ætlað sér að hefja bygginguna síðasta sumai’ og sé því eðlilega farið að lengja eftir formlegu svari. Ef óeðlilegar kröfur, að mati Olíufélagsins, verði gerðar gætu þeir þurft að endurskoða áætlanir sínar. Samráð við Veðurstofu Skipulagssfijfnun ríkisins sendi Veðurstofu íslands bréf 28. maí síðastliðinn. I því kemur fram að Skipulagsstofnun framsendi Veð- urstofunni 9. október 1997 spum- ingu byggingarfulltrúa á Isafirði, dagsetta 24. júlí 1997 um það með hvaða skilyrðum mætti heimila endurbyggingu bensínafgreiðslu á Flateyri. Skipulagsstofnun segist í bréf- inu, vegna ábendinga byggingar- fulltrúans á Isafírði, árétta tilmæli til Veðurstofu Islands um að hún setji fram þau þolhönnunarákvæði sem eigi við fyrir bensínstöð á Flateyri. I bréfinu er vísað til þess að það svæði sem bensínstöðin stóð á heyri undir eftirfarandi ákvæði í samþykktu deiliskipulagi Flateyr- ar; „... svæði þar sem ný hús skulu sérstaklega styrkt og skulu styrk- ingar í hverju tilfelli hannaðar í samráði við Veðurstofu íslands." Önfirðingar óánægðir I síðustu viku sendu Önfirðingar bréf til Veðurstofu Islands og bæj- arstjómar Isafjarðar með undir- skriftum 300 íbúa. I bréfinu lýsa þeir yfir óánægju sinni vegna þess að veiting leyfis fyrir endurbygg- ingu Essó-skálans hafi dregist á langinn. Þeir segja einnig að eng- um þurfi að dyljast mikilvægi þess að nýr söluskáli megi rísa sem fyrst svo Önfirðingar, nærsveita- menn og ferðamenn fái notið þjón- ustu skálans. I texta með undirskriftalistanum segir einnig: „Ómögulegt er að skilja til hvers snjóflóðagarðamir era ef að setja á svo óeðlilegar kröfur um byggingu á svæðinu. Við skoram á þá sem hingað til hafa valdið þessum seinagangi að leggj- ast frekar á eitt til að skálinn rísi.“ Nýbyggingar séu öruggar Veðurstofa Islands sendi Skipu- lagsstofnun svar síðastliðinn mánu- dag. I því era þolhönnunarákvæðin sett fram: „Veðurstofan telur við- unandi að bensínstöðin rísi á um- ræddum stað ef hún verður styrkt til að þola áraun sem nemur 40 kN á fermetra í stefnu frá Skolla- hvilft.“ Kristján Jónasson, verkefn- isstjóri hættumats á Veðurstof- unni, segir að leggja þurfi áherslu á þá grandvallarvinnureglu að gera skýran mun á nýbyggingum og þeim sem þegar standa og að þær séu sem öraggastar. Kristján segir það rétt að málið hafi dregist um of en ekki sé æskilegt að hver bendi á annan heldur verði stefnt að sam- eiginlegri farsælli lausn. Gamli vatnstankurinn á Fiskhól endurbættur Hornafirði - Gamli vatnstankurinn á Fiskhól er nú í endurbyggingu. Tankurinn var byggður árið 1949 og vai’ hluti af fyrstu vatnsveitu Hafnar, sem var stórvirki á sínum tíma og gjörbreytti lifnaðarháttum íbúanna, þvi áður var allt neyslu- vatn fengið úr brunnum. Þá gerði vatnsveitan það að verkum að hér var hægt að stórauka atvinnustarf- semi, einkum fiskvinnslu, og í kjöl- farið var byggt frystihús. Gamli vatnstankurinn skipar því vegleg- an sess í atvinnusögu Hafnar. Tankurinn var hannaður og teiknaður af Sigurði Thoroddsen verkfræðingi og er eina mannvirki sinnar tegundar á landinu. Hann gnæfir yfir byggðina á Höfn og hefur sett mikinn svip á bæinn. Tankurinn tekur 200 tonn af vatni. Fyrir nokkram árum hætti hann að þjóna hlutverki sínu, því nýtt mannvirki tók við af honum. Bæj- arstjóm Homafjarðar tók þá ákvörðun að rífa hann en þá upp- hófust mikil mótmæli í bænum m.a. Morgunblaðið/Sigurður Hannesson GAMLI vatnstankurinn á Fisk- hól setur svip á bæinn. með söfnun undirskrifta til styrkt- ar þessu mannvirki. I kjölfarið var stofnaður áhuga- mannahópur sem hlotið hefur nafn- ið „Vemdum vatnstankinn“, sem samdi um það við bæjarstjórn að taka að sér að sjá um endurbætur á tanknum og afla til þess fjár. Fjársöfnunin hefur gengið mjög vel og fjölmörg fyrirtæki og ein- staklingar hafa lagt þessu málefni lið með fjárframlögum. Þá hafa margir lagt fram vinnu sína endur- gjaldslaust svo sem arkitektastof- an Kím sf. (en tveir eigendur henn- ar, Árni og Sigbjörn Kjartanssyn- ir, era fyrrverandi Hornfirðingar), Verkfræðistofa Sigurðar Thorodd- sen, og síðast en ekki síst Hildi- gerður Skaftadóttir formaður Vemdum vatnstankinn. Fjársöfn- un er næstum lokið, en þó ekki al- veg. Tekið er á móti framlögum bæði í útibúi Landsbankans á Homafirði og í Sparisjóði Horna- fjarðar. Framkvæmdir við endurbætur á tanknum era þegar vel á veg komnar og er stefnt að því að þeim verði lokið um miðjan þennan mán- uð. Bíósýning- ar hefjast á Húsavík Húsavík - í Samkomuhúsinu við Garðarsbraut á Húsavíkurbær kvikmyndasýningarvélar sem ekki hafa verið notaðar undanfarið og húsið eingöngu notað af Leikfélag- inu. Nú hafa nemendur Borgarhóls- skóla og Keldunnar og Nemenda- félag Framhaldsskólans á Húsa- vík gert samning við Húsavíkur- kaupstað um afnot af vélunum og fengið heimild til bíósýninga í Samkomuhúsinu í samvinnu við Leikfélag Húsavíkur en bærinn hefur leigt Leikfélaginu húsið til afnota. Unga fólkið, sem hefur haft for- göngu í þessu máli, segir að þetta sé ekki gert til fjáröflunar heldur til að lífga svolítið upp á bæjarlífið. Morgunblaðið/Silli FRÁ undirritun samningsins f.v.: Ester Þóra Jakobsdóttir, Einar Njálsson og Regína Sigurðardóttir. Ekki sé áformað að hafa nema fáar sýningar í mánuði hverjum en þá aðeins góðar myndir. Þessu til staðfestingar rituðu þau undir samning Einar Njálsson bæjarstjóri, Ester Þóra Jakobs- dóttir nemandi og Regína Sigurð- ardóttir, fyrir hönd Leikfélagsins. Morgunblaðið/Sig. Fannar NÝIR bæjarstjórnarfulltrúar Árborgar ásamt fráfarandi sveitar- og bæjarstjórnarmöiinum. Fyrsti fundur bæjar sljórnar Arborgar Selfossi - Bæjarstjórn Arborgar, nýs sameinaðs sveitarfélags á Suð- urlandi, hélt sinn fyrsta fund á Hótel Selfossi síðastliðinn sunnu- dag. Fundinn sátu fulltrúar nýs meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, fulltrúar Ár- borgarlistans og fulltrúi Diskó-list- ans ásamt fráfarandi sveitarstjóm- armönnum í sveitarfélögunum fjór- um fyrrverandi og Karli Bjöms- syni sem hefur verið endurráðinn bæjarstjóri. Á fundinum vora fyrrverandi oddvitum og sveitarstjórnarmönn- um sveitarfélaganna fjögurra, Sel- foss, Stokkseyrar, Eyrarbakka og Sandvíkurhrepps, þökkuð vel unn- in störf og nýrri bæjarstjórn óskað velfamaðar á komandi kjörtímabili sem verður það fyrsta í sögu nýs sveitarfélags. KARL Björnsson bæjarstjóri Árborgar þakkar Páli Lýðssyni fyrrverandi oddvita Sandvíkur- hrepps vel unnin störf. Morgunblaðið/Gunnar Ærin Eygla bar fimm lömbum Bolungarvík - Fyrir nokkru bar ærin Eygla fimm lömbum, hér er um óvenjulega frjósama á að ræða því hún hefur átt 15 lömb á fjórum árum. Eygla er í eigu Gerðar Ágústu Sigmundsdóttur en foreldrar hennar, þau Sigmundur Þorkels- son og Sigríður Björgmundsdótt- ir, eru með smáfjárbúskap rétt utan við Bolungarvík. Frændi Gerðar, Guðmundur Steinar Björgmundsson bóndi á Kirkju- bóli í Valþjófsdal í Önundarfírði, gaf henni Eyglu sem lamb þegar hún fæddist. Veturgömul bar Eygla þremur lömbum, tvævetra var hún þrí- lemb, í fyrra fjórlemb og í ár bætti hún um betur og bar fimm lömbum, íjögurra vetra hefur hún því eignast 15 lömb sem öll hafa lifað. Sigmundur sagði að allt hefði gengið vel hjá henni við burðinn, kunningi sinn hefði komið og sagt honum að Eygla væri búinn að bera þremur lömbum, hann hafi því farið strax frameftir og hún þá búin að bæta tveimur við. Fréttaritari Morgunblaðsins náði að mynda hópinn ásamt Gerði og foreldrum hennar þeg- ar þau voru að búa sig undir að sleppa Eyglu og lömbunum henn- ar fimm á fja.ll þar sem lömbin koma til með að vaxa og dafna í hinni rómuðu íslenskri náttúru. Erfítt var að ná hópnum í myndatöku, sérstaklega var Eyglu lítið um athyglina gefíð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.